Tími fyrir Keegan?

Alex Malone, frábær pistlahöfundur og Liverpool stuðningsmaður, skrifar góðan pistil í dag: Is Keegan the answer?.

Ég hef ekkert skrifað um Liverpool á þessu tímabili en ég er smám saman að tapa aftur mínu takmarkaða trausti á Gerard Houllier. Töp fyrir Charlton og Portsmouth og jafntefli gegn Aston Villa og Tottenham eru alls ekki ásættanleg úrslit.

Eins hefur Gerard Houllier á einhvern ótrúlegan hátt ekki ennþá fattað hversu lélegur framherji Emile Heskey er. Ég hata Heskey! Ég veit ekki hversu lengur ég get, sem harðurLiverpool stuðningsmaður, þolað að sjá Heskey í Liverpool búning í byrjunarliðinu í hverjum einasta leik. Það er ekki hægt að leggja þetta á mann mikið lengur.

Alex Malone kemst að svipaðri niðurstöðu og ég, ásamt mjög mörgum stuðningsmönnum Liverpool, eru að komast að: Nefnilega að það er kominn tími á að lokka aftur einn allra besta leikmann Liverpool, Kevin Keegan, í þjálfarastöðuna:

But talking of Man City, maybe it’s time to look down the road for our next manager. Kevin Keegan, my boyhood hero as a player, has shown his ability as a manager at Newcastle, Fulham, and now at City. His team has scored 8 goals more than Liverpool in their 9 league games so far. As for their supposed dodgy defence………… well, they’ve conceded only one more goal than us. Just imagine if Keegan’s attacking philosophy was let loose on the likes of Kewell, Le Tallec, Diouf, Riise, Gerrard etc? I doubt the Biscans, Heskeys and Diaos of the current Liverpool team would survive. I also doubt that Gerrard and Diouf would each get away with a zero goal return from 9 games. While we currently have 4 goalscorers in the league this season, City currently have 10. A fluke? I don’t think so. (Robbie Fowler isn’t one of them by the way!) Keegan demands flair, and stacks his team with players who can supply it, while at the same time score goals. Keegan is also young, ambitious and has the principles and values of a certain Bill Shankly guiding him. He’s one of the all time great Liverpool players.

Maybe he should be given the chance to be one of the all time great Liverpool managers?

Burt með Houllier, fáum Keegan í staðinn!

Tími fyrir Keegan?

Alex Malone, frábær pistlahöfundur og Liverpool stuðningsmaður, skrifar góðan pistil í dag: Is Keegan the answer?.

Ég hef ekkert skrifað um Liverpool á þessu tímabili en ég er smám saman að tapa aftur mínu takmarkaða trausti á Gerard Houllier. Töp fyrir Charlton og Portsmouth og jafntefli gegn Aston Villa og Tottenham eru alls ekki ásættanleg úrslit.

Eins hefur Gerard Houllier á einhvern ótrúlegan hátt ekki ennþá fattað hversu lélegur framherji Emile Heskey er. Ég hata Heskey! Ég veit ekki hversu lengur ég get, sem harðurLiverpool stuðningsmaður, þolað að sjá Heskey í Liverpool búning í byrjunarliðinu í hverjum einasta leik. Það er ekki hægt að leggja þetta á mann mikið lengur.

Alex Malone kemst að svipaðri niðurstöðu og ég, ásamt mjög mörgum stuðningsmönnum Liverpool, eru að komast að: Nefnilega að það er kominn tími á að lokka aftur einn allra besta leikmann Liverpool, Kevin Keegan, í þjálfarastöðuna:

But talking of Man City, maybe it’s time to look down the road for our next manager. Kevin Keegan, my boyhood hero as a player, has shown his ability as a manager at Newcastle, Fulham, and now at City. His team has scored 8 goals more than Liverpool in their 9 league games so far. As for their supposed dodgy defence………… well, they’ve conceded only one more goal than us. Just imagine if Keegan’s attacking philosophy was let loose on the likes of Kewell, Le Tallec, Diouf, Riise, Gerrard etc? I doubt the Biscans, Heskeys and Diaos of the current Liverpool team would survive. I also doubt that Gerrard and Diouf would each get away with a zero goal return from 9 games. While we currently have 4 goalscorers in the league this season, City currently have 10. A fluke? I don’t think so. (Robbie Fowler isn’t one of them by the way!) Keegan demands flair, and stacks his team with players who can supply it, while at the same time score goals. Keegan is also young, ambitious and has the principles and values of a certain Bill Shankly guiding him. He’s one of the all time great Liverpool players.

Maybe he should be given the chance to be one of the all time great Liverpool managers?

Burt með Houllier, fáum Keegan í staðinn!

To do

Ok, ég er kominn heim. Kom seint í gærkvöldi og var böggaður af tollvörðum enn einu sinni. Í þetta sinn gengu þeir svo langt að þeir létu mig snerta einhvern pappír til að sjá hvort ég hefði höndlað eiturlyf síðustu daga.

Ég er alltaf, og þá meina ég alltaf tekinn í tollinum. Þetta byrjaði þegar ég kom einn heim frá Venezuela. Þá var ég reyndar síðhærður og asnalegur en þetta hefur haldið áfram og í hvert einasta skipti sem ég kem heim til Íslands er ég alltaf tekinn. Meira að segja hef ég komið stífgreiddur í jakkafötum í gegnum tollinn og samt er ég tekinn.

Það er nokkuð ljóst að eiturlyfjasmygl eru dottin útaf listanum yfir störf, sem ég gæti hugsað mér að vinna (ásamt því að vinna í námu og sigla á kafbát).

Allavegana, ég kom það seint heim og var svo hrikalega slappur í morgun að ég er bara heima að jafna mig. Á eftir að skrifa eitthvað á næstunni um eftirfarandi:

  • Smá ferðasaga frá London: David Blaine, djamm á hommaklúbb og fleira
  • Ég las Dude, where’s my country? og fannst hún nokkuð góð. Las einnig Fast-Food Nation og Fat Land. Mjög athyglisverðar bækur
  • Sá einnig Kill Bill og þarf einhvern veginn að koma því frá mér hversu stórkostlega mikil vonbrigði sú mynd var. Ef mig langar til að horfa á klukkutíma langa bardagasenu, þá get ég farið á fucking karate mót.
  • Átakanlega færslu um baseball úrslit síðustu daga og hvernig þau hafa haft áhrif á geðheilsu mína

Já, og Disintegration með the Cure er schnilldarplata. Byrjaði að hlusta á hana vegna þess að Lovesong var í þætti af Queer as Folk. Hún er búin að vera í spilaranum síðan þá.

Út vil ek

Ég er að fara erlendis í fyrramálið og því verður sennilega lítið uppfært þangað til 20.okt þegar ég kem heim.

Ég er að fara á vinnutengda sýningu í Þýskalandi og svo ætla ég að vera eftir nokkra daga í London. Þar ætla ég að gista hjá systur minni. Ég hef aldrei komið til London (fyrir utan 3 tíma stopp okkar Emils), þannig að ég er nokkuð spenntur að sjá þessa borg.

Í þeim súrrealíska heimi, sem Icelandair býr í er nefnilega miklu miklu ódýrara að fljúga heim á sunnudegi en fimmtudegi. Þannig að ég spara pening á því að verða eftir í London. Svo fæ ég líka fría gistingu, svo þetta er alger no-brainer.

En allavegana, stórlega efast um að uppfæra mikið þessa síðu. Efast allavegana um að ég verði jafn uppfullur af ferðasögum og úr Rússlandsferðinni. 🙂

100 atriði um mig

  1. Ég fæddist 17. ágúst 1977, nokkrum klukkutímum eftir að Elvis dó
  2. Fyrstu 20 árin bjó ég í Garðabæ, með smá hléum
  3. Þegar ég var 18 ára bjó ég í Caracas í Venezuela
  4. Þegar ég var 20 ára bjó ég í Mexíkóborg
  5. Þegar ég var 21-25 bjó ég í Chicago
  6. Síðasta árið hef ég búið í Vesturbænum
  7. Ég er yngstur fjögurra systkina.
  8. Eldri bróðir minn og eldri systir mín búa í Garðabæ.
  9. Bróðir minn á 4 börn
  10. Eldri systir mín á 3 börn
  11. Yngri systir mín býr í London
  12. Pabbi minn giftist þegar hann var tvítugur. Ég er 26 ára og á lausu
  13. Ég er hagfræðingur að mennt
  14. … samt langaði mig aldrei til að vinna í banka
  15. Mér gekk alltaf vel í skóla
  16. Ég var efstur í bekknum mínum í Verzló
  17. Ég lærði hagfræði við Northwestern háskóla í Chicago
  18. … það voru frábær ár
  19. Mér fannst gaman að læra
  20. … sérstaklega stærðfræði, hagfræði og bókmenntir
  21. Mig langar að fara í MBA nám
  22. Ég vinn sem markaðsstjóri
  23. … og á auk þess tvo veitingastaði ásamt vini mínum
  24. … ég er mjööög stoltur af Serrano
  25. Mér finnst gaman í vinnunni
  26. Ég er hress á morgnana
  27. Mér finnst kaffi gott
  28. … og bjór líka
  29. … uppáhaldsmaturinn minn er arroz con pollo, sem fósturmamma mín í Venezuela bjó til
  30. … ég drekk alveg fáránlega mikið af vatni
  31. Ég smakkaði fyrst áfengi þegar ég var 18 ára
  32. Skemmtilegustu tónleikar, sem ég hef farið á voru með Molotov í Chicago
  33. Ég á frábæra vini
  34. … og get varla sagt einn slæman hlut um þær stelpur, sem ég hef verið með
  35. … og held líka að þeim þyki mjög vænt um mig enn í dag
  36. Ég kýs Samfylkinguna
  37. … þrátt fyrir að ég fíli ekki fullt af þingmönnum þess flokks og mörg stefnumálin
  38. … ég var einu sinni harður Sjálfstæðismaður
  39. Ég hef grátið nokkrum sinnum á síðustu árum
  40. Einu sinni grét ég næstum því heilan dag útaf stelpu, sem ég var að kveðja
  41. Ég er flughræddur eftir hræðilega flugferð frá Washington til Chicago
  42. … Ég hef aldrei verið jafnhræddur á ævinni einsog í þeirri ferð
  43. … Ég er hræddur við að deyja
  44. Skemmtilegasta djamm ævi minnar var þegar ég hélt uppá 20 ára afmælið mitt í Mexíkó
  45. … Þá leið mér einsog toppnum væri náð
  46. Ég elska að ferðast
  47. Ég elska Chicago, Reykjavík, Buenos Aires, Caracas, Moskvu, Mexíkóborg, New York, Salvador de Bahia og Barcelona
  48. Fallegustu staðir á jörðinni að mínu mati eru saltvötnin í Bólivíu, Iguazu fossar og Machu Picchu
  49. Ég hef aldrei farið út fyrir Evrópu og Ameríku
  50. Síðan ég var 17 ára hef ég búið í 5 ár erlendis.
  51. Ég hef ferðast til 30 landa
  52. Ég tala spænsku, íslensku og ensku
  53. Ég nota Apple og Windows fer í taugarnar á mér
  54. Fallegustu stelpur í heimi búa í Reykjavík, Moskvu og Caracas
  55. Fallegasta leikkona fyrr og síðar er Audrey Hepburn
  56. … ég varð ástfanginn af henni eftir að ég sá Breakfast at Tiffany’s
  57. Uppáhaldsbíómyndin mín er Citizen Kane
  58. … ég fór einn í bíó að sjá hana
  59. … ég hef farið nokkrum sinnum einn í bíó
  60. … Ég hef ekki horft á neina mynd oftar en Ferris Bueller’s Day Off
  61. Ég elska The Simpsons
  62. Ég elska Haribo mix
  63. Ég kann ekki að smíða
  64. Ég hef tvisvar verið laminn. Einu sinni í partíi í Hafnarfirði (stórhættulegur bær!) og svo af lögreglustjóra í St. Pétursborg
  65. … í hvorugt skiptið svaraði ég fyrir mig
  66. … enda er ég mjög friðsamur maður og hef nokkrum sinnum haldið vinum mínum frá slagsmálum
  67. Ég er íþróttasjúklingur
  68. … samt var ég aldrei neitt ofboðslega góður í íþróttum
  69. … ég æfði fótbolta með Stjörnunni þangað til að ég var 16 ára gamall og handbolta með Stjörnunni og seinna KR þangað til að ég varð 19 ára gamall
  70. … mér fannst skemmtilegra í KR en Stjörnunni
  71. … ég varð Íslandsmeistari í fótbolta með Stjörnunni og bikarmeistari í handbolta með KR
  72. … ég spilaði hægri kant í fótbolta og vinstra horn í handbolta
  73. Ég elska Liverpool
  74. … gengi Liverpool hefur áhrif á skap mitt
  75. Mér er illa við Manchester United
  76. … sérstaklega Roy Keane & Eric Cantona
  77. Ég held með hollenska landsliðinu á stórmótum
  78. Uppáhaldsfótboltamaðurinn minn í dag er Michael Owen.
  79. Uppáhaldsfótboltamaðurinn minn fyrr og síðar er Ruud Gullit
  80. Ég elska baseball og Chicago Cubs
  81. … Uppáhalds baseball leikmaðurinn minn er Mark Prior
  82. Ég hef prófað “one night stand”
  83. … og langar ekki að prófa það aftur
  84. Ég hef verið í sambandi með 5 stelpum
  85. Ég hef verið ástfanginn þrisvar sinnum
  86. Ég hef verið með stelpum frá þremur löndum: Mexíkó, Bandaríkjunum og Íslandi
  87. Ég hef verið í sambúð einu sinni
  88. … í minnstu íbúð í heimi
  89. … þrátt fyrir það rifumst við aldrei
  90. Ég hef tvisvar sinnum reynt alveg fáránlega mikið við stelpur án þess að þæir hafi haft áhuga. Í fyrra skiptið var ég 18 ára, í seinna skiptið 20 ára.
  91. Mér finnst æðislega gaman að djamma
  92. Ég hef borðað á McDonald’s í öllum löndum Suður-Ameríku
  93. Ég held dagbók
  94. Ég hugsa sennilega of mikið um stelpur
  95. Ég er nær alltaf í góðu skapi
  96. Ég hata ekki neinn
  97. … Ég þoli ekki letingja
  98. Mig langar að ferðast til Thailands
  99. Það er ekki til neitt, sem heitir “fashionably late”. Þú mættir bara of seint. Punktur!
  100. Mér leiðist að sofa einn

Einkamál á netinu

Færslan um íslenskar stelpur á föstu hefur fengið fleiri heimsóknir en ég átti von á. Það var linkað á færsluna af batman.is og hafa komið yfir 2200 heimsóknir þaðan. Mér sýnist að Batman sé að aukast í vinsældum, því síðast þegar var vísað á mig þaðan fékk ég “bara” 1600 heimsóknir.

Það þýðir að yfir 2000 manns vita hvaða stelpa mér finnst sæt. Mjög skemmtilegt 🙂 Samt hef ég alls ekki fengið það á tilfinninguna að ég hafi verið að segja eitthvað of mikið. Einn vinur minn spurði mig hvort mér finndist ekki óþægilegt að tala svona opinskátt um þessi mál, en ég svaraði því bara að mér liði bara ágætlega. Ég held að þetta sé ekki athyglisþörf, heldur miklu frekar að ég fæ vissa útrás við það að tala um þessi mál á netinu.

Mér finnst líka gaman að lesa síður, þar sem fólk talar um tilfinningar sínar á (það sem mér finnst vera) heiðarlegan hátt. Þess vegna finnst mér síðan hennar Betu vera frábær. Henni tókst að breyta síðunni sinni úr slúðurdálki í mjög persónulega og skemmtilega síðu. Hún er reyndar miklu óhræddari en ég við að tala opinskátt um háu og lágu punktana. Ég er ekki alveg tilbúinn að tala svo opinskátt um mitt einkalíf. Reyni að fara smá milliveg.

Annars er ég að klára “100 atriði um mig” að hætti Katrínar og Kristínar. Er enn að gera upp við mig hversu mikið maður á að segja. Már orðaði þetta dilemma frábærlega: “Það kann seint góðri lukku að stýra að hafa skjalfestar skoðanir á umdeildum málefnum.”

Ætli það sama eigi ekki við um viðkvæm einkamál 🙂

Kvöld á Hverfisbarnum

Ég held að ég og vinir mínir hafi örugglega sett Íslandsmet í viðveru á skemmtistað í gærkvöldi. Eftir að við höfðum borðað á Ítalíu vorum við mættir á Hverfisbarinn klukkan 9. Þar vorum við (eða að minnsta kosti ég) til klukkan 5. Það þýðir að ég var inná Hverfisbarnum í ÁTTA klukkutíma. Geri aðrir betur.

Þetta var frábært kvöld. Reyndar þá eyddi ég dágóðum tíma í að tala um fyrrverandi kærustu mína og heillöngum tíma í að dansa við aðra fyrrverandi kærustu. Sem er ekki sniðugt fyrir mann einsog mig í stelpuleit. En reyndar var fyrrverandi kærastan sætasta stelpan á staðnum.

Það er ýmislegt, sem maður kemst að þegar maður er svona lengi á staðnum. Til að mynda það að Señorita, Mess It Up og Rock Your Body eru spiluð 4 sinnum (að minnsta kosti, þar sem ég var ekki til lokunnar) á einu kvöldi. Ég held að Señorita hafi meira að segja einu sinni verið spilað tvisvar á sama klukkutímanum. Ok, ég fíla Justin náttúrulega en öllu má nú ofgera.


Getur einhver bent þessum klámsíðum á að hætta að senda mér spam á Hotmail reikninginn minn? Opnar virkilega einhver email með fyrirsögninni Farm Girls G0ne W1ld With Animals.


Já, og þessi færsla hjá Katrínu er æði. Ég ætla líka að fá að herma og gera svona lista. Upprunalegi listinn hjá Kristínu, sem Katrín stal hugmyndinni frá, er líka mjöög skemmtilegur.


Playlisti fyrir sunnudagskvöld:

I’ve Got a Feeling – Bítlarnir
Mary Jane – Alanis Morrisette
Still Fighting It – Ben Folds
Strangers in the Night – Frank Sinatra
True Love Waits – Radiohead


Ég breytti aðeins “Ég er” síðunni minni. Bætti inn MSN og AIM nöfnunum mínum.

Mér líður vel í dag.