« Ísmolabox frá Helvíti | Aðalsíða | Fyrrverandi SUS-arar og gleymdar hugsjónir »

Leiðinlegar fréttir

mars 31, 2004

Ó Dísus Kræst! Er þetta Hannesar Hólmsteins - Halldórs Laxness mál komið aftur í fréttirnar? Er einhverjum öðrum en Hannesi og bókmenntafræðingum ekki drullusama um þetta allt?

Kræst!

Ó Dísus, næsta fréttin um hvalveiðar. Hvar endar þetta?

Annars finnst mér reyndar magnað að Hannesi hafi ekki tekist að kenna annaðhvort Jóni Ólafs eða Jóni Ásgeir um þessa herferð gegn sér.

Einar Örn uppfærði kl. 19:21 | 60 Orð | Flokkur: Sjónvarp



Ummæli (6)


Ég mætti Hannesi fyrir utan Odda í kvöld, var að hugleiða að gefa honum olnbogaskot og skila kveðju frá Helgu Kress, bara svona að gamni. En í fullri alvöru þá er þetta grafalvarlegt mál að maður sem vill láta taka sig alvarlega sem vísindamann skuli gera sig sekan um svona þjófnað, höfundaréttur er heilagur í mínum huga.

Hildur sendi inn - 31.03.04 23:59 - (Ummæli #1)

Væri þetta svona mikið mál ef umræddur “þjófur” væri ekki HHG? Ég bara spyr. :-)

Ágúst sendi inn - 01.04.04 00:26 - (Ummæli #2)

Farið nú varlega í það að kalla HHG þjóf. Ég skrifaði pistil um þetta fyrir tæpum þremur mánuðum á gömlu dagbókinni minni: …Ég hvet menn eindregið til að lesa þann pistil, íhgua aðeins það sem kemur fram í honum og SVO kalla Hannes þjóf.

Og nei, ég er ekki að verja Hannes Hólmstein. Ég er bara að segja að ábyrgðin er ekki öll hans…

Annars er ég sammála þér Einar. Þetta mál er orðið frekar þreytt… :-)

Kristján sendi inn - 01.04.04 08:14 - (Ummæli #3)

Ég vil líka benda á það að “þjófur” var í gæsalöppum hjá mér. Ég hef ekki kynnt mér málið og satt að segja hef engan áhuga á því. Þetta er virkilega leiðinlegt fréttaefni. Kárahnjúka-“umræðan” var spennandi við hliðina á þessu.

Skemmtilegast finnst mér þó að HHG skuli hafa verið útnefndur til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Það er ansi íronískt.

Ágúst sendi inn - 01.04.04 10:59 - (Ummæli #4)

Það sem mér finnst svo merkilegt með hænuna (Hólmsteinn) er það að hann ætlast til þess að við nemendurnir séum með allt eins og stafur á bók og svo kann maðurinn ekki að setja gæsalappir!! Mæli með því að fólk kíkji á heimasíðuna og skoði doðrantinn sem hann er með þar um það hvernig á að skrifa ritgerð og hvaða orð má ekki nota osfrv. Maðurinn er að missa vitið, thats for sure!! www.hi.is/~hannesgi

Didda mæs, nemandi Hannesar sendi inn - 01.04.04 15:53 - (Ummæli #5)

Vá, þetta var nákvæmlega það sem ég var að benda á! Það má segja að þessi leiðinlega umræða hafi flust úr fréttunum inná kommentin í þessari færslu. Ólíklegasta fólk virðist geta þrasað um þetta :-)

Er ekki öllum sama um þetta mál allt saman? Ég neita að taka afstöðu í jafn leiðinlegu máli. Má ég þá frekar biðja um umræður um Íslenska Erfðagreiningu, kjaradeilu í Vestmannaeyjum eða eitthvað ámóta spennandi.

Annars er þetta frétt ársins

Einar Örn sendi inn - 01.04.04 17:08 - (Ummæli #6)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu