Tölvuhlé

Ég er búinn að vera að skrifa stjórnmálafræðiritgerð á bókasafninu í allan dag.

Auk þess er ég búinn að skoða póstinn minn 8 sinnum, skoða allar mögulegar Liverpool fréttir, skoða Pressuna fjórum sinnum, lesa meirihlutann af kommentunum á Metafilter og tékka á tenglasíðunni minni að minnsta kosti 15 sinnum.

já, og ég skrifaði 9 blaðsíður af stjórnmálafræði. Þó held ég að ég hafi eytt meiri tíma á netinu en í Word. Ég held að ég þyrfti að fara að skrifa ritgerðirnar mínar á gamaldags ritvél. Það myndi eflaust fækka netheimsóknunum mínum.

Ég gafst þó upp rétt fyrir sjö og kom mér hingað heim. Undeclared og 24 eru í sjónvarpinu og því get ég náttúrulega ekki misst af.

March Madness

Þá er ég buinn að fylla út NCAA bracket-ið mitt.

Ég skora á alla, sem vita eitthvað um bandarískan háskólakörfubolta að reyna að gera betur.

Ég spái því að Duke vinni skólann hennar Thelmu, Maryland í úrslitunum.

Jason Williams verður besti leikmadurinn. Hann verður svo valinn af Chicago Bulls í nýliðavalinu í sumar og Bulls verða meistarar 2003.

Gamanið búið

Þá er helgin búin og ég þarf víst að fara að læra aftur.

Laugardagurinn var alger snilld. Við Hildur fórum á Crobar, sem er sennilega heitasti næturklúbburinn hérna í Chicago. Þar kostar morðfé inn en þrátt fyrir það er alltaf biðröð. Reyndar var biðröðin stutt núna en það hefur sennilega verið af mannúðarástæðum, þar sem kuldinn fyrir utan var fáránlegur.

Inni var troðfullt einsog vanalega. Geðveikt gaman, tónlistin góð og stemningin frábær. Reyndar fannst mér vera fullmikið af strákum, sem voru berir að ofan. Þetta virðist vera mikið í tísku í Bandaríkjunum þessa dagana. Á MTV sá ég heimildarmynd um fólk, sem fer í lýtaaðgerðir og þar var fylgst með strák, sem setti sílíkon í kálfana sína (honum fannst kálfarnir vera svo stelpulegir). Allavegana, þá var sýnt þegar gaurinn var að fara að djamma. Þegar hann var að gera sig tilbúinn byrjaði hann á því að setja á sig glimmer. Síðan fór hann í bol, sem hann síðan fór úr um leið og hann kom inná klúbbinn.

Ok, það voru allavegana nokkrir þannig gaurar þarna. Síðan fóru þeir uppá pallana og dönsuðu þar. Mér var ekki skemmt.

Þrátt fyrir það var kvöldið snilld og við dönsuðum til kl.5.

Á sunnudag var frekar lítið gert. Jú, við lágum uppí rúmi og horfðum á Sex & The City. Síðan horfðum við á nokkuð góða heimildamynd um kvikmyndagerðarmenn, sem fylgdu fyrstu slökkviliðsmönnunum inní World Trade Center 11.sept.

Fyrirgefðu, var ekki 20 stiga hiti í gær?

Íslendingar vita fátt skemmtilegra en að lesa um veðrið. Veðrið í dag hefur verið ömurlegt. Við ætluðum að vera ýkt dugleg og gera eitthvað skemmtilegt í dag en veðrið var alltof leiðinlegt til að vera úti. Við keyrðum því yfir í Woodfield, sem er stærsta mallið hér í borg.

Þar löbbuðum við um meðal stífmeikaðra unglingstelpna í dágóðan tíma, borðuðum á Cinnabon (nammm!) og versluðum eitthvað smá. Síðan fórum við í Target, þar sem ég keypti mér hvorki meira né minna en rafmagnsrakvél. Ja hérna, aldrei hélt ég að sá dagur myndi renna upp.

Allavegana, í gær vorum við löt. Við fórum og heimsóttum Dan og Elizabeth, en þau eru að dansa saman í Dance Marathon, sem er dans maraþon (einsog þeir, sem eru góðir í ensku hafa gert sér grein fyrir), þar sem Northwestern nemendur dansa í 30 klukkutíma til styrktar einhverju góðu málefni. Við kíktum á þau klukkan 9 í gær og svo aftur klukkan 8 í kvöld og virkuðu þau aðeins þreyttari, enda búin að dansa í 26 tíma.

Núna erum við Hildur heim að drekka (ég Bud og Hildur Bacardi Silver. Síðan er stefnan tekin suður.

Síðasti skóladagurinn

Í dag var síðasti skóladagurinn minn á þessari önn. Í næstu viku er lestrarvika og svo tvö próf í vikunni á eftir.

Þessi síðasti dagur var alveg einsog síðustu skóladagar eiga að vera. Veðrið er æðislegt, um 20 stiga hiti (þess má til gamans geta að á mánudaginn, fyrir fjórum dögum var 25 stiga frost) og ég fór á stuttermabol í skólann.

Ég kíkti aðeins á Mark Witte, sem er ráðgjafinn minn fyrir hagfræðiritgerðina mína og var hann í voða stuði og var rosa ánægður með hvernig ritgerðin er að þróast. Síðan fór ég í tvo dæmatíma, þar sem fáir voru að fylgjast með og kennararnir varla nenntu að vera að fara yfir einhver gömul verkefni.

Svo eftir líkamsrækt kom ég heim og viti menn, bíllinn minn, sem hefur verið dauður fyrir utan í frostinu komst alltíeinu í gang. Skál fyrir því!

Spring Break

Þá erum við búin að plana Spring Break þetta árið. Síðustu tvö ár höfum við Hildur farið til New York og New Orleans og var geðveikt gaman í bæði skiptin.

Þetta árið langaði okkur að fara í típískt bandarískt spring break. Þess vegna ætlum við að fara með tveim vinum okkar niður til Panama City Beach, Florida.

Þarna koma árlega í marsmánuði yfir 600.000 háskólanemendur frá öllum Bandaríkjunum. Travel Channel valdi Panama City Beach besta spring break staðinn.

Við ætlum að keyra suður til Florida, en það er um 19 tíma akstur. Ætlunin er að fara 22.mars, sem er föstudagur og vera í eina viku.

Núna þarf ég bara að komast í gegnum lestrarviku, þrjú próf og eina ritgerð.

Skólinn

Þessi vika er síðasta vikan á þessari önn. Í næstu viku er lestrarvika og svo próf. Ég þarf að fara að fylla út CTEC upplýsingar, þar sem ég gef prófessorunum einkunn. Allavegana, tímarnir, sem ég er í núna eru:

Hagfræði – International Finance. Einsog nafnið gefur til kynna, alþjóðleg fjármál. Voða gaman, færa til fullt af línuritum og fjör. Kennt af hinum merka Lawrence Christiano.

Hagfræði – Advanced Econometrics. Hagtölfræðitími, þar sem notast er við línulega algebru. Mikil tölvuvinna, aðallega með hjálp Stata. Kennt af Joseph Altonji

Stjórnmálafræði – Latin American Politics. Fjallað um stjórnmál í Suður-Ameríku frá seinni heimsstyrjöld til dagsins í dag. Kennt af Edward Gibson

Hagfræði – Honor’s Seminar. Þetta er í raun ekki tími, heldur skrifum við í þessum tíma ritgerð. Ég er búinn að velja mér ritgerðarefni og er ég á fullu að safna saman gögnum fyrir ritgerðina.

Jæja, þetta er spennandi efni, ekki satt?

Kólumbíski herinn í stuði Ed

Ed Gibson, kennarinn minn í Suður-Amerískum stjórnmálum benti mér á þessa grein á BBC. Hann sagði að þetta myndi ábyggilega ylja manni um hjartarætur.

Þessi uppblásni hermaður er nýjasta tæki kólumbíska hersins í baráttunni við skæruliða.

Á þeim svæðum, sem FARC ræður yfir er fólk afar hrætt við ofbeldi og því notar herinn þennan uppblásna hermann, sem gengur ekki með byssu, til að fá upplýsingar út úr fólki varðandi staðsetningu skæruliðanna.

Niðurröðun á hagfræðideildum

Einn strákur, sem er með mér í hagfræðitíma benti mér á þessa athyglisverðu ritgerð. Höfundarnir (Kalaitzidakis, Mamuneas og Stengos) raða niður hagfræðideildum í helstu háskólum heims. Skólunum er raðað niður eftir því hve mikið af efni eftir prófessora viðkomandi skóla er birt og vitnað í. Þeir söfnuðu saman upplýsingum uppúr 30 helstu hagfræðitímaritum, sem gefin eru út.

Margt athyglisvert kemur út úr þessari niðurröðun. Til að mynda að efstu sautján skólarnir eru allir í Bandaríkjunum. Fyrstur evrópskra skóla er Tilburg í Hollandi, númer tvö er London School of Economics.

Annars lítur topp 25 listinn svona út:

  1. Harvard
  2. University of Chicago
  3. MIT
  4. Northwestern
  5. University of Pennsylvania
  6. Yale
  7. Princeton
  8. Stanford
  9. Berkeley
  10. NYU
  11. Columbia
  12. UCA San Diego
  13. University of Michigan
  14. UCLA
  15. Cornell
  16. University of Texas, Austin
  17. University of Rochester
  18. Tilburg (Holland)
  19. University of Wisconsin – Madison
  20. London School of Economics (England)
  21. University of Minnesota
  22. Boston University
  23. University of Toronto (Kanada)
  24. Brown
  25. Tel Aviv University (Ísrael)