Á þessari síðu er hægt að skoða verðlaunatillögu fyrir Vatnsmýrina, sem ég ætla að kíkja á í Hafnarhúsinu um helgina. Ég hef auðvitað ekki legið á skoðunum mínum á þessum bölvaða Reykjavíkurflugvelli, sem ég vill sjá fjarlægðan úr miðbæ Reykjavíkur ekki seinna en á morgun. Er andúð mín á nýjum meirihluta borgarinnar ekki síst tilkomin sökum þess að það er þeirra helsta stefnumál að flugvöllurinn skuli vera áfram (þvert oná öll “loforð” Sjálfstæðismanna fyrir kosningar). Valdagræðgi Sjálfstæðismanna sá til þess að þeir fórnuðu þessu máli, sem að margir (allavegana ég) telja vera mikilvægasta skipulagsmálið í borginni.
Allavegana!
Núna eru komnar verðlaunatillögur um nýtingu á Vatnsmýrinni og auðvitað er flugvöllurinn farinn á þeim tillögum. Nýji borgarstjórinn ætlar samt að notast við þessar tillögur á einhvern óskiljanlegan hátt, þar sem að flugvöllurinn myndi leggja þessa tillögu í rúst.
Mér líst vel á tillöguna þótt ég hafi bara séð hana í mýflugumynd. Hún virðist vera nokkuð spennandi íbúðahverfi, með vel blandaðri byggð og fallegum grænum svæðum. Ég hef þó bara eitt við þessa tillögu að athuga. Við sjáum hér mynd af tjörninni og hluta af Þingholtunum.
Hvað er að þessari mynd?
Jú, það er búið að STROKA ÚT SERRANO!
Hneyksli! Ég krefst þess að hausar fái að fjúka! 🙂