Mp3
Mig langar í einn svona.
Takk fyrir og góða nótt
The Economist
Hér í Bandaríkjunum kemur The Economist ekki í umslagi, þannig að það var ekkert hvítt duft á mínu blaði. Gaman gaman!
Alveg magnað hvað þessi hræðsla hefur breiðst út. Ég hélt að Bandaríkjamenn væru slæmir, en Íslendingar eru sennilega alveg jafn “paranoid”. Datt engum Íslending í hug að hugsa aðeins um það hvort Ísland yrði næsta skotmark á eftir Bandaríkjunum? Mér finnst það vera frekar ólíklegt.
Nær allar “anthrax” sendingarnar hér hafa verið til frægs fólks í New York eða Washington. Því er það dálítið fyndið að einhverjir spekingar í Kansas séu að fríka út vegna póstsendinga.
Ég las einhverja grein í Wall Street Journal, þar sem var fjallað um hvaða nafni sjónvarpsstöðvarnar hafa kallað atburðina undanfarna daga. CNN kallaði þetta í byrjun “America’s New War” og mig minnir að Fox hafi kallað sitt efni “War on Terror”.
Á Comedy Central er besti “late night” spjallþátturinn í bandarísku sjónvarpi, The Daily Show. Þeir kalla umfjöllina sína því nafni, sem mér finnst passa best, “AMERICA FREAKS OUT”.
Láttu hagfræðina vísa þér veginn
Þessi frétt birtist á vísi.is:
Samkvæmt nýrri könnun sem gerð var af breska fyrirtækinu Erotica, stunda 30% karla og 25% kvenna í Bretlandi meira kynlíf nú heldur en fyrir hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin. Alls tóku 3000 manns þátt í könnuninni.
Alltaf þegar ég les svona speki í fréttum minnist ég þess, sem einn hagfræðikennarinn minn sagði í einhverjum tímanum. Hann sagði að það eina, sem við þyrftum að læra þá önnina væri: correlation does not imply causation.
Snilld!!!
Mulholland Drive
Fór með Hildi og Dan að sjá nýju David Lynch myndina, Mulholland Drive, á föstudaginn. Þvílík snilld. Ég hef alltaf verið á því að David Lynch sé snillingur, enda eru Twin Peaks, að mínu mati, bestu sjónvarpsþættir allra tíma og einnig eru margar af myndum hans, svo sem Wild at Heart, frábærar.
Ég held þó að Mulholland Drive sé hans besta mynd hingað til. Maður veit í raun ekkert hvað maður getur sagt um þessa mynd. Ég gæti þulið upp allan söguþráðinn, en samt myndi það sennilega ekkert spilla fyrir myndinni. Aðal kvikmyndagagnrýnendurnir í Chicago, Wilmington og Ebert eru sammála mér um hversu frábær þessu mynd er. Það er mjög fróðlegt að lesa gagnrýni þeirra. Sérstaklega er gagnrýni Wilmington fróðleg, því hún gefur nokkra innsýn inní pælingar David Lynch.
Ég held að engum kvikmyndagerðamanni hafi tekist að gera gamalt fólk jafn ógnvekjandi og Lynch gerir í þessari mynd. Sumar senurnar eru mjög “scary”.
Afmæli
Þetta er búin að vera fín helgi. Ég fór á fótboltaleik á laugardagsmorgun og þess vegna vorum við bara róleg á föstudagskvöld. Við fórum með Dan út að borða og svo kíktum við á Northwestern “homecoming” skrúðgönguna. Við fórum svo þrjú í bíó að sjá Mulholland Drive.
Á laugardag vaknaði ég svo um 9 og hitti Dan, Becky og Dave og við röltum uppá fótboltavöll. Þar var fullt af “tailgaiting” partíjum, svo við fengum okkur að borða og drekka þar. Leikurinn byrjaði svo klukkan 11. Northwestern vann Minnesota 23-17. Leikurinn var góður og fín stemning á vellinum, þrátt fyrir að það hafi rignt stanslaust allan leikinn. Maður var frekar blautur eftir að hafa staðið úti í rigningunni í meira en þrjá tíma.
Hildur átti afmæli í gær og fögnuðum við því náttúrulega. Við fórum saman út að borða á Va Pensiero, sem er frábær ítalskur staður hérna í Evanston. Ég held að ég hafi sjaldan fengið jafn góðan mat. Eftir matinn fórum við svo í partí hjá einum vini okkar. Þar var geðveikt gaman og stóð það yfir eitthvað fram á morgun. Mjög gaman!
Tímaeyðsla á föstudegi
Það var frí í stærðfræitímanum mínum í morgun, þannig að ég var ekki í neinum tímum í dag. Ég ætlaði því aldeilis að nota tækifærið og lesa fullt í stjórnmálafræði.
Núna er klukkan að verða sex og ég hef ekki hugmynd hvert dagurinn fór. Ég er búinn að læra frekar lítið, hef lesið einhverjar hundrað blaðsíður. Restin af deginum hefur farið í hangs. Jú, ég fór reyndar að hjálpa Dan vinu mínum að starta bílnum hans en hann var rafmagnslaus. Ég og Ryan mættum á staðinn og vorum við einhvern klukkutíma að vesenast í þessu, þurftum m.a. að fara í Ace og kaupa einhverja varahluti og vesen. En þetta tókst á endanum. Fyrir utan það get ég ekki sagt að ég hafi gert mikið gagnlegt í dag.
Vel skrifaður múr???
Það virðast flestir vera sammála um það að Múrinn sé vel skrifað vefrit. Menn, sem tala um ritið hrósa því vanalega fyrir það að þar skrifi klárir menn, sem séu góðir pennar. Ég efast ekki um það.
Það er hins vegar alveg makalaust hvað sumar greinarnar á ritinu eru kjánalegar. Til að mynda greinin: Íslensku milljarðamæringarnir — in memoriam. Í þessari grein er Ármann Jakobsson að gleðjast yfir því að þeir, sem höndli hlutabréf á Íslandi hafi tapað miklum fjárhæðum undanfarið. Ég skil í raun ekki svona hugsanahátt. Ekki myndi ég gleðjast ef ég frétti að ævisparnaður kennara myndi hverfa á hlutabréfamarkaðnum og ég efa að Ármann myndi kætast. Einhvern tímann var mér nefnilega kennt að það væri ljótt að gleðjast yfir óförum annarra.
Fótbolti og fótbolti – Hoosier daddy?
Ég fór um helgina með fótboltaliðinu í keppnisferð til University of Indiana, sem er í Bloomington í Hoosier ríkinu. Okkur gekk ágætlega. Við spiluðum tvo leiki, unnum Ball State 7-1, þar sem ég skoraði tvö mörk en töpuðum naumlega fyrir Indiana State, þrátt fyrir mikla yfirburði í seinni hálfleiknum. Þar skoraði ég ekki neitt, en fékk gult spjald fyrir að hrinda leikmanni, sem var hrinti mér eftir aukaspyrnu. Gaman að því. Leikmaðurinn sem hrinti mér fékk líka gult en hann var hins vegar svo snjall að hann byrjaði að röfla í dómaranum og endaði með rautt spjald. Sniðugt, ekki satt?
Við gerðum lítið á laugardagskvöldinu, enda Bloomington ekki spennandi staður. Við horfðum á Northwestern (ameríska) fótboltaliðið spila við Ohio State, en ég man ekki hvernig sá leikur fór. Á meðan ég sat í rólegheitum inní hótelherbergi í Bloomington var Hildur að djamma hérna í Evanston og skemmti hún sér (samkvæmt hennar eigin frásögn og vina minna) vel.
Þegar ég kom heim heyrði ég svo að árásirnar hefðu byrjað og mamma hafði víst hringt að heiman (hæ mamma!) til að tékka hvort ekki væri allt í lagi. Hérna er bara allt í fínu lagi, fyrir utan það að klukkan er orðin 9 um kvöld og ég þarf að fara að gera eitthvað hópverkefni í félagsfræði. Búúúú!!!