Næturvinna í boði

Við á Serrano erum að leita að fólki í næturvinnu á staðnum niðrí miðbæ.

Þetta eru vaktir frá klukkan 22-06 á föstudögum og laugardögum. Það er samningsatriði hversu margar vaktir fólk tekur. Við erum að leita að duglegu fólki, sem er óhrætt við að eiga við fólk á djamminu, sem er kannski ekki alltaf í fullkomnu ástandi 🙂

Endilega ef þið vitið um einhvern, sem er að leita sér að aukavinnu, látið okkur vita. Þið getið sent inn umsókn á serrano (at) simnet.is

Parket Nasistinn

Ég er ennþá brosandi eftir baseball úrslit gærdagsins. Byrjaði daginn í dag á því að horfa á fagnaðarlætin aftur. Ég veit ekki hvort það er eitthvað að mér, en ég táraðist við að horfa og hlusta á fagnaðarlætin. Hmmm… Kannski tek ég íþróttir of alvarlega.

Allavegana, þá er ég það ánægður að mér var bara drullusama þótt Liverpool hefði tapað. Það hefur aldrei gerst áður. Ég er búinn að komast að þeirri niðurstöðu að Emile Heskey er anti-kristur, sendur af illum máttarvöldum til að fara óheyrilega í taugarnar á mér.


Annars er ég búinn að finna mér parket, sem ég ætla að leggja á íbúðina. Málið er að svalahurðin fauk upp meðan ég var í Rússlandi og það rigndi inná parketið, svo það er í rúst. Það er nokkuð skemmtileg tilfinning að vita til þess að parketið sé að fara. Ég hef til dæmis mjög gaman að því þessa dagana að draga húsgögn eftir parketinu, helst á þann hátt að þau rispi það sem allra mest.

Ég er hins vegar viss um að ég mun breytast í algeran parket nasista þegar nýja parketið verður komið á. Mun breytast í geðveikt tense típu, sem mun fríka út þegar fyrsta rispan kemur á nýja parketið. Banna öllum að vera í skónum inni og hundskamma þá, sem verða ekki við þeim tilmælum.


Í gær fór ég á djammið með tveimur hjónum! Ekki nóg með það, heldur var ég elsti maðurinn í hópnum. Er ég að verða gamall? Neibbs! Meira um það síðar.

Er til leiðinlegra sjónvarpsefni en þessi blessaði Formúla 1 kappakstur? Ég leyfi mér að efast um það.

Cubs Win! Cubs Win! Cubs win!

Holy Cow, Cubs unnu!!!! Chicago Cubs unnu. Í fyrsta skipti í 14 ár unnu þeir deildina sína. Cubs win Cubs win Cubs win

Já, UNNU DEILDINIA SÍNA. Ég gæfi allt til að vera í Bleacher sætum á Wrigley Field akkúrat núna.

Ég eeeeelska basball. Og ég eeeeeelska Chicago Cubs!! Þetta er æðislegur dagur. Af hverju er maður að spá í stelpum þegar að Cubbies vinna. Einhvern veginn virðist ekkert annað skipta máli akkúrat núna.

Hæ hó jibbí jei! Hvernig er hægt að eeeelska ekki Cubbs.

It feels like something's heating up

Það virðist vera standard á djamminu að það er ávallt einhver stelpa, sem lætur það fara alveg óheyrilega í taugarnar á sér að ég rekist óvart í hana á dansgólfinu. Þetta hefur að ég held gerst þrjú síðustu skiptin, sem ég hef farið á Hverfisbarinn, nú síðast í gærkvöldi. Magnað að sumt fólk skuli vera í vondu skapi á djamminu, en ég skemmti mér samt meiriháttar vel. Hey, ég þarf mitt pláss þegar það er verið að spila Justin 🙂

Úff, Cubs spila tvo leiki í dag við Pittsburg. Ég er að deyja úr spennu!! Þeir eru í efsta sæti og eiga 3 leiki eftir, svo þeim dugar að vinna þá.

By the way, hvað varð um Ágúst Fl.? Trúi ekki að hann sé hættur líkt og Svansson.

Ungir Davíðsdýrkendur rífast

Hó hó hó, það er gaman sjá únga Sjálfstæðismenn rífast.

Það eru víst einhverjar kosningar hjá ungum Davíðsdýrkendum í Reykjavík. Þessi gaur, sem heldur því fram að hann hafi talað um pólitík við nánast alla Verzlunarskólanemendur, tapaði og segir hann að það sé femínistum að kenna. Alger schnilld!

Annars má þess geta til gamans að þegar úngir Sjálfstæðismenn rífast, þá er það vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn er svo breiður og góður hópur þar sem skoðanaskipti eru ávallt velkomin. Hins vegar ef að ungir Jafnaðarmenn rífast þá er það vegna þess að þeir eru hvort eð er gamlir kommar, sem geta aldrei verið saman í flokki og eru aldrei sammála um nokkurn skapaðan hlut.

Moore svarar fyrir sig

Michael Moore ver Bowling for Columbine í ítarlegri grein. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum, sem og á Íslandi hafa að undanförnu reynt að gera lítið úr myndinni og sakað Moore um ítrekaðar lygar.

Þessar ásakanir á Moore eiga margar hverjar upptök hjá öfgahópum og hægri menn í Bandaríkjunum eru alltof viljugir til að endurtaka þær. Það er nefnilega þannig að ef að menn ljúga nógu oft, þá fer fólk að trúa því. Þess vegna virðast sumir íhaldsmenn telja að hægt sé að láta Bowling for Columbine fara framhjá sér því hún sé bara lygar og ýkjur.

I can guarantee to you, without equivocation, that every fact in my movie is true. Three teams of fact-checkers and two groups of lawyers went through it with a fine tooth comb to make sure that every statement of fact is indeed an indisputable fact. Trust me, no film company would ever release a film like this without putting it through the most vigorous vetting process possible. The sheer power and threat of the NRA is reason enough to strike fear in any movie studio or theater chain. The NRA will go after you without mercy if they think there’s half a chance of destroying you. That’s why we don’t have better gun laws in this country – every member of Congress is scared to death of them.

Well, guess what. Total number of lawsuits to date against me or my film by the NRA? NONE. That’s right, zero. And don’t forget for a second that if they could have shut this film down on a technicality they would have. But they didn’t and they can’t – because the film is factually solid and above reproach. In fact, we have not been sued by any individual or group over the statements made in “Bowling for Columbine?” Why is that? Because everything we say is true – and the things that are our opinion, we say so and leave it up to the viewer to decide if our point of view is correct or not for each of them.

Hvet alla, jafnt Moore elskendur sem hatara, til að lesa greinina.