« Mourinho | Aðalsíða | Liverpool blogg »

Tónleikar

maí 26, 2004

Var að koma heim af Pixies. Þeir voru góðir. Ekkert stórkostlegir en samt góðir. Stemningin var róleg í Kaplakrika.

Þeir tóku öll bestu lögin sín, frá Debaser til Monkey Gone to Heaven og (já, Björgvin!) Hey!.

Prógrammið var keyrt nokkuð þétt og hratt. Þau sögðu varla orð á tónleikunum, sem er ágætt. Frank Black stamaði uppúr sér “Hello” á miðjum tónleikum. Það var fínt. Er ekki alveg að fíla þetta: “Is Iceland ready to rock” dæmi, sem virkar oft frekar feik. Minnir mig alltaf á atriði úr Simpsons þegar einhver rokksveit var að spila í Springfield og söngvarinn sagði:

“Nobody rocks like”, svo leit hann aftan á gítarinn á miða, þar sem skrifað var á “Springfield” og allir urðu brjálaðir

Stundum er þetta þó einlægt og flott, til dæmis hjá Chris Martin og Damien Rice.

En allavegana, tónleikarnir með Pixies voru góðir. Vel peninganna virði.

Einar Örn uppfærði kl. 00:20 | 145 Orð | Flokkur: Tónleikar



Ummæli (3)


spinal tab var það… :-) (í simpson þe)

grönqvist sendi inn - 26.05.04 00:40 - (Ummæli #1)

Já, nákvæmlega. Mig minnti að þetta hefðu verið þeir :-)

Einar Örn sendi inn - 26.05.04 10:00 - (Ummæli #2)

Ég hlakka til…

Geri ráð fyrir hörðu stuði í kvöld. Geri ráð fyrri að þeir viti bara að þeir sem fóru á fyrri tónleikana voru bara einhverjir sem ætluðu sér ekki að fara 100% en ákváðu að kaupa sér miða af því að það voru aðrir tónleikar.

Já Pixies fíla alvöru nörda sem eru æstir í að mæta. Því leggja þeir gríðarlegan metnað í kvöldið í kvöld.

ó já…

bió sendi inn - 26.05.04 13:49 - (Ummæli #3)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu