Like a Stone

Það er alltaf gaman þegar að tónleikar opna fyrir manni nýja sýn á lög. Það gerðist á Chris Cornell tónleikunum með lagið Like a Stone, sem ég hef aldrei verið sérstaklega hrifinn af. En á tónleikunum var það frábært í órafmagnaðri útgáfu, svipaðri og sést hér.

3 thoughts on “Like a Stone”

  1. Hvernig er það, tók hann allar háu og erfiðu nóturnar á tónleikunum? Heyrði að hann væri eitthvað farinn að hætta að þora því á tónleikum.

  2. Mér fannst hann ekki alveg ná þeim í byrjun, en svo þegar leið á var þetta allt að koma hjá honum. Hann var bara svo drullu flottur að maður var ekki að kippa sér upp við einhverja nokkra tóna!

  3. Úlli, það kom mér einmitt á óvart hversu hann hlífði sér lítið á þessum tónleikum. Mér fannst hann fara í allar hæstu nóturnar. Þrátt fyrir að session-istarnir hafi verið full miklir pepperar, þá var Cornell ótrúlega góður. Það getur verið að hann hafi sleppt einhverjum nótum, en ég tók lítið eftir því.

Comments are closed.