Kertafleyting gegn Ísrael

Jens skrifar um kertafleytinguna og minnist akkúrat á það, sem hefur gert það að verkum að ég hef ekki mætt á þann atburð í nokkur ár:

Það var hins vegar fremur pirrandi að hlusta á ræðumann gærkvöldsins blóta Ísrael í sand og ösku á meðan hún fann fjölda sögulegra réttlætinga fyrir aðgerðum Hizboullah.

Ég held að ég hafi þolað allavegana tvær kertafleytingar þar sem undirstaða aðalræðunnar var að Ísraelsríki væri orsök alls ills í heiminum og að Palestínumenn hefðu á einhvern hátt unnið sér rétt til að sprengja sjálfa sig í loft upp í strætóum í Ísrael. Eftir seinna skiptið þá gafst ég upp á því að mæta. Leið einsog ég ætti ekkert sérstakt erindi þarna víst ég er þeirra trúar að Gyðingar séu ekki uppspretta allra vandamála í Mið-Austurlöndum.

Slíkar ræður má fyrir mér halda á atburðum til stuðnings Palestínumönnum, en þeim á að halda frá atburðum þar sem hvatt er til friðar í heiminum. Það er jú enginn sérstakur skortur á and-Ísraels áróðri á Íslandi sem stendur.

Eða einsog Jens segir:

ef þú ert sannur friðarsinni þá er andstyggð þín á stríði aldrei hlutdræg. Ég hef jafn mikla andstyggð á glæpum Hizboullah og Ísrael. Morð á saklausum borgurum er alltaf morð á saklausum borgurum. Friðarsamkomur sem þessar eiga að fordæma dráp beggja stríðsaðila en ekki lýsa skilning á aðgerðum annars aðilans á meðan hinn er fordæmdur.

Skipuleggjendur kertafleytingarinnar mættu hafa þetta í huga.

For the record – mín skoðun: 1 – Hizbullah réðst á Ísrael 2 – Ísrael hefur rétt á að verja land sitt hvort sem það er fyrir hryðjuverkamönnum eða herjum annarra landa 3 – viðbrögð Ísraela eru úr öllum takti við alvarleika byrjunnar átakanna.

Blah!

Í einhverju samblandi af fikti í Adium og MSN á PC þá tókst mér að bæta við 15 nýjum MSN kontöktum á MSN listann minn. Þetta finnst mér magnað. Ég var að reyna að breyta einhverju dóti þar sem að Adium var að gera mig geðveikan með villuskilaboðum. Mitt í þessum breytingum þá bættust allt í einu 15 nýjir aðilar við MSN listann minn. Eftir því sem mér skilst, þá er þetta fólk sem hefur bætt mér við sinn lista þegar ég var offline en síðan væntanlega ákveðið að eiga engin frekari samskipti við mig. Þetta fólk var því inní einhverjum dularfullum lista sem birtist ekki á kontakt listanum mínum. Við þessar breytingar fór þetta fólk allt inná aðal listann minn.

Þetta þýðir að ég er núna með 79 manns inná MSN listanum. Það þykir mér magnað því að ég tala reglulega við svona 10 á þeim lista. Restin er svo sambland af fólki, sem ég tala mjög saldan við, fólki sem ég talaði við einu sinni eða er hættur að tala við.


Hólí fokking sjitt hvað Stacked á Sirkus er lélegur þáttur. Hverjum datt í hug að setja Pamelu Anderson í aðalhlutverk í gamanþætti?


Liverpool er byrjað að spila [aftur](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2006/08/09/20.58.47/). Það er æði!


Ég er núna búinn að vera að vinna heiman frá mér í viku. Það er fróðleg lífsreynsla. Hingað til hefur þetta verið sambland af vinnu og afslöppun. Hef verið að sinna hlutum uppá Serrano, sem hafa legið á hakanum lengi vegna vinnunnar, sem ég var að hætta í.

Okkur vantar ennþá fólk í fullt starf í dagvinnu í vetur. Ef þú veist um einhvern, sem vantar vinnu í vetur eða langar að skipta um vinnu og vinna hjá okkur, endilega hringið í mig – sími 896-9577. Erum að borga betri laun en margir aðrir staðir. Takk takk! 🙂


Bob Dylan var 22 ára þegar hann tók upp The Freewheelin’ Bob Dylan. Hann var 21 árs þegar hann samdi “Don’t Think Twice, it’s Allright” – sem hlýtur að vera besta break-up lag allra tíma. Það er fokking magnað! Þvílíkur snillingur.


Ég kláraði að horfa á 3. seríu af the O.C. Sjitt hvað sá þáttur er orðinn leiðinlegur. Fyrsta serían var tær snilld, en þetta er orðið eintómt þunglyndi núna. Eitt kvöldið kom ég þreyttur heim og hugsaði með mér að ég hlyti að komast í gott skap við að sjá sætar stelpur í góðu veðri ræða um sín mál. En þetta er bara eintóm vandræði og leiðindi. Ég þarf að finna mér einhverja skemmtilegri þætti til að horfa á.


Ég er með hausverk. Ég þoli ekki hausverk.


Í Rockstar áðan:

>Dava Navarro: How did it feel to play with Gilby?

>Delana: It was definetely a dream come true

Í alvöru? Er það draumur einhvers að spila með Gilby Clarke? Ég þurfti að fletta honum upp eftir fyrsta þáttinn, því ég var búinn að gleyma nafninu. Byrjaði hann ekki í Guns ‘N Roses *eftir* að þeir tóku upp Use your Illusion? Sem þýðir að hann spilaði með þeim á….*The Spaghetti Incident*.


Í morgun fór ég í klippingu, sem tók 14 mínútur og kostaði 3.450 krónur. Það gerir 14.785 krónur. Miðað við þetta þá eru lögfræðignar með lægra tímakaup en hárgreiðslukonur. En hún klippti mig allavegana rétt. Það er fyrir öllu.

Uppboð

Ég gleymdi alltaf að setja hérna inn bréfið, sem ég fékk frá Oxfam sem staðfestingu fyrir framlagi mínu eftir [uppboðið](https://www.eoe.is/uppbod/), sem ég stóð fyrir í desember.

Framlagið endaði í 7.472 dollurum, sem var þá um 500.000 krónur en myndu í dag vera um 535.000 krónur.


Ástæðan fyrir að ég birti þetta núna er að ég fann bréfið í gríðarlegri tiltekt, sem ég hef staðið í í dag. Það er magnað hvað maður gerir þegar maður nennir ekki að hugsa um suma hluti. Ég er búinn að fylla þrjá fimm ruslapoka af drasli og svo er ég líka búinn að ákveða að vera með annað uppboð fyrir næstu jól. Er kominn með eitthvað af dóti í það og ætla líka að skoða hvort að fólk í kringum mig eigi ekki eitthvað sniðugt til að bjóða upp.

Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu.

Peningurinn, sem safnaðist í uppboðinu fór allur til hjálparstarfs Oxfam í Mið-Ameríku – Hondúras, Níkaragva, Gvatemala og El Salvador. Vonandi að þetta nýtist vel.

Nýtt líf, dagur 1

Í gær hætti ég í vinnunni. Ég sagði upp í desember, en vegna ýmissa mála ákvað ég að vinna svona lengi. Í gær pakkaði ég loksins saman dótinu á skrifborðinu mínu og labbaði út eftir rúm 3 ár í fullu starfi og fjöldamörg ár í hlutastarfi. Þetta var verulega skrýtin tilfinning.

Í dag byrjaði því nýr kafli í mínu lífi og það var skemmtileg tilviljun að það skyldi gerast á besta degi sumarsins. Í fyrsta sinn í langan tíma finnst mér einsog ég viti hvað ég vil og hvert mig langar. Núna get ég því byrjað að taka þau skref, sem eiga að koma mér á þann stað. Það mun taka einhvern tíma, en núna finnst mér ég ekki lengur vera fastur og get horft jákvætt á framhaldið.

Ef að hlutir í mínu einkalífi væru ekki svona skrýtnir og asnalegir, þá gæti ég sagt að ég væri verulega hamingjusamur – en ég á ennþá eftir að ná því saman að vera hamingjusamur í vinnu og einkalífi á sama tíma. Vonandi gerist það einhvern tíma á næstunni. En það breytir ekki öllu, því mér líður vel með þessa byrjun.

Ég ætla að nýta næstu vikur í að klára ýmis mál, sem hafa setið á hakanum síðustu vikur og mánuði og svo fer ég út í frí.


En mikið var dagurinn í dag æðislegur. Ég æfði útí í ræktinni, lá svo í sólbaði á svölunum og las pappíra sem höfðu legið inná skrifstofu lengi. Ég fór svo og hitti vin minn niðrá Austurvelli þar sem við fengum okkur mat og bjór í hreint stórkostlegu veðri. Það er ekki annað hægt en að vera hamingjusamur á svona góðviðriðsdögum þegar að milljón manns eru í miðbænum, stelpurnar léttklæddar og sætar og allir í góðu skapi. Reykjavík verður 100 sinnum meira heillandi borg fyrir vikið.

Helgin var líka algjört æði, eða réttara sagt laugardagur og sunnudagur. Ég var með vinum mínum að steggja æskuvin minn, sem var æði. Eftir paintball og eitthvað fleira í bænum fórum við svo á Grundarfjörð þar sem við vorum með sumarbústað, en í bænum var hátíð sem ég var líka á í fyrra. Við duttum í það í bústaðinum og fórum svo á eitthvað bryggjuball þar sem félagsmálaráðherra var að syngja fyrir öfurölva fólk á öllum aldri. Enduðum svo á einum barnum þar sem einhver hljómsveit var að spila. Þar var fín stemning með tilheyrandi slagsmálum og látum.

Helgin kláraðist svo á Sigur Rósar tónleikunum á Klambratúni. Þeir voru auðvitað frábærir. Sigur Rós er algjörlega ótrúleg hljómsveit og eftir tónleikana er ég enn vissari í trú minni um að það sé ekki hægt að ljúka tónleikum á flottara lagi en Popplaginu. Ég hef hlustað á það nokkrum sinnum á tónleikum en þessi útgáfa hlýtur að teljast vera sú al magnaðasta.

Ótrúleg hljómsveit!

Atvinna

Við á Serrano erum að leita okkur að starfsfólki í afgreiðslu í vetur. Þetta er semsagt dagvinna. Vaktaálag er sveigjanlegt og laun eru góð.

Ef þið hafið áhuga, eða vitið um einhvern, sem hefur áhuga – endilega sendið mér póst á einarorn@gmail.com – eða hafið samband uppá stað í síma 551-1754.

Smellið á auglýsinguna til að sjá stærri útgáfu

Álagningarskrár

Af hverju heyrist alltaf hæst í SUS þegar að [álagningarskrár eru lagðar fram](http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1214868)?

Ekki það að málefnið er gott, en það er einsog þeir fái alltaf aukinn kraft í kringum þetta eina málefni. Ekki sér maður sama eldmóð þegar kemur að hlutum sem skipta almenning actúallí einhverju máli. Til dæmis hluti einsog matvælaverð, sem er mikið í umræðunni þessa dagana.

Ferðapælingar – Indlandsferð

Fyrir tveim árum skrifaði ég lista yfir 15 staði, sem mig langaði verulega mikið til að heimsækja. Einsog ferðapælingarnar mínar eru akkúrat núna þá gæti ég hugsanlega heimsótt þrjá þessara staða núna í haust.

Ferðapælingarnar eru aðeins að taka einhverja skýrari mynd í hausnum á mér eftir að hafa lesið í gegnum ferðabækur og heimsótt ýmsar vefsíður. Ég er búinn að fá vegabréfsáritun til Indlands og vegabréfið mitt er á leið til London þar sem ég fæ vonandi vegabréfsáritun til Nepal.


Ég hugsa að ég hafi um tvo mánuði til að ferðast og það ætti að geta orðið ágætis ferðalag. Ég er að gæla við að sjá eftirfarandi lönd: Indland, Bangladesh, Nepal og Kína. Þarna eru auðvitað tvö fjölmennustu lönd veraldar, svo ég sé auðvitað ekki nema brot af þeim löndum.

Planið er semsagt núna að fljúga til Delhi. Ýmislegt veltur á því hversu miklum tíma ég ætla að eyða í Nepal, en ef ég sleppi lengri gönguferðum, þá ætla ég að reyna að eitthvað af vestur Indlandi, þar á meðal Amritsar og þar í kring. Ef ég labba mikið í Nepal þá ætla ég hins vegar að sleppa þessum hluta.

Allavegana, frá Delhi getur maður auðvitað séð Taj Mahal. Síðan myndi ég halda í austur og fara til Varanasi og þaðan upp til Nepal. Í Nepal myndi ég strax fara upp til Khatmandu dalsins og skoða umhverfið þar. Spurningin er svo hvort ég leggi í lengri gönguferð. Í Nepal eru tvær þriggja vikna göngur, sem að heilla mig. Annars vegar er það gangan uppað grunnbúðum Mt. Everest og hins vegar er það ganga um Annapurna fjöllin. Ég þarf eiginlega að gera upp við mig hvort ég nenni í svona langar göngur.

Allavegana, frá Nepal ætla ég svo að fara í hópferð upp til Tíbet. Ég komst að því að kínverska sendiráðið hérna á Íslandi gefur ekki út vegabréfsáritanir til fólks, sem er að ferðast til Tíbet þannig að ég þarf að skoða þau mál í Khatmandu. Í Tíbet er auðvitað draumurinn að skoða Potala höllina í Lhasa, sem mig hefur lengi dreymt um að heimsækja.


Ferðin til Tíbet er hringferð, sem endar í Khatmandu. Þaðan ætla ég að skoða Royal Chitwan þjóðgarðinn í Nepal þar sem ku vera ansi vinsælt að ferðast um á fílum.

Svo myndi ég væntanlega fara aftur inní Indland. Er ekki alveg búinn að gera upp við mig hversu mikið ég geri þar, en ég er allavegana að hugsa um að enda ferðina í Bangladesh. Þar ætla ég að fara til höfuðborgarinnar Dhaka og þaðan niður einhverja ánna niður til Sundarbarns. Þaðan eflaust upp til Dhaka og svo aftur til Delhi þar sem ég myndi fljúga aftur til London.