« Dýrir Knattspyrnumenn | Aðalsíða | What's my age again? »

Dýrir Knattspyrnumenn

júlí 22, 2003

Jæja, draumur minn um að Damien Duff kæmi til Liverpool rættist á endanum ekki. Ég var þó búinn að sætta mig við það þegar að Harry Kewell kom til Liverpool enda er hann alls ekki síðri leikmaður (og kostaði þrisvar sinnum minna en Duff).

Annars er athyglisvert að skoða dýrustu leikmenn, sem skipt hafa um félög á Englandi. Þetta eru 13 dýrustu mennirnir:

1. Rio Ferdinand 2002 Leeds United til Man United £30.0m
2. Juan Veron, Lazio til Man Utd £28.1m
3. David Beckham, Man United til Real Madrid £25m
4. Nicolas Anelka, Arsenal til Real Madrid £23.5m
5. Marc Overmars Arsenal til Barcelona £21.6m,
6. Ruud van Nistelrooy, PSV til Man Utd £19m
7. Rio Ferdinand 2000 West Ham United til Leeds United £18.0m
8. Damien Duff 2003 Blackburn Rovers til Chelsea £17.0m
9. Alan Shearer 1996 Blackburn Rovers til Newcastle £15.0m
10. Dwight Yorke 1998 Aston Villa Man til United £12.6m
11. Robbie Fowler 2001 Liverpool til Leeds United £11.0m
12. Frank Lampard 2000 West Ham United til Chelsea £11.0m
13. Emile Heskey 2000 Leicester til Liverpool £11.0m
14. Chris Sutton 1999 Blackburn Rovers til Chelsea £10m.

Af þessum mönnum myndi ég segja að 3 af 14 hafi verið góð kaup!!: Rio Ferdinand (það er þegar hann fór frá West Ham til Leeds), Ruud van Nilsteroy og Alan Shearer. Dwight Yorke átti að vísu 2 góð ár með United en hann var svo seldur fyrir einhverja smá aura.

Tveir Liverpool menn eru á listanum, Robbie Fowler, sem gat aldrei neitt með Leeds og Emile Heskey, sem getur ekki neitt (honum er þó velkomið að sanna að ég hafi rangt fyrir mér með því að skora 25 mörk á þessu tímabili). Stærstu floppin eru Veron, Anelka og Sutton. Bestu kaupin eru van Nilsteroy.

Leiðrétt samkvæmt ábendingu frá Ragnari

Einar Örn uppfærði kl. 14:27 | 303 Orð | Flokkur: Liverpool



Ummæli (2)


Hmm, vantar ekki einhvern ónefndan tískuþræl á listann? Ekki að mér sé ekki sama -

Ragnar sendi inn - 22.07.03 15:07 - (Ummæli #1)

Jú, rétt hjá þér. Er búinn að breyta :-)

Einar Örn sendi inn - 22.07.03 15:58 - (Ummæli #2)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu