Vikan

Þar sem það er kominn föstudagur er ágætt að segja frá því hvað við Hildur höfum verið að gera síðustu viku, en þetta er búin að vera mjög skemmtileg vika.

Síðasta föstudag fórum við í partí heim til Ryan, Kate og Liv, en þau eru vinir okkar, sem voru að flytja út úr íbúðinni sinni. Þau ákváðu því að halda partí, því leigusalinn gat lítið kvartað eftir að þau voru flutt út. Allavegana var partíið skemmtilegt en það endaði niðrá Northwestern ströndinni þar sem nokkrir ofurhugar fengu sér sundsprett í Michigan vatni.

Á laugardag fórum við Hildur niður á Oak Street Beach, þar sem við lágum í smá tíma og röltum svo niður í Grant Park þar sem Taste of Chicago hátíðin stendur yfir. Þessi hátíð er alger snilld. Yfir hundrað veitingastaðir frá Chicago eru með mat til sölu, allt frá Chicago-style deep-dish pizzum til afrískra hrísgrjóna. Við Hildur löbbuðum á milli staða og smökkuðum alls kyns mat. Allur garðurinn er yfirfullur af fólki og fyrir utan matinn var hægt að hlusta á fullt af tónleikum.

Eftir matinn fórum við svo á tónleika með frönsku sveitinni Air, sem voru haldnir í The Vic. Tónleikarnir voru snilld. Reyndar byrjuðu þeir á því að einhver franskur krakkhaus, Sebastian Tellier framdi einhverja tónlistargjörninga. Hann var þó fljótur að drífa sig í burtu og snillingarnir í Air komu svo fram. Þeir byrjuðu á lögum af nýjustu plötunni og tóku svo lög af þeirri plötu í bland við lög af Moon Safari. Þessir tónleikar voru frábærir og mörg lögin þeirra (einsog Electronic Performers) hljóma jafnvel enn betur “live” heldur en á plötu.

Á 4.júlí var náttúrulega þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna. Við byrjuðum því 3.júlí að fara með nokkrum vinum okkar niður í Grant Park þar sem aðalflugeldasýningin var haldin. Þar var alveg fáránlega mikið af fólki til að fylgjast með dýrðinni og hlusta á sinfoníutónlist í takt við sýninguna. Á sjálfan 4.júlí vorum við Hildur ýkt dugleg og línuskautuðum meðfram vatninu alveg frá Belmont niður í Grant Park, sem er um 2 klukkutíma ferð. Í Grant Park horfðum við á tónleika með Wilco, sem voru nokkuð góðir og svo fengum við okkur fullt gott að borða.

Neytendamarkaður fyrir tölvur

Mjög athyglisverð grein á abcnews.com. Í henni er fjallað um það hversu lítið tölvufyrirtæki græða á því að selja beint til neytenda. Hagnaður tölufyrirtækja í dag byggist fyrst og fremst á sölu til fyrirtækja.

Höfundur greinarinnar spáir því að tvö fyrirtæki muni ráða einkatölvumarkaðinum í framtíðinni, Apple og Sony. Athyglisverð ályktun, en samt ekki eins vitlaus og manni virðist í fyrstu. Stærstu fyrirtækin í einkatölvuiðnaðinum, Compaq, Dell og HP hafa verið að færa sig æ meira inná fyrirtækjasviðið. Talað er um að Compaq hafi í huga að hætta algerlega að framleiða tölvur fyrir heimilin. Gateway, sem framleiðir nær einungis fyrir heimilin, hefur átt í miklum erfiðleikum undanfarið og hafa þeir m.a. verið að loka mörgum “Gateway Country” búðum hér í Bandaríkjunum.

Það er þó ljóst að Apple og Sony þurfa að vinna í því að tengja betur saman tæki einsog lófatölvur við einkatölvuna til að ná góðri stöðu á heimilismarkaðinum. Það er mikið talað um það þessa dagana að Apple hyggist gefa út lófatölvu, en þeir voru einmitt frumkvöðlar á því sviði fyrir nokkrum árum.

AI: Artificial Intelligence

Við Hildur fórum að sjá AI:Artificial Intelligence, nýjustu Steven Spielberg myndina í gær. Það var nokkuð skrítið með þessa mynd að fólk virðist skiptast algerlega í tvo hópa. Til dæmis gaf gagnrýnandi Chicago Tribune myndinni fjórar stjörnur, en fólk sem ég talaði við fannst hún ömurleg.

Allavegana, þá fannst mér myndin hrein snilld. Einstaklega vel gerð og leikin. Ég hef aldrei séð 13 ára krakka leika eins ótrúlega og Haley Joel Osment. Drengurinn er snillingur.

Joe Fagan

Gamli Liverpool þjálfarinn Joe Fagan lést í dag. Þetta eru auðvitað sorgarfréttir fyrir alla knattspyrnunnendur. Joe Fagan stýrði Liverpool liðinu, sem var fyrst allra liða til að vinna þrennu, er þeir unnu deildarbikarinn, deildina og evrópubikarinn árið 1984.

Fagan stjórnaði einmitt Liverpool liðinu í fyrsta Liverpool leiknum, sem ég man eftir. Þá var ég átta ára og horfði á Liverpool-Juventus í úrslitaleik evrópukeppninar. Sá leikur var haldinn á Heysel leikvanginum í Brussel. Sá leikur er ekki þekktur vegna knattspyrnunnar heldur vegna yfir 30 aðdáenda Juventus sem létust. Þetta reyndist síðar verða síðasti leikur Liverpool undir stjórn Fagan. Eftir þann leik hef ég aldrei getað hugsað mér að halda með öðru liði en Liverpool.

Joe Fagan

Gamli Liverpool þjálfarinn Joe Fagan lést í dag. Þetta eru auðvitað sorgarfréttir fyrir alla knattspyrnunnendur. Joe Fagan stýrði Liverpool liðinu, sem var fyrst allra liða til að vinna þrennu, er þeir unnu deildarbikarinn, deildina og evrópubikarinn árið 1984.

Fagan stjórnaði einmitt Liverpool liðinu í fyrsta Liverpool leiknum, sem ég man eftir. Þá var ég átta ára og horfði á Liverpool-Juventus í úrslitaleik evrópukeppninar. Sá leikur var haldinn á Heysel leikvanginum í Brussel. Sá leikur er ekki þekktur vegna knattspyrnunnar heldur vegna yfir 30 aðdáenda Juventus sem létust. Þetta reyndist síðar verða síðasti leikur Liverpool undir stjórn Fagan. Eftir þann leik hef ég aldrei getað hugsað mér að halda með öðru liði en Liverpool.

Microsoft og smart tags

Nú hefur Microsoft ákveðið að taka út “smart tags” úr nýja Windows XP kerfinu sínu. Þetta finnst mér mjög athyglisvert og í raun aðdáunarvert hjá fyrirtækinu.Smart tags áttu að gera það að verkum að hægt var að breyta öllum vefsíðum, sem þú skoðar. Þannig að undir hverju orði verði sérstakur tengill yfir á ákveðnar Micrsoft síður. Þannig að til dæmis á minni síðu, þegar ég væri að fjalla um Northwestern, skólann minn, þá myndi koma tengill yfir á ákveðin svæði hjá Microsoft.

Einnig ef talað er um fyrirtæki myndi koma tengill yfir á MSN Money.Þetta var náttúrulega ekki gott mál, þar sem Microsoft gat breytt síðunum án leyfis frá höfundum. Reyndar gætu höfundar vefsíðna sett inn ákveðnar skipanir, sem myndu banna Microsoft að gera þetta, en líkur eru á að meirihluti hönnuða myndu ekki hafa vit á að gera það.Ég er nú ekki jafn hræddur við alræðistilburði Microsoft og margir aðrir, en þarna fannst mér fyrirtækið ganga full langt. Hugmyndin hjá fyrirtækinu er náttúrulega sú að fá sem flesta til að nota netþjónustu sína. Ég skil ekki alveg af hverju Microsoft notar svona aðferðir. Þeir hljóta að gera sér grein fyrir því að það verður allt vitlaust um leið og þeir nýta sér Windows kerfið til að reyna að auka umferð á sínar vefsíður. Þetta ætti í raun að vera óþarfi því að netþjónusturnar, sem Microsoft býður uppá eru alveg einstaklega vel gerðar og ættu þeir að geta aukið markaðshlutdeild sína með öðrum hætti.

Eftir að menn fóru að taka eftir “smart tags” í beta útgáfum af Windows XP kvörtuðu margir. Microsoft virðist hafa tekið tillit til þeirra kvartana. Það er án efa jákvætt fyrir fyrirtæki, sem hefur jafnmikil völd og Microsoft hefur. Þeir hefðu einfaldlega geta látið þessar kvartanir sem vind um eyru þjóta, en aldrei þessu vant ákváðu þeir að viðurkenna mistök sín.

Bætt útlit

Ég lagaði aðeins útlitið á síðunni. Núna á þetta að koma betur út í Explorer fyrir PC.

Einnig setti ég inn fullan CSS stuðning. Sumir sjá sennilega engan mun, en aðrir sjá mikinn mun. Vonandi er síðan betri fyrir vikið.Ég er þó ekki alveg hættur því ég ætla að bæta inn nokkrum hlutum í viðbót og laga útlitið á undirsíðunum.