Alþjóðavæðing fyrir lengra komna

Stefán Pálsson skrifar í dag grein á Múrinn um alþjóðavæðingu.

Greinin er í raun ekki galin, þar sem hún í raun bara nefnir nokkrar tölur um það hvernig hagvöxtur hefur farið minnkandi í ýmsum fátækari löndum heimsins, svo sem Suður-Ameríku og gefur í leið í skyn að vandamálin séu alþjóðavæðingu að kenna.

Stefán talar um efnahagskerfi Suður-Ameríku frá 1960-1980. Á þeim tíma (og reyndar mun fyrr, alveg frá lokum Kreppunnar) var kerfið byggt uppá því, sem kallast “Import Substituted Industrialization” (ISI). Hugmyndin var sú að þessar þjóðir myndu byrja að framleiða flestar neysluvörur sjálfar. Með því yrðu þær ekki eins háðar öðrum þjóðum. Varð þessi hugmynd vinsæl vegna þess að margar þessar þjóðir höfðu horft fram á hrun í hagkerfunum þegar verð á einstökum vörum duttu niður. Þannig kom t.d. Brasilía mjög illa út úr því þegar verð á gúmmíi og kaffi duttu niður. Lausnin var að mati stuðningsmanna ISI að leggja tolla á innfluttar vörur og nota tollapeningana til að styrkja innlendan iðnað.

Hugmyndin við ISI kann að hafa virkað nokkuð góð í upphafi en hún virkaði einfaldlega ekki. Vandamálið var fyrst og fremst að þessar þjóðir urðu með ISI enn háðari erlendum þjóðum vegna þess að þær þurftu að kaupa vélar og tækni frá þróaðri þjóðum.

ISI lofaði í fyrstu góðu og nutu menn einsog Perón í Argentínu og Vargas í Brasilíu góðs af hagvextinum. Vandamálið var hins vegar að skuldir þjóðanna jukust jafnt og þétt. Gripu margir leiðtogar því til þessa ráðs að prenta peninga til að borga skuldir. Leiddi þetta til óðaverðbólgu í mörgum löndunum (verðbólga í Bólivíu varð eitt árið 22.000 prósent!).

Það, sem Stefán minnist ekkert á er af hverju þjóðir hættu að notast við þetta kerfi, sem hann gefur í skyn að sé svo gott. Ég ætla að rifja það upp fyrir honum. Árið 1982 gerðist það nefnilega að stjórnvöld í Mexíkó sögðu einfaldlega að þau hefðu ekki lengur efni á að borga skuldirnar sínar. Landið hafði viðhaldið hagvexti með stöðugum lántökum (mikið af olípeningunum frá OPEC ríkjunum voru lánaðir til ríkja í Suður-Ameríku). Kreppan, sem fylgdi í kjölfarið er oftast nefnd “debt crisis”. Bankastofnanir fóru allt í einu að óttast um innistæður þróunarlanda og sáu menn nú að þessar skuldasafnanir gengju ekki endalaust.

Til að bjarga efnahagnum í Mexíkó kom alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og lagði fram stærsta lán í sögunni. Það var náttúrulega öllum augljóst að bankinn ætlaði ekki bara að lána Mexíkó peningana til að þeir gætu haldið aftur á sömu braut, heldur fylgdu láninu ýmis skilyrði, sem áttu að tryggja að skuldir landsins myndu minnka. Var þetta upphafið að mikilli frjálshyggjubylgju í Suður-Ameríku.

Ég skal vel viðurkenna að alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er alls ekki fullkominn, langt því frá. Til dæmis hefur sjóðnum misstekist að bjarga efnahag ríkja í Suður-Ameríku. Hins vegar má benda á það að sjóðurinn neyðir engar þjóðir til að þiggja peninga. Þjóðir koma til sjóðsins vegna þess að þær eru búnar að koma sér í vanda. Vandinn er langoftast heimatilbúinn.

Það er rangt að gefa það í skyn að lækkun hagvaxtar í Suður-Ameríku sé einhvern veginn afleiðing alþjóðavæðingar. Málið er miklu flóknara en svo. Það er hins vegar auðvelt fyrir marga andstæðinga alþjóðavæðingar að benda á dæmi Suður-Ameríku, einsog margra annara landa og halda því fram að vandamál þeirra landa séu alþjóðastofnunum að kenna. Í langflestum tilfellum skapa alþjóðastofnanir ekki vandann heldur þjóðirnar sjálfar. Þegar svo alþjóðastofnunum mistekst að bjarga þjóðum úr slæmum stöðum er stofnunum kennt um og allir verða vitlausir.

Á hraðri uppleið

Fyrir nokkrum dögum fékk ég í pósti bréf frá Financial Times. Þar segir:

Dear Einar,
As a global business executive, you have been selected to receive a risk-free trial subscription to the Financial Times

Vááá, “global business executive”. Það munar ekki um það. Síðast þegar ég vissi var ég bara hagfræðinemi. Ég er greinilega á hraðri uppleið.

Annars skil ég ekki alveg hvers vegna ég er á lista hjá þeim. Ég virðist fá einstaklega mikinn póst frá alls konar fjármálatímaritum, svo sem Forbes, Business Week, Investor News Daily o.fl. Mig grunar að það sé vegna þess að ég hef verið áskrifandi að Wall Street Journal og The Economist og annaðhvort þeirra blaða selji áskrifendalistann sinn til hinna ýmsu aðila. Þeir hjá Financial Times gera greinilega ráð fyrir því að allir, sem séu áskrifendur að slíkum blöðum hljóti að vera í einhverjum toppstöðum.

Hagfræði er sko langbesta fagið

Athygilsverðar pælingar á netinu um gildi háskólanáms og mun á ýmsum fögum, aðallega verkfræði og heimspeki.

Bestu innleggin í þessa umræðu er sennilega að finna hér og hér.

Björgvin tekur einmitt svipað á málunum einsog bandarískir háskólar. Flestir betri háskólar hér í landi leggja nefnilega áherslu á að háskólanám (undergraduate) sé í raun aðeins undirbúningur fyrir frekara framhaldsnám. Ég er t.a.m. að læra hagfræði en samt dettur mér ekki í hug að stökkva uppí flugvél og fljúga til New Jersey og fara að stinga ofan í Paul Krugman eftir mitt fjögurra ára nám.

Allt frá því fólk byrjar nám við háskóla í Bandaríkjunum er það hvatt til að taka sér tíma í að velja sér fag. T.a.m. fyrsta árið í mínum skóla þurfa allir að taka tvö fög úr sex hópum. Þannig þurfti ég að taka tvo bókmenntatíma, tvo raungreinatíma, tvo heimspekitíma o.s.frv. Þetta er allt gert til þess að fólk kynnist öllum hliðum námsins og sé betur undirbúið að taka ákvörðun um það hvað það vilji læra. Ég held að þessi aðferð sé nokkuð sniðugri en íslenska aðferðin, þar sem fólk þarf flest að ákveða í byrjun náms hvað það vilji gera.

Ég tel að öllum sé hollt að læra greinar, sem það hefur kannski ekki brennandi áhuga á. Ég tel að það víkki sjóndeildarhringinn og það kemur einnig (að nokkru leyti) í veg fyrir meting á milli fræðigreina. Ég fékk til að mynda á þessu fræðigreinaflakki mínu að lesa Suður-Amerískar bókmenntir, fræðast um sögu Rússlands, lesa um tengsl trúar og þýskra bókmennta, lesa Nietzche og Plato, lauk þess sem ég lærði stærðfræði og hagfræði.

Ég tel það nauðsynlegt að það ríki viss virðing á milli háskólanema. Allur metingur er, að mínu mati, neikvæður. Það er slæmt að gera lítið úr fólki, sem stundar nám við háskóla, sem eru kannski að einhverra mati lægra skrifaðir. Ég reyni einnig að gera ekki lítið úr þeim vinum mínum, sem eru að læra kvikmyndagerð við skólann (þó ég öfundi þá svolítið af heimavinnunni).

Ég komst að því að það er fjandi erfitt að fá A í rússneskum bókmenntum. Jafnvel erfiðara en að fá A í verstu hagfræðitímunum. Þeir, sem eru að læra bókmenntir við skólann minn eiga kannski ekki jafn auðvelt með að finna vinnu eftir nám og þeir, sem eru í hagfræði- eða verkfræðideildinni, en þeir eru svo sannlarlega ekki búnir að sóa tímanum sínum hér. Málið snýst nefnilega ekki bara um að læra eitthvað, sem kemur þér beint að gagni á vinnumarkaðnum, heldur margt fleira. Mörg fög kenna manni að hugsa gagnrýnið. Stærðfræði kennir manni að leysa vandamál. Ég efast t.a.m. um að ég muni nokkurn tímann nota þekkingu mína á Black-Scholes formúlinni og hvernig á að sanna hana frá sjónarhorni stærðfræðinnar, en ég tel samt að ég hafi lært margt.

Háskólanám er nefnilega ekki bara leið til að fá betri vinnu.

Hagfræði umræða????

Skemmtilegt að núna, þegar ég er að læra undir miðsvetrarpróf í hagfræði, skuli fullt af fólki vera að skrifa á netinu um hvað hagfræðin sé nú skemmtileg og áhugaverð. Sjá: Björgvin, Már, Bjarni.

Ég gleymi því oft, svona rétt fyrir próf, að hagfræðin er mjög skemmtileg. Oft þegar ég er búinn að vera að rýna of lengi í formúlur og módel þá á ég til að bölva sjálfum mér fyrir að hafa valið þetta fag. Það var reyndar tilviljun að ég valdi hagfræðina sem aðalfag. Ég man að í 6. bekk leiddist mér oft í hagfræðitímum, en þegar leið að stúdentsprófi fannst mér allt í einu (mínum vinum og kærustu til mikillar furðu) Wonnacott & Wonnacott hagfræðibókin mín alveg ofsalega spennandi. Það var einsog það opnaðist nýr heimur, þótt það hafi aðeins verið í nokkrar vikur.

Ég á oft auðvelt með að gleyma því hversu skemmtileg og spennandi hagfræðin er, en það rifjast snögglega upp fyrir mér þegar ég er t.d. að tala við prófessorarna mína eftir fyrirlestra eða þegar ég les um eitthvað nýtt og spennandi.

Ég er afskaplega sammála því, sem Björgvin (hafnabolta unnandi) segir í síðasta pistli sínum. Því miður eru alltof margir, sem kjósa að tala hátt um hin ýmsu málefni hagfræðinnar án þess að hafa nokkurt vit á þeim hlutum, sem liggja þar að baki. Kannski er hagfræðin bara ekki nógu heillandi fræðigrein fyrir almenning. Björgvin bendir réttilega á að það þurfi fleiri hagfræðibækur fyrir almenning, sem tengi saman hagfræðihugtök og daglegt líf.

Láttu hagfræðina vísa þér veginn

Þessi frétt birtist á vísi.is:

Fleiri stunda kynlíf eftir árásina
Samkvæmt nýrri könnun sem gerð var af breska fyrirtækinu Erotica, stunda 30% karla og 25% kvenna í Bretlandi meira kynlíf nú heldur en fyrir hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin. Alls tóku 3000 manns þátt í könnuninni.

Alltaf þegar ég les svona speki í fréttum minnist ég þess, sem einn hagfræðikennarinn minn sagði í einhverjum tímanum. Hann sagði að það eina, sem við þyrftum að læra þá önnina væri: correlation does not imply causation.

Hagfræðitöffarar

Núna er í vinnslu hjá Universal mynd um hagfræðisnillinginn John Nash. Það er töffarinn Russel Crowe, sem á að leika Nash (einsog sést á myndinni eru Crowe og Nash mjög líkir).

Það er ekki oft, sem maður sér myndir um hagfræðinga, en þessi mynd, A Beautiful Mind fjallar um hinn merka Nash.

Nash er frumkvöðull á sviði “game theory” (íslenska: leikjafræði, takk Freyr) í hagfræði og setti hann fram kenninguna um Nash jafnvægið (Nash equilibrium), sem er ein af merkustu kenningum í nútíma hagfræði. Nash hlaut nóbelsverðlaun í hagfræði 1994.

Nash hefur ávallt verið talinn hálf skrítinn og fjallar myndin sennilega meira um hans persónuleika því ég efast um að margir hafi áhuga á mynd um hagfræðiuppgötvanir.

Vitleysa

Ég var að skoða pólítík.is og fann þar þessa miklu speki:

Á frídeginum er einnig mikið um að vera. Sundstaðir fyllast, ísbúllur blómstra, öndunum er gefið, kaffihúsin iða af lífi, garðurinn er tekinn í gegn, bakaríin eru tæmt, pizza er pöntuð heim, hraðbankarnir eru tæmdir, bíllinn er þveginn og fylltur af bensíni fyrir bíltúrinn og kvikmyndahús eru nýtt til hins ýtrasta.Frídagar í miðri vinnuviku auka ekki einungis hagvöxt með aukinni neyslu heldur einnig lífsgleðina en einmitt sú gleði er ástæðan fyrir því að við erum að þessu öllu saman. Rómverjarnir vissu nákvæmlega hvernig gera átti hlutina. Þeir héldu hátíð þriðja hvern dag.

Maðurinn, sem skrifar þetta mun án efa bylta öllum hugmyndum hagfræðinga hingað til. Samkvæmt þessari kenningu væri hægt að hafa frí allt árið kaupa bara nógu mikið og þá myndi hagvöxturinn slá öll met.

Kronan laekkar……og laekkar….og laekkar

Islenska kronan er farin ad pirra mig alika mikid og serislenskir stafir. Thad, sem verra er, thad virdist enginn i thessari blessudu rikisstjorn hafa ahyggjur af thessu mali. Eg helt ad botninum hefdi verid nad thegar ad dollarinn var i 85 kronum en nei, nuna er hann kominn vel yfir 100 kronur. Eg er reyndar a thvi ad vid eigum ad festa gengi kronunnar vid dollarann, en ef einhver thingmadur myndi maela med thvi, tha myndi half thjodin fara yfir um vegna stolts.

Thad ad vera namsmadur i Bandarikjunum er frekar dyrt thessa dagana. Til ad mynda hefur leigan min a rumu einu ari haekkad fra 40.000 kronum i 60.000 kronur. Medal hagfraedibok hefur haekkad ur 7000 i yfir 10.000 kronur (plus 6% skatt). Thetta er alger gedveiki. Ein pizza hefur haekkad ur 700 kronum i 1000 kall (plus skatt og thjorfe fyrir sendilinn). Sumarlaunin hverfa ansi hratt.

Fyrir nokkrum arum radlagdi pabbi minn mer ad leggja peninga a gjaldeyrisreikning. Thetta hljomadi half skringilega tha, en thad getur vel verid ad i framtidinni verdi peningar manns best geymdir a gjaldeyrisreikningi, sem er midadur vid t.d. gengi dollars.