« Root root root for the Cubbies | Aðalsíða | Röndótt djamm »

Flugur

september 21, 2003

Ég hef einhvern tímann minnst á það en mér líður sjaldan jafn skringilega og á sunnudagskvöldum eftir að ég er búinn að ná þynnkunni úr líkamanum.

Einhvern veginn virðast allar tilfinningar, áhyggjur, gleði og svo framvegis margfaldast. Dálítið skrítin tilfinning. Mér langar svo oft að skrifa eitthvað stórkostlegt um líf mitt, reyna að fanga einhvern veginn hvernig mér líður. Það er sennilega ástæðan fyrir því að ég skrifa alltaf langmest í persónulegu dagbókina mína á sunnudagskvöldum.


Annars var ég í geðveikt skemmtilegu partíi í gær. Með skemmtilegri partíum í nokkurn tíma. Ein af ástæðunum var sennilega sú að við ákváðum nokkuð snemma að fara ekki niður í bæ og því var ég fullkomlega sáttur við að vera bara í partíinu allt kvöldið. Málið er nefnilega að þegar maður er síngúl einsog ég er, þá finnst manni maður alltaf þurfa að kíkja í bæinn.

En allavegana, þetta var tvöfalt afmæli haldið í Kópavoginum og var alveg hellingur af skemmtilegu fólki. Enginn var þó skemmtilegri en eldra afmælisbarnið, sem fór gjörsamlega á kostum, sérstaklega þegar tók að líða á partíið.

Mjög gaman að þá komst ég að því að Justin Timberlake er orðinn mun vinsælli meðal fólks á mínum aldri en ég hélt. PR viðurkenndi m.a. að hann væri aðdáandi. Dálítið fyndið að við tveir, sem höfum (að okkar mati) verið þekktir fyrir vandaðan tónlistarsmekk skulum hafa verið mest áberandi JT aðdáendurir á staðnum. :-)


Já, og það er alveg nauðsynlegt að hlusta á Galapogos að minnsta kosti einu sinni á sunnudagskvöldum. Ég hlustaði á það á iPodinum mínum á meðan ég labbaði útá Snæland að leigja mér DVD disk áðan og var með gæsahúð nær allt lagið. Æðislegt lag.


Ef þessar tvær húsflugur, sem hafa verið að gera mig geðveikan undanfarna daga, lesa þetta blogg þá vil ég segja ykkur eitt.

Varið ykkur! Þið munið eiga von á hroðalegum dauðdaga um leið og ég næ ykkur. Þið getið ekki flúið endalaust!!

Einar Örn uppfærði kl. 21:23 | 320 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (0)


Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu