Justin Timberlake

Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að þessi færsla mun valda því að fjölmargir vinir mínir munu stórlega efast um geðheilsu mína. Eflaust eiga einhverjir fleiri eftir að hafa áhyggjur af því að tónlistarsmekkur minn sé í rúst. En allavegana…

Justified, nýja platan með Justin Timberlake er frábær!

Holy Shit, ég sagði það!

Bara að taka það fram að þá fyrirleit ég NSync og allt, sem viðkom þvílíkri tónlist. Ég hef ávallt pælt mikið um tónlist og hef ekki nennt því að hlusta á tónlist, sem 14 ára stelpur dýrka.

Hins vegar þá kviknaði smá áhugi hjá mér á Justin Timberlake þegar ég las þessa færslu hjá Matt Haughley. Í framhaldinu kíkti ég á Rollinstone og sá að platan fékk Fjórar stjörnur af fimm!! Það er lygilega góð einkunn, því Rollingstone gefa nánast aldrei 5 stjörnur og því er 4 stjörnur vanalega merki um frábæra plötu (til samanburðar þá fékk Ok Computer 4 stjörnur og Nevermind með Nirvana bara 3). Þá rifjaðist líka upp fyrir mér blaðaviðtal við Pál, gítarleikara í Maus, þar sem hann talaði um að þessi plata innihéldi eðalpopp.

Ég held að það sé besta lýsingin á plötunni. Þetta er popp af bestu gerð. Sem betur fer eru ballöðurnar í algjöru lágmarki, enda vilja popparar oft falla í þá gryfju að fylla plötur með einhverjum alltof væmnum ballöðum. Meira að segja þá er ein ballaðan, Cry Me A River, frábært lag.

Í meirihluta á plötunni eru alveg fáránlega grípandi danslög einsog Senorita, Like I Love You og Rock your body.

Ég hvet alla sem hafa afskrifað Justin frá byrjun að gefa honum sjéns. Vinsældapopp verður ekki mikið betra.

Ég er fullur

Ja hérna, ég er fullur.

Ætti maður ekki að skrifa um öll einkamál sín. Allar stelpur, sem ég er skotinn í, allar stelpur sem ég hef reynt við? Ætti ég ekki að bara skrifa nákvæmlega það sem ég er að hugsa akkúrat núna eftir að hafa hlaupið heim úr miðbænum? Ómægod hvað ég hef margar sögur til að segja.

En samt þá er ég nógu vitur til að halda aftur af mér, allavegana í þetta skiptið. Vil samt bara koma því á framfæri að það er alveg ótrúlega mikið af fallegum stelpum í miðbæ Reykjavíkur í kvöld. Þrátt fyrir að ekki sé jafnmikið af fallegum stelpum og í Moskvu eða St. Pétursborg, þá getum við varla kvartað.

Uppfært kl. 11.43: Ómægod hvað ég er þunnur

Johny Cash dáinn

Maðurinn í Svörtu fötunum, Johhny Cash, er dáinn.

Ég hafði fylgst með tónlist hans svona öðru hvoru en eftir að ég sá myndbandið hans við lagið Hurt í byrjun þessa árs (löngu áður en það komst í spilun á X-inu og öðrum stöðvum) þá fékk ég strax meiri áhuga á tónlistinni hans. Þeir, sem neita að hlusta á tónlistina hans bara af því að hann er titlaður kántrí söngvari af sumum, eru að missa af miklu.

Ég er búinn að nálgast fulltaf plötum með honum, allt frá American flokknum og til mun eldri platna og verð ég að játa að álit mitt á honum eykst við hverja hlutstun.

Það er allavegana erfitt að horfa á Hurt myndbandið núna án þess að tárast, sérstaklega þegar maður tekur tillit til þess hversu veikur hann var þegar myndbandið var tekið upp. Hann var ennþá skapandi og fylgdist með nýjustu straumum í tónlistinni alveg þangað til hann lést.

Bandaríkjamenn og hinir

rummy.jpeg

Ég verð að játa það að mér finnst þessi Onion grein dálítið fyndin:

Relations break down between U.S. and Them.

After decades of antagonism between the two global powers, the U.S. has officially severed relations with Them, Bush administration officials announced Tuesday.

“They have refused to comply with the U.S. time and time again,” Defense Secretary Donald Rumsfeld said, following failed 11th-hour negotiations Monday night. “It’s always unfortunate when diplomacy fails, but we could not back down. We have to be ready to fight back, in the name of freedom, against all of Them at once, if necessary.”

Rumsfeld added: “If They’re not with us, They’re against us.”

og svo besta línan 🙂

“They only think about what’s good for Them, but we’re concerned with the needs of all Americans,” Rice added.

Alger snilld.

Tveimur árum síðar

James Carroll skrifar í Boston Globe: . . . and honoring the victims.

At the dawn of the new century, what story do we tell? Does Sept. 11 represent only the experience of American grief, victimhood, justification for revenge? Does Sept. 11 live on only as the engine driving America’s shocking new belligerence? Or, in recalling the nobility of those selfless New Yorkers and Pentagon workers who reentered the wounded buildings, who remained behind to usher others out, or who simply maintained calm as worlds collapsed around them — can we carry this date forward as an image of the possibility of public love?

It may help to see Sept. 11, 2001, in the context of those other days in other years. How, when the ground was first broken for the Pentagon, its builders assumed one day it would be a hospital. How the leader of America’s greatest war sought in its aftermath to end war forever. How knowing that Washington, too, can sponsor terrorism must lead to humility. How the age-old dream of nonviolence became actual.

Ordinarily, we think of such incidents in isolation, but there can be an archeology of the calendar that uncovers harmonies in the layers of time.

Sept. 11 is an anniversary of the future, a day enshrining the worst of human impulses — and the best. A day, therefore, that puts the choice before us. How are we going to live now? We are on the earth for the briefest of interludes. Thinking in particular of all those who died in New York, Washington, and Pennsylvania, let us honor them by building the earth, instead of destroying it. Let us make peace, instead of war.

Úr leiðara New York Times

It seemed as if two great tides emanated in response to the tragedy of that Tuesday. One was a sense of generosity, a deep compassion that expressed itself in immediate acts of cooperation and support. The other was a sense of patriotism, a strong consciousness of our American identity. When those two tides overlapped, as they often did in the months after 9/11, the result was impressive and profoundly moving. But we have also seen, in the past two years, a regrettable narrowing of our idea of patriotism. It has become, for some people in some ways, a more brittle expression of national sentiment — a blind statement of faith that does more to divide Americans from one another than to join them together.

We need to fear and temper that kind of rigidity. It is not the least bit unpatriotic to question some of the arguments that led to war in Iraq. No national purpose is served by losing our sense of political and historical discrimination in an upwelling of patriotic fervor. Much as it may seem logical that the horror of the morning of Sept. 11, 2001, is inextricably linked to the other terrorist horrors around the world, the fact is that the connections are not all clear. The final answers must be as the evidence — not political will — determines.

Einnig: What You Think You Know About Sept. 11 …but don’t.

Moskva

Ég er búinn að setja inn nokkrar myndir frá Moskvu. Ég setti bara inn örfáar myndir, því ég veit að fólk hefur takmarkaða þolinmæði við að skoða myndaalblúm hjá öðrum.

Einnig skrifaði ég skýringar við allar myndirnar, þannig að fólk ætti að geta gert sér betur grein fyrir hvar ég er staddur og af hverju viðkomandi staður er merkilegur. Ég mun svo birta myndir frá St. Pétursborg seinna.

Continue reading Moskva