Sunnudagur til sjónvarpsgláps

Ég fokking HATA þetta veður!

Í alvöru talað, á ekki að vera sumar hérna? Er einhver þjóð í HEIMINUM fyrir utan Grænland, sem þarf að þola annað eins veðurfar og við Íslendingar? Í alvöru talað!

Það er eflaust hægt að finna lönd, þar sem veturnir eru miklu verri, en er í alvöru hægt að finna land þar sem sumrin eru jafnömurleg? Kræst!


GSM símar geta verið erfið tæki. Til dæmis eru númerabirtar á öllum GSM símum. Segjum sem svo að þú viljir ná í ákveðna manneskju. Læturðu eitt símtal duga, þar sem að númerið sést á síma viðkomandi, eða hringirðu aftur og aftur og átt þá á hættu að líta út einsog geðsjúklingur þegar að viðkomandi sér 10 “missed calls” frá þér? Lífið væri einfaldara ef að enginn væri með GSM.


Annars er ég búinn að liggja í leti í dag. Ljómandi skemmtilegt alveg hreint. Kíkti útá lífið með vinum á föstudagskvöld. Ætluðum á Ólíver og vorum mættir þar um 11 leytið, en þar var gjörsamlega stappað. Þannig að við enduðum á Vegamótum. Aðsóknin á þann stað virðist algjörlega hafa hrunið eftir að Ólíver opnaði. Það var hálftómt inni alveg til klukkan 2 þegar dansgólfið byrjaði að fyllast af ofurölva 16 ára stelpum. Ljómandi skemmtilegt. Fengum okkur bara nokkra bjóra og vorum nokkuð rólegir.


Horfði á sjónvarpið í dag. Þar á meðal Newlyweds, sem er algjör snilld. Jessica Simpson er óþrjótandi uppspretta misgáfulegra kommenta.

Horfði einnig á The Apprentice. Það er eini raunveruleikaþátturinn, sem ég myndi vilja taka þátt í (kannski fyrir utan Dismissed og amerísku útgáfuna af The Bachelor). Mér finnst alltaf einsog ég hefði getað gert svo miklu, miklu betur en þetta fólk í þættinum. Þetta snýst í raun langflest um eitthvað varðandi markaðssetningu og að starta einhverju nýju, sem ég held að ég gæti staðið mig vel í.

Kláraði líka að horfa á 24, sem endaði skemmtilega.

Já, og kláraði að horfa á Return of The King. Kannski er það bara ég, en mér finnst öll þessi Lord of the Rings sería vera fáránlega ofmetin. Þetta er ágætt, en alltof langdregið. Ég held að ég hafi horft á síðustu myndina í svona 8 hlutum.

Server mál

Ef þú veist eitthvað um server-mál lestu áfram. Ef ekki, þá er þetta afskaplega leiðinleg færsla.

Allavegana, ég er við það að gefast uppá server-num, sem þessi síða er hýst á. Serverinn er með Windows vefþjón, sem er fokking drasl. Ég gete ekki notað helminginn af þeim möguleikum, sem mér bjóðast varðandi Movabletype. Sérstaklega er ég í vandræðum með að nota lausnir, sem gera mér kleift að gera myndahluta þessarar síðu einfaldari í uppfærslum.

Þannig að ég er að leita að einhverjum, sem getur hýst þessa síðu fyrir mig. Það er eoe.is og Liverpool bloggið. Ég er auðvitað tilbúinn að borga sanngjarnt gjald fyrir. Ég vil fá afnot af hraðvirkum server, þar sem ég get sett þá hluti, sem eru nauðsynlegir í MT svo sem ImageMagick og fleira. Einnig *verður* XML-RPC að virka vel (það virkar ekki baun á Windows).

Ég þarf að hafa slatta af plássi, helst svona 1GB, svo ég geti sett inn mjööög mikið af myndum og fleira efni. Samtals fá þessir vefir um 2000 heimsóknir á dag og um 4000 flettingar. Ég á frekar von á að það aukist, heldur en að sú umferð minnki. Einstaka sinnum vil ég geta sett inn vídeó eða tónlist, sem gæti aukið umferð eitthvað.

Hefur einhver þarna úti getu til að taka þetta að sér, eða hefur einhver reynslu af góðum þjónustaðilum hérna heima eða útí heimi? Öll hjálp yrði gríðarlega vel þegin.

Hálfvitar

[Djöfulsins hálfvitar](http://news.bbc.co.uk/1/hi/uk/4661059.stm)!

Systir mín býr í London og fer þarna oft um á leið heim til sín. Hún slapp þó við þessa árás. Guði sé lof.

FF Og QOTSA

Foo og Queens of the Stone Age tónleikarnir í gær voru fínir. Þetta var í fyrsta skipti, sem ég hef farið á tónleika í Egilshöll. Var þarna með vini mínum og við skemmtum okkur vel.

Ég hef gefið QOTSA nokkur tækifæri, hef hlustað oft á diskana þeirra og hef fílað þá sæmilega. Hef aldrei verið neitt brjálæðislega hrifinn. Ég átti alveg eins von á því að þeir myndu algjörlega heilla mig á tónleikunum, kannski líkt og Dismemberment Plan gerðu um árið. En það tókst ekki alveg. Þeir voru góðir, en ekki frábærir. Ég er bara ekki að fíla nógu mörg lög með þeim. Þeir gerðu allt rétt og spilamennskan var frábær, en ég er einfaldlega ekki að fíla nógu mörg lög með þeim. En *Little Sister* og *No One Knows* voru skemmtileg.

Foo Fighters voru frábærir. Eða réttara sagt, Dave Grohl var frábær. Hann (og trommuleikarinn að smá leyti) á alveg þetta band. Hann var skemmtilegur á sviði, öskurtaktarnir hans fannst mér fyndnir og lífga uppá flutninginn. Þeir keyrðu í gegnum skemmtilegt prógramm, þar sem maður þekkti öll lögin. Best voru *Everlong* og *Stacked Actors*.

Allavegana, ég var mjög sáttur við kvöldið.

Foooo

Jessssss! Ég er að fara á Foo Fighters í kvöld. Ég var búinn að neita boðsmiðum, sem ég gat fengið, þar sem ég hélt að ég yrði upptekinn með útlendingnum í kvöld. En það reddaðist allt í einu og ég get því farið.

Hæ hó jibbí jei!

Ég segi bara Stevie [who](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/07/05/16.39.36/)?

Fótboltaslúður og hárið mitt

Ég hef sjaldan verið jafnspenntur á fréttasíðum á netinu og í dag. Enda sést það af afköstum okkar Kristjáns á [Liverpool blogginu í dag](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/07/04/). Úff, þvílíkur rússíbani sem þessi dagur er búinn að vera varðandi Liverpool mál. 4 nýjir leikmenn og fyrirliðinn með svaka vesen. Ég hef ekki taugar í svona lagað.

Þrátt fyrir það tókst mér að afkasta alveg lygilega miklu í dag. Undirbjó fund fyrir morgundaginn, fór í ræktina, fór og sótti mann útá flugvöll, heimsótti fullt af búðum (vinnutengt) og fór svo að borða á Argentínu í kvöld. Er enn dálítið uppveðraður af espresso kaffinu, sem ég drakk.


Hárið mitt hefur ekki verið jafn sítt síðan ég var 18 ára. Það er alveg á mörkunum að ég fari í klippingu, er eiginlega alveg að springa. Einn daginn finnst mér allt vera æði, næsta dag langar mér að ráðast á það með skærum. Þetta er eiginlega orðin ein allsherjar úthaldskeppni. Er að prófa hvað ég þoli þetta lengi. Ætli ég haldi þetta ekki út þangað til einhver stelpan á Serrano kemur uppað mér og skipar mér að fara í klippingu. Þannig gerist þetta vanalega.

Annars var ég í partýi fyrir einhverjum dögum, þar sem stelpa hélt því fram að ég væri “ógeðslega típískur verzlingur, þar sem ég væri

a) með krullur í hárinu (hárið að aftan krullast upp. Ég hef ekki nokkra einustu stjórn á því!!!)
b) ég var í póló bol (sem er nokkuð óvenjulegt)
c) ég var með tvö hálsmen
d) allt í íbúðinni minni er víst verzló-legt.

Ljómandi skemmtilegt alveg hreint…

Kanye, golf og markaðsmál

Ef ég byggi í Bandaríkjunum, þá myndi þetta sennilega hljóma einsog ég hefði verið að uppgötva Coldplay í fyrsta skipti, en allavegana, ég var að uppgötva Kanye West. Hef náttúrulega hlustað á plötur, sem hann hefur pródúserað, en undanfarna daga hef ég verið að hlusta á [College Dropout](http://www.amazon.com/exec/obidos/tg/detail/-/B0001AP12G/qid=1120257776/sr=8-1/ref=pd_bbs_ur_1/002-5442069-0116005?v=glance&s=music&n=507846), þar sem hann rappar sjálfur. Allavegana, platan er æði! Mæli með henni, líka fyrir ykkur sem segist ekki fíla hip-hop. *Never Let Me Down* og *We Don’t Care* hafa verið á repeat.


Áðan spilaði ég golf í fyrsta skipti í heilt ár. Vinnan mín var með smá golfmót uppá Bakkakotsvelli. *Hólí Móses* hvað ég var lélegur. Ég þurfti að útskýra fyrir þeim, sem ég spilaði með, að ég hefði actually spilað golf áður á ævinni. En það er ár síðan ég spilaði síðast og ég var búinn að gleyma öllu. Ég á eftir að vera með harðsperrur á morgun eftir öll vindhöggin. Ég meina VÁ hvað ég var lélegur. VÁááá!!!


Mér finnst það voða skemmtilegt að núna eru í gangi fjórar markaðsherferðir, sem ég hef yfirumsjón með. Held að ég hafi aldrei verið jafn aktívur.

Í fyrsta lagi er það Vivana ís, sem er í gangi í sjónvarpi og á fullu í búðum. Fituminni ís frá Nestlé, sem ég mæli hiklaust með. Ég vann auglýsinguna frá grunni með auglýsingastofunni og var það nokkuð skemmtileg vinna. Er líka nokkuð sáttur við auglýsingarnar og hef fengið mjög jákvætt feedback.

Ég er líka með Lion Bar á fullu í sjónvarpi og bíóum. Notum þar franska auglýsingu, sem virkar að mínu mati vel. Súkkulaðið hefur líka breyst og er miklu betra en það var áður. Enda hefur herferðin líka gengið þvílíkt vel.

Svo er það Nescafé Colombie, sem er herferð unnin eftir minni hugmynd. Allar auglýsingarnar í þeirri herferð eru íslenskar, teiknaðar af strákum hjá Vatíkaninu.

Síðast er það svo Nescafé Latte, sem er reyndar einungis dagblaðaherferð.

Í viðbót við þetta hef ég verið með birtingar á Baci súkkulaði, sem og auglýsingar fyrir nýjar tegundir af Yorkie. Þetta er ábyggilega nýtt met.


Umfjöllun mín um [DV og Hér og Nú](https://www.eoe.is/gamalt/2005/06/30/09.56.22/) rataði alla leið í dagblöðin. Hvaða dagblað? Nú, DV auðvitað. Síða 31 í dag. Ekki virðist það hafa aukið traffíkina á þessa síðu, en flettingar eru 533 í dag (innlit 234), miðað við svona 750-800 vanalega (um 350-400 innlit)

Haldið norður

Verslunarmannahelgi og ég er á leiðinni norður á land með vinum. Vonandi verður það jafn skemmtilegt og margar fyrri ferðir mínar til höfuðstaðar Norðurlands og nágrennis.

Því verður þessi síða ekki uppfærð næstu daga en Kristján mun halda [Liverpool blogginu](https://www.eoe.is/liverpool/) líflegu næstu daga.

Íslenskir karlmenn og strípur

Í morgun setti ég fram kenningu á síðunni hennar [katrínar](http://www.katrin.is/?nid=4405), sem ég hef lengi verið að velta fyrir mér. Það er sú kenning mín að allir íslenskir karlmenn séu með strípur.

Ég henti þessu fram, en ákvað svo eftir smá umhugsun að slípa kenninguna aðeins til. Úr varð eftirfarandi kenning: “3/4 ljóshærðra karlmanna á Íslandi eru með strípur”.

Þetta virðist kannski ekki vera byltingarkennd kenning, en samt er þetta mögnuð kenning. Ég hangi eyði mínum tíma kannski bara á svona fáránlegum stöðum, en það er ekki lengur fyndið hversu margir ljóshærðir karlmenn á Íslandi eru með ljósar strípur. Eru allir að reyna að líkjast Eið Smára, eða er þetta eitthvað annað?

Nú hef ég ekki verið með strípur síðan ég var í Verzló (í þeim skóla var hárið mitt, nánast án undantekninga, hræðilegt. Annaðhvort sökum síddar eða hræðilegs háralits) en hætti því þegar ég fór til Bandaríkjanna, enda var maður nánast litinn hornauga ef maður setti gel í hárið í háskólanum mínum. Allir voru svo ofboðslega líbó á því að maður skar sig úr ef maður greiddi sér á morgnana. Hefði ég verið með strípur þar, hefði ég sennilega verið rekinn úr skólanum.


Æi, voðalega er þetta eitthvað losaraleg færsla. Ætli þetta sé ekki bara prelude að nýrri færslu um hárið á mér, þar sem ég hef ekki skrifað um það í langan tíma (fyrir nýja lesendur, þá má fræðast um hárið mitt með að lesa þessar færslur: [1](https://www.eoe.is/gamalt/2003/07/14/21.39.09/), [2](https://www.eoe.is/gamalt/2004/01/04/13.25.11/) og [3](https://www.eoe.is/gamalt/2004/01/13/00.06.24/)).

Það hefur nefnilega margt breyst síðan ég skrifaði síðast. Ég hef nefnilega ekki verið með síðara hár í mörg ár (með sítt að aftan og allt). Ég veit að lesendur iða í skinninu eftir því að lesa um hvernig það hefur breyst síðustu vikurnar. Það verður hins vegar að bíða. Í stað ætla ég bara að benda á hvað [Biblían](http://www.amazon.com/exec/obidos/tg/detail/-/1573227633/ref=sib_rdr_dp/002-1934317-6236015?%5Fencoding=UTF8&no=283155&me=ATVPDKIKX0DER&st=books) segir um þetta allt:

>No man should dye his hair

Þar segir líka:

>Fleece is for exercising and snow-shoveling and-let us not forget-is manufatured from recycled soda bottles.

Já, og þetta:

>Hats will make a comeback someday.
It is not that day

Mikil speki.

Og þetta er að öllum líkindum sundurleitasta færslan á þessari síðu í marga mánuði. Er þetta þreyta, Popplagið með Sigur Rós eða eitthvað verra? Ég veit nefnilega varla hvað ég á að skrifa á þessa síðu lengur. Mig er farið að hlakka Ég hlakka til helgarinnar.

Leiðinlegasti fréttamaður í heimi

Gallinn við það að vera á viðskiptaferðalögum er að maður þarf oft að gista á hótelum, sem eru með einstaklega lélegt úrval af sjónvarspefni. Þetta á sérstaklega við um lönd einsog Þýskaland, þar sem valið stendur vanalega á milli CNN, BBC World og þýsks skemmtiefnis

Bæði CNN og BBC eru álíka leiðinlegar til lengdar, þar sem þar er endurtekinn sami klukkutíminn af efni allan sólahringinn.

CNN sker sig þó úr af einni ástæðu. Jú, á þeirri stöð er leiðinlegasti sjónvarpsfréttarmaður í heimi (og þó víðar væri leitað): [Richard Quest](http://www.cnn.com/CNN/anchors_reporters/quest.richard.html)

Ég þooooli ekki Richard Quest!

Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa hversu mikið ég hata Richard Quest. Hann er gjörsamlega óþolandi. [Á þessari síðu](http://www.mikeditto.com/archives/000165.php) er nokkuð góð lýsing á því að hlusta á Quest:

>The experinece of listening to Richard Quest, a CNN Europe anchor, is something akin to what it might be like to scrub my face with a cheese grater. I’m sure he’s a very intelligent guy, but he seems to have only one volume–yell. It seems he has been yelling for so long that he has blown his voice completely out, so he sounds like Harvey Fierstein doing an impression of a British soccer hooligan.

Nákvæmlega!

Ég er núna sífellt minntur á andúð mína á Quest, því ég er að fylgjast með þingi demókrata á CNN. Quest á greinilega að finna einhverjar fyndnar fréttir, en það eina fyndna við þessi skot er hversu hræðilegur hann er. Og í raun er það ekki fyndið, nema manni finnist fyndið að þjást hræðilega.