Cubs í úrslitakeppninni

Þessa dagana reyni ég að hugsa sem minnst um fótbolta.  Þar sem fátt kemur í staðinn fyrir íþróttir í mínu lífi, þá verð ég því að halla mér að annarri íþrótt.

Og það vill svo skemmtilegast að í þeirri íþrótt, sem er í næstmestu uppáhaldi hjá mér, þá er mitt lið Chicago Cubs í góðum málum.  Úrlistakeppnin í bandarísku hafnaboltadeildinni byrjar nefnilega í nótt þegar að Cubs fara til Phoenix og spila við Arizona Diamondbacks.  Ef þeir vinna það einvígi (fyrsta liðið til að vinna 3 leiki) þá spila þeir til úrslita í National League deildinni, og ef þeir vinna þar (fyrsta liðið til að vinna 4 leiki) þá eru þeir komnir í World Series einvígið við sigurvegarann í American League (sem verður að öllum líkindum annaðhvort Boston Red Sox eða New York Yankees).

World Series titilinn hefur Chicago Cubs ekki unnið í **99 ár**.  Það er hreint með ólíkindum.  Árið 1907 unnu Cubs síðast titilinn.  Í ár hefur liðið skánað mjög eftir því sem liðið hefur á tímabilið.  Þeir byrjuðu afleitlega, en eftir fjöldaslagsmál og annað vesen í júní þá hafa hlutirnir legið uppá við.  Aðallega vegna þess að liðið er með góðan hóp af kösturum og svo hafa þeir 3 gríðarlega sterka leikmenn (Aramis Ramirez, Derrik Lee og Alfonso Soriano), sem hafa haldið sókninni uppi ásamt yngri leikmönnum.

Í Chicago eru menn þokkalega bjartsýnir fyrir þessa úrslitakeppni.  Það að hafa ekki unnið í 99 ár gerir menn þó ansi hrædda við að spá einhverjum stórsigrum, en Jayson Stark hjá ESPN [spáir Cubs sigri](http://sports.espn.go.com/mlb/playoffs2007/columns/story?columnist=stark_jayson&id=3047027) í pistli í dag.  Ég held að ég nái ekki að vaka í kvöld, en ég ætla að reyna að ná sem flestum leikjum í þessari rimmu

Úrslitaleikurinn!

Á morgun spilar besta lið í heimi til úrslita í Meistaradeild Evrópu gegn liðinu sem gat ekki unnið þrátt fyrir að hafa fengið þriggja marka forskot fyrir tveim árum.

Það er auðvitað nauðsynlegt að minna alla, sérstaklega stuðningsmenn Manchester United, á leikinn!

Ég er farinn að fá verulega í magann af tilhlökkun. Stefnan er tekin á að vera mættur á Players klukkan 4 á morgun. Ef einhverjir eru sérstaklega hressir, þá mega þeir alveg taka frá 4 sæti fyrir mig.

Hamingjan er…

…að stökkva uppúr sætinu, öskra af öllum lífs og sálar kröftum, hoppa um og faðma svo vin minn í sæluvímu yfir því að liðið **okkar** hafi komist í úrslit Meistaradeildar Evrópu!

livche18.jpg

ÉG ELSKA LIVERPOOL!

Og ég er hamingjusamur.

Úrslitakeppnin er á Sýn!**Já er það??**

Hvernig væri að sýna þá fokking Miami – Chicago leikinn? Frábært að vera með Miami menn í auglýsingunni, en sýna svo aldrei leiki með því liði.

ARRG! Og NBA Tv með New Jersey – Toronto. Er þetta eitthvað grín?


**Uppfært**: Jæja, þökk sé Sýn þá er ég búinn að missa af því **tvisvar** að sjá Bulls [sigra NBA Meistarana](http://sports.espn.go.com/nba/recap?gameId=270424004).

KR-Karfan

Ég tek tilbaka allt slæmt, sem ég hef sagt um íslenskan körfubolta. Það er kannski ekki mjög skemmtilegt að horfa á lið af Suðurnersjunum spila – en þegar lið, sem ég hef taugar til, er að spila – þá verður þetta frábær skemmtun.

Ég er ekki frá því að ég hafi haft meiri áhuga á þessu úrslitaeinvígi í körfuboltanum heldur en ég hef haft á handboltaleikjum á Íslandi í mörg ár. Það að úrslitakeppnin í handboltanum hafi verið lögð niður er náttúrulega eitt magnaðasta klúður seinni ára.

En allavegana, þetta var frábært hjá Vesturbæjarstórveldinu. 🙂

Baseball!

**Til hamingju með daginn!!!**

[Cubs töpuðu samt](http://chicagosports.chicagotribune.com/sports/baseball/cubs/cs-070402cubsgamer,1,146239.story?coll=cs-home-headlines), sem er ekki gott. En það er jú 161 leikur eftir.

Liverpool – Barca

Úffff, ég er orðinn verulega spenntur [fyrir kvöldinu](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2007/02/20/9.34.04/). Það er ekki oft sem að uppáhaldsliðin mín tvö mætast, en það gerist í kvöld. Mér þykir afskaplega vænt um Barcelona bæði sem borg og lið en það á einfaldlega ekkert lið sama sess í mínu lífi og Liverpool.

Ég spái 2-1 fyrir Barca. Crouchy skorar Liverpool markið, en Iniesta og Ronaldinho fyrir Barca. Liverpool tekur þetta svo á Anfield þar sem ég verð í stúkunni.

**KOMA SVO!!!**

**Uppfært (EÖE)** Takk fyrir að spyrja, en ég er bara [þokkalega sáttur](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2007/02/21/21.38.38/#). 🙂

**Ég elska Liverpool!**