« Bjartsýnismaðurinn Einar | Aðalsíða | Bjartsýnismaðurinn Einar »

Siiiigur

janúar 07, 2004

Aaaaaaaaah, Liverpool vann.

Ég var næstum því búinn að gleyma þessari tilfinningu. Þessari sælutilfinningu, sem maður fær eftir að hafa öskrað allt kvöldið og liðið manns vinnur. Svo stendur maður upp og einhverjir Man United aðdáendur fara að setja útá leik Liverpool eða stöðu liðsins í deildinni. Og manni er nákvæmlega sama! Þetta hljómar bara einsog suð í eyrunum á manni, því Liverpool vann og þá skiptir ekkert annað í þessum heimi máli.

Einhvern veginn var þetta allt nógu yndislega súrealískt til að virka. Liverpool höfðu ekki unnið á Stamford Bridge síðan ég var 12 ára og þegar maður sá liðsuppstillinguna fékk maður sjokk. Heskey einn frammi, BRUNO CHEYROU inná (hann hefur aldrei leikið vel fyrir Liverpool), Henchoz í hægri bakverðinum og Traore í þeim vinstri.

Svo hefst leikurinn og Bruno Cheyrou og Emile Heskey eiga stórkostlegan samleik og skora frábært mark. Svona hlutir bara gerast ekki! Svo meiðist Dudek og einhver Patrice Luzi þarf að koma inná. Ég hef lesið um þennan gaur en hafði aldrei séð hann. Við Friðrik sögðum að annaðhvort myndi hann verja frábærlega eða klúðra hrikalega. Og hvað gerist, jú hann ver frábærlega. Svo er Diouf rekinn útaf vegna þess að skóreimin hans festist í reiminni hjá Mutu (þetta gerðist í alvöru!). En þrátt fyrir það þá ná Liverpool menn að halda áfram baráttunni og Chelsea ná varla að skapa sér eitt færi.

Þetta tímabil hefur verið svo hræðilegt og það hefur gerst svooo sjaldana að mér hefur liðið vel útaf Liverpool.

Þess vegna ætla ég að leyfa mér að njóta þessa sigurs einsog við hefðum verið að vinna titil. Það er magnað hvað maður er fljótur að gleyma öllu þessu slæma.

Einar Örn uppfærði kl. 11:27 | 278 Orð | Flokkur: Liverpool



Ummæli (8)


Bíddu bíddu, var ekki eini alvöru United maðurinn farinn fyrir leikslok???

Alltaf verið að reyna að kroppa fram samúð?

Emil sendi inn - 07.01.04 11:34 - (Ummæli #1)

United, Arsenal, Chelsea, West Ham aðdáendur. Þetta er allt sama pakkið :-)

Ég var reyndar ekki að biðja um neina samúð sko. Ólíkt undanförnum vikum þá þarf ég ekki á henni að halda í kvöld.

Svo var þetta nú svona pre-emptive, þannig að allir “United” stuðningsmennirnir viti að það þýðir ekkert að gagnrýna Liverpool næstu daga. Ég er of glaður til að það fái á mig. :-)

Einar Örn sendi inn - 07.01.04 11:42 - (Ummæli #2)

hehe, allt í góðu og Liverpool, takk kærlega nú erum við í United komnir í vænlegri stöðu en áður.

Til hamingju með ljósið í enda ganganna, njótið þess meðan það endist :-)

Emil sendi inn - 07.01.04 11:49 - (Ummæli #3)

Hrikalega var ég stressaður síðustu 10 mínútur leiksins :-) Þetta var rosalegt.

Mutu fær svo titilinn skíthæll janúar mánaðar fyrir að gera ekkert þegar Diouf var rekinn útaf.

Matti Á. sendi inn - 07.01.04 11:53 - (Ummæli #4)

Ég sagði það sama um Mutu, en þeir sem sátu með mér fullyrtu að Mutu hefði farið til línuvarðarins og skýrt út fyrir honum hvað gerðist. Ég sá það ekki, en nokkrir sögðust hafa séð hann gera það. :-)

Einar Örn sendi inn - 08.01.04 08:56 - (Ummæli #5)

mutu var e-ð að skipta sér af málunum og mér sýndist hann vera að hneykslast á spjaldinu…

en aðalatriðið er að liverpool vann… markið datt loksins okkar megin :-)

úff hvað þetta var löngu gleymd tilfinning sem ég vildi gjarnan finna oftar :-)

árni sendi inn - 08.01.04 10:41 - (Ummæli #6)

Finally!!!!!! segi ég líka….eeeeen seinni hálfleikur var hörmung. Farið að minna ansi mikið á ítalska, skora eitt og pakka svo í vörn…

Mýslan sendi inn - 08.01.04 11:26 - (Ummæli #7)

Jæja, Mutu missir þá titilinn skíthæll mánaðarins fyrst hann reyndi að leiðrétta þetta, línuvörðurinn fær hann í staðinn :-)

Matti Á. sendi inn - 08.01.04 11:48 - (Ummæli #8)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu