« Íslenskir karlmenn og hommar frá Pittsburgh | Aðalsíða | Tveimur árum síðar »

Moskva

september 10, 2003

Ég er búinn að setja inn nokkrar myndir frá Moskvu. Ég setti bara inn örfáar myndir, því ég veit að fólk hefur takmarkaða þolinmæði við að skoða myndaalblúm hjá öðrum.

Einnig skrifaði ég skýringar við allar myndirnar, þannig að fólk ætti að geta gert sér betur grein fyrir hvar ég er staddur og af hverju viðkomandi staður er merkilegur. Ég mun svo birta myndir frá St. Pétursborg seinna.



Einar Örn uppfærði kl. 21:19 | 68 Orð | Flokkur: Myndir



Ummæli (7)


Vá! Mig langaði alltaf að sjá St. Pétursborg og Kreml og Síberíulestarævintýrið heillaði mig þegar ég sá það auglýst í fyrra. Aftur á móti kitluðu þessar myndir svo mikið að Rússland er komið nr. 2 á listann yfir “staði sem ég ætla að ferðast til”, upp fyrir Austur-Evrópu :-)

ps. Hvar eru allar sætu stelpurnar á myndunum?

Ágúst sendi inn - 10.09.03 22:56 - (Ummæli #1)

ótrúlega flottar sumar myndirnar, t.d. myndin af st. basil, götulifid i suzdal og af lögreglubilnum.. gætir sent dær i ljosmyndakeppni.. :-) en lika fyndid ad sja myndina af nedanjardarlestarkerfinu, helt fyrst ad detta væri mynd af einhverri höll ad innan..

:-)

Anna sendi inn - 10.09.03 23:13 - (Ummæli #2)

úff.. hefðir átt að bjóða mér með :-) ótrúlega margt að skoða greinilega!

Hjördís sendi inn - 10.09.03 23:28 - (Ummæli #3)

Hvaða land er þá númer 1, Ágúst? Ég giska á Egyptaland eða Íran. Já, eða Indland :-)

Annars, þá vissi ég að einhver myndi kommenta á skort á sætum stelpum á myndunum. Því miður á ég bara nánast engar myndir af sætum stelpum frá Rússlandi. Hitti flestar á djamminu, þegar ég var ekki með neina myndavél. :-)

Jamm, og lestarstöðvarnar í Mosvku eru hreinustu listaverk. Þessi síða er með myndir af þeim allra fallegustu. Stalín gerði allavegana eitthvað rétt.

Einar Örn sendi inn - 11.09.03 00:04 - (Ummæli #4)

Hmm… hvernig vissirðu? :-)

Af praktískum ástæðum er Egyptaland þar efst (reyndar Mið-Austurlönd yfirhöfuð ef út í það er farið) en Íran er engu að síður land sem ég er með á “5 ára áætluninni”. Varð að komast þangað sem fyrst áður en að of miklar breytingar verða á samfélaginu.

Indland er þarna skammt á eftir. Langar faktískt að taka svona reisu einsog boðið hefur verið upp á hjá Encounter, Katmandu til Cairo (var reyndar á tímabili endað í Tripoli í Lýbíu veit ég). Það er ekki nema 10 vikna ferðalag. Svo má heldur ekki gleyma Mið-Asíu lýðveldunum, sem verða reyndar að bíða betri tíma. Það hefur engu að síður verið farið þar í gegn í lestarferðunum frá Moskvu til Beijing. Það er eitthvað sem maður gæti alveg hugsað sér. Spurning samt hvað maður þolir langt ferðalag í rússneskum lestum án þess að verða geðveikur. :-)

Arg! Út til ek!

Ágúst sendi inn - 11.09.03 02:37 - (Ummæli #5)

Ég hitti nokkra gaura, sem höfðu farið í nokkrar vikur með Síberíulestinni. Þeir sögðu að það ferðalag væri bara mjög þægilegt.

Rússneskar lestar eru nefnilega mjög þægilegar ef maður bara asnast til að kaupa miða á réttu farrými. Þá getur maður sofið í friði. Þannig að maður ferðast bara í lest á nóttinni og skoðar sig svo um á daginn, og tekur svo nýja lest næstu nótt.

Annars eru svo sem ekkert alltof margir staðir sem maður myndi stoppa á leiðinni til dæmis frá Moskvu til Peking. Aðallega stopp í góðan tíma í kringum Baikal vatn

Einar Örn sendi inn - 11.09.03 20:58 - (Ummæli #6)

Já, kannski. En þú kemst varla í lengra samfellt ferðalag á landi en þetta :-)

Ég held samt að þetta séu mjög áhugaverðar ferðir. Mig hefur t.d. alltaf langað að sjá Mongólíu (veit samt ekki af hverju). Líka ferðirnar sem Sundowners bjóða upp á, þar sem farið er í gegnum Mið-Asíu lýðveldin og ýmist í frá Istanbúl í gegnum Íran eða frá Moskvu niður eftir Mother Russia. Svo er endað í Kína.

Arg! Ég verð ferðaþyrstari með hverju kommenti!!

Ágúst sendi inn - 11.09.03 22:21 - (Ummæli #7)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu