Á leiðinni í vinnuna í dag var frekar mikil rigning.
Radiohead
Tónleikarnir í Grant Park í gær voru ótrúlegir.
Aðstæður voru frábærar. Veðrið var gott og um 25000 manns fylltu hluta af Grant Park, sem er stærsti almenningsgarðurinn í Chicago og liggur við Michigan vatn. Umhverfið er líka mjög skemmtilegt því í austur er vatnið en í vestri blasa við skýjakljúfar, þar sem Sears Tower rís hæst.
Radiohead tók mikið af efni af nýju plötunum og er ekkert nema gott um það að segja. Þeir byrjuðu á National Anthem, tóku svo Knives Out og svo Karma Police. Allt í allt held ég að þeir hafi tekið um 10 lög af nýju plötunum. Af þeim fannst mér án efa You and whose army? vera best. Það má í raun segja að í því lagi hafi Yorke notið sín best. Hann sat einn fyrir framan píanóið með andlitið alveg ofan í myndavélinni og rödd hans fékk alveg að njóta sín.
Ég held því fram, eftir þessa tónleika, að Tom Yourke sé besti rokksöngvari í heimi. Þvílíkur snillingur. Það er í raun lygilegt að hlusta á hann syngja lög einsog t.d. Fake Plastic Trees, sem þeir tóku eftir að þeir höfðu verið klappaðir upp.
Radiohead tóku, í viðbót við nýju login, flest af sínum þekktustu lögum, einsog Lucky, Airbag, Iron Lung, Fake Plastic Trees, No Surprises, Karma Police og Paranoid Android.
Alls voru þeir klappaðir upp þrisvar. Í fyrst skiptið tóku þeir fjögur lög, þar á meðal stórkostlega útgáfu af IDIOTEQUE. Í annað skiptið tóku þeir tvö lög, annað af Pablo Honey og hitt You and Whose army?, sem var ótrúlegt. Í síðasta skiptið tóku þeir svo Street Spirit (Fade away).
Ég var í raun orðlaus eftir tónleikana. Ég hef nú farið á talsvert mikið af tónleikum með flestum mínum uppáhaldssveitum, en ég man varla eftir betri tónleikum. Það er einna helst Roger Waters, sem stendur uppúr. Fyrir utan þá tónleika, þá hef ég ekki séð betri tónleika.
Radiohead tónleikar
Það er frekar erfitt að koma einhverju í verk í dag. Ég get ekki beðið eftir tónleikunum, sem byrja eftir rúmlega 6 tíma. Veðrið úti er frábært og ég er orðinn þreyttur á því að sitja fyrir framan tölvuna.
You look so tired and unhappy
Bring down the government
They don’t, they don’t speak for us
Radiohead
Á morgun erum við Hildur að fara að sjá Radiohead, sem verða með útitónleika í Grant Park. Það er spáð yfir 35 stiga hita, svo það ætti að verða fjör.
Ég var að kíkja á nokkrar Radiohead síður til að sjá lagalistann þeirra. Þeir hafa verið að spila mjög mikið af nýju efni á síðstu tónleikum. Á þeim lista, sem ég skoðaði þá fluttu þeir m.a. 6 lög af Amnesiac.
Allavegana, fyrir áhugasama, þá er listinn svona:
The National Anthem
Airbag
Morning Bell
Lucky
Packt Like Sardines In A Crushd Tin Box
My Iron Lung
Exit Music
Knives Out
No Surprises
Dollars and Cents
Street Spirit
I Might Be Wrong
Pyramid Song
Paranoid Android
Idioteque
Everything In Its Right Place
Encore:
Fake Plastic Trees
Karma Police
You and Whose Army?
How To Disappear Completely
Encore 2:
Talk Show Host
The Bends
Encore 3:
Creep
Síðustu dagar
Það er orðið dálítið síðan ég skrifaði eitthvað af viti. Allavegana, þá áttum við Hildur fína helgi. Á föstudeginum fórum við í stórt partí, sem er reglulega haldið í einbýlishúsi, þar sem um 25 Northwestern krakkar búa. Þar var fjör einsog vanalega.
Á laugardag gerðum við furðu lítið. Ætluðum að fara að sjá Planet of the Apes, en nenntum því ekki og á endanum og fórum því bara út á Blockbuster og leigðum okkur DVD myndir.
Á sunnudag fórum við svo á Taste of Lincoln Avenue, sem er enn ein útihátíðin hérna í Chicago. Þar röltum við um í hitanum og hlustuðum á tónlist. Um kvöldið var ég svo fastur fyrir framan sjónvarpið að horfa á baseball, en Fred McGriff var að spila sinn fyrsta leik fyrir mitt lið Chicago Cubs, sem vann St.Louis Cardinals. Gaman gaman.
Síðasta helgi var líka fín, en þá bar hæst að við fórum í Six Flags skemmtigarðinn, sem er fyrir norðan Chicago. Þetta er stór rússíbanagarður, sem er alger snilld og skemmtum við okkur frábærlega. Hildur þorði meira að segja í nær alla rússíbanana. Það er auðvitað mikið afrek.
Hafnabolti
Þetta kalla ég sko góðar fréttir.
Afmæli
Anna systir mín á afmæli í dag. Til hamingju með það!!
Ég vil hvetja alla íbúa Leicester í Englandi til að taka í höndina á henni og óska henni til hamingju.
Kreml.is
Forsíða Kreml.is er þessa stundina alger snilld.
Uppfært Ég verð nú að viðurkenna að ég var ekki búinn að lesa allar greinarnar áðan, og verð ég að segja að mér fannst “gula pressan” ekki fyndin. Mér finnst þó menn einsog Már og Bjarni vera full viðkvæmir. Mér fannst þetta dálítið fyndið, allavegana fyrst.
Slagsmál hjá Howard Stern
Í gær þegar ég var að keyra í vinnuna var ég að hlusta á Howard Stern. Í þeim þætti brutust einmitt út slagsmál milli AJ, sem er reglulegur gestur í þættinum og Stuttering John, sem tekur oft skemmtileg viðtöl við frægt fólk fyrir þáttinn.
Allavegana, þá geta áhugasamir séð slagsmálin hér.
Stórkostleg fréttamennska
Þetta kalla ég að búa til fréttir uppúr engu.