Þetta er alveg hreint ótrúlega magnað.
Fann þetta í gegnum Metafilter
Þetta er alveg hreint ótrúlega magnað.
Fann þetta í gegnum Metafilter
Já, ég ætla að halda áfram á hégómatrippinu mínu. Sindri bendir á hvernig eigi að fá Google til að finna réttu myndina af sér. Þannig að ég ætla að leika sama leikinn. Smellið hér: Einar
Það er náttúrulega hægt að leika sér áfram með þetta. Ég gæti til dæmis búið til þessa síðu: Hugo Chavez og látið alla halda að Hugo Chavez sé alveg ótrúlega líkur Patton, hundi eins vinar míns. Ég hef samt ekki hugmynd um hvort þetta virki.
Ég gæti líka vegna leikið mér aðeins að leit.is og búið til alls konar skemmtilegar færslur. Ég gæti til dæmis búið til færslu, sem héti: “Sætir strákar”, þannig að ef stelpur væru að leita að “sætum strákum” á leit.is, þá lentu þær beint inni á minni síðu. Vúhú! Ég er svo sniðugur!
Æji, þetta er komið nóg af þessari leitarvélavitleysu í bili. Jens PR er að safna saman lista yfir Movabletype notendur á Íslandi. Spurning hvort einhver nenni að þýða MT pakkann yfir á íslensku. Ég ætlaði einu sinni að gera það, en ég nenni því varla lengur. Þetta ætti þó ekki að vera mikið mál. Sjá hér.
Einar: Í október setti ég mér það markmið að verða frægasti Einar í heimi, allavegana samkvæmt leitarvélum. Takmarkinu er ekki enn náð en þetta er þó allt að batna. (Einar)
Í október var ég númer 11 á Google en núna er ég númer 6. Reyndar er Northwestern síðan mín númer 2, en hún er náttúrulega niðri enda ég ekki lengur í þeim ágæta skóla. (Einar)
Á leit.is er ég kominn uppí 4. sæti þegar slegið er inn Einar, en ég var í sæti númer 41 í október. Jibbííí. Listasafn Einars Jónssonar og EJS eru fyrir ofan mig á leit.is en á Google er þessi blessaði Norski skíðakappi í efsta sæti. Ég er þó kominn upp fyrir Einar Diaz, baseball kappa.
Ég tók hins vegar eftir því (eftir að Katrín hafði bent á svipað dæmi) að Google myndaleitavélin finnur enga mynd af mér. Ég fletti einhverjar 15 síður en fann enga mynd af mér. Þessi gaur var samt þarna, ég fann eina mynd af pabba og (af einhverjum ástæðum var Svartifoss. Svartifoss!!! en engin mynd af mér. Ég ætla því að breyta svipuðu ráði og Katrín og biðja alla um að smella hér -> Einar. Þetta er ég, þreyttur, þunnur og ógreiddur á sunnudagskvöldi.
Er þetta virkilega frétt???? Og það meira að segja forsíðufrétt á mbl.is!
Á Metafilter rakst ég á nýtt myndband með Johnny Cash. Þar er hann að flytja Hurt, sem Trent Reznor samdi. Þetta er alveg magnað myndband og magnað lag. Myndbandið er 41mb, en það er vel þessi virði að horfa á það.
Ef fólk nennir ekki að horfa á myndbandið, þá ættu allir allaegana að hlusta á lagið.
what have i become?
my sweetest friend
everyone i know
goes away in the end
you could have it all
my empire of dirt
i will let you down
i will make you hurt
i wear my crown of shit
in my liar’s chair
full of broken thoughts
i cannot repair
beneath the stain of time
the feeling disappears
you are someone else
i am still right here
what have i become?
my sweetest friend
everyone i know
goes away in the end
you could have it all
my empire of dirt
i will let you down
i will make you hurt
if i could start again
a million miles away
i would keep myself
i would find a way
Ágúst Fl. segir af TOEFL raunum sínum. Ég lenti sjálfur í nokkuð mögnuðu ævintýri þegar ég ætlaði að taka SAT prófið, sem er nauðsynlegt til að komast inní bandaríska háskóla.
Þetta gerðist allt í desember 1998. Þá var ég á ferðalagi með þrem vinum mínum um Suður-Ameríku. Ég var búinn að senda inn allar háskólaumsóknirnar mínar og það eina, sem ég átti eftir að gera, var að mæta í SAT prófið. Ég var búinn að bóka mig í próf í Lima, höfuðborg Perú.
Prófið var á laugardagsmorgni í skóla í úthverfi Lima. Á fimmtudeginum fórum við félagarnir frá Arequipa í Perú með lest upp til Puno, sem er bær við Titicaca vatn. Titicaca er hæsta stöðuvatn í heimi og (að mínu mati) einn af fallegustu stöðum í Suður-Ameríku. Við fórum í bátsferð um vatnið og gistum svo á einni af eyjunum, sem heitir Amantani. Við gistum þar eina nótt og svo á föstudeginum áttum við að fara aftur að Puno, en ég átti pantað flug til Lima klukkan hálf sex. Bátsferðinni seinkaði hins vegar og því vorum við ekki komnir til Puno fyrr en klukkan 4. Þar stökk ég úr bátnum, kvaddi vini mína og fann mér leigubíl. Ég sagði bílstjóranum að keyra eins hratt og hann gæti til Juliaca, sem var dágóðan spöl frá Puno.
Leigubílstjórinn tók mig á orðinu og keyrði einsog argentískur leigubílstjóri alla leið til Juliaca. Þegar ég kom á flugvöllinn var ekki nema um korter í brottför og fyrir framan AeroPeru borðið var heljarinnar biðröð. Mér var sagt að þetta væru stand-by farþegar, sem myndu bara fá miða ef einhver mætti ekki. Ég fór því og talaði við öryggisvörð. Hann sagði mér að ég hefði mætt of seint og því væri miðinn minn ógildur. Ég ætlaði ekki að trúa þessu og hélt áfram að röfla í honum en hann gaf sig ekki. Hann gafst á endanum uppá mér og fór eitthvað í burt. Ég nýtti þá tækifærið og stökk undir afgreiðsluborðið og inná einhverja skrifstfou. Þar voru einhverjar konur, sem sögðust ekkert geta gert.
Ég ákvað því að miðla til vorkunnsemi þeirra og sagði þeim mína sögu. Þannig var að ef ég mætti ekki í SAT prófið, þá kæmist ég ekki inní háskóla (þetta var síðasti sjens að taka SAT). Ég sagði þeim svo átakanlega sögu um það hvernig öll mín framtíðarplön hefðu snúist um það að fara í háskóla í Bandaríkjunum og að ég þráði ekkert heitar. Þegar ég var langt kominn með söguna kom hins vegar öryggisvörðurinn og vísaði mér út. Þá hélt ég að öll von væri úti og settist því niður. Fimm mínútum síðar kom ein kona til að dreifa út miðum og viti menn, hún gekk upp að mér, brosti, og afhenti mér síðasta farmiðann.
Ég held að ég hafi sjaldan verið eins feginn og þegar ég settist uppí flugvél. Prófið í Lima gekk bara ágætlega og ég komst inní þann skóla, sem ég vildi.
Ég fékk í dag hringingu frá Aco Tæknivali og fékk loks þær fréttir, sem ég hafði óttast undanfarið. Harði diskurinn minn er algerlega ónýtur.
Fyrir jól ætlaði ég nefnilega að setja inn nýjan disk í tölvuna mína, svo ég gæti klárað að setja alla geisladiskana mína inná einn harðan disk með MP3 skrám. Mitt í þessu brambolti tókst mér að eyðileggja upphaflega diskinn úr tölvunni. Það er einmitt sá diskur, sem innihélt öll þau gögn, sem mér var annt um.
Þeir hjá Tæknivali eru að sögn búnir að reyna allt en ekkert gengur, svo ég verð að sætta mig við að öll gögnin eru týnd. Það þýðir að allur tölvupóstur síðustu fjögurra ára er horfinn. Auk tölvupóstins er svo heill hellingur, sem tapaðist. Allt frá ástarljóðum til hagfræðiritgerða. Það tekur smá tíma að komast yfir það að hafa týnt þessu öllu, því mér þykir mjög vænt um mörg þau email og margar þær skrár, sem ég hef safnað síðustu árin.
Ég er búinn að eyða kvöldinu í að sætta mig við þetta og reyna að endurbyggja hluti einsog símaskrár og slíkt. Þetta er nú meira vesenið. En maður lærir víst af reynslunni. Ég segi bara einsog Gummi Jóh: Tækinorð ársins verður BACKUP
Fyrir nokkrum árum heimsótti ég stærstu virkjun heims, Itaipu virkjunina í Paragvæ. Þessi virkjun býr til nær allt rafmagn, sem Paragvæar þurfa og yfir fjórðung alls afls, sem Brasilíumenn neyta (en Brasilíumenn eru 172 milljónir).
Til að búa til þessa virkjun varð að skapa uppistöðulón, sem er 1350 ferkílómetrar. Undir vatninu í þessu lóni eru m.a. fossar, sem margir segja að séu fegurstu fossar í heimi, hinir brasilísku Sete Qudas (íslenska: Sjö fossar, sjá mynd).
Á ferðalagi mínu um Suður-Ameríku heimsótti ég meðal annars Iguazú fossa og er það enn þann dag í dag sú mesta náttúrufegurð, sem ég hef á ævi minni séð (auk saltvatnanna í Bólivíu). Það eru hins vegar flestir, sem voru svo heppnir að sjá Sete Quedas og Iguazú, sammála um að Sete Quedas hafi verið ennþá stórfenglegri.
Einhvern veginn fannst mér alveg ótrúlega sorglegt núna þegar ég var að leita mér að upplýsingum um þessa fossa. Að sjá þessa gríðarlegu náttúrufegurð og vita til þess að það sé búið að eyðileggja þetta allt. Að þessir ótrúlegu fossar séu núna faldir undir einhverju uppistöðulóni.
Ég veit að ÁF er nánast með einkaleyfi á því að kvóta pistlahöfunda NY Times, en ég ætla þó að hætta mér inná hans svæði. Auk þess þá er ég að reyna að forðast það að skrifa langa grein um hversu mikið mig langi til að reka Gerard Houllier og senda Emile Heskey í útlegð til Síberíu.
Allavegana, Paul Krugman skrifar skemmtilegan pistil í NYT, þar sem hann talar um leikjafræði (game theory) í samskiptum landa: Games Nations Play. Ég er einmitt mikill áhugamaður um leikjafræði, enda hagfræðimenntaður.
Krugman skrifar eftirfarandi, þegar hann fjallar um samskipti Bandaríkjamann við Írak annars vegar og Norður-Kóreu hins vegar:
I know, it sounds obvious. Yet the Bush administration’s Korea policy has systematically violated that simple principle.
Let’s be clear: North Korea’s rulers are as nasty as they come. But unless we have a plan to overthrow those rulers, we should ask ourselves what incentives we’re giving them.
Krugman setur sig svo í spor Kim Jong Il og heldur áfram:
On the other hand, Mr. Bush hasn’t gone after you yet, though you are much closer to developing weapons of mass destruction than Iraq. (You probably already have a couple.) And you ask yourself, why is Saddam Hussein first in line? He’s no more a supporter of terrorism than you are: the Bush administration hasn’t produced any evidence of a Saddam-Al Qaeda connection. Maybe the administration covets Iraq’s oil reserves; but it’s also notable that of the three members of the axis of evil, Iraq has by far the weakest military.
So you might be tempted to conclude that the Bush administration is big on denouncing evildoers, but that it can be deterred from actually attacking countries it denounces if it expects them to put up a serious fight. What was it Teddy Roosevelt said? Talk trash but carry a small stick?
Hann endar svo greinina á þessu:
The incentives for North Korea are clear. There’s no point in playing nice ? it will bring neither aid nor security. It needn’t worry about American efforts to isolate it economically ? North Korea hardly has any trade except with China, and China isn’t cooperating. The best self-preservation strategy for Mr. Kim is to be dangerous. So while America is busy with Iraq, the North Koreans should cook up some plutonium and build themselves some bombs.
Again: What game does the Bush administration think it’s playing?
Já, menn geta lært ýmislegt á því að stúdera hagfræði.
Ég hef oft furðað mig á því hvernig Bandaríkjamenn hafa glímt við Norður-Kóreu. Það er búið að vera viðskiptabann á Norður-Kóreu, svo Norður-Kóerubúar hafa nánast engu að tapa. Bandaríkjamenn sýndu landinu lítinn áhuga þangað til að þeir fóru að gera sig líklega til að framleiða kjarnorkuvopn. Þá allt í einu fóru þeir í viðræður við Norður-Kóreumenn. Þannig að Bandaríkjamenn voru í raun að launa þeim fyrir slæma hegðun. Slík pólítík er ekki líkleg til árangurs gegn klikkhausum einsog Kim Jong Il.
Það er augljóst að eina, sem dugar á þjóðir einsog Írak og Norður-Kóreu er að hóta valdbeitingu. Til dæmis sjá menn að Saddam Hussein hleypti loksins vopnaeftirlismönnum inní landið þegar hann vissi það að Bandaríkjamenn voru staðráðnir að ráðast á hann ef hann hlýddi ekki. Einræðisherrar einsog hann hlusta nefnilega ekki, nema það sé skýr og trúverðug hótun um valdbeitingu gegn honum ef hann hlustar ekki.
Katrín vísar í hreint stórkostlegt lag á heimasíðunni sinni. Ég kommentaði hjá henni söguna um mína lífsreynslu af þessu sama lagi.
Ég var nefnilega staddur á Laugarvatni í fyllerísferð með stórliðinu FC-Diðrik. Þrátt fyrir að strákarnir í FC-Diðrik séu besta fólk, þá eiga margir þeirra það sameiginlegt að hafa (að mínu mati) alveg hreint hroðalegan tónlistarsmekk. Formaður félagsins var til að mynda formaður aðdaáendaklúbbs Sálarinnar OG Herberts Guðmundssonar.
Allavegana, þá var ég þarna á Laugarvatni og einhver liðsmaður var eitthvað að dj-ast á einhverjum skemmtistað í borginni. Hann var með disk með “öllu því heitasta” og á meðal laganna var þetta flautulag, sem heitir víst “Blow my whistle bitch”. Þetta lag er alveg hreint með ólíkindum leiðinlegt. Ég hugsaði nokkuð um þetta og ég gat bara ekki fundið neitt annað lag, sem mér finnst meira pirrandi. Strax þetta kvöld á Laugarvatni lét ég óánægju mína í ljós en það þýddi lítið því liðsmenn Diðriks voru komnir í stuð og því var þetta lag spilað nær stanslaust allt kvöldið.
Eftir þetta ferðalag fæ ég alltaf hroðalegt “flashback” í hvert skipti, sem ég heyri í dómaraflautu.
Úff, þetta er svo leiðinlegt lag að ég verð bara að bjóða uppá eitthvað annað lag, svo ég sé ekki búinn að eyðileggja föstudagskvöld fyrir fólki. Lagið, sem ég ætla að bjóða uppá er einmitt af KNJ listanum, sem þessir menn 1, 2 bjuggu til í síðasta partí: Nas – New York State of Mind. By the way, Nas er stórmerkilegt dæmi um frábæran tónlistarmann, sem gleymdi einn dag hvernig á að gera góða tónlist.