Drottningarviðtöl

Í Kastljósinu áðan var sýnt brot úr norskum fréttaþætti þar sem rætt var við mann, sem lifði af hörmungarnar við Indlandshaf. Saga hans var átakanleg en utan hennar var eitt, sem vakti athygli mína við þáttinn. Það var sú staðreynd að Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra sat þarna við pallborðið og hlustaði á það þegar maðurinn skammaði norsk stjórnvöld fyrir seinagang við hjálparstörf.

Ég spyr þá, víst að svona gerist í Noregi, af hverju í ósköpunum þurfum við á litla Íslandi að sitja við það einstaklega bjánalega fyrirkomulag að forsætirsáðherra sé alltaf einn í viðtölum, nema fyrir kosningar og á gamlársdag?
Continue reading Drottningarviðtöl

Ðí Batselorette

Ó, ég elska raunveruleikasjónvarp! Núna er byrjað ný sería af The Bachelorette, þar sem nokkrir strákar keppa um hylli þessarar [þrítugu gellu](http://www.ruggedelegantliving.com/a/images/Elegant.Meredith.One.Rose.jpg). Ég missti af fyrsta þættinum vegna Liverpool fótbolta, en sá þátt númer 2 í gær. Hann var snilld! Gargandi snilld!

Í fyrsta lagi var það hálf scary að nokkrir þessir gaurar voru jafngamlir og ég, en þeir voru allir að pipra á lífinu og vildu helst ekki bíða stundinni lengur eftir því að eignast börn. Þeir voru allir ofsalega hrifnir af þessari Meredith og sáu hana fyrst og fremst sem eitthvað, sem gæti fært þeim þessi börn. Í þessum þætti fékk einn gaurinn prívat stefnumót, en hinir voru á hóp-stefnumótum.

Það voru í raun engin takmörk fyrir fáránlegum línum hjá þessum gaurum í þættinum. Fyrstan ber að telja gaurinn, sem Meredith fékk einkastefnumót með. Þau hittust í einhverri höll og áttu þar að borða saman. Meredith spyr hann þá hver séu áhugamál hans. Ég er ekki með svarið 100%, en það var eitthvað á þessa leið:

>I like to travel, but I’m not the outdoor-sy type. I’m still caught in the whole metrosexual thing. I love to take care of myself.

Vá! Þetta er eiginlega OF mikil snilld. Samkvæmt vísindalegum [könnunum](https://www.eoe.is/gamalt/2004/01/18/23.57.24/) á ég víst að teljast dálítið metró, en aldrei dytti mér í hug að monta mig af því við stelpu. Eru ekki stelpur fyrst og fremst að leitast eftir því að menn séu sæmilega vel lyktandi og snyrtilegir, en ekki að þeir geti talað um safnið sitt af húðkremum? Þannig ímynda ég mér þetta allavegana. Já, og þýðendur Skjás Eins þýddu metrósexúal sem “buxnaskjóni”!!!

Allavegana, gaurinn hélt svo áfram að sýna sig. Skyndilega kom svo inn þjónn og hellti vín í glösin þeirra. Gaurinn stoppaði þá þjóninn og sagði án efa bestu línu þáttarins:

>ahm, do you have some Californa Oak Chardonnay.

Halló. Í fyrsta lagi, þá biður enginn karlmaður um hvítvín! Í öðru lagi, hversu tilgerðarlegt er að biðja einhvern random þjón um einhverja ákveðna tegund af hvítvíni? Come on! Ef ég væri stelpan, hefði ég ælt nákvæmlega á þeirri stundu.

Allavegana, það voru samt fleiri, sem voru enn meira desperate. Til dæmis einn, sem lá uppí rúmi með Meredith og sagði: “Ég get ímyndað mér þig ólétta með barnið okkar”. KRÆST!

Já, og annar, sem loksins náði “one on one” tíma með Meredith og nýtti þann tíma til að segja: “I want something, I want Kids”. Hann fékk ekki rós. Ég veit ekki alveg hvort gaurarnir eru að tapa sér eða hvort þeir hafi lesið of mikið af bókum, sem segi að allar stelpur séu að leita sér að “commitment” eða einhverri ámóta vitleysu.

Ég hef áður haldið því fram að Bachelorette geti aldrei verið jafn skemmtilegur og The Bachelor vegna þess að strákar geta/nenna ekki að rífast jafn mikið og stelpur og því verður ekkert um slagsmál og rifrildi. Hins vegar eru þessir gaurar svo stórkostlega desperate að þetta lítur út fyrir að þetta verði verulega skemmtileg þáttaröð.

Já, fyrir utan það að ég veit hver vann. En auðvitað segi ég ekki frá því hér.

Mr. DT

Ó, The Apprentice er svo mikil snilld. Það er ekki hægt annað en að dást að þessum þáttum og sérstaklega Donald Trump. Hápunktar þáttana eru án efa innskotin með Trump, þar sem hann bæði gefur góð ráð og svo þegar hann er að vinna.

Sérstaklega er gaman þegar það koma innskot með Trump, þar sem hann situr í limósínu og talar við einkaritarann sinn og öskrar: “*Cancel all my appointments, I have to go meet the teams*”. Einsog það hafi ekki verið ákveðið fyrirfram.

Ég væri til í að vera með einkaritara einungis til að geta sagt: “*Cancel all my appointments*”. Já, og til að færa mér kaffi, það væri indælt.

Queer Eye handrit!

Vá, heimur minn hefur hrunið.

Joel Stein, pistlahöfundur í Time, skrifar [grein í LA Times](http://www.latimes.com/news/opinion/commentary/la-op-stein5dec05,1,91272,print.story?coll=la-news-comment-opinions) þar sem hann fjallar um veruleikasjónvarpsþætti. Þar talar hann um að Simple Life sé skrifaður frá upphafi til enda, sem kemur svo sem ekki á óvart.

Það, sem kemur hins vegar á óvart er að Stein birtir [HANDRIT](http://www.latimes.com/media/acrobat/2004-12/15324783.pdf) að Queer Eye for the Straight Guy þætti!!!

Auðvitað vissi maður að þátturinn væri vel undirbúinn, en það virðist einnig vera sem að einstaka línur og atburðir séu undirbúnir. Þannig að allar línurnar hans Carsons, sem virðast koma óundirbúnar þegar hann finnur ákveðna hluti í íbúðum karlanna, eru víst margar hverjar undibrúnar.

Handritið er nokkuð magnað. Þar er talað um hverju hommarnir eiga að taka eftir í íbúðinni, hvað þeir eiga að tala um í fatabúðinni og öll ráðin, sem Jai gefur þeim gagnkynhneigða eru þarna á blaði.

Ja hérna! Say it ain’t so. (via [MeFi](http://www.metafilter.com/mefi/37507))

The O.C.

  • Hæ, ég heiti Anna og er sæt

Einsog lesendur þessarar síðu hef ég afskaplega skrítinn sjónvarpssmekk.

[Fyrr á þessu ári skrifaði ég um The O.C.]( https://www.eoe.is/gamalt/2004/05/08/10.58.19/index.php) Uppáhalds sport pistlahöfundurinn minn, Bill Simmons skrifaði nefnilega skemmtilegan pistil þar sem hann dissaði Friends á meðan hann hrósaði The O.C. í hástert og sagði þáttinn verðugan arftaka Beverly Hills 90210, sem var í miklu uppáhaldi hjá mér á árum áður.

Allavegana, ég ákvað að kaupa mér season 1 á DVD þegar ég var á leiðinni heim frá París í síðasta mánuði. Ég sé ekki eftir því. The O.C. er nefnilega fokking snilld! Þetta er sápuópera af allra bestu gerð.

Fyrir þá, sem ekki þekkja þættina þá fjalla þeir um Ryan, 17 ára strák sem býr í fátækrahverfi Los Angeles en er ættleiddur af ríkri fjölskyldu í Orange County. Þar hittir hann fyrir einkasoninn Seth og verða þeir bestu vinir. (ef þú hefur ekki séð Season 1, en ætlar þér að sjá það, myndi ég hætta að lesa…Núna!)

Fyrir stórkostlega tilviljun þá býr geðveik gella, sem heitir Marissa, í húsinu við hliðiná (af hverju gerist ekki svona í alvörunni? AF HVERJU?). Þau verða ástfangin. Vandinn er að Marissa er á föstu (hún gæti verið íslensk) með aðal íþróttagaurnum í skólanum, Luke. Hann er ýkt vinsæll en vinsældir hans hrapa þegar fólk kemst að því að pabbi hans er hommi.

Allavegana, Marissa og Ryan verða ástfanginn, Luke heldur framhjá Marissu í Mexíkó, hún reynir að fremja sjálfsmorð, lifir það af og byrjar svo með Ryan, sem er alltaf ýkt þögull og gáfulegur og umhyggjusamur.

Á meðan þetta gerist er Seth, stjarna þáttanna, alltaf að reyna við Summer, stelpuna, sem hann hefur verið ástfanginn af síðan hann var lítill. Til að reyna við hana fær hann aðstoð frá Önnu, vinkonu sinni. Fyrir algjöra tilviljun er Anna *geðveikt sæt* og því verður Seth ástfanginn af báðum. Hann byrjar fyrst með Önnu, en hættir svo með henni og byrjar með Summer.

Nú, Marissa kynnist þá geðsjúklingi, sem heitir Oliver og verður vinkona hans. Oliver er geðsjúkur og verður sturlaður af ást á Marissu. Hún fattar þetta ekki, Ryan verður afbrýðisamur, þau hætta saman, Oliver reynir að fremja sjálfsmorð og smám saman byrja Ryan og Marissa saman aftur.

Eeeeen í millitíðinni kemur gamla kærastan hans Ryan inní þættina. Hún er að fara að giftast gaur, sem ber hana. Áður en þau giftast sofa Ryan og hún saman og hún verður ófrísk.

Á meðan allt þetta gerist eru foreldrar Marissu að skilja. Mamma hennar byrjar með afa Seth, hættir svo með honum og byrjar með Luke, fyrrverandi kærasta dóttur sinnar, en hættir svo með honum og giftist afa Seth. Pabbi Marissu, sem var einu sinni kærasti mömmu Seth, reynir aftur við mömmuna, gefst upp og endar þá með systur hennar.

Pabbi og mamma Seth eru hins vegar ýkt góð og spök. Pabbinn er góður lögfræðingur og er fyndinn líkt og sonurinn. Mamman á ríkan pabba og heldur öllu saman. Þau lenda reyndar í Swingers partíi, en þora ekki að taka af skarið.


Þannig er nú það. Einn sólarhringur af O.C. í nokkrum málsgreinum. Þið hljótið að sjá hvað þetta er mikil snilld!

Ég er þó sammála Simmons að framleiðendur þáttanna hafi ekki gert sér grein fyrir styrkleika þáttanna fyrirfram. Þeir áttu augljóslega að fjalla um Ryan og Marissu, en þau eru bara frekar leiðinleg og án efa veikasti hluti þáttanna. Miklu skemmtilegri eru Seth og Summer, ásamt foreldrunum. Ætli næsta sería muni ekki endurspegla vinsældir þeirra.

Ég bíð allavegana spenntur.

O'Reilly vs. Paul Krugman

Bill O’Reilly, stjórnandi The O’Reilly Factor (sem, eftir [aðdáun hans á Ann Coulter](http://www.bjorn.is/leit?SearchFor=coulter) að dæma, væri pottþétt uppáhaldsþáttur Björns Bjarna), mætti hagfræðisnillingnum Paul Krugman á CNBC um helgina.

Krugman, sem er núna pistlahöfundur á NY Times, hefur gagnrýnt Bush stjórnina harkalega en O’Reilly hefur varið Bush og kallar alla þá, sem ekki dýrka hann og dá, föðurlandssvikara.

Allavegana, O’Reilly hefur hrósað sjálfum sér afskaplega mikið undanfarna daga fyrir að hafa staðið sig svo vel í þessu viðtali. Jim Gilliam, höfundur [Outfoxed](http://www.amazon.com/exec/obidos/tg/detail/-/B0002HDXTQ/qid=1092264839/sr=8-1/ref=pd_ka_1/103-1224149-3119807?v=glance&s=dvd&n=507846) er ekki alveg sammála og tók saman smá myndbút úr þessu viðtali og bætti inn tengdum staðreyndum.

Myndbandið er skemmtilegt fyrir þá, sem hafa áhuga á bandarískri pólitík:

[**Krugman vs. O’Reilly hjá Tim Russert**](http://www.jimgilliam.com/video/krugman_vs_oreilly_200.mov) – 12 mb Quicktime skjal.

Þessi færsla er tileinkuð [Óla](http://www.obalogy.com/) snillingi, sem virðist alveg vera hættur að blogga

via [MeFi](http://www.metafilter.com/mefi/34909)

Leiðinlegasti fréttamaður í heimi

Gallinn við það að vera á viðskiptaferðalögum er að maður þarf oft að gista á hótelum, sem eru með einstaklega lélegt úrval af sjónvarspefni. Þetta á sérstaklega við um lönd einsog Þýskaland, þar sem valið stendur vanalega á milli CNN, BBC World og þýsks skemmtiefnis

Bæði CNN og BBC eru álíka leiðinlegar til lengdar, þar sem þar er endurtekinn sami klukkutíminn af efni allan sólahringinn.

CNN sker sig þó úr af einni ástæðu. Jú, á þeirri stöð er leiðinlegasti sjónvarpsfréttarmaður í heimi (og þó víðar væri leitað): [Richard Quest](http://www.cnn.com/CNN/anchors_reporters/quest.richard.html)

Ég þooooli ekki Richard Quest!

Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa hversu mikið ég hata Richard Quest. Hann er gjörsamlega óþolandi. [Á þessari síðu](http://www.mikeditto.com/archives/000165.php) er nokkuð góð lýsing á því að hlusta á Quest:

>The experinece of listening to Richard Quest, a CNN Europe anchor, is something akin to what it might be like to scrub my face with a cheese grater. I’m sure he’s a very intelligent guy, but he seems to have only one volume–yell. It seems he has been yelling for so long that he has blown his voice completely out, so he sounds like Harvey Fierstein doing an impression of a British soccer hooligan.

Nákvæmlega!

Ég er núna sífellt minntur á andúð mína á Quest, því ég er að fylgjast með þingi demókrata á CNN. Quest á greinilega að finna einhverjar fyndnar fréttir, en það eina fyndna við þessi skot er hversu hræðilegur hann er. Og í raun er það ekki fyndið, nema manni finnist fyndið að þjást hræðilega.