« Nýjar þjóðir á Ólympíuleikunum | Aðalsíða | Ó, Lou! »

27

ágúst 19, 2004

Og án þess að neitt merkilegt hafi breyst í heiminum, þá varð ég 27 ára á þriðjudaginn.

Fokking magnað skal ég segja ykkur. Og þó, ég er bara sáttur.

Átti rólegan afmælisdag. Eða rólegan og ekki rólegan. Vinnan er búin að vera hreinasta sturlun síðustu daga. Þar, sem ég er að fara út og vegna þess að ég er fullkomlega ómissandi (ehm!) þá hef ég verið til klukkan 9-10 öll kvöld að vinna. Síminn minn sló persónulegt met í dag, svo mörg voru símtölin og það lítur út fyrir að ég verði í einhverju algjöru allsherjar stresskasti á morgun. Trúi því varla að ég sé að fara út eftir tvo daga.

Allavegana, það var allt brjálað í vinnunni á afmælisdaginn og var ég kominn heim um 8 leytið. Fór þá strax niðrí Iðnó, þar sem ég horfði á Jón Baldvin, mesta stjórnmálasnilling á Íslandi, halda ræðu. Hafði ætlað að hitta PR & frú, en það var fullt útúr dyrum, þannig að ég var frammí anddyri allan tímann. Hitti þau hjónin þó eftirá og við fórum á Thorvaldsen (af öllum stöðum) og fengum okkur bjór í tilefni dagsins.


Í gær fór ég með frænda mínum á Ísland-Ítalíu. Það var frábært og hef ég ekki skemmt mér jafn vel á landsleik síðan ég og Friðrik fórum á Ísland-Frakkland fyrir nokkrum árum. Allt stappað á vellinum (ég var í stúku, Guði (og KBBanka) sé lof), frábær stemning (ég var m.a.s. hás í dag) og frábær sigur á Nesta, Gattuso og hinum smjördrengjunum í ítalska liðinu. Ljómandi, alveg hreint. Á morgun, Lou Reed.


Annars, þá fer maður ”á tímamótum sem þessum” pínu að hugsa um hvað maður hefur gert á síðustu mánuðum. Lygilega lítið ef eitthvað er. Einhvern veginn rennur þetta allt saman í einhvert vinnu-brjálæði, djamm og endalaust stelpu-vesen.

Jú, ég fór til Rússlands eftir síðasta afmæli og það verður nú að teljast hápunkturinn á þessu síðasta ári. Þá skrifaði ég einmitt: ”Þetta er líka gott tækifæri til að jafna mig eftir allt vinnuálagið og vesen í einkalífinu undanfarnar vikur og mánuði.” Einhvern veginn finnst mér ég vera á nákvæmlega sama punkti og ég var áður en ég fór til Rússlands. Þessi setning passar alveg jafnvel við mig í dag. Jú, ég er búinn að vesenast eitthvað í íbúðinni minni, svo hún lítur betur út, og ég er kominn mun betur inní vinnuna, en samt þá finnst mér einsog svo lítið hafi gerst. Það er ennþá alltaf eitthvað bölvað vesen á manni utan vinnu. Og kræst maður, þarf að fara að finna stelpu, sem er ekki á föstu eða nýhætt í sambandi. Það hlýtur að fara að koma. Ég hlýt að vera búinn að taka út þann skammt. :-)


Oft á tíðum fæ ég endurnýjaða trú á mannkynið. Ein af slíkum stundum átti sér stað þegar ég var á leiðinni heim úr vinnunni um níu-leytið í kvöld. Á einhverju stöðvarápi endaði ég á FM957. Þar var verið að spila Dry Your Eyes með The Streets!!! (Já, þrjú upphrópunarmerki, þetta er svo merkilegt). Ekki nóg með það, heldur var þetta lag á FM-listanum!!! (Takið eftir, aftur þrjú upphrópunarmerki) Já, kraftaverkin gerast. Bæ ðe veij, ef þið hafið ekki hlustað á The Streets, hendið þá frá ykkur tölvunni og hlaupið útí næstu búð. Þessi gaur er snillingur.


Já, og svo fannst mér alveg ljómandi egósentrískt að setja mynd af sjálfum mér á afmælisdaginn við þessa afmælisfærslu. Svona til að vinir og vandamenn gleymi ekki því hvernig ég lít út á meðan ég er í Bandaríkjunum. Þetta er nú einu sinni blogg og fátt er meira egósentrískara en að halda úti bloggsíðu um sjálfan sig. Og hananú!


En núna er það USA. Var að tala við Genna vin minn og svo var ég að klára plönin með Dan, sem ætlar með mér til Las Vegas. Verð að segja að ég er að deyja úr spenningi. Þarf bara að klára tvo stress daga í viðbót og svo er þetta komið. Jibbí!

Einar Örn uppfærði kl. 23:37 | 655 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (10)


[Ég] þarf að fara að finna stelpu, sem er ekki á föstu eða nýhætt í sambandi. Það hlýtur að fara að koma.

Hérna hafið þið svo mynd af mér.

:-)

Ágúst sendi inn - 20.08.04 10:36 - (Ummæli #1)

Já, Ágúst, ég er nú búinn að vera með þessa síðu í 4 ár og hún hefur nú ekki hjálpað mér mikið í kvennamálum hingað til, þannig að ég vænti þess ekki að þar verði mikil breyting á. Efast um að lesendahópur þessarar síðu sé nógu stór :-)

Bætti reyndar inn þessum kafla, sem þú vitnar í, eftir að ég setti inn myndina. Þannig að þetta var ekki alveg pælingin hjá mér í þetta skiptið :-)

En athyglisverð hugmynd samt. :-)

Einar Örn sendi inn - 20.08.04 11:18 - (Ummæli #2)

Fyrir utan það hvað þetta er léleg tímasetning hjá mér, þar sem ég er að fara út á morgun :-)

Einar Örn sendi inn - 20.08.04 11:45 - (Ummæli #3)

til hamingju með afmælið um daginn :-)

Hjördís sendi inn - 20.08.04 15:41 - (Ummæli #4)

Til hamingju með afmælið :-) Þetta er fínn aldur :-)

Soffía sendi inn - 20.08.04 18:57 - (Ummæli #5)

Til hamingju með afmælið á þriðjudaginn! Hlökkum til að sjá þig annaðkvöld! -skildu samt endilega allt stress eftir og já… by the way, þú átt von á að mamma hringi og troði með þér eitthvað fyrir mig! :-) Hope you don’t mind…

Kv., Sandra

Sandra sendi inn - 20.08.04 19:02 - (Ummæli #6)

til hamingju með afmælið kjútí beibí! meira sem þú ert með áhyggjur af þessum stelpumálum.. hvernig væri að vera bara sáttur við að vera einn? ha hm?:-) hafðu það gott í útlöndunum og góða skemmtun

katrín sendi inn - 21.08.04 03:31 - (Ummæli #7)

Takk, takk :-)

Einar Örn sendi inn - 21.08.04 10:01 - (Ummæli #8)

þú mátt hitta mig…. :-) híhíhí

Anna sendi inn - 25.08.04 21:43 - (Ummæli #9)

:-)

Einar Örn sendi inn - 26.08.04 23:00 - (Ummæli #10)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu