Mánudagstónlist

Lag mánudagskvöldsins? Jú: When Will They Shoot? með Ice Cube. Víííí, hvað þetta er mikil snilld. Þurfti að fara að hlusta á eitthvað annað en Strokes, Damien Rice og Electric Six og því varð Ice Cube fyrir valinu. Tveir vinir mínir hafa lobbíað fyrir Ice Cube lengi. Gaf The Predator sjens og varð ekki fyrir vonbriðgum.

Annars eru “Fire” með Electric Six, “Room on Fire” með Strokes og “O” með Damien Rice allt ótrúlega góðar plötur, sem hafa einangrað iPod playlistann minn undanfarið.

Já, og “Award Tour” með Tribe Called Quest er líka búið að vera á repeat. Og ef ég fer ekki að fá ógeð á “Reptilia” með Strokes bráðlega, þá fer ég að efast um geðheilsu mína.

Og svo er “I believe in a thing called Love” alveg yndislega hallærislega skemmtilegt. Var að fá mér The Darkness plötuna og er að byrja að hlusta á hana. Lofar góðu.

… og mér finnst þeyttur rjómi vondur. Hvaða vitleysingi datt í hug að troða öllum þessum rjóma á Bolludagsbolur?

7 thoughts on “Mánudagstónlist”

  1. Rjómi er góður…í takmörkuðu magni allavega. Þú ert bara skrítinn :biggrin:

  2. Rjómi er vondur!!! (og flestar bollur líka )
    Hinsvegar fann ég bollur með litlum rjóma og fullt af berjum 🙂
    Bláberjabollur í bakarínu í Árbænum 🙂 víví einu bollurnar sem ég borða 😀

  3. jiiii audda vil ég giftast þér 🙂
    Sólríkan sumar dag í Júní, utandyra, fuglarnir kvaka í kring, svanir synda á stöðvatninu sem er rétt hjá, einstaka hvítur fluffy skýarhnoðri er á bláum himninum………..
    Segðu bara til sko 😉

Comments are closed.