Hvernig má bjarga Liverpool

Af því að ég elska Liverpool heitar en nokkuð annað íþróttalið þá get ég ekki lengur þolað það að liðinu sé stjórnað af óhæfum Frakka, sem gefur leikmönnum, sem ættu aldrei að spila fyrir Liverpool, endalaus tækifæri.

Liverpool liðið er núna í 7. sæti, 31 stigi á eftir Arsenal, þegar að það er aðeins búið að spila 28 leiki í deildinni. Þessi munur er svo skuggalegur að það er ekki einu sinni fyndið. Liðið er ófært um að afgreiða lakari lið, einsog sást vel í leiknum gegn Southampton í dag.

Hér eru mínar tillögur um það hvernig hugsanlega sé hægt sé að bjarga þessu liði fyrir næstu leiktíð.
Continue reading Hvernig má bjarga Liverpool

Ógeðslegasti viðbjóður í heimi er…

Þessi cover útgáfa af einu af mínum uppáhaldslögum: Comfortably Numb. Ég heyrði þetta á FM í dag. Að mínu mati væri réttast að skjóta alla meðlimi þessarar hljómsveitar fyrir þessa nauðgun á þessu yndislega lagi.

Allavegana, ég er búinn að vera þunnur í allan fokking dag. Viðbjóðslegasta þynnka sem ég hef verið með lengi. Ekki bætti það úr skák að ég er að reyna að selja rúmið mitt og einhver kona sagðist ætla að koma og skoða það. Þess vegna þurfti ég að fara frammúr og líða vítiskvalir á meðan ég beið eftir þessari konu, sem kom ALDREI

By the way, ég er semsagt að selja Serta Queen Size dýnu. Ég er tilbúinn að selja hana á 15.000 kall, sem er ekki neitt. Aðallega bara vegna þess að ég vill losna við hana útúr íbúðinni. Dýnan kostar ný um 70.000 kall hérna heima.

Allavegana, ég var með vini mínum á djammi í gær. Þetta átti ekki að verða djamm. Við kíktum á opnun á De Palace, nýjum djass bar, sem var að opna við hliðiná Serrano í Hafnarstræti. Mér líst vel á staðinn og vona að þetta gangi. Þarna var ókeypis bjór og ætluðum við að fá okkur einn eða tvo, en stelpan á barnum var svo sæt og bjórinn var svo rosalega ókeypis að við ílengdumst á staðnum og enduðum á að fá okkur aðeins fleiri en tvo bjóra. Fórum svo á Hverfis, þar sem var fínt. Af einhverjum undarlegum ástæðum hitti ég fullt af fólki úr Garðabæ, sem ég hef ekki hitt heillengi í gær. Finnst ykkur það ekki merkilegt?


Já, og ég veit að ég minntist á það fyrir rúmri viku, en ég vil bara segja það aftur. Franz Ferdinand er SNILLDARBAND!

Kynnir

Ef einhver þarna úti þekkir kynninn á Skjá Einum viljiði þá koma einu til hans?

Gætiði beðið hann um að segja bara “Jay Leno” í staðinn fyrir “Jaaaaaaaaaaaay Leno”. Þetta fer voðalega í taugarnar á mér.

Já, og ég er svoooo sammála þessu. Það að skipta Biscan inná þegar 5 mín. voru eftir í 1-1 leik, segir allt sem þarf að segja um fótboltavit franska hálfvitans sem stjórnar Liverpool.

Takk fyrir og góða nótt.

Barça, sætar flugfreyjur og Bill Bryson

Einhvern veginn líður mér einsog ég hafi verið í útlöndum í heillangan tíma, þrátt fyrir að á endanum hafi ég bara verið í 3 daga.

Síðasta laugardag fengu vinir mínir þá snilldarhugmynd að djamma akkúrat daginn áður en ég átti að fljúga út. Ég lét það þó ekki hindra mig, heldur fór á Hverfisbarinn. Þar upplifði maður skemmtilega og ekki svo skemmtilega hluti einsog vanalega. Samt, mjög fínt kvöld sko.

Þegar ég var á barnum eitt skiptið, þá kom uppað mér stelpa sem ég hafði aldrei séð áður og spurði hvort ég væri sá, sem væri með eoe.is. Ég sagði já, og fór hún þá að segja mér að vinkona hennar (sem var að hennar sögn ýkt sæt) væri skotin í mér eftir að hafa lesið síðuna í einhverja mánuði. Þetta var einhver sú allra súrealískasta stund sem ég hef upplifað á Hverfisbarnum. En samt gaman sko. 🙂


Jæja, ég var á Hverfis til 4. Klukkan 4.15 var ég kominn heim að sofa. Klukkan 5 var ég vaknaður og hálftíma síðar á leiðinni útá flugvöll.

Þetta var svosem ekki merkileg ferð. Við vorum í Barcelona í tvo daga, fórum á sýningu á mánudaginn. Ég elska Barcelona og um leið og ég kom niðrí miðbæ rifjuðust upp fyrir mér fulltaf góðum minningum frá þessari borg. Það eru svo sem ekki margar borgir, sem mig langar að búa í, en Barcelona er ein af þeim. Ólíkt til dæmis London, þá höfðar allt í Barcelona til mín.

Allavegana, veðrið var fínt og ég var sáttur. Ég er þó að fara til Barcelona eftir rúman mánuð í aðra vinnuferð, þannig að ég ætla að túristast eitthvað um borgina þá.


Gærdeginum eyddi ég svo í London. Til að nýta daginn betur tók ég næturflugið heim og því gat ég eytt deginum í London. Kíkti niðrí miðbæ og verslaði eitthvað af fötum þar.

London er ekki ennþá að heilla mig. Sennilega er stór partur af ástæðunni sá að í borginni eru ENGAR sætar stelpur. Ég labbaði og labbaði og labbaði en sá enga sæta stelpu allan daginn. Það var ekki fyrr en við vorum komin inní Icelandair vél, að maður sá aftur sæta stelpu, en ein flugfreyjanna var æði. Ef ég hefði verið í einhvern lengri tíma í London þá hefði ég sennilega stokkið á flugfreyjuna og faðmað hana.

Ólíkt stelpum í London eru stelpur í Barcelona hins vegar sætar. Sérstaklega voru stelpurnar á sýningunni sætar. Það er alltaf sama sagan að básarnir eiga greinilega að höfða til karlmanna, sérstaklega þá bjórbásarnir. Það er almenn regla að sætustu stelpurnar eru alltaf á bjórbásunum. En þetta virðist virka. Til dæmis var bás Mjólkursamsölunnar valinn flottasti básinn á Matur 2004. Ég leyfi mér að fullyrða að það var einfaldlega vegna þess að stelpan í samkvæmiskjólnum, sem var að gefa Aloe Vera drykkinn, var geðveikt sæt.

Anyhow, talandi um staffið í fluginu. Flugmaðurinn sem flaug með okkur er hetja. Ég er ennþá alltaf pínku flughræddur og því var það ótrúlega gott að flugmaðurinn varaði okkur alltaf við áður en við lentum í hristingi og tók fram að það hefði ekkert með öryggi að gera. Þetta gerði hann til að mynda fyrir lendinguna, sem fór fram í brjáluðu veðri og þessi stuttu ummæli frá honum hjálpuðu mér mikið. Fleiri flugmenn mættu taka sér þetta til fyrirmyndar.


Kláraði tvær bækur í ferðinni, báðar ferðasögur eftir Bill Bryson, sem er mikill snillingur. Las The Lost Continent (þar sem hann flakkar á milli smábæja í Bandaríkjunum) og Neither here nor there (þar sem hann ferðast um í Evrópu) og eru báðar bækurnar alveg hrikalega fyndnar. Mæli með þeim fyrir alla, sem finnst gaman að ferðast. Já, og reyndar fyrir alla sem finnst gaman af fyndnum bókum.

Út

Ok, ég er að fara í fyrramálið út til Barcelona í bissnes ferð.

Sem þýðir að þessi síða verður ekki uppfærð fyrr en í fyrsta lagi næsta fimmtudag. Bæjó!

Ðe Batselor

Jæja, nýtt tímabil byrjað af Batchelor snilldinni. Sé ekki alveg hvað er svona æðislegt við þennan Bob, en hvað veit ég. Gaurinn er skemmtilegur og ætti að virka nokkuð vel sem fókuspunktur þáttanna.

Enn og aftur sanna þessir þættir fyrir okkur karlmönnum að það er nóg af alveg hræðilega desperate, sætum stelpum þarna úti. Sú besta ætlaði að vera búin að gifta sig 24 ára, en hún er einmitt 24 ára núna. Ég myndi forðast hana einsog heitan eldinn. Ekki það að ég hafi eitthvað á móti hjónaböndum, en hún gæti verið orðin aðeins of desperate víst hún hefur innan við ár til að finna sér maka.

Annars voru stelpurnar, sem voru margar hverjar bara nokkuð sætar, alveg að tapa sér yfir þessu öllu. Þegar gaurinn gekk inn hrópuðu þær allar og klöppuðu í takt.

Einhvern veginn hefur það alltaf verið draumur minn að ganga inní herbergi fullt af sætum stelpum og að þær syngi allar í kór:

“Einar, Einar, Einar, Einar, Einar”

Mikið væri það gaman. Þær gætu svo allar sagt mér hvað ég væri sætur og skemmtilegur. Á um það bil þeim tímapunkti myndi hausinn á mér springa.

Fundastress

Daginn í dag byrjaði ég á námskeiði í því hvernig á að glíma við mikið álag í vinnu. Einsog eftir pöntun varð tíminn eftir hádegi hreinasta martröð. Ég hef sjaldan afgreitt jafn mörg mál á jafn stuttum tíma. Síminn var orðinn svo slæmur á tíma að ég lokaði fyrir öll símtöl bara til að ég gæti einbeitt mér í fimm mínútur.

Samt, þá elskaði ég hverja mínútu. Ótrúlegt hvað maður hleðst upp af orku þegar það er svona brjálað að gera.

Á morgun á ég bókaða 6 fundi. Það er að ég held persónulegt met. Þetta hleðst upp því ég er að fara til Barcelona á sunnudaginn. Ég vildi að þetta væri skemmtiferð en svo er ekki. Bara vinna.

Vonast þó til að hafa einhvern lausan tíma, enda er Barcelona æðisleg borg. Pottþétt ein af mínum uppáhaldsborgum. Hef reyndar bara komið einu sinni þangað en í það skipti eyddi ég tveim heilum vikum þar þegar fyrrverandi kærasta mín var au-pair í borginni. Það eina sem skemmdi fyrir borginni þar var að það var ógeðslega mikið af fólki alls staðar. Hef aldrei kynnst öðrum eins troðningi á öllum opinberum stöðum. Ekki í London, New York eða Moskvu. Hvergi er þetta jafn slæmt og yfir high-season í Barcelona.

Franz Ferdinand

Ok, til að koma þér í stuð á miðvikudegi mæli ég með eftirfarandi.

  1. Hlauptu útí búð og kauptu þér diskinn með Franz Ferdinand.
  2. Settu á lag 3, Take Me Out
  3. Ef þú ert ekki hoppandi þegar akkúrat 1 mínúta er liðin af laginu, þá er ég hissa.
    Franz Ferdinand eru þvílíkt snilldarband!!

Ok, 90 mín í Liverpool leik. Ég er farinn á Players.