« Þunglyndur Liverpool aðdáandi | Aðalsíða | Hörmung »

Bachelor & Ungfrú Reykjavík

apríl 15, 2004

Ég veit ekki af hverju ég er enn að horfa á The Bachelor. Það eru bara allra fyrstu þættirnir í hverri þáttaröð, sem eru skemmtilegir. Það er þegar allar gellurnar búa saman og rífast um einhverja misvel-heppnaða karla. Þá sit ég í sófanum heima og horfi á þær sanna eina af mínum allra frægustu kenningum.

Ef sett er upp keppni um karlmann (sama hversu ljótur eða misheppnaður hann er), þá munu konur (sama hversu fallegar og eftirsóttar þær eru) fríka út og reyna að vinna hylli þessa karlmanns.

[Ég hef ákveðið að kalla þetta “karlakeppniskenninguna” - það er grípandi nafn, ekki satt?]

Þessi kenning klikkar aldrei!

En núna eru þættirnir orðnir alltof væmnir. Ekkert nema rómantík og væl. Ég hef engan tíma fyrir slíkt í mínu lífi þessa stundina. Bob rak heim þessa 35 ára. Hann var greinilega ekki alveg til í að eignast börn næstu tvö árin og því skellti hann sér á þessa 23 ára. Jamm, við karlmenn erum allir eins.

Annars finnst mér Bob ljótur. Ég er ekkert að reyna að vera vondur, en mér bara finnst það. Athugið áður en þið hrópið á mig, að það þýðir ekki að ég haldi að ég sé fallegur eða fallegri en aðrir karlmenn. Nei nei, aðeins að Bob er ljótur.

Annars finnst mér uppúr þessu að hann eigi að velja Estelle, hún er sætari af þeim tveim sem eftir eru. Reyndar hélt ég að Bob myndi sparka Kelly Jo heim þegar hún mætti í BUXUM á lokakvöldið. En svo mætti Estelle líka á buxum og Bob er greinilega ekki jafn hrifinn af pilsum og ég, þannig að hann sparkaði einu gellunni í pilsi. Ja hérna!


Finnst engum nema mér skrítið að allt fólkið í McDonald’s auglýsingunum er mjótt?


Óli er ekki hrifinn af keppendunum í Ungfrú Reykjavík. Þessar myndir eru allavegana handónýtar. Hef þó rekið mig á að margar þessar fegurðarsamkeppnis-stelpur eru mun sætari í raunveruleikanum en á myndum. Já, og öfugt.

Aðallega finnst mér þessar fermingargreiðslur: 1 2 vera slæmar. Þessar greiðslur minna mig alveg skuggalega á það hvernig allar stelpurnar voru greiddar þegar ég fermdist fyrir einhverjum árum. Þetta virðast vera sætar stelpur, en klippingin er ekki alveg sú besta.

Annars fær Fjóla náttúrulega mitt atkvæði. Hún vann jú á Serrano í fyrra. Það er gríðarlega mikill kostur!

Einar Örn uppfærði kl. 23:17 | 381 Orð | Flokkur: Sjónvarp



Ummæli (5)


McDonald’s-fyrirsæturnar hljóta að forðast McDonald’s-salatið eins og heitan eldinn… þess vegna eru þær svona mjóar. Þær borða bara hamborgarana… :-)

Kristján Atli sendi inn - 15.04.04 23:34 - (Ummæli #1)

Vá hvað ég er sammála þér með fermingagreiðslurnar. Það er eins og það hafi verið samsæri í gangi hjá hárgreiðslu-, förðunar- og ljósmyndunarfólkinu í þessu dæmi.

Óli sendi inn - 16.04.04 12:52 - (Ummæli #2)

Hæ, hæ já takk fyrir að halda með mér Einar :-) en annars bara til að koma því á framfæri þá já eru þetta hörmulegar myndir og sumar jafnvel óþekkjanlegar. Mjög leiðinlegt en það eru betri myndir inn á sólon.is frá dömukvöldinu.

Fjóla sendi inn - 17.04.04 20:09 - (Ummæli #3)

Ok, ég bíð bara eftir keppninni til að sjá hvernig keppendur líta raunverulega út :-)

Einar Örn sendi inn - 19.04.04 09:00 - (Ummæli #4)

Í Bachelorette seríunni var Bob alltaf sagður svo fyndinn. Ég hef horft á einhverja þætti af þessari nýju seríu og hann er bara alls ekkert fyndinn. Kannski er þetta eitthvað fun Bobby syndrom eins og í friends?

Hjördís Óskars. sendi inn - 07.05.04 00:25 - (Ummæli #5)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu