Rumsfeld og Írak

Donald Rumsfeld er ekki mjög hrifinn af Saddam Hussein. Í þessari grein er því haldið fram að Rumsfeld hafi viljað ráðast á Írak aðeins fimm tímum eftir að fyrsta flugvélin hafði skollið á WTC turnunum.

Um þessa hugsanlegu árás á Rumsfeld að hafa sagt 11. september

Go massive

Sweep it all up. Things related and not.

Latur forseti

George Bush er með eindæmum latur maður. Það er allavegana sú ályktun, sem ég dreg af ýmsu, sem hann hefur gert eftir að hann varð forseti Bandaríkjanna.

Til dæmis nennti hann ekki að fara á ráðstefnuna í Suður-Afríku. Ekki vegna þess að hann hafði svo mikið að gera, heldur vegna þess að hann tekur sér alltaf frí í ágúst og vildi ekki breyta því.

Á Metafilter rakst ég á tengil á skemmtilega grein um Bush. Þar eru teknar saman nokkrar athlygisverðar tölfræðilegar upplýsingar um forsetann.

Dæmi:

Bush has spent a whopping total of 250 days of his presidency at Camp David (123 days), Kennebunkport (12) and his Texas ranch (115). That means Bush has spent 42 percent of his term so far at one of his three leisure destinations.

Einnig

To date, the president has devoted far more time to golf (15 rounds) than to solo news conferences (six). The numbers also show that Bush, after holding three news conferences in his first four months, has had only three more in the last 15 months — not counting the 37 Q&A sessions he has had with foreign leaders during his term.

Flutningar

Mikið er búið að ganga á í lífi mínu í dag. Kannski einna merkilegast er að íbúðin mín á Hagamelnum er nú loksins laus og því er ég að fara að flytja á morgun.

Því er ég búinn að vera að pakka niður dótinu mínu hérna í Garðabænum. Reyndar var ég búinn að pakka mest öllu dótinu um jólin og því er ekki mikið eftir. Með flutningunum á morgun verð ég því búinn að flytja þrisvar á síðustu tveim mánuðum. Það verður eflaust góð tilfinning að vera loksins kominn á varanlegan stað, svo ég geti loksins tekið uppúr öllum kössunum mínum.

Nýtt RSS

Vegna þess að ég var að flytja mig frá Danól servernum yfir á þessa eoe.is síðu, þá hefur RSS slóðin mín breyst. Þannig að þeir, sem voru með http://www.danol.is/einarorn/index.rdf ættu að breyta því yfir í https://www.eoe.is/index.rdf

Þeir, sem vita ekki hvað RSS er ættu að kíkja hingað og hingað. Eða bara reyna að gleyma þessari færslu sem fyrst.

Takk fyrir

Djöfull og dauði!

Reiði er sennilega ekki nógu sterkt orð til að lýsa því hvernig mér líður núna. Ósanngirni er sennilega ekki heldur nógu sterkt orð til að lýsa því að Liverpool gerði bara jafntefli við Newcastle í kvöld.

Liverpool yfirspilaði Newcastle gjörsamlega. Dietmar Hamann og Steven Gerrard voru stórkostlegir á miðjunni og stjórnuðu þar öllu, sem þeir vildu. Owen hefði átt að skora tvö mörk í viðbót og Heskey hefði átt að skora tvö og Diouf eitt. Í staðinn, þá skoraði leiðinlegasti framherji allra tíma (fyrir utan Niall Quinn), Alan Shearer heppnismark og jafnaði leikinn.

Fyrir þennan leik, þá hélt ég að það væri ekki hægt að brjóta plastflöskur, en samt þá tókst mér að brjóta eina slíka eftir að ég hafði hent henni þrisvar af ógnarkrafti í gólfið (á sama tíma og ég öskraði “Djöfulsins kjaftæði” og “Andskotans heppni”).

Núna er það því þannig að Liverpool hefur tapað tveim unnum leikjum niður í jafntefli og það er alls ekki nógu gott. Liðið er að spila mun skemmtilegri fótbolta en í fyrra en á móti kemur að í fyrra sá maður liðið nær aldrei tapa niður forystu.

Það versta er að núna eru landsleikir um helgina og því fær maður ekki að sjá Liverpool aftur fyrr en í næstu viku. Þessi leikur mun því angra mig þangað til.

Ég er ennþá bandbrjálaður!

DDDDDDJJJJJJÖÖÖÖÖÖÖÖFFFFFFFFUUUUUUUUUULLLLLLLLLLLLLLLLL og dauði!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Djöfull og dauði!

Reiði er sennilega ekki nógu sterkt orð til að lýsa því hvernig mér líður núna. Ósanngirni er sennilega ekki heldur nógu sterkt orð til að lýsa því að Liverpool gerði bara jafntefli við Newcastle í kvöld.

Liverpool yfirspilaði Newcastle gjörsamlega. Dietmar Hamann og Steven Gerrard voru stórkostlegir á miðjunni og stjórnuðu þar öllu, sem þeir vildu. Owen hefði átt að skora tvö mörk í viðbót og Heskey hefði átt að skora tvö og Diouf eitt. Í staðinn, þá skoraði leiðinlegasti framherji allra tíma (fyrir utan Niall Quinn), Alan Shearer heppnismark og jafnaði leikinn.

Fyrir þennan leik, þá hélt ég að það væri ekki hægt að brjóta plastflöskur, en samt þá tókst mér að brjóta eina slíka eftir að ég hafði hent henni þrisvar af ógnarkrafti í gólfið (á sama tíma og ég öskraði “Djöfulsins kjaftæði” og “Andskotans heppni”).

Núna er það því þannig að Liverpool hefur tapað tveim unnum leikjum niður í jafntefli og það er alls ekki nógu gott. Liðið er að spila mun skemmtilegri fótbolta en í fyrra en á móti kemur að í fyrra sá maður liðið nær aldrei tapa niður forystu.

Það versta er að núna eru landsleikir um helgina og því fær maður ekki að sjá Liverpool aftur fyrr en í næstu viku. Þessi leikur mun því angra mig þangað til.

Ég er ennþá bandbrjálaður!

DDDDDDJJJJJJÖÖÖÖÖÖÖÖFFFFFFFFUUUUUUUUUULLLLLLLLLLLLLLLLL og dauði!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Hver er ég?

Þessi síða er nokkuð skemmtileg (í nokkrar mínútur allavegana). Með því að svara einföldum spurningum (já eða nei) giskar síðan á það hvaða einræðisherra/sjónvarpskarakter þú þykist vera.

Eftir um 20 spurningar tókst síðunni að fatta að ég var Pol Pot. Það þykir mér nokkuð gott.

Liverpool eftir þrjá leiki

Þá eru þrír leikir búnir í enska boltanum og er Liverpool í öðru sæti. Ég er búinn að horfa á alla leikina í sjónvarpinu, nú síðast á Blackburn-Liverpool.

Ég veit ekki alveg við hverju ég á að búast á þessu tímabili. Ég tel ennþá að Liverpool vanti menn á vængina. Reyndar er Danny Murphy að koma inn gríðarlega sterkur á hægri vængnum og Riise er búinn að skora tvö mörg af vinstri vængnum. Hins vegar var það augljóst í leiknum á móti Blackburn að Damien Duff væri hin fullkomna viðbót við leikmannahóp Liverpool. Hvað eftir annað olli hann Xavier vandræðum á vinstri kantinum og hann átti þátt í báðum mörkum Blackburn.

Draumur minn er að sjá hann í Liverpool búning fyrir helgina, en mér finnst það afar ólíklegt. Ég er sáttur við 9 af 11 stöðum í liðinu. Það er erfitt að styrkja vörnina og sóknarmennirnir eru í heimsklassa. Miðjan er líka sterk með Hamann og Gerrard. Það er svo spurning hvort ekki sé hægt að kaupa sókndjarfa vængmenn. Ef það gerðist þá myndi ég verða talsvert bjartsýnnari.

Annars varðandi leikinn í kvöld, þá var ég sæmilega ánægður. Ég hélt að Liverpool myndi stela sigrinum þegar Riise skoraði seinna mark Liverpool en svo kom einhver óþekktur Ítalabjáni og jafnaði. Ég hafði hins vegar búist við því að þetta yrði erfiður leikur, þar sem Blackburn er með mjög sterkt lið. Ef að þeir halda sínum bestu mönnum ómeiddum, þá geta þeir unnið öll liðin í deildinni.

Á mánudaginn er svo annar erfiður leikur, á móti Newcastle á Anfield. Þá er spurning hvort einhverjir nýjir hafi bæst í hópinn, en frestur til leikmannakaupa rennur út um helgina.