Þunglyndi

Já, ég er ekki enn kominn í stuð að skrifa um þessar helvítis kosningar. Hins vegar eru tveir aðrir pennar, sem skrifa um kosningarnar og er ég 100% sammála öllu, sem kemur fram þar. Nánst einsog ég hafi skrifað þessa pistla sjálfur:

[Kristján: Kosningar í USA #7](http://www.jupiterfrost.net/archives/2004/11/03/13.09.06/index.php)
[Jens: Þunglyndi og þreyta!](http://www.jenssigurdsson.com/entry/2004/11/03/15.40.47/index.html)

Jammmm…

Whatever

Góður punktur af [MeFi](http://www.metafilter.com/mefi/36697):

Úrslit kosninganna

KERRY: 56 million
BUSH: 60 million
WHATEVER: 100 million

Hvernig geta 100 milljón Bandaríkjamanna setið heima í svona kosningum. Hvað í andskotanum er að í hausnum á þessu fólki?

?

Hvað getur maður sagt, nema að [ég trúi þessu ekki](http://www.cnn.com/ELECTION/2004/pages/results/president/). Ég trúi þessu ekki!

Ég er orðlaus. Allavegana núna. Meira síðar.

Kosningavaka

Ég held að Ólafur á RÚV geti sótt um á Fox News. Kræst hvað hann er mikill Repúblikani. Hann er búinn að vera að ljúga upp fullt af Kerry kommentum einsog að Kerry hafi líkt efnahagsástandinu við Kreppuna Miklu og krafðist þess að einhver viðmælandi verði þau komment. Þvílíkt bull. Það hefði verið skemmtilegra ef RÚV hefði bara sýnt auglýsingarnar af CBS í stað þess að vera með þessi bullinnskot hans Ólafs.

Staðan núna 162-112 fyrir Bush. Enn hefur ekkert komið á óvart og [þessi spá](http://synapse.princeton.edu/~sam/ev_prediction_1nov.jpg) getur ennþá ræst. Núna er Kerry að vinna í Pennsylvaníu og Ohio, en að tapa á Florida.

Djöfull er þetta spennandi 🙂

Nei fokk, Bush kominn yfir í Ohio.

Ef einhver er að lesa þetta yfir kosningavökunni, þá mæli ég með [C-Span kortinu](http://network.ap.org/dynamic/files/specials/election_night_2004/us_map_govsenhouse/index.html?SITE=CSPANELN&SECTION=POLITICS). Það er langbest til að fylgjast með í öllum ríkjunum.

Kerry vinnur!

Ég sagði það fyrir [þremur vikum](https://www.eoe.is/gamalt/2004/10/22/18.27.35/) (reyndar ekki í ræðunni, heldur í fyrirspurnartíma) og ég segi það aftur núna:

**John Kerry vinnur þessar kosningar!**

Ég veit að allir halda að Bush taki þetta, en ég er sannfærður um að Kerry vinni. Ég hef bara of mikið álit á Bandaríkjamönnum til að ætla þeim að þeir kjósi yfir sig 4 ár til viðbótar af George W. Bush.
Continue reading Kerry vinnur!

Hárið mitt, Dylan og Justin

Hólí fokking kreisí krapp hvað Blonde on Blonde er fáránlega góð plata. Þetta er ekki fokking hægt. Ok, ég er búinn að þylja þetta upp áður, en hvernig gat ég ekki uppgötvað Bob Dylan öll þessi ár. Undanfarið hef ég tekið algjört kast á Sad Eyed Lady of the Lowlands og hlustað á það áður en ég fer að sofa í nokkrar vikur. Núna er það Sooner or Later (rokk og ról, sko)… og I Want You er svoooooo mikið æði. Þetta er ekki hægt. Ég er farinn að halda meira uppá það en I Want You með Elvis Costello. Í alvöru talað.

Ég er að reyna að rifja það upp hvernig það var þegar ég uppgötvaði Bítlana fyrst. Jú, það var æði, en samt ekki jafn rosalegt og þessir síðustu “Bob Dylan uppgötvunarmánuðir” hafa verið.

Það magnaða við þetta er að ég hef hlustað nánast non-stop á Bob Dylan undanfarnar vikur (með einstaka undantekningum einsog Quarashi og Streets), en samt er ég ekki kominn með ógeð á einu einasta lagi og ekki einni einustu plötu. Í raun er ég bara almennilega búinn að hlusta á Blonde on Blonde og Blood on the Tracks. Hinum er ég búinn að renna svona 2-10 sinnum í gegn, en hef ekki hlustað þær í tætlur einsog þessar tvær. Hann er búinn að gefa út svo ótrúlegt magn af góðu efni.

Þvílíkur snillingur!


Ég fór í klippingu um síðustu helgi. Það eru auðvitað stórtíðindi á þessari síðu, enda þykir fólki fátt skemmtilegra en að lesa skrif um hárið mitt.

Sko, ég er með frekar krullað hár, sem virðist í einhverju alheimssamsæri verða krullaðara með hverju árinu. Allavegana, þegar ég teygði úr toppnum í síðustu viku, þá náði hann niðrá miðjan kinn og ákvað ég að það væri nógu sítt. Ég hélt því einu sinni fram að ég gæti alltaf lýst hárgreiðslunni minni með að vitna til einhvers Liverpool leikmanns. Það má í raun segja að ég hafi verið orðinn hálfger McMannaman og ákvað því að fara í klippingu.

Ég settist því í stólinn og sagði, “ég er búinn að fá nóg, taktu slatta af”. Ég var nefnilega búinn að fá mig fullsaddan af þessu. Ef það er eitthvað, sem fer í taugarnar á mér, þá er það að hafa áhyggjur af hárinu. “Bíddu, er í lagi með hárið á mér núna? Er það ekki allt í einhverju rugli?” Ég vil bara greiða mér og hafa svo ekki frekari áhyggjur það kvöldið.

Ég fattaði líka að þessar krullur í hárinu gerðu útum vonir mínar um ákveðna greiðslu. Ég var nefnilega að safna hárinu með ákveðið í huga. Þegar ég var kominn með rétta sídd, þá liðaðist allt hárið til andskotans og allt fór í fokk. Þannig að ég ákvað að færa síddina aftur í tímann. Er eiginlega núna kominn með frekar stutt hár, svona [hálfum sentimeter styttra en það er á þessari mynd, sem var tekin fyrir mánuði](https://www.eoe.is/gamalt/jasv.jpg).

En allavegana, fíla hárið á mér núna. Það versta við þetta er að gellan á stofunni klippti heilmikið af hári að aftan. Málið er nefnilega að ég og tveir vinir mínir stofnuðum “með sítt að aftan” klúbb fyrir nokkrum mánuðum. Var það takmarkið að vera með sem síðast að aftan. Einn vinur okkar (sem ég ætla ekki að nefna á nafn, en við getum kallað hann PR) klikkaði eftir einhverjar vikur, en við hinir tveir héldum út ansi lengi. Eigilega alveg þangað til um síðustu helgi. Ég er ennþá með svona 3-4 sentimetra að aftan, en ég er ekki viss hvort það sé nóg til að tolla í klúbbnum.


Bara ein spurning að lokum: Ef ég brýt saman þvottinn minn á meðan að ég hlusta á Justin Timberlake, er ég þá gay? Ætti ég kannski ekki að spyrja svona spurninga? 🙂

Kjúklingagötu- samlokudraumur

Ja hérna, ég er farinn að birtast [í draumum annarra](http://www.katrin.is/?nid=4748).


Athyglisverð [grein á Múrnum](http://www.murinn.is/eldra_b.asp?nr=1416&gerd=Frettir&arg=5). Er mjög sammála punktinum um að það sé ósmekklegt hjá þessum Íslendingum að gera grín að árásinnu, þar sem þar dóu nokkrir aðilar.


Það er fyndið hversu fólk getur sagt mikið á bloggi án þess að segja í raun neitt. Til dæmis er ég alltaf að skoða blogg hjá stelpu, sem ég er enn ekki búinn að fatta hvort sé á lausu. 90% færslna virðast gefa það til kynna, en svo koma alltaf geðveikt ruglinslegar færslur, sem rugla mann í ríminu. Það er magnað að geta skrifað jafnmargar færslur án þess að maður fái á tilfinninguna hvort fólk sé á lausu eður ei.

Jamm, þetta er erfitt líf.


Til að bæta aðeins við veitingahúsarýnina, þá mæli ég með cajun bbq samlokunni á Vegamótum.


Já, og svo mæli ég með þessu [ljómandi skemmtilega myndbandi](http://www.hugi.is/hahradi/bigboxes.php?box_id=51208&f_id=1063)

Bush Flipp Flopp

Ég veit að ég er að predika yfir kórnum, þar sem að ég efast um að margir Bush stuðningsmenn lesi þessa síðu. Veit í raun bara um einn, sem er Genni vinur minn. 🙂

En þetta myndband er ansi magnað og sýnir allt ruglið, sem að Bush stjórnin hefur matað ofaní okkur öll (og þar á meðal Davíð og Halldór Ásgríms) varðandi gjöreyðingarvopn og Írak: [Flipp Flopp (.mov skrá – erlent niðurhal)](http://movies.internetvetsfortruth.org/uncovered/uncovered-flipflop.mov)