Damien Rice

Ég og [PR](http://www.grodur.is/jens/) fórum á Damien Rice á Nasa síðasta föstudag. [Gummijóh](http://www.gummijoh.net/archives/007030.php#007030) og hagfræðingurinn, sem má ekki linka á, hafa fjallað ágætlega um tónleikana.

Ég verð að viðurkenna að þetta var svo miklu miklu betra en ég átti von á. Vissulega er “O” fínn diskur með sæmilega grípandi lögum, en ég bjóst ekki við neinni flugeldasýningu.

Þess vegna var svo ótrúlega gaman að upplifa þessa mögnuðu tónleika. Rice setti gríðarlegan kraft í lögin með því meðal annars að nota hljóðeffekta á frábæran hátt. Það var bara eitthvað við framkomuna, sönginn og kraftinn sem var alveg magnað. Það er auðvitað hneyksli að líkja “O” við “Grace” með Buckley en hins vegar hefur maður á tilfinningunni að Rice geti átt eitthvað í Buckley með árunum.

Eina sem skemmdi fyrir þessu voru glamgellurnar á barnum, sem voru símalandi og pantandi kokteila. Lögin eru sum hver það róleg að það þurfti algjöra þögn á staðnum.

En það skemmdi þó ekki fyrir þessum tónleikum. Sannarlega með bestu tónleikum, sem ég hef farið á. Damien Rice er sko rétt að byrja.

Þreyta

Usssss, hvað þetta er búinn að vera erfiður dagur. Þegar ég er farinn að rífast, þá er tími til kominn að fara að sofa. 12 tíma vinnudagur eftir 4 tíma svefn er ekki sniðugur fyrir mig. Sérstaklega ekki ef að dagurinn felur í sér jafnmikið vesen og stress og dagurinn í dag.

Fór á Raekwon á Gauknum í gær með K og J. Þetta voru einhverjir allra stystu tónleikar sem ég hef farið á. Raekwon hefði alveg mátt spara þær yfirlýsingar um það að gestir tónleikanna myndu aldrei hafa séð annað eins.

Tónleikarnir voru mjög góðir. Hann keyrði áfram svona 45 mínútna prógram sem var snilld. En prógramið var bara 45 mínútur og eftir það fór Raekwon að reyna að selja einhvern varning á borði á Gauknum. Það er augljóst að hann hefur ekki lagt neitt alltof mikið til hliðar af þeim peningum sem Wu-Tang hljóta að hafa fengið fyrir 36 Chambers.

En semsagt, fín kvöldstund.


Núna held ég að ég leggi mig og reyni að endurheimta eitthvað af orku minni. Klukkan 10.30 er það svo Damien Rice á NASA. Það verður ábyggilega gaman.

Tónleikar

Raekwon í kvöld og Damien Rice á morgun. Svona á þetta að vera! Þetta er dagur hinna stuttu færslna.

Og sem gamall Verzlingur: Takk Borgarholtsskóli!

Spjallborð, stelpur og eiturlyf

Úff, var að heyra hvað ég gerði og sagði á djamminu á föstudaginn. Það var ekki skemmtileg saga. Vissi að ég hefði ekki átt að brjóta þá grundvallarreglu að reyna ekki við stelpu þegar ég væri fullur. Mamma sagði mér þetta einu sinni, en ég er alltaf að klikka á þessu. Ég veit að ég ætti alltaf að hlusta á mömmu, enda er hún snillingur.


Það er komin mikil og góð umræða á Liverpool spjallborðinu um pistilinn minn. Þetta Liverpool spjallborð frústrerar mig, því það er alltof mikið af illa skrifandi fólki, sem hefur lítið annað fram að færa en “Houllier er snillingur” eða “Houllier sökkar” eða “United sökkar” eða “Liverpool rúlar”. Inná milli er þó fullt af góðu fólki, sem hefur bæði vit á fótbolta og sannan áhuga á málefnum Liverpool.

Fyrir næsta tímabil langar mig dálítið að stofna vefmiðil um Liverpool. Eins konar fjölmennt Liverpool blogg. Það eru fullt af ágætum mönnum þarna úti (bloggurum og öðrum), sem gætu skrifað fullt af góðum hlutum um Liverpool. Þarna væri gaman að setja inn slúðrið og reyna að skapa sæmilega siðaða umræðu um liðið.


Már skrifar góðan og áhugaverðan um það hvernig hann óttist að vinur sinn sé að leiðast útí eiturlyfjaneyslu og hver viðbrögð hans eigi að vera. Pistillinn er góður og hann varpar fram ágætis spurningum, en Már er svo lúmskur á því og lokar fyrir komment. Það er visst statement og getur verið áhrifamikið að loka fyrir komment á vissar færslur. Þetta er eiginlega dálítið áhrifaríkt stílbragð. Ef hann lokaði á færslurnar óvart, þá tek ég þetta auðvitað allt til baka. 🙂


Ég verð með útlending í vinnunni á morgun, sem þýðir að maður fer eitthvað útað borða annað kvöld. Það er ágætt því ég er búinn að fá mig fullsaddan af grilluðum kjúkling, Oxpytt og vondum kínamat, sem ég er búinn að vera að borða hérna undanfarna daga. Hef verið að reyna ýmsa asíska staði og hef ekki verið hrifinn. Sem veitingahúsaeigandi er ég náttúrulega fáránlega passífur á gagnrýni, því ég veit hversu þetta er allt erfitt, en samt. Mér finnst vanta einhvern virkilega góðan asískan stað. Já, og ódýran líka. Sem byði uppá eitthvað annað en súrsætar rækjur í aðalrétt.

Stórkostlegustu vonbrigðin voru samt Stonebaked pizza frá Freschetta. Ég sá hana útí matvörubúð og var sannfærður um að þetta myndi standast bestu Eldsmiðjupizzum snúning, því myndin utaná var svo flott. En pizzan var vond og vonbrigðin ógurleg. Held mig við venjulegar Freschetta pizzur, sem eru fínar.

Spánn

Ja hérna, hryðjuverkamennirnir unnu! Ok, kannski ekki alveg. En Sósíalistar unnu kosningarnar á Spáni. Þrátt fyrir ótrúlegan efnahagsbata og almennt gott ástand á Spáni ákváðu kjósendur að spreningarnar í Madrid væru Íraksstríðinu að kenna og felldu ríkisstjórnina. Ég var á Spáni fyrir tæpri viku og þá voru allir handvissir um að Íhaldsmenn myndu sigra kosningarnar, spurningin væri einungis með hversu miklum mun.

Það er sennilega erfitt að finna augljósara dæmi um að hryðjuverk hafi haft jafn bein áhrif á kosningar. Magnað!

Lovesong

Talandi um léleg cover lög. Á PoppTV sá ég 311 vera að spila eitt af mínum uppáhaldslögum, Lovesong. Þetta lag er upphaflega með The Cure og er á einni af mínum uppáhaldsplötum, Disintigration.

Allavegana, hérna getiði nálgast upprunalegu The Cure útgáfuna: Love Song (mp3). Þessi útgáfa er svo miklu betri en 311 cover-útgáfan að það er ekki fyndið.

Þetta er fullkomið lag til að hlusta á sunnudagskvöldi. Reyndar er öll Disintegration fullkomin hlustun á svona kvöldum.

Hvernig má bjarga Liverpool

Af því að ég elska Liverpool heitar en nokkuð annað íþróttalið þá get ég ekki lengur þolað það að liðinu sé stjórnað af óhæfum Frakka, sem gefur leikmönnum, sem ættu aldrei að spila fyrir Liverpool, endalaus tækifæri.

Liverpool liðið er núna í 7. sæti, 31 stigi á eftir Arsenal, þegar að það er aðeins búið að spila 28 leiki í deildinni. Þessi munur er svo skuggalegur að það er ekki einu sinni fyndið. Liðið er ófært um að afgreiða lakari lið, einsog sást vel í leiknum gegn Southampton í dag.

Hér eru mínar tillögur um það hvernig hugsanlega sé hægt sé að bjarga þessu liði fyrir næstu leiktíð.
Continue reading Hvernig má bjarga Liverpool

Gyðingahatur í Frakklandi

Nidra Poller, bandarískur rithöfundur, sem hefur búið í París undanfarin 30 ár, er flutt aftur til Bandaríkjanna. Ástæðan? Gyðingahatur í Frakklandi hefur aukist svo mikið að Gyðingar óttast um líf sitt í borginni. Poller skrifar góðar ritgerð um ástandið: Betrayed by Europe

Jews are being persecuted every day in France. Some are insulted, pelted with stones, spat upon; some are beaten or threatened with knives or guns. Synagogues are torched, schools burned to the ground. A little over a month ago, at least one Jew was savagely murdered, his throat slit, his face gouged with a carving knife. Did it create an uproar? No. The incident was stifled, and by common consent—not just by the authorities, but by the Jews.

Some Jews are simply frightened; they are reluctant to take the subway, walk in certain neighborhoods, go out after dark. Others, clearly identifiable as Jews, are courageous and defiant. Many, perhaps the majority, show no outward signs of Jewishness and do not seek to know the truth about the rampant and increasingly violent anti-Semitism all around them. If you are Jewish but do not defend Israel or act too religious or look too different, you are not yet a target—so why insist on monitoring the danger when daily life is so delicious?

Sjá einnig athyglisverðar fréttaskýringar frá BBC: French Jews leave with no regrets og France tackles school anti-Semitism. (via MeFi)