« Kerry vinnur! | Aðalsíða | ? »

Kosningavaka

nóvember 03, 2004

Ég held að Ólafur á RÚV geti sótt um á Fox News. Kræst hvað hann er mikill Repúblikani. Hann er búinn að vera að ljúga upp fullt af Kerry kommentum einsog að Kerry hafi líkt efnahagsástandinu við Kreppuna Miklu og krafðist þess að einhver viðmælandi verði þau komment. Þvílíkt bull. Það hefði verið skemmtilegra ef RÚV hefði bara sýnt auglýsingarnar af CBS í stað þess að vera með þessi bullinnskot hans Ólafs.

Staðan núna 162-112 fyrir Bush. Enn hefur ekkert komið á óvart og þessi spá getur ennþá ræst. Núna er Kerry að vinna í Pennsylvaníu og Ohio, en að tapa á Florida.

Djöfull er þetta spennandi :-)

Nei fokk, Bush kominn yfir í Ohio.

Ef einhver er að lesa þetta yfir kosningavökunni, þá mæli ég með C-Span kortinu. Það er langbest til að fylgjast með í öllum ríkjunum.

Einar Örn uppfærði kl. 02:04 | 139 Orð | Flokkur: Stjórnmál



Ummæli (5)


Þetta er voðalega spennandi. Þetta lítur nú ekki alltof vel út þessa stundina. Nú er það bara Ohio og Flórída.

Tómas Hafliðason sendi inn - 03.11.04 02:41 - (Ummæli #1)

Reyndar er Kerry að vinna rosalega mikið á í Flórída, þótt Bush sé enn með 51-48 % forskot í Ohio. Þannig að eins og stendur þá eru bæði fylkin galopin, en ég hef einhvern veginn á tilfinningunni að Kerry eigi frekar eftir að taka Flórída en Ohio.

Kannski tekur hann bara bæði? :-)

Ég er að deyja úr spennu hérna…

Kristján Atli sendi inn - 03.11.04 03:17 - (Ummæli #2)

1.12 am EST. Genni glottir. Ég (og aðrir) reyna að vera jákvæð. Við lemjum Genna með kodda. Stemmningin í DC var pósítív og demokratík en samt greinilega ekki nóg til að vinna. Kosningavakan í borginni byrjaði hress… en dó… Lítur ekki vel út. Bíðum enn. Horfum á cnn, fox news, og jon stewart til skiptist. Krossum enn putta, en aðeins fastar en áðan… Bush komin með 269! Er að leita að harðari en kodda… over and out!

Sandra sendi inn - 03.11.04 06:19 - (Ummæli #3)

Tómatsósukóngurinn er BÚINN!!!!!!!!!!!!!!!

Vonandi allaveganna, klukkan er hálftvö, komið nóg af þessu kvöldi. Vonandi vöknum við og það er ekki demokrata væl yfir því að GWB hafi stolið kosningunum. Ef það er eitthvað sem er þreytt þá er það að Al Gore aðdáendur hneykslast yfir því að þetta róbot hafið tapað 2000.

Genni sendi inn - 03.11.04 06:30 - (Ummæli #4)

Hreinn og klár viðbjóður þessi úrslit. Sammála þér með Ólaf í gær - ég fékk algeran viðbjóð á manninum frá fyrstu mínútu, grípandi fram í fyrir viðmælendum eins og hann væri að reyna að taka sjálfa frambjóðendurna á beinið…

Kiddi sendi inn - 03.11.04 15:45 - (Ummæli #5)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu