Nýr Serrano

SerranoJæja, þá er það skref 2 í plani okkar Emils um að yfirtaka heiminn með mexíkóskum veitingastöðum:

Áðan opnuðum við nýjan Serrano stað! Staðurinn er staðsettur að Hafnarstræti 18, við hliðiná Nonnabitum (staðurinn liggur við Lækjartorg).

Þarna verður boðið uppá sama góða matinn í þægilegu umhverfi. Um helgar verður opið langt fram á nótt.

Annars eru síðustu dagar búnir að vera léttgeðveikir. Emil ákvað að þessi vika myndi henta vel til að skella sér til Spánar, svo ég hef staðið einn í stappi við iðnaðarmenn, sem eru alveg sér þjóðflokkur. En þetta er búið að vera ofboðslega gaman.

Ég var að koma heim eftir öll lætin en við opnuðum klukkan 6. Ætla að skella mér í sturtu og svo fer ég aftur niður eftir.

Ég hvet auðvitað alla til að skella sér á Serrano. Allir fá ókeypis gos með burritos (tilboðið gildir bara til miðnættis föstudag, laugardag og sunnudag). Við verðum með opið langt fram á morgun, eða til klukkan 5 🙂

Uppfært: Þetta er mynd, sem ég tók af staðnum í dag. Á bara eftir að tengja ljósaskiltin

90% lán, kynlíf og brjáluð loforð

Skrítið að enginn virðist hafa spáð í þessu loforði framsóknarmanna um 90% húsnæðislán fyrr en eftir kosningar. Fyrir kosningar hafði fólk aðallega áhyggjur af því að auglýsingarnar fyrir lánin væru of fyndnar eða væru að hvetja til kynlífs hjá ungu fólki.

Ég verð að játa að ég hafði lítið spáð í því hversu vitlaus þessi hugmynd framsóknarmanna væri fyrr en núna. Jón Steinsson, sem ber af öðrum greinarhöfundum á Deiglunni skrifar í dag um þessa hugmynd:

Með þessum tillögum virðist félagsmálaráðherra algerlega hafa misst sjónar á tilgangi hins opinbera húsnæðiskerfisins. Á það virkilega að vera hlutverk hins opinbera að tryggja það að fólk geti keypt 20 milljón króna fasteignir? Nei! Tilgangur húsnæðiskerfisins á að vera að hjálpa ungu og efnalitlu fólki að eignast sína fyrstu fasteign. Kerfið á að ýta undir almenna húsnæðiseign, ekki almenna einbýlishúsaeign.

Nákvæmlega!! Af hverju fattaði þetta enginn fyrir kosningar?

Múrsrökleysa

Í dag skrifar Steinþór Heiðarsson ágætis grein á Múrinn um illmennið Efrain Rios Montt, fyrrum herforingja í Guatemala.

Steinþór endar hins vegar greinina á þessari málsgrein:

Margir fyrrverandi skjólstæðingar og bandamenn Bandaríkjahers í Mið- og Suður-Ameríku munu trúlega fylgjast með máli Efraín Ríos Montt af nokkurri athygli. Ef til vill mun Alvaro Uribe, núverandi forseti Kólumbíu, líka hafa augun opin. Bardagaaðferðirnar sem Kólumbíuher hefur tekið upp eftir að bandarísku „hernaðarráðgjafarnir“ komu honum til hjálpar í hernaðinum gegn FARC minna ónotalega á gereyðingarstríðið í Guatemala svo ekki sé meira sagt.

Hérna kastar Steinþór fram þeirri fullyrðingu að aðferðir Alvaro Uribe, forseta Kólumbíu líkist að einhverju leyti fjöldamorðum á óbreyttum borgurum í Guatamala 1982-1983.

Má ég biðja um rök fyrir þessari fullyrðingu?

Ég held að Steinþór sé dálítið blindaður af einhverri rómantískri ímynd af glæpafélaginu FARC, sem voru einu sinni Marxískir hugsjónamenn, en geta núna ekki kallast neitt nema morðingjar og glæpamenn. Barátta Uribe gegn þessum glæpamönnum hefur verið harkaleg á stundum, enda svífast FARC liðar einskins. Margir vinstri menn eru með veikan blett fyrir skæruliðahreyfingum í Suður-Ameríku. En menn verða að kunna að gera greinarmun á frelsishreyfingum líkt og Zapatistum í Mexíkó og glæpasamtökum líkt og FARC.

Það að líkja erfiðri baráttu Uribe við ósvífin glæpasamtök, saman við fjöldamorð á þúsundum óbreyttra borgara er fáránlegt.

Helgin – Júróvisjón og Ungfrú Ísland

Einhvern veginn þá gengur mér aldrei betur að vinna heldur en á sunnudagskvöldum, daginn eftir djamm. Sunnudagar eftir djamm eru ávallt gríðarlega kaflaskiptir. Ég vakna með hausverk og eyði fyrsta helmingi dagsins í að reyna að losna við þann ófögnuð. Þegar ég hef losnað við hausverkinn og er búinn að fá mér kaffibolla um 5 leytið, þá er ég alltíeinu orðinn ýkt hress og get unnið heil ósköp.

Einsog hálf þjóðin fór ég í Eurovision partí í gær. Partíið var haldið í hverfi, sem ég vissi varla að væri til. Partíið var fínt og ég fór í bæinn eftir það. Þar var hins vegar alltof mikið af fólki

Á föstudaginn fór ég á Ungfrú Ísland, hafði fengið boðsmiða á þá keppni. Þetta var í fyrsta skipti, sem ég fer á fegurðarsamkeppni. Keppnin var bara ágætis skemmtun. Reyndar komst sætasta stelpan ekki einu sinni í hóp 10 efstu, þannig að smekkur minn á kvenfólki er sennilega eitthvað öðruvísi en smekkur dómnefndarinnar. En ég meina hey!

Þessi vika á eftir að vera meiriháttar viðburðarrík. Meira um það seinna.

Dylan

blondeonblonde.jpgMér líður einhvern veginn einsog ég hafi verið að fatta að Bítlarnir séu góð hljómsveit.

Ég man alltaf eftir línu í High Fidelity, þar sem Jack Black er þvílíkt hneykslaður á því að einn viðskiptavinur hafi aldrei heyrt Blonde on Blonde með Bob Dylan, sem hann taldi bestu plötu allra tíma.

Jæja, ég er núna búinn að átta mig á því að Blonde on Blonde er stórkostleg plata.

Fyrir áhugasama, þá er ágætt að byrja á þessu lagi: I want you. Poppaðasta lag plötunnar. Samt alger snilld einsog öll platan.

Vá, pabbi hans Friðriks vinar míns hafði rétt fyrir sér, Bob Dylan er snillingur. Ég bara áttaði mig ekki á því fyrr en núna.

Alþjóðavæðingin étur börnin sín

Á ég ekki bara að skúbba Múrinn: I was wrong. Free market trade policies hurt the poor.

Þetta er nokkuð athyglisverð grein skrifuð í helsta helgirit vinstrimanna á Íslandi, The Guardian. Greinin er skrifuð af Stephen Byers, fyrrum viðskiptaráðherra Bretlands. Hann segist áður hafa stutt að fullu fullkomlega opið markaðshagkerfi í þróunarlöndunum en hefur nú skipt um skoðun og segist vilja að þróunarlöndin verndi iðnaðinn sinn á meðan iðnaðurinn í viðkomandi löndum er að þróast.

As leader of the delegation from the United Kingdom, I was convinced that the expansion of world trade had the potential to bring major benefits to developing countries and would be one of the key means by which world poverty would be tackled.

In order to achieve this, I believed that developing countries would need to embrace trade liberalisation. This would mean opening up their own domestic markets to international competition. The thinking behind this approach being that the discipline of the market would resolve problems of underperformance, a strong economy would emerge and that, as a result, the poor would benefit. This still remains the position of major international bodies like the IMF and World Bank and is reflected in the system of incentives and penalties which they incorporate in their loan agreements with developing countries. But my mind has changed.

A different approach is needed: one which recognises the importance of managing trade with the objective of achieving development goals.

Og hann heldur áfram

Rich nations may be prepared to open up their own markets, but still keep in place massive subsidies. The quid pro quo for doing this is that developing countries open up their domestic markets. These are then vulnerable to heavily subsidised exports from the developed world.

The course of international trade since 1945 shows that an unfettered global market can fail the poor and that full trade liberalisation brings huge risks and rarely provides the desired outcome. It is more often the case that developing countries which have successfully expanded their economies are those that have been prepared to put in place measures to protect industries while they gain strength and give communities the time to diversify into new areas.

This is not intervention for the sake of it or to prop up failing enterprises, but part of a transitional phase to create strong businesses that can compete on equal terms in the global marketplace without the need for continued protection.

Just look at some examples. Taiwan and South Korea are often held out as being good illustrations of the benefits of trade liberalisation. In fact, they built their international trading strength on the foundations of government subsidies and heavy investment in infrastructure and skills development while being protected from competition by overseas firms.

Zambia and Ghana are both examples of countries in which the opening up of markets has led to sudden falls in rates of growth with sectors being unable to compete with foreign goods. Even in those countries that have experienced overall economic growth as a result of trade liberalisation, poverty has not necessarily been reduced.

Hann endar svo með skilaboðum til Alþjóðabankans

The way forward is through a regime of managed trade in which markets are slowly opened up and trade policy levers like subsidies and tariffs are used to help achieve development goals.

The IMF and World Bank should recognise that questions of trade liberalisation are the responsibility of the WTO where they can be considered in the overall context of achieving poverty reduction and that it is therefore inappropriate to include trade liberalisation as part of a loan agreement.

Þetta eru athyglisverðir punktar hjá Byers, þrátt fyrir að ég sé ekki sammála öllu, sem hann segir. Hann leggur til dæmis ekki nóga áherslu á mikilvægi þess að ríku löndin felli niður sína tollamúra fyrir vörur frá þróunarlöndunum. Gríðarlegir tollar á landbúnaðarvörum eyðileggja tækifæri fyrir fátækustu löndin til að koma sínum helstu framleiðsluvörum á markað. Framsóknarmenn í öllum löndum eiga einna mestan heiður af því að viðhalda fátækt í heiminum.

Menem

Carlos Menem er ansi magnaður stjórnmálamaður. Allt í einu þegar maður hélt að hann gæti ekki hætt að koma mann á óvart, þá toppar hann sjálfan sig.

Menem hefur nefnilega dregið sig útúr seinni hluta forsetakosninganna í Argentínu. Hann var efsti maðurinn í fyrri hlutanum með um 24% atkvæða en sá fram á gríðarlegt tap fyrir hinum frambjóðendanum, Nestor Kirchner. Málið er einfaldlega að Menem nýtur stuðnings um fjórðungs Argentínubúa. Hins vegar þá myndi restin af íbúunum heldur vilja hafa Saddam Hussein sem forseta heldur en Menem.

Carlos Menem var þó alls ekki alslæmur forseti. Á fyrra kjörtímabili hans var hann uppáhald Alþjóðabankans, vegna þess að honum tókst að ná gríðarlega góðum árangri í stjórnun efnahagsmála. Hann hafði boðið sig fram sem vinstrisinnaður Perónisti, en breyttist á einum degi í gallharðan hægrimann og tók að einkavæða ríkisfyrirtæki. Honum tókst meira að segja að ná niður verðbólgunni með því að taka upp dollarann.

Það má segja að fall hans hafi komið til vegna valdagræðgi hans. Ólíkt Íslandi er nefnilega sett takmörk fyrir því hversu lengi menn geta verið forsetar í Argentínu. Menem var ekkert sáttur við að hætta eftir tvö kjörtímabil og því hóf hann miklar aðgerðir til að reyna að breyta stjórnarskránni. Hann reyndi að koma sínum mönnum að í hæstarétti og svo fór hann að eyða peningum í alls kyns vitleysu.

Á sama tíma var allt efnahagslífið að fara til fjandans, og þegar Menem gafst uppá að verða forseti áfram, þá var landið í rúst. Stuttu eftir að hann hætti hrundi efnahagskerfið, gengið var fellt um meira en helming og núna býr stór hluti þjóðarinnar undir fátæktarmörkum.

Það er því ágætt að Menem er hættur við, því ég hefði svo sem alveg getað trúað því að hann hefði getað logið því uppá Argentínubúa að hann væri sá eini, sem gæti bjargað landinu. Ég er hins vegar alls ekki viss um að perónistinn Nestor Kirchner sé rétti maðurinn til að bjarga þessu frábæra landi. Það er þó vonandi að hann geti bjargað einhverju.

Óvönduð vinnubrögð í Kastljósinu

Ja hérna, Kastljósið fjallaði áðan um klámvæðingu í auglýsingabransanum.

Þar var þáttastjórnandinn mjög snjall og sýndi auglýsingu fyrir Puma, sem hann sagðist hafa rekist á. Hefði þessi sami þáttastjórnandi eytt fimm mínútum í að rannsaka tilurð þessarar auglýsingar, þá hefði hann komist að því að hún er gabb og er ekki komin frá Puma. Þáttastjórnendur í Ríkissjónvarpinu ættu að sýna aðeins meiri ábyrgð í þáttagerð.