MT uppfærsla

Uppfærði MT uppí útgáfu 2.661 eftir að hafa lesið þessa færslu hjá Má. Hef fengið smá kommenta spam, en aðallega referrer spam yfir á einhverjar þýskar síður. En allavegana, þá væri gott að fá að vita ef eitthvað er í ólagi við síðuna.

Ég var áður með útgáfu 2.6, en fann enga sérstaka ástæðu til að uppfæra (mig minnti einhvern veginn að það hafi alltaf verið mun meira vesen en það var) fyrr en að ég sá þessar pælingar um kommentaspam.

Skírlífi er lausn vandans!

Í framhaldi af skrifum um stefnuræðu Bush, þá er hérna snilldar listi, sem einhverjir Kristnir spekingar hafa sett saman:

100 atriði, sem pör geta gert í stað þess að stunda kynlíf. Þetta á víst að hjálpa fólki að forðast kynlíf einsog heitan eldinn þangað til það giftir sig. (via BB)

Meðal annars:

3. Put together a puzzle with 1,000 pieces.
6. Play hide-and-seek in a cornfield.
9. Pray together.
10. Do a crossword puzzle.
25. Make paper airplanes.
34. Color eggs–even if it isn’t Easter.
37. Go to a G-rated movie.
61. Read 1 Corinthians 13.
78. Run errands for your parents.

Jammmmm.

Kort

Ég hef nokkuð lengi leitað að svona síðu og fann hana loksins á Metafilter. Á síðunni getur maður sett inn þau lönd, sem maður hefur farið til og þá býr síðan til kort af heiminum með þeim löndum merktum inná.

Síðan er reyndar ekki fullkomin, þar sem kortið er heldur lítið. En allavegana, ég merkti inn mín 31 lönd (13% af heiminum) og útkoman var svona (smellið á kortið til að fá stærri útgáfu):

Ef þið prófið þetta sjálf, endilega skellið kortinu ykkar í ummælin.

Uppfært: Núna er búið að bæta inn korti, þar sem maður getur valið hvaða fylki í USA maður hefur heimsótt.

Hérna er mitt kort:

Vikan búin

Vá, hvað þetta er búin að vera vangefin vinnuvika. Ég hef aldrei farið að sofa fyrir klukkan 1 og aldrei komið heim úr vinnunni fyrir klukkan 7. Þannig að ég er frekar þreyttur í lok vikunnar. Verð að hrista það úr mér enda er starfsmannapartí á Serrano í kvöld.

Annars, þá er nýja myndbandið með Britney æææææææði!!! Mæli sérstaklega með því fyrir alla Britney aðdáendur (Emil, Friðrik, o.s.frv.). Ó, ég er ástfanginn af Britney!!!

Fyrir alla, sem vilja komast í stuð fyrir kvöldið, þá er ekkert betra en að skella Strokes á fóninn. Reptilia er lag dagsins. Ef þú kemst ekki í stuð við að hlusta á það lag, þá er eitthvað mikið að heima hjá þér.

Stefnuræða Bush

Ég var að enda við að horfa á State of the Union ávarp George W. Bush og ef eitthvað er, þá hefur álit mitt á Bandaríkjaforseta aukist enn frekar við það áhorf.

Neeeei, djók! Alveg magnað bull á köflum í þessari ræðu. Bush endurspeglar allt, sem ég þoli ekki við íhaldsmenn. Einlæg sannfæring hans um að hann einn hafi rétt fyrir sér og viti hvað löndum sínum fyrir bestu er með öllu óþolandi.

Bush mótmælti hjónaböndum samkynheigðra, en eyddi varla einni mínútu í að tala um umhverfismál. Hvaða máli skiptir það fyrir Bandaríkjamenn og okkur öll að hommar og lesbíur fái að giftast í friði?

Einnig finnst mér mögnuð sú ótrúlega kjánalega trú íhaldsmanna í Bandaríkjunum að hægt sé að predika skírlífi fyrir unglingum og að það sé einhvern veginn góð lausn á vandamálum kynsjúkdóma. Ekki minnst einu orði á smokka, en peningum skal þess í stað eytt í að predika skírlífi.

Ég spyr, hvernig í andskotanum á að vera hægt að predika skírlífi til handa 16 ára gömlum strákum? Eina skírlífið, sem sá hópur stundar, er ekki af sjálfsdáðum.

Annars fjallar Ágúst Fl. líka um ávarpið í ágætum reiðipistli

Gjaldtaka á leit.is

Magnað: Leit.is ætlar að taka upp gjald til fyrirtækja til að þau haldist inní leitargrunninum (via Katrínu)

Nokkuð athyglisverð orðaskipti inná “Hjalinu” milli höfundar þeirrar síðu og vefstjóra leitar.is. Ég sendi inn eftirfarandi ummæli:

Rakst á þessa umræðu í gegnum Katrínu.

Ég verð að segja að mér finnst þessi gjaldtaka á leit.is með ólíkindum. Fólk notar leit.is af því að fær upplýsingar um það, sem það óskar sér. Ef þessar upplýsingar verða aðeins takmarkaðar við fyrirtæki, sem borga, þá er hætt við því að áreiðanleiki þessarar leitarvélar minnki enn frekar.

Ég hef nokkrum sinnum talað um hversu gríðarlega óáreiðnaleg leitarvél leit.is er. Hvernig stendur til dæmis á því að þegar fólk leitar að Stalín, þá kemur mín síða fyrst upp? Á síðunni minni er ein mynd af styttu af Stalín! Eina trixið hjá mér er að setja orðið í titil pistils og þá er ég (nánast) án undantekningar kominn með efstu mönnum á leit.is?

Ég held úti tveim fyrirtækjavefjum og er alls ekki sáttur við þessa gjaldtöku. Fyrir mér er þetta nánast fjárkúgun: Borgaðu gjaldið, eða við tökum þig útúr gagnagrunninum. Þú segir:

Þau fyrirtæki sem ekki borga (og vilja þar af leiðandi ekki vera inn í leitargrunninum, detta úr leitargrunninum).

Hvernig geturðu fullyrt það að skortur á vilja til að borga jafngildi ósk um að vera ekki í leitargrunninum?? Ég vil gjarnan vera inní þessum leitargrunni, en ég er ekki tilbúinn að borga fyrir það. Ég borga ekkert til Google og sé því ekki ástæðu til að borga leit.is.

Mun gáfulegra væri að taka upp textaauglýsingar til hliðar við leitarniðurstöður, líkt og Google gerir. Það er mun sanngjarnari leið til tekjuöflunar.

Top Módel leiðrétting

Hólí sjitt, var að sjá einhverja endurtekningu á þættinum af þessum America’s Next Top Model. Í gær missti ég af 5 mínútum, þar sem kærasta þessar Ebony kom í heimsókn.

Við það tilefni sagði þessi Shannon, sem mér fannst svo sæt, eitthvað á þessa leið: “I don’t approve of homosexuality, because it says so in the Bible”. JÆJA, ég er hættur að halda með henni. Hún má alveg vera sæt í friði, og hoppa uppí sitt kristna rassgat.

Díses, hvað ég þoli ekki svona þröngsýnt fólk!

Held að ég verði að horfa á annan þátt til að finna einhvern keppanda til að halda með. Adrianne fær allavegana stig fyrir að vera frá Chicago og bera “Chicago” fram með alveg indislega Sjíkagóískum hreim: “Cheek AH Ga”.

What the hell is wrong with me?

Ég skammast mín eiginlega fyrir að segja það, en ég hafði ekki horft á einn þátt af “America’s next top model” þangað til í kvöld. Þetta er náttúrulega hneyksli, enda ég ekki þekktur fyrir að missa af “raunveruleika” sjónvarpsþáttum. Ég, sem horfi á Paradise Hotel og alla þessa snilldarþætti hafði einhvern veginn misst af þessum módelþætti.

Þetta er þáttur um mis-sætar stelpur, sem langar að verða módel. Tyra Banks stjórnar einhverri dómnefnd, sem samanstendur af henni, einhverri gamalli silíkongellu, steríótípu hommanum og steríótípu bitchy asískri gellu. Tyra, sem er æði, var eitthvað hálf skringileg í þættinum. Ef ég væri hún, þá myndi ég reka hárgreiðslumeistarann minn.

Anyhooo, stelpurnar fóru í gegnum það að leika í sjónvarpsauglýsingu án þess að tala og svo áttu þær að lesa nokkrar línur. Þetta var mörgum ofviða, enda vitum við öll hversu erfitt er að bera fram orðið “water”.

Mig minnir að það hafi verið einhverjar 7 gellur eftir í hópnum og ég verð að segja að mér fannst bara ein vera sæt (og það skýrir titilinn á þessari færslu). Mér fannst bara þessi Shannon vera sæt. Hinar voru hálf sjúskaðar þegar þær voru ekki meikaðar flott. Sú, sem datt út, leit út einosg Skin úr Skunk Anansie (sem stóð á öxlinni á mér á tónleikum í Höllinni, en það er önnur saga) og þær sem eftir eru voru ekkert til að hrópa húrra fyrir.

Ég er í raun að velta því fyrir mér hvort ég hafi bara svona skrítinn smekk á kvenfólki, eða hvort það séu bara engar gellur í þessum þætti. Var virkilega ekki hægt að finna flottari gellur í öllum Bandaríkjunum til að verða næsta súpermódelið?

En allavegana, ég held með Shannon. Jei!

Ertu metrosexual?

Ok, ég veit að grundvallarregla þessarar síðu er að hafa ekki kannanir á henni. Eeen, mér fannst þessi könnun bara svo sniðug: Are You a Metrosexual? (via MeFi). Fannst þetta skemmtilegt útaf því ég var kallaður metrosexual (í gríni að ég held) í kommenti þegar ég var að tala um hárið á mér.

Allavegana, ég tók þetta próf og fékk 25 stig af 50, sem þýðir að ég er metrósexúal. Þarna voru nokkrir skemmtilegir punktar, sem að eiga að segja manni að maður sé metrosexual. Allavegana, meðal annars fékk ég stig fyrir að:

– Það hefur verið reynt við mig af homma
– Ég hef í alvöru verið kallaður hommi.
– Ég hef verið með naglalakk (það var reyndar til að ég hætti að naga neglurnar, svo það er eiginlega svindl)
– Ég hef rakað á mér fæturnar (en það var reyndar til að setja íþróttateip á lappirnar, þannig að það telur eiginlega ekki heldur)
– Ég fer oft í viku í líkamsrækt
– Mér finnst gaman að dansa
– Ég les Esquire reglulega (er reyndar áskrifandi)
– Ég horfi á Sex & The City

… og ýmislegt fleira, sem ég ætla ekki að tala um 🙂

Jæja, ætla að halda áfram að horfa á amerískan fótbolta. Megi New England Patriots vinna, svo þessi íþróttahelgi fari ekki til andskotans. þessi pistill segir allt, sem segja þarf um Liverpool leikinn í gær!