Fahrenheit 9/11

Einsog ég hef minnst á, þá fór ég og sá Fahrenheit 9/11 á þriðjudaginn. Sá myndina klukkan hálf ellefu í kvikmyndahúsi í Houston, Texas. Og biðröðin inná myndina náði nánast í kringum kvikmyndahúsið. Þannig að jafnvel í ríki George Bush er áhuginn á myndinni gríðarlegur.

Gagnrýnin sem ég hafði lesið og séð um myndina er fáránleg, sérstaklega þar sem flestir íhaldssamir gagnrýnendur höfðu alls ekki séð myndina áður en þeir hófu gagnrýnina. Margir halda því fram að Moore hati Bandaríkin og sé á móti hermönnum, en sennilega er fátt jafn fjarri sannleikanum. Moore elskar Bandaríkin meira en allir þessir “ditto-hausar”, sem samþykkja skilyrðislaust allt sem Bush segir og gerir. Honum er einfaldlega mikið í mun um að landið breytist til batnaðar. Alveg einsog mörgum Evrópubúum, þá blöskrar Moore hvernig Bush og hans félagar hafa farið með stjórn landsins. Fahrenheit 9/11 er beitt gagnrýni á Bush og bandarísk stjórnvöld, en jafnframt óður til bandarísku þjóðarinnar og ákall til hennar um að koma Bush frá völdum

**Myndin er snilld.**


Einsog [Paul Krugman bendir á í pistli sínum](http://www.iht.com/articles/527698.html), þá hefði myndin verið mun betri ef Moore hefði einfaldlega sleppt samsæriskenningum sem koma fram í myndinni. Í aðdraganda frumsýningu myndarinnar var mikið gert úr fullyrðingum Moore um samskipti Bush og Bin Laden, auk samstarfs fyrirtækja tengdum Bush við Sádi Arabíu. Ég veit ekki hvort þær eru allar sannar, en sennilega er hægt að finna einhverjar staðreyndavillur í þeim kenningum. Á þeim forsendum hafa margir gert lítið úr myndinni. Þeir, sem einblýna hins vegar á þær villur eru algjörlega að missa af boðskapi myndarinnar.

Myndin er nefnilega hárbeitt gagnrýni á Bush og það ástand, sem hann hefur skapað undanfarin ár. Hún sýnir okkur afleiðingar gjörða Bush. Allt frá hnignun ameríska hagkerfisins til þeirra þjáninga, sem aðgerðir hans hafa ollið öðrum þjóðum og hans eigin þegnum.
Continue reading Fahrenheit 9/11

Take your mama out

Það er ekki fyndið hvað “Take your mama out” með Scissor Sisters er fáránlega grípandi lag. Furðulegt hvað maður getur skipt um skoðun á hljómsveit á nokkrum dögum. Fyrir einhverjum vikum var ég að [bölva þeim](https://www.eoe.is/gamalt/2004/03/13/21.16.45/) fyrir cover útgáfu af “Comfortably Numb”. Ég asnaðist svo til þess að hafa PoppTV á í sjónvarpinu fyrir nokkrum dögum og þá heyrði ég “Take your mama out” og ég varð gjörsamlega hooked við fyrstu hlustun.

Scissor Sisters er alveg fáránlega skemmtilega hallærislegt band, en ég eignaðist [diskinn](http://pitchforkmedia.com/record-reviews/s/scissor-sisters/scissor-sisters.shtml) fyrir nokkrum dögum og hann er algjör snilld. Einhvers konar dískóskotið rokk. Ótrúlega hressandi.

“Take your mama out” er svo catchy að ég var með það á repeat nánast allt kvöldið þegar ég fór á djammið á föstudaginn langa. Meira að segja þegar ég var að raka mig var ég með lagið á repeat og var byrjaður að dansa í miðjum rakstri, sem er eftiá að hyggja ekki mjög snjallt múv. En mér tókst það án þess að skera mig. Síðan þegar það kom fólk í heimsókn ákvað ég að playlistinn í partýinu yrði ansi litaður af þessu lagi.

Eftir að hafa hlustað á “Take your mama out” svona 20 sinnum á föstudagskvöldið fór ég með vinum á djammið. Fórum á Hverfis þar sem var fáránlega troðið og dj-inn spilaði “Sísí Fríkar Úti”. Jesús almáttugur hvað það er leiðinlegt lag. En ég var samt í góðu skapi, þrátt fyrir að aðalgellan hefði verið á leið út þegar ég kom inn. Hefði þó sennilega tapað mér ef að “Scissor Sisters” hefðu verið spiluð á Hverfis. Það hefði ekki verið gott því það voru 200 manns á dansgólfinu og plássið eftir því.

Úfffff

Vá, síðan búin að vera niðri í heila viku. Og það á versta tíma, yfir alla páskana þegar mig langaði svo oft að skrifa eitthvað. Spurning hvort áhugi minn á þeim umfjöllunarefnum hafi ekki minnkað núna.

Allavegana, þetta var tölvukalla-klikk. Ég ætla að veðja við einhvern í vinnunni minni að það geti ekki liðið 2 vikur án þess að ég lendi í einhverju tölvuböggi. Tölvukerfi bara virðast ekki getað virkað mikið lengur en það. Já, ef allir ættu bara Makka.

En allavegana, held að síðan sé komin upp. Það væri gaman ef einhver myndi kommenta þegar þeir sjá þetta, svo ég viti að síðan virki ekki bara á Hagamelnum.


Já, og er þetta ekki bara gott mál? Ég er hvort eð er svo oft ósammála Birni Bjarna, þannig að ég tippa á að svo sé líka núna. Nenni ekki að lesa þetta allt, en það, sem hefur verið matað oní mig um þetta frumvarp, hljómar ekki vel. Já, og svo styður flokkur framfarasinna þetta frumvarp. Það getur ekki vísað á gott.