Ég er búinn að setja inn nokkrar nýjar myndir. Þetta eru myndir úr nokkrum partíum og baseball leik.
Til að skoða myndirnar smelltu á “Meira”.
Continue reading Vorönn 2002
Ég er búinn að setja inn nokkrar nýjar myndir. Þetta eru myndir úr nokkrum partíum og baseball leik.
Til að skoða myndirnar smelltu á “Meira”.
Continue reading Vorönn 2002
Þá er ég búinn að flytja allar færslurnar og setja upp allt nýja dótið á þessari nýju síðu, www.einarorn.com.
Ég er byrjaður að nota Moveabletype, sem er að mínu mati mun betra kerfi en Blogger. Það býður uppá fullt af eiginleikum, sem ég er að nýta mér og ég á ábyggilega eftir að bæta við fleiru í framtíðinni.
Það er fullt af nýjum fídusum á þessari síðu. Til að byrja með, þá er nú komið kommenta kerfi. Ef þú vilt senda inn ummæli við færslu, þá smellir þú einfaldlega á ummæli fyrir neðan hverja færslu. Í ummælum er meðal annars hægt að nota broskalla.
Allar færslurnar eru nú flokkaðar niður. Flokkarnir eru eftirfarandi: Bækur | Dagbók | English | Ferðalög | Hagfræði | Kvikmyndir | Myndir | Netið | Sjónvarp | Skóli | Stjórnmál | Tækni | Tónleikar | Tónlist | Viðskipti | Íþróttir. Þú getur valið flokkana hér hægra megin. Ég held að þetta sé nokkuð sniðugt kerfi því sumir, sem heimsækja þessa síðu hafa meiri áhuga á stjórnmálapælingum heldur en djammsögum.
Einnig er hér hægra megin nokkuð sniðugur hlutur en það eru gamlar færslur, “Á þessum degi”. Þarna verða færslur frá fyrri árum. Þar, sem ég er búinn að uppfæra síðuna í meira en tvö ár, þá ætti þetta að vera sniðugt.
Einnig er hér til hægri dagatal, þar sem hægt er að sjá færslur frá vissum dögum í hverjum mánuði. Endilega segið mér hvað ykkur finnst. Öll tilmæli eru vel þegin.
Það er frekar góð tilfinning að hafa ekkert að gera. Þurfa hvorki að læra né vinna þessa vikuna. Þess vegna er ég búinn að eyða síðustu dögum horfandi á baseball og fótbolta, vinnandi í nýju síðunni minni og á djammi með vinum.
Á fimmtudaginn fór ég útað borða með Elizabeth vinkonu minni. Hún kom hingað nokkuð seint og því vorum við ekki búin að borða fyrr en um 11 leytið. Við fórum þá heim til Dan, þar sem partí var í gangi. Flest fólkið var búið að vera þarna nokkuð lengi og því voru flestir mjög drukknir. Þetta partí var ágætt og ég gat kvatt fulltaf fólki, sem var að fara eitthvað í sumar. Becky vinkona mín var að fara aftur til New York og svo gat ég kvatt Ryan, fyrrum herbergisfélaga minn, en hann ætlar að fara með kærustu sinni til Vermont, þar sem þau verða að vinna í sumar.
Á föstudag var ég að reyna að pakka einhverju af dótinu, sem ég ætla að senda með Eimskip heim til Íslands. Um kvöldið fór ég með Katie, Kristinu og Elizabeth í partí, sem var heima hjá vinkonu Elizabeth. Þar var auðvitað ókeypis bjór og var bara nokkuð gaman, þrátt fyrir að við höfðum ekki þekkt mikið af fólki þarna. Einhverjir strákar voru að horfa á fótboltaleikinn, Paragvæ-Þýskaland. Það er alltaf gaman að sjá bandaríkjamenn horfa og tala um fótbolta.
Allavegana, þá í gær, laugardag fór ég í útskriftina hennar Hildar, sem var haldin í kirkju rétt hjá Northwestern campusnum. Mark Kirk, sem er þingmaður fyrir Illinois var heiðursgesturinn og hélt hann ræðu, ásamt einhverjum nemendum. Hildur brilleðari í náminu og fékk hún m.a. Wall Street Journal verðlaun fyrir hæstu einkunn í viðskiptadeildinni, þannig að allir ættu að óska henni til hamingju.
Þegar ég kom heim horfði ég svo á England vinna Danmörk, sem var mjög gaman og svo horfði ég á Cubs vinna White Sox, sem var ekki síður skemmtilegt. Um kvöldið var ég eitthvað latur og ætlaði ekki að gera neitt. En svo hringdi Dan í mig og við ákváðum að skella okkur á “Pumping Company”, sem er bar í norðurhluta Chicago. Þar þurfti maður bara að borga $5 inn og svo fékk maður ókeypis bjór. Staðurinn var þó ekkert til að hrópa húrra fyrir og við gáfumst upp rétt eftir klukkan 2. Við fórum þá á lítinn “diner”, þar sem ég fékk mér French Toast og svo tókum við strætó heim.
Þá er ég búinn í prófum. Vá, en skrítið. Er að fara að útskrifast eftir viku.
Annars byrjaði dagurinn hræðilega. Ég hafði ætlað að vakna klukkan 6 til að fara yfir smá hagfræði fyrir prófið. Málið var að ég og Dan höfðum verið að læra hérna til klukkan 2 og svo horfði ég á smá fótbolta. Allavegana, ég steinsvaf yfir mig. Af einhverjum ótrúlegum ástæðum, þá fór þjófavörn á bíl af stað klukkan 10 mínútur í níu. Mér tókst að hlaupa niður í skóla og var mættur fimm mínútum of seint.
Prófið var leiðinlegt. Ekki meira um það. Ég er svo búinn að vera að stússast við ýmislegt í dag. Ég fór í klippingu, setti bílinn minn á sölu og talaði við mömmu og pabba úr almenningssíma á lestarstöðinni, þar sem síminn hérna heima virkar ekki.
Núna er klukkan 9 um kvöld og ég er á leiðinni að fara að hitta Elizabeth, vinkonu mína. Við ætlum að fara út að borða og svo erum við að fara í partí með fulltaf fólki seinna í kvöld.
Athyglisverður pistill, sem birtist í Wall Street Journal í gær. Blað í Boston birti nýlega tengil yfir á myndband á netinu af því þegar Daniel Pearl, blaðamaður á Wall Street Journal var hálshögvinn af pakistönskum öfgamönnum.
Það er með ólíkindum að það skuli vera hægt að nálgast þetta myndband mjög auðveldlega á netinu. Allir þeir, sem kunna á leitarvélar á netinu geta fundið myndbandið á innan við mínútu. Blaðið, sem birti tengilinn hélt því fram að tilgangurinn væri sá að gera fólk meðvitað um alvarleika hryðjuverkamanna.
Fyrir mér er tilgangurinn fyrir blaðið að græða peninga með því að ná athygli á kostnað þeirra, sem þjást.
Það er fátt betra til að hvíla sig á hagfræðilærdómi en að lesa The Economist með hádegismatnum.
Í síðasta blaði fjallar blaðið ítarlega um heimsmeistarakeppnina í fótbolta. Þar er m.a. nokkuð fyndin lýsing a keppni Afríkuríkja.
Uppáhaldstölvufyrirtækið mitt, Apple er að byrja með nýja auglýsingaherferð. Áður var slagorðið “Think Different”, en núna er það einfaldlega Switch.
Þessi auglýsingaherferð á aðallega að höfða til Windows notenda til að hvetja þá til að skipta yfir í Mac. Það verður fróðlegt að sjá hvort þetta virki.
Jæja, þá er ég búinn að vera að lesa um hagfræði í meira en hálftíma og því kominn tími á pásu. Ætli ég skrifi ekki smá um síðustu daga enda hef ég lítið skrifað á netið og einnig hef ég ekki skrifað neinum tölvupóst lengi.
Byrjum á síðustu helgi. Á föstudeginum fór ég með Dan, Katie og Kristinu í partí, sem var haldið hérna rétt hjá. Þetta partí var í íbúð á þriðju hæð í blokk. Hvernig nágrannarnir gátu þolað þetta partí er mér mikil ráðgáta. Þarna var nefnilega búið að setja upp heljarinnar hljómkerfi og svo voru þrjár hljómsveitir að spila á miðju stofugólfinu. Lætin voru svo mikil að við þurftum að stija út á brunastiganum til að geta talað saman. En þarna var nokkuð gaman og auðvitað var ókeypis bjór og fjör.
Á laugardeginum fórum við Hildur niður á Rush street. Við byrjuðum inná bar, þar sem var verið að sýna fótbolta. Þar lenti ég á spjalli við Argentínumann en í sjónvarpinu var akkúrat verið að sýna Argentínu og Nígeríu (HM leikirnir hérna eru klukkan 1.30, 4.30 og 6.30 á morgnana). Ég var allavegana eitthvað að tjá honum að ég gæti ekki haldið lengur með Argentínu, þar sem að Juan Verón léki með Manchester United og svo var Batistuta eitthvað að gagnrýna Liverpool eftir að Roma tapaði fyrir þeim. Allavegana, þarna á staðnum var Jukebox og ég var voða sniðugur og keypti þrjú lög. Í staðinn fyrir að velja þrjú mismunandi lög ákvað ég bara að velja Freebird þrisvar. Það var gaman. Við ákváðum þó á endanum að yfirgefa staðinn og fórum yfir á Bar Chicago, þar sem við ætluðum að fara að dansa en þær áætlanid klikkuðu þó eitthvað, því við fundum aldrei blessað dansgólfið.
í þessari viku er svo búið að vera mikið að gera í skólanum. Ég er búinn að standa í verkefnaskilum og fleiru. Svo vorum við líka að spila til úrslita í innanskólamótinu í fótbolta og töpuðum við þeim leik og lentum því í öðru sæti af 40 liðum, sem var svo sem fínt.
Núna um helgina var svo aftur tekið frí frá lestrinum og við, Dan og Steve horfðum á Tyson-Lewis heima hjá mér. Bardaginn var á Pay-per-view og kostaði hann litla 55 dollara. En ég vann þó eitthvað af þeim pening tilbaka, því Dan veðjaði á að Tyson myndi vinna. Eftir bardagann fórum við svo í Co-op húsið en þar var heljarinnar partí. Eina við þetta var að fólk mátti bara vera í einni flík. Þess vegna voru stelpurnar flestar í kjólum og strákarnir berir að ofan. Þetta var hálf skrautlegt, en samt gaman.
Ólíkt 99% háskólanema í Bandaríkjunum, þá eru nemendur í Northwestern á fjögurra anna kerfi. Þannig að þótt nær allir háskólanemar í þessu landi hafi útskrifast í maí þá erum við hér í úthverfi Chicago ennþá að læra.
Núna er lestrarvika, eða partívika. Það fer aðallega eftir því hvað fólk hefur verið duglegt og hve mörgum ritgerðum fólk á að skila. Ég er búinn að vera frekar upptekinn þessa viku. Ég þurfti að klára stórt hagfræðiverkefni, sem tókst loks í dag og svo þarf ég líka að læra fyrir þrjú próf en síðasta prófið er á næsta fimmtudag, eða eftir nákvæmlega eina viku.
Annars er búið að vera fullt af dóti fyrir þá, sem eru að útskrifast. Í dag fór ég í hádegisverð í Allen Center, þar sem öllum, sem voru að útskrifast með “Business Institutions” sem minor. Þarna var boðið uppá góðan mat og svo voru einhver ræðuhöld og vesen. Stuttu eftir það þurfti ég svo að halda og hlusta á fyrirlestra um BA hagfræðiritgerðir. Ekki mjög gaman, en það er allavegana búið núna. Á morgun er svo annar hádegisverður, nú á vegum WCAS, sem er skólinn minn innan Northwestern. Þar er boðið öllum þeim, sem útskrifast með Honors gráður í fögum innan skólans.
Þegar prófvikunni lýkur tekur svo við Senior’s week, þar sem verður fullt af atburðum fyrir þá, sem eru að útskrifast. Henni lýkur svo á föstudeginum, en sá dagur mun byrja á veislu fyrir hagfræðinemendur og svo verður farið á fótboltavöllinn, þar sem allir skólarnir innan Northwestern munu hlusta á Kofi Annan og fleiri ræðumenn. Á laugardeginum lýkur svo þessum ósköpum þegar skólinn minn mun afhenda öllum prófskírteinin sín.