Jólin búin

Ok, jólin búin og því er ég búinn að taka niður jólaútlitið á síðunni. Smelltu á Refresh ef útlitið er eitthvað skrítið. Allavegana, þá ættu Vestmannaeyingar að geta glaðst á ný. Er ekki frá því að ég fíli gamla útlitið bara nokkuð vel eftir þessa hvíld yfir jólin.

Annars var ég að horfa á McWorld í beinni á netinu, sem er alltaf hátíð fyrir okkur Apple aðdáendur. Það var margt skemmtilegt kynnt. Aðallega nýjar útgáfur af forritum, sem ég nota mikið einsog iPhoto og svo voru kynntir litlir iPod: iPod mini, sem virka flottir.

Áföll í kvennamálum

Ja hérna, það dynja á manni áföllin í kvennamálum.

Fyrst tilkynnti Jens mér það fyrir nokkru að Natalie Imbruglia væri að giftast söngvaranum í Silverchair, sem er áströlsk rokkhljómsveit, sem ég hlustaði einu sinni á. Ég varð yfir mig hrifinn af Natalie þegar ég sá Torn myndbandið fyrst. Vá, hvað hún var mikið æði þá (ekki það að hún líti eitthvað verr út í dag). Þetta er allavegana gríðarlegt áfall fyrir mínar framtíðaráætlanir

Svo komst ég að því fyrir nokkrum dögum að Brooke Burke er líka gift og á m.a.s. tvö börn.

Ok, gott og vel. En ég hef þó allavegana Britney, hugsaði ég. Og þá dynur áfallið yfir. Hún giftir sig í Las Vegas einhverjum lúða með stór eyru. Sem betur fer þá er tilkynnt nokkru seinna að hjónabandið hafi verið ógilt.

Þannig að tæknilega séð á ég ennþá sjens.

Hægrisinnuð bókasöfn

Tómas í Pottinum, sem skrifar um fátt annað þessa dagana en einræðistilburði Heimdellinga, bendir á hálf skrítin vinnubrögð á Frelsi.is. Þar er birt aðsend grein, þar sem sett er útá skoðanir eins stjórnarmanns í Heimdalli. Ritstjórn Frelsi.is ákveður hins vegar að bæta aftan við greinina ummælum, þar sem sett er útá greinina, í stað þess að leyfa einfaldlega stjórnamanninum að svara fyrir sig í öðrum pistli. Þetta finnst mér hálf skrítið.

Hins vegar þá fer málflutningur ritstjórnar Frelsi.is meira í taugarnar á mér en vinnubrögð. Ritstjórnin mælir með einkavæðingu bókasafna og þeim finnst lítið athugavert við það að bókasöfn beri aðeins vinsælustu bækurnar. Ég kommentaði á þetta hjá Tómasi, en kommentið birtist hálf skringilega, þannig að ég endurtek það hér (örlítið breytt þó):

Ég verð að segja einsog er að, sem frjálslyndum hægrimanni, þá leiðist mér röksemdafærsla á borð við þá, sem ritsjórn Frelsis beitir:

Erling getur þess að fjölbreytni kynni að minnka.  Það er rétt hjá honum að einkaaðilar eru ólíklegir til að vilja lána út bækur sem fáir hafa áhuga á að lesa.  Hvaða vandamál í því felst er vandséð.  Höfuðmáli skiptir að fólk geti nálgast þær bækur sem það vill lesa.

Þetta “ef það er ekki vinsælt, þá er það óþarft” attitude fer í taugarnar á mér. Bókasafnið í háskólanum mínum á hundruð þúsundir bókatitla. Flestir þeirra titla hafa sennilega ekki verið skoðaðir í mörg ár.

Sumar hagfræðibækurnar, sem ég notaði við mína vinnu höfðu ekki verið teknar út í mörg ár, en þær voru samt sem áður algjörlega ómissandi fyrir mig og mína vinnu. Jafnvel innan fræðigreina hafa menn gríðarlega ólík áhugasvið og jafnvel í stærstu háskólum er það bókað að þúsundir fræðibóka njóti litla, sem engra vinsælda. Þær eru þó oft ómetanlegar þeim, sem hafa þó áhugann.

Ég er hræddur um að sköpun í þjóðfélaginu og akademíunni yrði ansi lítil ef að allir læsu sömu bækurnar, bara þær allra vinsælustu.

By the way, ritstjórn Frelsi.is bætir líka við sínum skoðunum á eftir viðtölum. Til dæmis, þá svaraði Árni Magnússon spurningum þeirra ekki á réttan hátt og því bæta þeir við sínum skoðunum á eftir viðtali við hann. Þetta er kjánalegt, og þá er breytir engu að ég er ekki sammála skoðunum Árna.

We were magnificent

Hversu oft getur Gerard Houllier toppað sjálfan sig í viðtölum?

Liverpool var í dag að leika við þriðjudeildarliðið Yeovil. Liverpool lék 30 mínútur án þess að eiga skot að marki og 51 mínútu án þess að fá horn. Besti leikmaður Liverpool var markvörðurinn Dudek, sem varði oft og mörgum sinnum í fyrri hálfleik frá leikmönnum þriðju deildar liðsins.

Þeir aðdáendur Liverpool, sem létu sig hafa það að mæta á Ölver í dag klöppuðu varla þegar Liverpool skoraði fyrsta markið sitt. Maður er ekki beint í stuði til að fagna þegar liðið skorar gegn þriðju deildar liði á 70. mínútu eftir að hafa verið lélegri aðilinn allan leikinn.

Ok, liðið ná að vinna en ég hef aldrei á ævinni verið jafn lítið ánægður eftir sigurleik. Svo kemur maður heim og kíkir á netið til að sjá hvort að Houllier hafi ekki gagnrýnt sjálfan sig og leikmenn einsog allir heilbrigðir þjálfarar myndu gera. En hvað segir Houllier? Jú:
Continue reading We were magnificent

Hárið mitt, annar hluti

Ég veit að mörgum lesendum þessarar síðu finnst ég alls ekki tala nóg um hárið á mér. Ég hef einhvern tímann talað um að hárið sé alltaf voða krúttulegt daginn eftir fyllerí, sérstaklega strax þegar ég vakna. Þá er það mun flottara heldur en á djamminu daginn áður. En lesendur hafa bent á að það sé ekki nóg að fjalla um hárið á mér á nokkura mánaða fresti og því ætla ég að bæta úr þessum hárumfjöllunarskorti hér og nú. (ok, viðurkenni að þetta er helber lygi, en mig vantaði bara inngang)

Ég hugsa nefnilega frekað mikið um hárið á mér. Af einhverjum ástæðum, þá er hárið á mér aldrei eins tvo daga í röð. Menn þurfa ekki nema að fara í gegnum myndirnar, sem eru á þessari síðu til að sjá margar mismunandi útgáfur af hárinu mínu.

123456789

Ég er einnig alveg fáránlega latur við að fara í klippingu. Helst fer ég ekki í klippingu fyrr en ég hef upplifað 3-4 daga í röð, þar sem ég get ekki fyrir mitt litla líf greitt mér almennilega. Fyrstu tveim dögunum eyði ég í afneitun og reyni að sannfæra mig um að þetta sé millibilsástand. Á þriðja degi verð ég verulega pirraður og á þeim fjórða panta ég klippingu. Núna fer ég uppá Hótel Sögu í klippingu, sem er mikið upgrade frá SuperCuts, sem ég sótti í Bandaríkjunum. Þar unnu alltaf innflytjendur, sem skildu lítið í ensku og því var það algjör tilviljun hvort klippingin myndi takast.

Vandamálið við hárið á mér er að ég get aldrei sætt mig við stutta klippingu. Ég er alltaf að safna síðara hári. Þetta stjórnast kannski einna helst af áróðri fyrrverandi kærustu og mömmu um það að ég sé svo mikið krútt þegar ég er með síðara hár. Og ég vil ekkert meira í þessum heimi heldur en að vera krútt.

Þess vegna er ég alltaf harðákveðinn í því að komast í gegnum 4 daga af hræðilegu hári, en einhvern veginn þá gugna ég alltaf. Þess vegna næ ég aldrei þeirri sídd, sem ég stefni á (by the way, ég var einu sinni síðhærður og það var hræðilegt. Úff, það geri ég aldrei aftur. Það og að lita hárið á mér svart eru án efa stórkostlegustu mistök á hárferli mínum).

Á nýársdag í hræðilegustu þynnku seinni tíma, þá fékk ég þá snilldarhugmynd að snoða mig. Ég hef gert það nokkrum sinnum á ævinni. Í fyrsta skipti, sem ég gerði það þá var ég snoðaður af félögum mínum í handboltanum í Stjörnunni. Það var hroðaleg lífsreynsla, enda fékk ég nánast taugaáfall þegar ég sá mig í spegli. Síðan þegar ég var svona 20-21 árs þá var ég snoðaður í nokkra mánuði. Það var bara helvíti gaman. Ég hafði aldrei áhyggjur af hárinu og því var þetta mun minna vesen.

Núna stefni ég semsagt að því að snoða mig. Ég er þó ekki alveg ákveðinn og því ætla ég að pæla í þessu í svona viku áður en ég læt verða af þessu. En það er margt sem mælir með þessu. Tveir af uppáhaldssnillingunum mínum eru jú snoðaðir í dag; Michael Owen og Justin Timberlake, þannig að ég verð voðalega inn (eða það vil ég allavegana telja mér trú um 🙂

Ok, ætla aðeins að sofa á þessu.

We were magnificent

Hversu oft getur Gerard Houllier toppað sjálfan sig í viðtölum?

Liverpool var í dag að leika við þriðjudeildarliðið Yeovil. Liverpool lék 30 mínútur án þess að eiga skot að marki og 51 mínútu án þess að fá horn. Besti leikmaður Liverpool var markvörðurinn Dudek, sem varði oft og mörgum sinnum í fyrri hálfleik frá leikmönnum þriðju deildar liðsins.

Þeir aðdáendur Liverpool, sem létu sig hafa það að mæta á Ölver í dag klöppuðu varla þegar Liverpool skoraði fyrsta markið sitt. Maður er ekki beint í stuði til að fagna þegar liðið skorar gegn þriðju deildar liði á 70. mínútu eftir að hafa verið lélegri aðilinn allan leikinn.

Ok, liðið ná að vinna en ég hef aldrei á ævinni verið jafn lítið ánægður eftir sigurleik. Svo kemur maður heim og kíkir á netið til að sjá hvort að Houllier hafi ekki gagnrýnt sjálfan sig og leikmenn einsog allir heilbrigðir þjálfarar myndu gera. En hvað segir Houllier? Jú:
Continue reading We were magnificent