« Breytingar og komment | Aðalsíða | Ég verð bara svo fokkd upp af rommi »

Kill Bill Trailer lag

október 24, 2003

Þrátt fyrir að ég hafi ekki verið sáttur við Kill Bill, þá er lagið í trailernum helvíti flott. Það lag er hægt að nálgast hér. Nokkuð flott!

Aðalástæðan fyrir því hversu óánægður ég var, var sú að myndinni var skipt í tvennt. Að mínu mati hefði mátt stytta þessar bardagasenur (sérstaklega þá síðustu) um meira en helming og koma þessu efni auðveldlega í eina mynd. Ég hugsa að ég bíði þangað til að allur pakkinn komi á DVD og þá horfi ég á þetta allt í einu, einsog það ætti að vera.

Ég var nokkuð ánægður með myndina og skemmti mér vel alveg þangað til að síðasta senan var hálfnuð. Þá varð ég órólegur og það breyttist í pirring þegar myndin endaði allt í einu. En lagið er flott, sérstaklega byrjunin.

Einar Örn uppfærði kl. 15:00 | 133 Orð | Flokkur: Kvikmyndir & Tónlist



Ummæli (0)


Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu