Uppboð 2006: DVD pakkar

Jæja, þá er það fyrsti hlutinn af uppboðinu mínu til styrktar börnum í Suð-Austur Asíu.

Sjá nánar um [uppboðið hér](https://www.eoe.is/gamalt/2006/12/10/22.02.42/)

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu mér þá póst og ég set inn þá upphæð. Eigum við ekki að segja að lágmarksboð sé 500 kall.

Hérna eru það sjónvarpsþættir á DVD diskum og bíómyndapakkar sem eru boðnir upp.

[Queer as Folk – breskt season 1](http://www.amazon.ca/Queer-As-Folk-UK-Pt/dp/B00005LQ6Z)
[Little Britain Season 1](http://www.amazon.co.uk/Little-Britain-1-Declan-Lowney/dp/B0001WHUEQ/sr=8-5/qid=1165765466/ref=pd_ka_5/203-4855879-7263911?ie=UTF8&s=dvd)
[The Office Season 1](http://www.amazon.co.uk/Office-UMD-Mini-PSP/dp/B000BI1Y2E/sr=1-7/qid=1165765488/ref=sr_1_7/203-4855879-7263911?ie=UTF8&s=dvd)
[The Office Season 2](http://www.amazon.co.uk/Office-2-Ricky-Gervais/dp/B00008W63T/sr=1-2/qid=1165765488/ref=pd_bowtega_2/203-4855879-7263911?ie=UTF8&s=dvd)
[Black Adder Season 1](http://www.amazon.co.uk/Blackadder-Complete-1-Martin-Shardlow/dp/B00004CZS8/sr=1-5/qid=1165765525/ref=sr_1_5/203-4855879-7263911?ie=UTF8&s=dvd)
[The Audrey Hepburn Collection – Box með 4 myndum: Breakfast at Tiffany’s, Sabrina, Funny Face og Paris when it sizzles](http://www.amazon.co.uk/Audrey-Hepburn-Collection-Box-Set/dp/B0000CGCXB/sr=1-1/qid=1165765543/ref=pd_bowtega_1/203-4855879-7263911?ie=UTF8&s=dvd)
[Chapelle’s Show Season 2 – bandarískt kerfi](http://www.amazon.co.uk/Chappelles-Show-Season-Uncensored-REGION/dp/B0006Q93CO/sr=1-2/qid=1165765565/ref=sr_1_2/203-4855879-7263911?ie=UTF8&s=dvd)
Alfred Hitchcock Collection: The 39 Steps, The man who knew too much, The lady vanishes
Alfred Hitchcock Collection: BlackMail, Rich and Strange, Sabotage
[The Godfather 1-3 í pakka](http://www.amazon.co.uk/Godfather-Trilogy-Disc-Box-Set/dp/B000K0YKEW/sr=1-1/qid=1165765751/ref=pd_bowtega_1/203-4855879-7263911?ie=UTF8&s=dvd)

Þessi hluti uppboðsins stendur til kl 23.59 á föstudagskvöld.

Uppboð 2006: Hvað get ég gert?

Aðalsíða uppboðsins er hérna!!

Jæja, þá er komið að því. Í fyrra stóð ég fyrir uppboði hérna á síðunni, sem heppnaðist gríðarlega vel.

Ég safnaði yfir hálfri milljón króna með því að selja dót sem ég átti og með því að gefa hluta af laununum mínum. Í fyrra lýsti ég því ágætlega [af hverju ég væri að standa í þessu](https://www.eoe.is/gamalt/2005/12/10/9.38.15/). Þær forsendur hafa ekki breyst.

Núna er ástandið hjá mér þó auðvitað öðruvísi. Ég er ekki lengur í jafn vel launaðri vinnu og þar sem ég seldi svona mikið af draslinu mínu í fyrra, þá á ég auðvitað ekki jafnmikið í ár. En samt, þá er þetta slatti af dóti.

Ég [ferðaðist til Suð-Austur Asíu](https://www.eoe.is/gamalt/2006/09/16/11.33.23/) í haust og langar mig til þess að peningurinn fari á það landsvæði. Mér leið afskaplega vel með framlag mitt í fyrra og fyrir þessi jól vil ég líka leggja mitt af mörkunum. Einsog áður getur fólk boðið í eigur mínar og ef einhverjir vilja koma með frjáls framlög, þá getiði sent mér póst á einarorn@gmail.com. Ég býst við að framlagið mitt muni fara til munaðarleysingjahælis í Laos eða þá til OXFAM.

[Hérna að neðan er komin inn fyrsti hlutinn, en það eru sjónvarpsþættir á DVD diskum](https://www.eoe.is/gamalt/2006/12/10/22.00.42). Þetta mun virka einsog í fyrra, þú setur einfaldlega inn tilboðið sem ummæli við færsluna. Ég mun reyna að setja inn nýja hluti á hverjum degi næstu daga. Mun m.a. bjóða upp DVD myndir, geisladiska, bækur, sjónvarp og leikjatölvu.

Nota bene, ef einhverjir vilja leggja til hluti til þess að bjóða á þessu uppboði, þá getiði sent mér póst. Takk takk 🙂

Einsog í fyrra þá er ég mjög þakklátur ef fólk nennir að vísa á þetta uppboð á sínum síðum. Því fleiri sem vita um þetta, því hærri ættu framlögin að vera. Ég er búinn að búa til [síðu um þetta á eoe.is/uppbod](https://www.eoe.is/uppbod).

Maó?

Á þeim annars ágæta veitingastað Wok Bar Nings (sem serverar fínan mat) þá heita grænmetisblöndurnar eftirfarandi nöfnum:

**Búddha, Bangkok og Maó**

Ég spyr: Er þetta í lagi?

Ef að sömu aðilar stæðu í rekstri á evrópskum veitingastað myndu þeir þá kalla grænmetisblöndurnar **Guð, Hamborg og Hitler**?

3 speed

>life is funny
but not ha ha funny
peculiar I guess
you think I got it going my way
then why am I such a fuckin’ mess?

Af einhverjum ástæðum líður mér einsog það sé sunnudagskvöld. Ég er ógeðslega þreyttur, ennþá þunnur og lyktin af pizzunni sem ég pantaði er ógeðsleg (*note to self: Þér finnst pepperoni pizza frá Domino’s ekki lengur góð!*).

Íbúðin er í drasli og mér líður asnalega.

Ég er með hundruðir klukkutíma af sjónvarpsefni á mynd-diskum, en einhvern veginn finn ég ekkert sem mig langar að horfa á. Og því er ég að hlusta á Electro-shock blues með Eels, sem er ein af mínum uppáhaldsplötum, en svosem ekki plata sem maður grípur vanalega í á laugardagskvöldum.

Þegar ég kom heim í morgun fattaði ég að lyklarnir mínir voru ekki í jakkanum mínum. Ég veit ekki enn hvað varð um þá. Hvort að einhver fáviti hafi stolið þeim eða hvort mér hafi tekist að missa þá einhvers staðar.

Allavegana, ég þoli ekki að vera til vandræða og vildi því ekki hringja í mömmu um miðja nótt til að fá hennar eintak. Þannig að ég fór útá Hótel Sögu og ætlaði að fá mér hótelherbergi. Ég var orðinn svo örmagna af þreytu og mér var hálf óglatt eftir þennan laukfyllta Hlöllabát sem ég hafði borðað, að ég hefði borgað hvaða upphæð sem er fyrir hlýtt herbergi og mjúkt rúm.

En það var fullbókað á Sögu, þannig að stelpan í afgreiðslunni lagði til að ég myndi hringja á lásasmið. Og hann kom og kom mér inn, þurfti að brjóta upp lásinn og setja nýjan á íbúðinni minni.

Ég fór svo að sofa og mér dreymdi svo fáránlega asnalega og leiðinlega drauma að ég hef eiginlega ekki náð mér í allan dag. Það er fáránlegt hvað manni getur liðið æðislega fabjúlöss þegar maður er vel til hafður á skemmtistað í Reykjavík – og svo liðið svona ferlega asnalega heima hjá sér, þunnur í íþróttagalla, daginn eftir.

Ég er farinn að sofa.

**Uppfært (sunnudagsmorgunn)**: Óttalegt væl er þetta. Mér líður æðislega. Ég held að ég hafi ekki sofið betur í margar vikur. 🙂

Ekki drekka gos, börnin mín!

Í fréttum Stöðvar 2 áðan

>Stjórnvöld senda röng skilaboð með því að lækka gjöld á gos og sykraða drykki.

Já, er það?

Má ég frekar biðja um það að stjórnvöld HÆTTI AÐ SENDA MÉR SKILABOÐ UM HVAÐ ÉG Á AÐ BORÐA OG DREKKA? Það kemur þeim bara andskotann ekkert við.

Greyið ég!

Er ekki gaman að lesa færslur sem byrja á “Sjiiiiiii, ég er þunnur”?

Allavegana, ég er fáránlega þunnur eftir að hafa djammað í gær. Ég fór með fyrrverandi vinnufsfélögum á Domo í mat. Sá staður er algjörlega frábær. Ég var þarna síðasta laugardagskvöld á djamminu og var ekkert rosa hrifinn af Domo sem skemmtistað, en sem veitingastaður þá er þetta frábær staður. Með bestu veitingastöðum sem hafa opnað í Reykjavík síðustu ár.

Annars þá hef ég verið alveg lygilega duglegur við að fara útað borða síðustu tvær vikur. Ég hef borðað á eftirfarandi stöðum: Hressó, Tívolí, Sólon, Vegamót, Apótek, Galíleó, Kaffibrennslan, Domo, Krua Thai, Sbarro, Hamborgarabúllan, Players, Wok Bar og auðvitað Serrano. Þetta gera 14 veitingastaðir á 14 dögum. Það hlýtur að teljast ágætis árangur.

Svo hef ég drukkið fleiri en einn kaffibolla á Kaffitár Bankastræti og Kaffi Roma og drukkið bjór á Players, Vegamótum, Ólíver, Sólon, Pravda, Kaffibrennslunni og Rex.

Þetta er komið ágætt í bili. Í kvöld ætla ég að liggja heima einsog haugur og horfa á sjónvarpið í óveðrinu.

Playa

Vegna alheims-samsæris veðurfræðinga þá eru veðurfréttir á sama tíma á Stöð 2 og RÚV. Þar sem veðurfréttir eru leiðinlegasta sjónvarspefni í heimi, þá skipti ég oft á einhverja aðra stöð á þeim tíma. Í kvöld gerðist það og Seinfeld á Sirkus varð fyrir valinu.

Sirka tveim klukkutímum síðar er búið að vera kveikt á Sirkus og ég fatta að á stöðinni er þáttur sem heitir “The Player”, þar sem einhverjir vanir gaurar reyna að sjarmera sætar stelpur með höstl tækni sinni. Þetta er ekki merkilegt. Það sem er merkilegra er að Player eða playa einsog við köllum þetta í Compton er á íslensku þýddur sem “bósi”!

Nú spyr ég, vantar ekki eitthvað fínt orð yfir “player”? Strákar í USA monta sig af því að vera “player”, en ég sé ekki alveg stráka á Íslandi monta sig af því að vera “bósar”. *”Ég er meiriháttar bósi”* hljómar ekki neitt voðalega kúl. Einhverjar tillögur?

Hagfræðingur heimsækir MæSpeis

Nota bene, tölurnar sem voru hérna inni fyrst voru aðeins skakkar. Ég lagaði þær til.

[Ég](http://myspace.com/einaro) er búinn að vera sæmilega hooked á þessu MySpace dæmi undanfarna daga. Eftirfarandi hluti hef [ég](http://myspace.com/einaro) lært:

  • Stelpur eignast fleiri vini en strákar
  • Íslenskar stelpur kalla allar vinkonur sínar “sæta”.
  • Það er reyndar ótrúlega mikið af sætum íslenskum stelpum á MySpace, en samt…
  • MySpace er ótrúlega ávanabindandi.
  • Fólk hefur gaman af því að taka sjálfsmyndir. Ég er ánægður að sjá að ég er ekki einn um það.
  • Skemmtileg tölfræði:
    Fjöldi íslenskra stelpna á lausu á aldrinum 20-30 á MySpace: 4.969.
    Fjöldi íslenskra stráka á lausu á aldrinum 20-30 á MySpace: 4.369.
    Semsagt fleiri íslenskar stelpur á lausu en strákar. Húrra fyrir því!
  • Fjöldi íslenskra stelpna á aldrinum 20-30 á lausu og á MySpace til að deita: 194.
    Fjöldi íslenskra stráka á aldrinum 20-30 á lausu og á MySpace til að deita: 346.
  • Semsagt 7.9% karlmanna og bara 3,9% íslenskra stelpna á lausu á MySpace segist vera þar til að deita. Annaðhvort eru allir single Íslendingar svona ofboðslega ánægðir með að vera single, eða þá að þau vilja af einhverjum ástæðum ekki nota MySpace í makaleit.
  • Fjödli stelpna á lausu sem eiga barn (allur aldur): 450
    Fjöldi stráka á lausu sem eiga barn (allur aldur): 170
  • Íslenskar konur á MySpace á aldrinum 20-30:

    Giftar: 288
    Fráskildar: 54
    Í sambandi: 1916
    Á lausu: 4.969.

    Semsagt samkvæmt MySpace þá eru 68,7% kvenna á Íslandi á aldrinum 20-30 á lausu!!!

    Augljóslega er ekki svo hátt hlutfall kvenna á íslandi á lausu, þannig að fólk á lausu virðist sækja í MySpace. Samt virðist enginn viðurkenna makaleitina. 🙂

Jammmm…