Helvítð hann Richard Aschroft

Helvítð hann Richard Aschroft er búinn að fresta tónleikunum sínum, sem áttu að vera hérna á laugardaginn. Sennilega mun hann koma í janúar eða febrúar. Það var alger tilviljun að ég heyrði af frestuninni. Annars hefði ég mætt í svaka stuði á laugardagskvöldið.

Hvernig í ósköpunum?

Hvernig í ósköpunum getur Gummijoh haldið því fram að OS X sé drasl, þegar hann hefur aldrei prófað það? Virkilega “gáfulegt” comment.

Ég skal viðurkenna það að Windows 2000 er sennilega öruggasta stýrikerfi í heimi í dag, en OS X verður bylting. Ég hef notað beta útgáfuna undanfarið og hún er alger snilld. Ég get ekki beðið eftir því að sjá lokaútgáfuna.

Eminem & Limp Bizkit

Tónleikarnir í gær voru alger snilld. Ég veit að maður segir þetta eftir marga tónleika, en þessir voru ótrúlegir. Ég vissi það ekki fyrirfram en hljómsveitin Papa Roach var fyrsta sveitin á svið. Þeir eru rosalegir. Ég hafði aðeins heyrt eitt lag með þeim en ég fílaði þá í botn. Þeir minna mig einna helst á Rage Against the Machine, þvílíkur var krafturinn.

Eftir þá kom Eminem, sem var sístur af öllum á tónleikunum. Hann var þó alls ekki slæmur, en hann fölnaði þó í samanburði við Papa Roach og Limp Bizkit. Hann fær þó prik fyrir að spila ekkert af gömlu lögunum, hann tók ekki einu sinni My name is. Einna verst við hann var að hann var með fullt af einhverjum aðstoðarmönnum, sem voru einfaldlega ekki nærri eins góðir rapparar og hann er. En Eminem var samt góður.

Eftir að Eminem steig af sviði fór maður allt í einu að taka eftir að svona 70% af öllum strákum í höllinni voru með rauðar derhúfur, til heiðurs meistara Fred Durst. Ég veit að það er voðalega flott að dissa Fred Durst, en maðurinn er einfaldlega snillingur. Limp Bizkit voru rosalegir. Þeir byrjuðu á My Generation og tóku svo öll bestu lögin, einsog Break Stuff, Rollin’ og enduðu svo auðvitað á Nookie. Durst var meiriháttar. Hann er frábær á sviði og stemningin var rosaleg

My suggestion

My suggestion is to keep your distance
Cuz right now I’m dangerous
We’ve all felt like shit
And been treated like shit
All those motherfuckers, they want to step up
I hope ya know
I pack a chainsaw
I’ll skin your ass raw
And if my day keeps going this way
I just might break something tonight

Give me something to break

I pack a chainsaw
I’ll skin your ass raw
And if my day keeps going this way
I just might break your fuckin’ face tonite

Vetrartími

Það var verið að breyt yfir í vetrartíma í nótt og því fagnaði ég með því að fara í tvö partí, eitt á campusnum og hitt í íbúð hérna rétt hjá. Hvað á maður svo að gera við þennan auka klukkutíma?

Northwestern

Northwestern átti ótrúlegan leik gegn Minnesota í gær. Þeir voru undir 35-14 þegar um 10 mínútur voru til leiksloka en náðu einhvern veginn að jafna. Svo þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka sendi Zak Kustok 60 yarda sendingu og Northwestern skoraði. Á sama tíma öskraði ég og hoppaði heima í stofu. Mikið voða var það gaman

Próf og vinna

Þar, sem helsta miðsvetrarprófatörnin er núna búin þá hef ég loksins haft tíma í að byrja að klára þá vinnu, sem ég var búinn að lofa í sumar. Þetta er m.a. endurgerð á danol.is og fleiri minni verkefni.

Annars er Kári, sem var hérna í doktorsnámi í hagfræði, farinn heim til Íslands. Hann gafst uppá náminu, þar sem hann það ekkert vera neitt voðalega skemmtilegt. Allavegana þá fórum við saman útað borða á þriðjudaginn og svo héngum við með vinum mínum inná Allison dorminu fram eftir nóttu.