Leiðir að góðu djammi

Fór á óvænt djamm í gær. Óvænti parturinn er einmitt það, sem gerir djamm geðveikt skemmtilegt. Við vinirnir vorum að kveðja Genna og Söndru vini okkar. Ég átti ekki von á því að djamma en einn bjór á Sólon varð að nokkrum fleiri (sjá myndir 1 2 og ekki má gleyma gellunni á næsta borði)

Hópurinn minnkaði smám saman þegar leið á kvöldið en þeir allra hörðustu enduðu á Hverfisbarnum, þar sem ég hitti fulltaf skemmtilegu fólki. Gaman gaman. Og svo vaknaði ég í morgun klukkan 10 og var ekki með neina þynnku. HÆ hó jibbí jei. Hef ekki tekið eina hausverkjapillu! Hef bara hellt mér uppá nokkra kaffibolla vegna svefnleysis.


Er núna búinn með season 4 af Cold Feet og á bara það síðasta eftir. Þetta eru alveg magnaðir þættir. Þarf að finna mér eitthvað nýtt áhugamál þegar ég er búinn með þetta season, því þessir þættir eru búnir að einangra sjónvarpsgláp mitt undanfarna daga. Er reyndar búinn að kaupa fyrsta season af Six Feet Under, sem mig hlakkar til að horfa á. Og svo má 24 fara að byrja. Bíð mjööög spenntur, enda elska ég þá þætti.

uppfært: Ég var að fatta að þessi titill á færslunni meikar nákvæmlega ekkert sense. Þetta átti að vera eitthvað um nokkrar leiðir að vel heppnuðu djammi. Til dæmis að djammið væri óvænt, það væri engin þynnka daginn eftir, maður hitti sætar stelpur og skemmtilegt fólk o.s.frv. En svo varð úr bara hálf ómöguleg færsla um sjónvarp og upptalning á djammi. Oh well…

Áramótin

Hólí fokking krapp hvað þetta Áramótaskaup var lélegt!!! Dr. Gunni skrifar góða gagnrýni um skaupið hér. Ég veit ekki hvort einhverjum á landinu fannst þetta fyndið en í boðinu, sem ég var í var fólk frá 6-63 og ENGUM fannst þetta fyndið. Ef það hefði verið eitt atriði í viðbót með Ingibjörgu Sólrúnu, þá hefði ég fríkað út. Ég vil fá skattpeningana mína tilbaka, takk.

Annars var kvöldið frábært. Fór á brennuna í Garðabæ og dó næstum því úr kulda af því að spekingunum, sem sáu um brennuna, tókst bara að kveikja í svona 10% af henni.

Annars þá fór ég í tvö fjölskylduboð og svo í partí með Friðrik, Thelmu og þessum snillingum. Fórum síðan á Stuðmenn á Nasa. Systir mín gerði grín að mér og sagði að ég væri orðinn gamall víst ég væri að fara á Stuðmenn, en ég hlusta ekki á svona bull. Sama hvað verður sagt um þessa hljómsveit, þá eru fáar hljómsveitir, sem ég vildi frekar hlusta á eftir 6 vodka glös. Allavegana, þá var þetta meiriháttar gaman. Í annað skiptið á hálfu ári, sem ég hef farið á Stuðmenn á Nasa og þetta var alveg jafn skemmtilegt og síðast.

Ég labbaði síðan heim og var næstum því dottinn svona fimm sinnum, jafnvel þótt ég hefði fengið lánaða skó hjá pabba. En semsagt, frábær áramót. Kannski ennþá betri af því að klukkan 5 í gær hafði ég ekki hugmynd hvort ég myndi gera eitthvað skemmtilegt.

Gamlársdagur

Ó, ég elska sjónvarpið á gamlársdag. Ég verð að viðurkenna að ég er geðveikt veikur fyrir öllum þessum stjórnmálaumræðum. Verð bara að passa að láta gjörðir Davíðs og Sjálfstæðisflokksins ekki fara of mikið í taugarnar á mér.

Silfur Egils og svo Kryddsíld. Fjórir klukkutímar af pólitík, vei vei. Ef einhver talar um dylgjur í Borganesræðu Ingibjargar og kennir þeirri ræðu um einhverja atburði á árinu, þá mun ég grýta sjónvarpið!


Og vilja ekki allir sjá Pudge í Cubs búningi? Vá, hvað það yrði mikið æði!

Imagine Rodriguez in a Cubs’ jersey, catching Mark Prior and Kerry Wood, playing for Dusty Baker and alongside Sammy Sosa. He might just change history, a franchise’s if not his own.

Ó jeee


Og mér finnst þetta fyndið. Sérstaklega númer 1, 2 og 11


Já, og ég verð að segja að nýji heimabankinn hjá Íslandsbanka er æði. Húrra fyrir þeim!

Bestu lögin og bestu plöturnar 2003

Alveg einsog sama dag í fyrra í fyrra ætla ég aðeins að tala um það, sem mér fannst best í tónlistinni í ár.

Ég ætla að breyta aðeins til frá því í fyrra en þá valdi ég 5 bestu íslensku og erlendu plöturnar. Ég ætla að sleppa þeim íslensku, einfaldlega vegna þess að ég keypti bara tvær íslenskar plötur í ár (og by the way, þær eru báðar hrein snilld: Halldór Laxness með Mínus og Musick með Maus)

Í stað þess ætla ég að velja 10 bestu plöturnar og 15 bestu lögin á árinu. Til gamans þá eru hér 50 bestu smáskífurnar og 50 bestu plöturnar á árinu að mati Pitchfork.

Ok, bestu plöturnar

  1. Radiohead – Hail To The Thief
  2. Maus – Musick – Jamm, hún var svooo góð að hún á sko annað sæti fyllilega skilið
  3. Justin Timberlake – Justified – Ok, platan kom út í fyrra og hefði einhver sagt mér að ég ætti eftir að elska tónlist eftir fyrrverandi NSync meðlim, þá hefði ég haldið fram að viðkomandi væri sturlaður. Eeeen, einhvern veginn tókst mér að horfa framhjá öllum fordómunum mínum og gefa Justin séns. Og viti menn, tónlistin er æði. Besta popplata þessa áratugar að minnsta kosti. Þetta komment á Pitchfork segir allt, sem þarf að segja um Justin:
    And so, after years of whining about the horrors of the teen-pop era, the detractors got their wish: It came to an end! But, ahh, there was a devilish twist: the production of teen-pop records would screech to a halt, but its biggest stars would retain their ubiquity and force the world to admit there was more to them than questionable good looks and choreography. Justin came out on top, effortlessly laying claim to Michael Jackson’s long-abdicated throne, beating the rockists at their own game, and becoming America’s most debated, disputed, hated (and loved) pop star.
  4. Muse – Absolution
  5. The White Stripes – Elephant
  6. The Rapture – Echoes
  7. The Strokes – Room on Fire
  8. Mínus – Halldór Laxness – Besta íslenska rokkplatan síðan ég veit ekki hvað
  9. Yeah Yeah Yeahs – Fever to Tell
  10. 50 Cent – Get Rich or Die Tryin’

Og þá 15 bestu lög ársins:

  1. 12:51 – The Strokes – Reyndu að hlusta á þetta lag án þess að hækka í græjunum! Ég mana þig!
  2. Señorita – Justin Timberlake – Best danslag ársins. Justin er æði og allt það.
  3. Hey Ya! – Outkast – Stuðlag ársins
  4. A Selfish Need – Maus – Það var erfitt að velja á milli lagann á Musick. Tók þetta framyfir My Favorite Excuse, Without Caution, “The Whole Package” og Life in a Fishbowl. Vá, hvað það var mikið af góðum lögum á þessari plötu
  5. Thoughts Of A Dying Atheist – Muse
  6. House of Jealous Lovers – The Rapture – Ó jeeee
  7. Hurt – Johnny Cash – Fæ ennþá gæsahúð þegar ég hlusta á þetta lag og sérstaklega þegar myndbandið fylgir við það. Cash tekur lagið hans Trent og gerir það svo miklu miklu betra.
  8. The Long Face – Mínus – Valdi það frekar en My name is Cocaine og Romantic Exorcism
  9. Maps – Yeah Yeah Yeahs
  10. Cry Me A River – Justin Timberlake
  11. Seven Nation Army – The White Stripes
  12. In Da Club – 50 Cent – Eina rapplagið, sem komst inná listann (fyrir utan Quarashi) og það segir ansi mikið um þetta ár.
  13. Mess It Up – Quarashi
  14. Move Your Feet – Junior Senior
  15. Rock Your Body – Justin Timberlake – Umtsj umtjs um ahhhh! Snilld!

Franska flónið

ghshouts.jpegÁ ég að láta Houllier, Heskey og gengi Liverpool fara í taugarnar á mér? Nei, sennilega ekki og ég verð að viðurkenna að ég er orðinn nokkuð ónæmur fyrir þessum óförum. Eeeeen, Houllier er alltaf að toppa sjálfan sig.

Hér er atburðarás síðustu daga:

1 Heskey getur ekki blautan nokkra leiki í röð
2 Houllier tekur, aldrei þessu vant, góða ákvörðun og setur Heskey á bekkinn og Sinama Pongolle í byrjunarliðið
3 Liverpool leikur sinn besta leik í langan tíma, liðið vinnur 3-1 og Pongolle skorar glæsilegt skallamark
4 Í næsta leik ákveður Houllier að það gangi hreinlega ekki að breyta engu, og því ákveður hann að breyta sigurliðinu frá því í síðasta leik. Setur Pongolle á bekkinn og Heskey inná
5 Liverpool leikur hörmulega í 45 mínútur
6 Houllier áttar sig og setur Pongolle inná og Liverpool skora tvö mörk. Þegar tvær mínútur eru komnar framyfir venjulegan leiktíma MISSIR Heskey boltann, City menn ná honum og skora jöfnunarmarkið.

Ég leyfi mér að fullyrða það að ef Emile Heskey myndi leggjast á jörðina í vítateig Liverpool í miðjum leik, kveikja sér í sígarettu og neita að hreyfa sig í 20 mínútur, standa svo upp og skora 5 sjálfsmörk, þá myndi hann samt sem áður vera fyrsta nafn í byrjunarliði Houlliers í næsta leik!

Ég er algjörlega kominn með uppí kok af þessum franska fábjána í stjórasætinu hjá Liverpool. Bara að hlusta á þetta viðtal eftir leikinn er nóg til að gera mig fokillann.

Houllier viðurkennir í viðtalinu að Liverpool sé í annari deild heldur en topp-3 liðin og hann stefnir á að vinna þá deild! Frábært! Svo verður hann fúll þegar gefið er í skyn að sala hans á Anelka hafi verið eitthvað annað en stórkostlega snjallt bragð.

Svo kemur nýjasta afsökunin um að gengi liðsins sé allt meiðslum að kenna. Þeir á BBC benda á að liðið, sem Houllier spilaði gegn Manchester City hafi kostað 60 milljónir punda. Þar af eru 20 milljónum punda skynsamlega fjárfest í snillingana Diouf og Heskey, sem hafa skorað 4 mörk samanlagt í vetur. 20 milljónir punda í framherja, sem leika alla leiki liðsins og skora 4 mörk!

Houllier kýs að gleyma því að Manchester United hefur spilað án síns besta manns, Paul Scholes, mestalla leiktíðina ásamt Wes Brown og Solskjaer. Arsenal hefur haft hálft liðið í banni alla leiktíðina og svo framvegis.

Þrátt fyrir það eru Liverpool TÖTTÖGU STIGUM á eftir Manchester United og tímabilið er ekki einu sinni fokking hálfnað! Liðið er TÓLF STIGUM Á UNDAN WOLVES!! Og liðið er fyrir neðan CHARLTON OG FULHAM, með jafnmörg stig og SOUTHAMPTON OG BIRMINGHAM!!!!!

Aaaaaaaaaaaarrrrrrghhhhhhhhhhhhhhhhh, ég held þetta ekki út mikið lengur.

Franska flónið

ghshouts.jpegÁ ég að láta Houllier, Heskey og gengi Liverpool fara í taugarnar á mér? Nei, sennilega ekki og ég verð að viðurkenna að ég er orðinn nokkuð ónæmur fyrir þessum óförum. Eeeeen, Houllier er alltaf að toppa sjálfan sig.

Hér er atburðarás síðustu daga:

1 Heskey getur ekki blautan nokkra leiki í röð
2 Houllier tekur, aldrei þessu vant, góða ákvörðun og setur Heskey á bekkinn og Sinama Pongolle í byrjunarliðið
3 Liverpool leikur sinn besta leik í langan tíma, liðið vinnur 3-1 og Pongolle skorar glæsilegt skallamark
4 Í næsta leik ákveður Houllier að það gangi hreinlega ekki að breyta engu, og því ákveður hann að breyta sigurliðinu frá því í síðasta leik. Setur Pongolle á bekkinn og Heskey inná
5 Liverpool leikur hörmulega í 45 mínútur
6 Houllier áttar sig og setur Pongolle inná og Liverpool skora tvö mörk. Þegar tvær mínútur eru komnar framyfir venjulegan leiktíma MISSIR Heskey boltann, City menn ná honum og skora jöfnunarmarkið.

Ég leyfi mér að fullyrða það að ef Emile Heskey myndi leggjast á jörðina í vítateig Liverpool í miðjum leik, kveikja sér í sígarettu og neita að hreyfa sig í 20 mínútur, standa svo upp og skora 5 sjálfsmörk, þá myndi hann samt sem áður vera fyrsta nafn í byrjunarliði Houlliers í næsta leik!

Ég er algjörlega kominn með uppí kok af þessum franska fábjána í stjórasætinu hjá Liverpool. Bara að hlusta á þetta viðtal eftir leikinn er nóg til að gera mig fokillann.

Houllier viðurkennir í viðtalinu að Liverpool sé í annari deild heldur en topp-3 liðin og hann stefnir á að vinna þá deild! Frábært! Svo verður hann fúll þegar gefið er í skyn að sala hans á Anelka hafi verið eitthvað annað en stórkostlega snjallt bragð.

Svo kemur nýjasta afsökunin um að gengi liðsins sé allt meiðslum að kenna. Þeir á BBC benda á að liðið, sem Houllier spilaði gegn Manchester City hafi kostað 60 milljónir punda. Þar af eru 20 milljónum punda skynsamlega fjárfest í snillingana Diouf og Heskey, sem hafa skorað 4 mörk samanlagt í vetur. 20 milljónir punda í framherja, sem leika alla leiki liðsins og skora 4 mörk!

Houllier kýs að gleyma því að Manchester United hefur spilað án síns besta manns, Paul Scholes, mestalla leiktíðina ásamt Wes Brown og Solskjaer. Arsenal hefur haft hálft liðið í banni alla leiktíðina og svo framvegis.

Þrátt fyrir það eru Liverpool TÖTTÖGU STIGUM á eftir Manchester United og tímabilið er ekki einu sinni fokking hálfnað! Liðið er TÓLF STIGUM Á UNDAN WOLVES!! Og liðið er fyrir neðan CHARLTON OG FULHAM, með jafnmörg stig og SOUTHAMPTON OG BIRMINGHAM!!!!!

Aaaaaaaaaaaarrrrrrghhhhhhhhhhhhhhhhh, ég held þetta ekki út mikið lengur.

Jólafærslan

Jólin eru búin að vera fííín. Hefðbundin jólaboð, sem hjá minni fjölskyldu er fá en góð. Setti sennilega met í nammiáti á jóladag, sem ég mun seint slá.

Fékk góðar gjafir, en það skringilega er að mér finnst núna í alvöru skemmtilegra að gefa gjafir en þiggja. Veit ekki hvenær það gerðist í mínu lífi, en allavegana var ég mun spenntari að sjá viðbrögð þeirra, sem ég var að gefa, heldur en þegar ég var að taka upp mínar gjafir.

Allavegana, fékk fínar gjafir frá fjölskyldunni og var mjög sáttur. Á jóladag og annan í jólum eyddi ég mestum tímanum fyrir framan sjónvarpið, sem var afskaplega þægilegt. Í gær og í dag þurfti ég að vinna uppá veitingastað, þar sem við vorum svo indælir að gefa kokkinum okkar frí á milli jóla og nýárs.


Hef ekkert djammað um jólin, aldrei þessu vant. Spilaði með vinum mínum á annan í jólum og var þá í tapliði í Trivial Pursuit í fyrsta skipti í laaangan tíma.


Horfði á The Two Towers og ég verð að játa að sú mynd olli mér dálitlum vonbrigðum. Þetta eru góðar myndir, en ég er ekki sammála þessum yfirgengilegu yfirlýsingum hjá sumum um hversu ofboðslega frábærar þær eru. Mjög góðar myndir, en eiga ekki alveg skilið þetta ómælda hrós, sem þær hafa fengið. Held í raun að engar myndir geti staðið undir þessum hrósum, sem maður hefur heyrt um myndirnar.


Íbúðin mín er hreeeeein, sem er yndislegt. Held að það sé í fyrsta skipti, sem þessi íbúð er hrein síðan ég hóf niðurrifsstarfsemi einhvern tímann í september


Já, og by the way, veit einhver um sniðugan ókeypis teljara? Annaðhvort á netinu, eða sem maður setur upp sjálfur (ég er með Windows IIS). Ef teljarinn er virkilega góður má hann jafnvel kosta eitthvað smá.