Sigur Rós og dauður bíll

Þessi mynd var tekin við Arnarhól síðasta laugardag. Hún sýnir greinilega hvað gerist þegar maður lánar kærustunni sinni bílinn á meðan maður er í útlöndum.

<img src=http://farm4.static.flickr.com/3243/3055937289_c1e50c0a98.jpg class="midja"

Annars er ég búinn að eyða síðustu dögum á Íslandi, en er á leið aftur út til Svíþjóðar á fimmtudaginn. Átti alveg meiriháttar helgi hérna heima. Fór útað borða á föstudaginn, var svo í meiriháttar kalkúna-matarboði heima hjá vinum mínum á laugardaginn og á sunnudaginn fórum ég og Margrét á Sigur Rósar tónleikana.

Ég hef núna séð Sigur Rós 4-5 sinnum á tónleikum, en þetta voru bestu tónleikarnir sem ég hef séð með þeim. Algjörlega frábærir. Lagavalið, sviðsmyndin og brellurnar, sem og hljómsveitin sjálf voru fullkomin. Þetta er með ólíkindum góð tónleikasveit.

Leitin að hinu jákvæða við kreppuna

Þessi grein eftir mig birtist líka á Vefritinu.

Ég nenni ekki að skrifa mikið um Davíð.  Ég er alinn upp af Íhaldsfólki og fílaði Davíð alveg þangað til að ég varð nógu gamall til að mynda mér nokkuð sjálfstæðar skoðanir og ég hafði upplifað heiminn utan Íslands.

Vandamálið við Davíð er einfaldlega að ég var *fimm ára* þegar að Davíð varð borgarstjóri.  Ég var nýfermdur þegar að hann varð forsætisráðherra og síðan þá hefur hann stjórnað umræðunni á Íslandi.  Kærastan mín er nokkrum árum yngri en ég og hún man einfaldlega ekki eftir öðrum tímum en þeim sem að Davíð hefur stjórnað öllu á.

Ég er einfaldlega búinn að fá nóg.  **John Major** var forsætisráðherra í Bretlandi þegar að Davíð tók við á Íslandi.  George Bush **eldri** var forseti í Bandaríkjunum þegar að Davíð tók við sem forsætisráðherra okkar.  Síðan þá eru Bandaríkjamenn búnir að fá 8 ár af Bill Clinton, 8 ár af George W. Bush og horfa núna bjartsýnum augum fram á nýja tíma undir stjórn Barack Obama.

Bandaríkjamenn hafa Obama.  Við erum hins vegar föst í umræðunni um Davíð.

Ef ég mætti biðja um eitt í íslenskum stjórnmálum, þá væri það að umræðan myndi byrja að snúast um eitthvað annað en það hvort að Davíð Oddson hafi rétt eða rangt  fyrir sér.  Ég var fjórtán ára þegar sú umræða byrjaði og ég er orðinn **31 árs** gamall í dag.  Ég er orðinn þreyttur á þessu.  Ísland þarf á einhverju nýju og fersku að halda.  Það er enginn stjórnmálamaður svo ómissandi að allt þurfi að snúast um hann í 26 ár.  Ekki Bill Clinton, ekki George W Bush, ekki Tony Blair og ekki heldur Davíð Oddson.

* * *

En það er hálf kjánalegt að kvarta yfir of mikilli umfjöllun um Davíð Oddson með því að skrifa grein, sem fjallar eingöngu um Davíð Oddson.

Það er erfitt þegar svona stóratburðir gerast á okkar tímum bloggsíða og netmiðla að skrifa eitthvað, sem hefur ekki verið skrifað áður.  Ég held að það sé ástæðan fyrir því að margir af mínum uppáhaldsbloggurum hafa nánast ekkert skrifað um kreppuna.  Sumir vinna jú á viðkvæmum stöðum, en ég held að það sé líka svo gríðarlegt framboð af bloggpistlum og greinum að það er nánast bókað að maður gerir lítið annað en að endurtaka eitthvað, sem að einhver Moggabloggari eða Egilskommentari hefur skrifað áður.

Ég ætla því að gera tilraun til að skrifa um eitthvað jákvætt við þetta ástand.  Já, Davíð er enn í Seðlabankanum.  Já, bankarnir eru farnir á hausinn.  Já, Sjálfstæðisflokkurinn ræður enn öllu.  Já, við skuldum núna öll upphæðir sem við gerum okkur ekki almennilega grein fyrir.  En eitthvað hlýtur bara að vera hægt að tína til.  Til að byrja með ætla ég að nefna einn punkt:  Vonandi mun kreppan losa okkur við þá stórfyritækjadýrkun, sem hefur grasserað að undanförnu á Íslandi.

* * *

Ég hef oft borið saman mismun á viðhorfum stjórnmálamanna á Íslandi og þeirra í Bandaríkjunum til smærri og stærri fyrirtækja.  Vissulega hygla þeir í Bandaríkjunum ansi oft stórfyritækjum en í bandaríski stjórnmálaumræðu er það alveg á hreinu að litli fyrirtækjaeigandinn, “small business owner” er kóngurinn.  Hann er drifkrafturinn í efnahagslífinu og hann er sá sem að allir stjórnmálamenn tala um á hátíðsdögum.  Litli fyrirtækjaeigandinn er í betra sambandi við starfsfólkið sitt.  Hann gerir sér grein fyrir að fyrirtæki hans hefur áhrif á samfélagið og honum er oft annt um að láta gott af sér leiða.  Á sama tíma er stórfyrirtækið alþjóðlegt, eigendur og æðstu stjórnendur eru í nákvæmlega engum tengslum við almenning og fjarlægð eigenda frá starfsemi gerir það oft að verkum að gróðasjónarmið verða einu sjónarmiðin í rekstrinum og ofurlaun og bónusar stjórnenda eru í litlu samhengi við mikilvægi starfa þeirra.

Á Íslandi er ekki talað á jafn jákvæðan hátt um litla fyrirtækjakallinn eða konuna.  Oft er talað á niðrandi hátt um eigendur lítilla fyrirtækja.  Þetta eru “sjoppukallar” og “smákóngar”.  Stjórnmálamenn hafa á síðustu árum lagt litla áherslu á að hjálpa þessum aðilum.  Helsta afrekið hefur verið að lækka skatta á fyrirtæki, en það hjálpar langmest stærri og arðbærari fyrirtækjum (einsog t.d. bönkunum) en ekki þeim sem eru að hefja rekstur og þurfa oft að glíma við taprekstur.

Á Íslandi urðu stjórnmálamenn ástfangnir af bönknunum og stóru útrásarfyrirtækjunum.  Þeir voru svo hrifnir að því að við gætum loksins verið stórir kallar.  Við þurftum ekki lengur að vera með minnimáttarkennd.  Litla Ísland var komið með sín fyrirtæki á lista yfir stærstu fyrirtæki í heiminum.  Hvað er gaman að vera við opnun á lítilli búð á Laugarveginum þegar þú getur verið viðstaddur risaopnun á skrifstofu útrásarfyrirtækisins í Kaupmannahöfn?  Stóru fyrirtækin voru kóngarnir.

Og svona breyttist kúltúrinn.  Æðsti draumur flestra samnemenda minna í bandaríska háskólanum mínum var að eignast einn dag sitt eigið fyrirtæki.  Á Íslandi vildi fólk vinna hjá bönknunum.  Þannig drógu þeir besta fólkið til sín og minni fyrirtæki áttu ekki nokkurn möguleika á því að ráða til sín hæfasta fólkið vegna ofurlauna, sem tíðkuðust í bönkunum.  Það skiptir litlu máli fyrir lítil fyrirtæki að skattar á þeim séu lágir þegar að fyrirtækið getur ekki einu sinni mannað allar stöður almennilega.

* * *

Þegar ég kynnti viðskiptahugmynd mína um að opna veitingastað á Norðurlöndunum eftir að hafa í 5 ár rekið með góðum árangri sambærilegan veitingastað á Íslandi var mér sagt af bankanum að verkefnið væri einfaldlega of lítið.  Í alvöru talað, það var svarið sem ég fékk.  Þeir sögðu hins vegar á sama tíma frá verkefni, sem að faldist fólst í því að bankinn lánaði íslensku fyrirtæki í óskyldum rekstri pening til að kaupa 60 útibú af erlendri veitingakeðju.  Það þótti bankamönnum nógu spennandi og stórt.  Skuldsetta yfirtakan var flott – að byggja eitthvað upp frá grunni var “of lítið”.

Er ekki einhver von til þess að þetta breytist.  Allt klára fólkið hjá bönkunum mun ekki hætta að vera klárt þó það missi vinnuna hjá bönkunum og útrásarfyrirtækjunum.  Það finnur sér aðra hluti til að gera, sem hugsanlega skapar meiri og betri tækifæri fyrir Ísland.  Ég þekki fólk úr gömlu bönkunum, sem er strax byrjað að huga að því að stofna ný fyrirtæki.  Og ég þekki líka fólk, sem að vann í bönkunum við að kaupa og selja hluti sem það skildi ekki, einfaldlega vegna þess að bankarnir buðu bestu launin.  Þetta fólk á sér án efa drauma og hugmyndir, sem það getur vonandi komið í framkvæmd.  Það er fyrir öllu að við hlúum að okkar besta fólki, þannig að það geti nýtt sér sinn dugnað, kraft og hugmyndir.  Það hljómar kannski einsog klysja sem er notuð á tyllidögum að við þurfum að styðja við nýsköpun og sprotafyrirtæki.  En bara þótt að þetta sé endurtekið svona oft má þetta ekki tapa merkingunni.  Það er grundvallaratriði

Því tækifærin fyrir okkar litlu þjóð munu ekki felast í því að við öllum vinnum hjá þrem risaálbræðslum eða þrem risabönkum eða einhverju öðru risastóru nýju verkefni.  Nei, þau munu felast í því að við vinnum líka hjá fulltaf litlum fyrirtækjum í mismunandi atvinnugreinum, sem vonandi hafa gæfu til þess að skapa eigendum, starfsmönnum og okkur hinum bjarta framtíð.

Nýja Bond myndin

Ég fór á James Bond myndina síðasta sunnudag.  Það þykir víst ekki merkilegt.  Ég var að spá í því af hverju ég skemmti mér ekki nógu vel.  Roger Ebert hittir svo naglann á höfuðið:

OK, I’ll say it. Never again. Don’t ever let this happen again to James Bond. “Quantum of Solace” is his 22nd film and he will survive it, but for the 23rd it is necessary to go back to the drawing board and redesign from the ground up. Please understand: James Bond is not an action hero! He is too good for that. He is an attitude. Violence for him is an annoyance. He exists for the foreplay and the cigarette. He rarely encounters a truly evil villain. More often a comic opera buffoon with hired goons in matching jump suits.

Nákvæmlega!

Quantum of Solace er nefnilega einn allsherjar eltingaleikur, sem nánast ógerningur er að fylgjast með þar sem myndavélin er á þvílíkri ferð allan tímann.  James Bond á ekki að snúast um það.

Seðlabankinn og verðbólga

Til hamingju Ísland!

Getum við sótt um ESB aðild núna?

Eða má ekki enn ræða það því að krónan gæti hrunið enn frekar ef við baktölum hana?

(p.s. skoðið grafið á síðu 4 í Peningamálum. Samkvæmt því er bjartsýna spá Seðlabankans að gengi evru verði í kringum 130 árið 2011. Svartsýna spáin gerir ráð fyrir því að gengi evru verði í kringum **170** árið 2011).

Obama

Ritstjórar The Economist segir allt sem þarf að segja um forsetakosningarnar í dag. Það er vonandi að Bandaríkjamenn fylgi meðmælum ritstjóra þess ágæta rits. Það myndi gera eitthvað í því að endurreisa trú mína á mannkynið:

>There is no getting around the fact that Mr Obama’s résumé is thin for the world’s biggest job. But the exceptionally assured way in which he has run his campaign is a considerable comfort. It is not just that he has more than held his own against Mr McCain in the debates. A man who started with no money and few supporters has out-thought, out-organised and outfought the two mightiest machines in American politics—the Clintons and the conservative right.

>Political fire, far from rattling Mr Obama, seems to bring out the best in him: the furore about his (admittedly ghastly) preacher prompted one of the most thoughtful speeches of the campaign. On the financial crisis his performance has been as assured as Mr McCain’s has been febrile. He seems a quick learner and has built up an impressive team of advisers, drawing in seasoned hands like Paul Volcker, Robert Rubin and Larry Summers. Of course, Mr Obama will make mistakes; but this is a man who listens, learns and manages well.

>It is hard too nowadays to depict him as soft when it comes to dealing with America’s enemies. Part of Mr Obama’s original appeal to the Democratic left was his keenness to get American troops out of Iraq; but since the primaries he has moved to the centre, pragmatically saying the troops will leave only when the conditions are right. His determination to focus American power on Afghanistan, Pakistan and proliferation was prescient. He is keener to talk to Iran than Mr McCain is— but that makes sense, providing certain conditions are met.

>So Mr Obama in that respect is a gamble. But the same goes for Mr McCain on at least as many counts, not least the possibility of President Palin. And this cannot be another election where the choice is based merely on fear. In terms of painting a brighter future for America and the world, Mr Obama has produced the more compelling and detailed portrait. He has campaigned with more style, intelligence and discipline than his opponent. Whether he can fulfil his immense potential remains to be seen. But Mr Obama deserves the presidency.

Nákvæmlega. Ég mun allavegana vaka í nótt þótt að ég eigi svo flug til Svíþjóðar snemma í fyrramálið.

Myndir frá Jerúsalem og fleira

Ég er kominn heim til Íslands. Er búinn að eiga fína helgi hérna heima og verð hér fram á miðvikudag þegar ég fer aftur til Stokkhólms.

Fór á 15 fokking ára Garðaskóla reunion, sem var nokkuð skemmtilegt. Fyrir hittumst við sem vorum saman í bekk í Flataskóla og svo fórum við saman á reunionið, sem var á Thorvaldsen. Ég spjallaði við fulltaf góðu fólk og skemmti mér nokkuð vel. Í gær fór ég svo uppí sumarbústað og slappaði af.

Svíþjóðarferðin gekk annars mjög vel. Áttum marga góða fundi og málin þarna ganga almennt séð mjög vel. Það sem skemmir fyrir eru aðstæður hérna heima, en við höfum til að mynda beðið í þrjár vikur eftir millifærslu á peningum til Svíþjóðar. Ef að aðstæður skána ekki eitthvað hérna á næstu tveimur vikum fer það að stofna þessu verkefni í einhverja hættu, en vonandi bjargast það þó.

Allavegana, ég setti loksins inná Flickr myndir frá Ísrael. Ég skipti myndunum frá Ísrael í tvo hluta og í þeim fyrri eru myndir frá Jerúsalem.

Á þessari mynd er ég fyrir framan Dome of the Rock á Musterishæðinni í Jerúsalem. Svo sannarlega einn af hápunktum ferðalaga minna undanfarin ár.

Allavegana, það er best að horfa á myndirnar sem slideshow á Flickr hérna.

Á Södermalm

Ég er kominn inní nýju íbúðina mína á Södermalm í Stokkhólmi. Þessa íbúð er ég að leigja af Svía í 6 mánuði. Hann ætlar að eyða vetrinum í Indónesíu á brimbretti á meðan að ég ætla að reyna að eyða tímanum í að setja upp Serrano stað hérna í borginni.

Mér líður hálf skringilega að vera að reyna að koma mér fyrir hérna. Ég er búinn að heimsækja Stokkhólm það oft undanfarin ár að ég er farinn að þekkja borgina ágætlega, en það breytist ansi mikið þegar maður er kominn með eigin íbúð og þarf að versla í matinn og láta einsog maður eigi heima hérna. Ég er búinn að fylla ísskápinn af eggjum og öðrum matvörum sem mér finnst vera nauðsynlegar og ég er búinn að kaupa mér líkamsræktarkort fyrir næstu mánuðina, þannig að helstu nauðsynjar eru komnar.

Ég ætla að eyða vikunni hérna í Stokkhólmi á ýmsum fundum.  Bæði með hugsanlegum birgjum, sem og auglýsingastofum og aðilum, sem gætu hjálpað okkur að byggja fyrsta staðinn okkar.

Ástandið á Íslandi hefur valdið því að við höfum þurft að hugsa suma hluti öðruvísi.  Við vorum fyrir löngu búnir að fjárfesta það miklum fjárhæðum í þetta verkefni að það hefði verið of dýrt að hætta við, en við höfum þurft að aðlaga okkur.  Eitt af því er að við munum til dæmis láta framleiða afgreiðsluborðið heima og svo flytja það tilbúið út til Svíþjóðar.  Það sparar auðvitað gjaldeyri og skapar vinnu heima fyrir auk þess sem þetta var eiginlega eina leiðin til þess að klára borðið fyrir opnun hérna úti.

* * *

Ég hélt uppá afmælið mitt ásamt meðleigjendunum mínum tveimur á Njálsgötunni á föstudaginn.  Við ákváðum að sameina afmælin okkar og það var svo sannarlega vel heppnað.  Við héldum það í sal útá Seltjarnarnesi og það var meiriháttar stuð þar sem að yfir 100 manns komu.  Við dönsuðum þar til þrjú og kíktum svo í bæinn eftir það.  Á laugardaginn fórum við Margrét svo í innflutningspartí þar sem við vorum ekki alveg jafn hress og kvöldið áður.

Annars er veðrið hérna í Stokkhólmi fínt og mér líst bara nokkuð vel á framhaldið hérna í Svíþjóð.  Bjartsýna áætlunin er núna að opna fyrsta staðinn okkar 1.desember.  Til þess að það takist þarf þó eitthvað að breytast í gjaldeyrismálum heima.  Ef þau mál leysast á næstu tveim vikum ætti það þó vonandi að ganga.

Skrifað í Stokkhólmi, Svíþjóð klukkan 21.03

Síðustu dagar…

Ég er í huganum búinn að byrja á um það bil 10 greinum um þessa kreppu. Einhvern veginn hefur mér alveg fundist vanta sögur frá þeim sem standa í því að reka fyrirtæki í þessu ástandi. Það er slíkt of-framboð af kverúlöntum, sem að besservissa um allt milli himins og jarðar í þessu ástandi, en einhvern veginn hefur mér fundist vanta eitthvað frá þeim, sem eru að reyna að reka sín fyrirtæki áfram í þessu ástandi. Mig langaði líka til að skrifa um það góða, sem gætu orðið til úr þessu ástandi: Fókus á smærri fyrirtæki, að okkar hæfasta fólk vinni ekki allt í bönkum og að neyslugeðsýkin minnki kannski pínu.

Ég hef heyrt afskaplega mikið af sögum um það hvernig fyrirtæki eru að lenda í vandræðum vegna þessa allsherjar klúðurs í gjaldeyrismálum þjóðarinnar, en af einhverjum ástæðum heyri ég það miklu frekar frá vinum og fjölskyldu heldur en úr fjölmiðlum eða á bloggsíðum. Kannski eru þeir sem standa í rekstri einfaldlega of uppteknir við að redda málunum til þess að tjá sig.

Ég skil ekki af hverju Davíð Oddson er enn seðlabankastjóri. Ég bara get hreinlega ekki skilið það. Ég hef aldrei haft neina sérstaka óbeit á honum og þegar ég var fyrst að byrja að spá í pólítík þá var ég Sjálfstæðismaður og hélt uppá Davíð. En hann hefur hins vegar ráðið nánast öllu síðan að ég fermdist og sú stefna sem hann hefur rekið í gegnum einkavæðingu bankanna og þá gjaldeyris- og vaxtastefnu sem hann hefur rekið í Seðlabankanum, hefur beðið svo stórkostlegt skipbrot að það er með hreinustu ólíkindum að hann skuli ekki hafa sagt af sér. Hversu miklu rugli þurfum við að vera í í peningamálum til þess að við skiptum um stjórn þar?  Vissulega var þetta ekki allt honum að kenna, enda hefur enginn haldið því fram. Gaurarnir sem unnu í bönkunum áttu ekkert að hugsa um okkar hag (umfram okkar eignir þar inni), heldur bara sitt rassgat og eigenda bankanna. Þannig virkar kerfið. En Seðlabankinn á að hugsa um mig. Hann á að sjá til þess að eignir okkar, sem eru skráðar í krónum, rýrni ekki stórkostlega. Það hefur honum mistekist. Og vegna þess eiga forystumenn í bankanum að víkja.

Af hverju segir aldrei neinn af sér á þessu landi? Af hverju er fjármálaráðherra dýralæknir, viðskiptaráðherra heimspekingur og Seðlabankastjóri lögfræðingur? Myndi þetta ganga upp einhvers staðar annars staðar?

* * *

Ég er að rembast við að stofna fyrirtæki í Svíþjóð. Ég hef eytt talsverðum tíma í að kynna mig og mitt fyrirtæki þarna úti og haldið uppi reglulegu sambandi við ýmsa aðila. Núna þarf ég sífellt að sannfæra þá um að ástæðan fyrir að ég geti ekki millifært peninga á þá sé ekki vegna peningaskorts heldur vegna þess að ekki sé hægt að millifæra af gjaldeyrisreikningi á Íslandi yfir á reikning í Svíþjóð.

Hverslags ástand er þetta eiginlega?

Annars virðast Svíarnir sýna þessu skilning. Einn aðili sem vinnur fyrir okkur sagði mér að hann hikaði við að skrá tíma á okkur, vegna þess að hann heyrði á hverjum degi hversu hræðilegt ástandið væri á Íslandi. Hann fékk móral yfir því að rukka íslenskt fyrirtæki. Kannski hjálpar það að við höfum kynnt okkur vel og að fólk þarna úti hefur trú á okkur. En það er alveg ljóst að ef við hefðum ekki byrjað á þessu verkefni fyrir einhverjum mánuðum, þá væri mun erfiðara að kynna okkur sem marktækt fyrirtæki þegar það kæmi í ljós að helsta afrek okkar væri það að hafa meikað það á Íslandi.

Ég fór annars á fund hjá Samfylkingunni í gær og þar klappaði ég ekki almennilega fyrr en að Jón Baldvin hélt þrumuræðu yfir ráðherrum flokksins. Jón Baldvin vildi tvennt af þrennu: Hjálp frá IMF, Davíð burt og Ísland í ESB. Ef það næðist ekki fram, þá hefði flokkurinn ekkert erindi í ríkisstjórn. Ég gæti vart verið meira sammála.

* * *

Ég er hins vegar þrátt fyrir kreppuna búinn að eiga frábært sumar og frábært haust.

Ég hætti við að fara út til Bandaríkjanna í skemmtiferð um þarsíðustu helgi en hef þess í stað farið útá land þrjár helgar í röð. Ég fór um síðustu helgi með kærustunni minni á Geysi, þar sem að kærasti vinkonu minnar býr. Núna um helgina var ég svo í partí-i á föstudagskvöld og fór svo uppí sumarbústað með fulltaf skemmtilegu fólki daginn eftir. Við borðuðum góðan mat og skemmtum okkur fyrir svipaðan pening og tveir bjórar hefðu kostað á djamminu í miðbænum. Næsta helgi lítur svo afskaplega vel út. Og í næstu viku fer ég út til Stokkhólms, þar sem að málefni Serrano í Svíþjóð munu vonandi mjakast áfram.