Ömurlegt!

Já, þetta Samfylkingar prófkjör var algjört prump. Ekkert nema einhverjir leiðinlegir vinstri menn sem komust í efstu sætin. Ég legg núna til að hægri kratar kljúfi sig út úr flokknum og stofni aftur gamla Alþýðuflokkinn.

Ég er þó ánægður með að Ágúst Ólafur komst í sæmilegt sæti. Hefði þó viljað sjá hann ofar. Það er gersamlega ofar mínum skilningi að Mörður Árnason skuli njóta svona mikils fylgis. Heldur hefði ég viljað sjá Helga Hjörvar fyrir ofan hann.

Sem sagt, Jón Baldvin heim og endurreisn Alþýðufloksins. Og allir gömlu Allaballarnir geta gengið í Vinstri- Græna. Annars nenni ég ekki að kjósa í vor.

Nei! Bush er ekki Hitler!

Ármann Jakobsson skrifar á Múrinn fína grein um dauðarefsingu, sem er án efa einn mesti smánarblettur á Bandaríkjunum. Á mínum þrem árum meðal menntaðs fólks í því landi hitti ég ekki einn mann, sem var fylgjandi dauðarefsingu, en samt virðist alltaf meirihluti allra Bandaríkjanna vera fylgjandi refsingunni, sérstaklega eftir að mikið hefur verið fjallað um glæpi í fjölmiðlum.

En auðvitað gengur Ármann fulllangt í grein sinni. Hann stenst ekki freistinguna og líkir Bandaríkjunum á tímum Bush við Þýskaland á tímum Hitler. Hann segir:

„En þetta er glæpamenn,“ sögðu allir Þjóðverjarnir sem vildu ekki trúa því versta á Hitler á sínum tíma. Nákvæmlega sama hugarfar er á bak við hugmyndir Bushdýrkenda allra landa um afslátt á mannréttindum í nafni „stríðs“.

Ég vil endilega benda Ármanni (hann er ekki með email á síðunni sinni) á grein í The Guardian, sem mér fannst mjög góð. Hún heitir: Only one Adolf Hitler. Þar hvetur greinarhöfundur blaðamenn og stjórnmálamenn til að hætta að líkja Saddam, Sharon eða Bush við Hitler; Powell við Chamberlain og svo framvegis.

Ármann segir líka:

Ekki gengur það þó betur en svo að hvergi í heiminum er önnur eins morðalda og í Bandaríkjunum

Þetta er náttúrulega rangt. Manndráp eru auðvitað mun algengari víða í heiminum en í Bandaríkjunum. Til dæmis eru mun fleiri morð framin á Jamaíka, Venezuela og í Kólumbíu. Ég er hins vegar hjartanlega sammála honum í því að þyngri refsingar hafa ekki neikvæð áhrif á glæpatíðni.

Hlutverk Bandaríkjanna

Fareed Zakaria, ritsjóri Newsweek skrifar frábæra grein í The New Yorker, sem ég mæli eindregið með. Hann fjallar um áhrif Bandaríkjanna, sem máttugustu þjóðar veraldar, á mjög áhugaverðan hátt. Greinin er löng en hún er þess virði að lesa.

Hann segir meðal annars:

Without this cloak of respectability, America will face a growing hostility around the world. During the Cold War, many nations disliked or disagreed with America—over Vietnam, for example—but they despised the Soviet Union. The enemy of their enemy was, in the end, their friend. But today, with no alternative ideology and no competitors, America stands alone in the world. Everyone else sits in its shadow. This doesn’t mean that other countries will form military alliances against America; that would be pointless. But countries will obstruct American purposes whenever and in whatever way they can, and the pursuit of American interests will have to be undertaken through coercion rather than consensus. Anti-Americanism will become the global language of political protest—the default ideology of opposition—unifying the world’s discontents and malcontents, some of whom, as we have discovered, can be very dangerous.

“It is better to be feared than loved,” Machiavelli wrote. But he was wrong. The Soviet Union was feared by its allies; the United States was loved, or, at least, liked. Look who’s still around. America has transformed the world with its power but also with its ideals. When China’s pro-democracy protesters gathered in Tiananmen Square, they built a makeshift figure that suggested the Statue of Liberty, not an F-16. America remains the universal nation, the country people across the world believe should speak for universal values. Its image may not be as benign as Americans think, but it is, in the end, better than the alternatives. That is what has made America’s awesome power tolerable to the world for so long. The belief that America is different is its ultimate source of strength. If we mobilize all our awesome powers and lose this one, we will have hegemony—but will it be worth having?

Krugman, Indónesía og Írak

Paul Krugman skrifar pistil í New York Times, sem nefnist Still Living Dangerously

Þar bendir hann á nokkra mjög góða punkta varðandi árásina á Bali og þess hversu litlu stríð við Írak mun breyta í stríðinu gegn hryðjuverkum. Hann bendir á að árásin á Bali muni hafa gríðarleg áhrif á efnhag Indónesíu enda mun ferðamannaiðnaðurinn að öllum líkindum hrynja. Það er svo staðreynd að efnahagskreppur gera hryðjuverkamönnum mun auðveldara með að ná til sín nýju fólki.

Krugman segir svo um Írak og Pakistan

The bomb blast in Bali followed bad news from the world’s second-most-populous Muslim country. Hard-line Islamic parties did unexpectedly well in Pakistan’s election last week, and Pervez Musharraf’s hold on power may be slipping. Do I need to point out that Pakistan is a lot bigger than Iraq, and already has nuclear weapons?

og að lokum:

What’s clear is that the biggest terrorist threat we face is that one or more big Muslim countries will be radicalized. And yet that’s a threat hawks advising the administration don’t seem to take seriously. The administration adviser Richard Perle, quoted by Josh Marshall in The Washington Monthly, brushes off concerns that an invasion of Iraq might undermine the stability of Middle Eastern regimes: “Mubarak is no great shakes. Surely we can do better. . . .”

Meanwhile, plans to invade Iraq proceed. The administration has offered many different explanations, some of them mutually contradictory, for its determination to occupy Baghdad. I think it’s like the man who looks for his keys on the sidewalk, even though he dropped them in a nearby alley, because he can see better under the streetlight. These guys want to fight a conventional war; since Al Qaeda won’t oblige, they’ll attack someone else who will. And watching from the alley, the terrorists are pleased.

Sverrir svarar fyrir sig

Sverrir Jakobsson svarar grein minni á ómálefnalegan hátt einsog þeirra Múrsmanna er von og vísa. Það er alltaf stutt í hrokann þar á bæ enda eru þeir fullvissir um að þeir viti meira um flesta hluti en annað fólk.

Sverri svara flestum punktum mínum með rökunum “nei, þetta er ekki svona“, sem eru ágætis rök. Mótrök mín gætu því verið: “jú, víst”.

Einnig ásakar hann mig um að kunna ekki að lesa. Hann segir:

Hins vegar kann Einar Örn ekki að lesa. Eða hvers vegna kýs hann að kalla pistil um skrif mín og Steinþórs Heiðarssonar um Brasilíu “Sverrir Jakobsson og Brasilía”?

Ég svara nú með beittum mótrökum: “þú kannt sjálfur ekki að lesa!”. Greinin “Sverrir Jakobsson og Brasilía” fjallar einungis um skrif Sverris (hún er skrifuð áður en skrif Steinþór birtust. Greinin “Múrsvitleysa um Brasilíu” er svo svar mitt við grein Steinþórs. Skrif Sverris komu þar ekkert við sögu.

Sverrir heldur svo áfram og telur að kunnátta mín af brasilískum stjórnmálum sé öll tilkomin vegna blaðagreinar í The Economist. Ég tel mig ekki vera neinn sérfræðing um Brasilíu en þekking mín nær þó umtalsvert lengra en þessi blaðagrein í The Economist. Ágúst Flygenring svarar þessu ágætlega á heimasíðu sinni:

Ég legg mig fram við að lesa mismunandi skoðanir og sjónarhorn á hinum ýmsu málum. Ég aftur á móti hef mína skoðun, rétt einsog Sverrir hefur sína, og hún þarf ekkert að vera réttari en hver önnur. Mér finnst hinsvegar sjálfsagt að vitna í og benda á skrif þar sem (mín) skoðun er rökstudd, ef það er vel sett fram og með málefnalegum hætti. Þar sem Sverrir segist lesa The Economist ætti hann að vita að greinarnar þar um Lula setja fram málefnalega gagnrýni, m.a. á það sem Cardosa mistókst að gera (einsog t.d. að bæta lífeyrissjóðakerfinu).

Einnig skýtur Sverrir á hagfræðinga og ásakar þá um vanþroska og að þeir “læri ekkert með aldrinum”.

Það að setja alla hagfræðimenntaða menn svona á sama stall er náttúrulega ótrúlegt. Menntahroki Sverris skín þarna í gegn því hann er greinilega sannfærður um að þeir, sem stundi sagnfræði séu á einhvern hátt upplýstari og klárari en þeir, sem nema hagfræði.

Múrvitleysa um Brasilíu

Ég er kannski farinn að endurtaka sjálfan mig varðandi þessi skrif um Brasilíu. Hins vegar verð ég að svara þeirri vitleysu, sem Steinþór Heiðarsson skrifar á Múrinn í morgun. Pistillinn heitir hvorki meira nér minna en: Stórsigur Lula – afhroð frjálshyggjumanna í Brasilíu. Þar segir m.a.

Stóru tíðindin úr fyrri umferðinni – fyrir utan sigur Lula – eru auðvitað þau að ríflega þrír fjórðu hlutar kjósenda höfnuðu frjálshyggjustefnu sitjandi forseta, Fernando Henrique Cardozo, og forsetaframbjóðanda stjórnar hans.

Þetta er svo mikið bull að það er ekki fyndið. Lula naut aldrei mikils stuðnings meðal brasilísku þjóðarinnar þangað til snemma á þessu ári þegar hann hét því að hann myndi EKKI breyta um efnahagsstefnu. Hann hefur m.ö.o. lofað að halda áfram þeirri frjálshyggjustefnu í efnahagsmálum, sem Cardoso hefur staðið fyrir hingað til.

Einnig skrifar Steinþór:

Að hluta til er það vegna þess að þær eru komnar fram hvort eð er vegna óstjórnar í tíð Cardozos en líka af því að niðurskurðurinn í samfélagslegum verkefnum er að ganga af heilu þjóðfélagshópunum dauðum.

Þarnar hefði Steinþór átt að kynna sér betur staðreyndir málsins. Ég bendi á þessa mynd úr síðasta hefti The Economist. Ég ætla ekki að fara að verja þá hrikalegu misskiptingu auðs, sem ríkir í Brasilíu (mig minnir að Brasilíu sé með mestu misskiptingu auðs í heimi, eða var það Mexíkó?). Hins vegar er hún auðvitað ekki tilkomin á tímum Cardoso. Staðreyndin er sú að hann hefur gert mest allra forseta landsins til að bæta stöðu fátækra. Cardoso naut til að mynda meiri stuðnings meðal fátækra heldur en sósíalistinn Lula. Það var millistéttin, sem studdi Lula. Cardoso lækkaði ungbarnadauða, sendi fleiri börn í skóla og bætti aðbúnað í fátækrahverfum. Mér þætti gaman ef Steinþór gæti bent á þennan “niðurskurð í samfélagslegum verkefnum”, sem Cardoso á að hafa staðið fyrir.

Ég held að Steinþór ætti að kynna sér málin aðeins betur áður en hann lýsir stoltur yfir sigri sósíalismans í Brasilíu.

Sverrir Jakobsson og Brasilía

Sverrir Jakobsson, sem skrifar á Múrinn og eigin heimasíðu fjallar um kosningarnar í Brasilíu og kvartar yfir því að Mogginn sé eitthvað á móti hinum endurfædda sósíalista Lula da Silva. Hann endar stutta færslu sína á þessum orðum. (ég vona að hann verði ekki fúll þótt ég vitni beint í hann:

Ég vona hins vegar að Lula nái kjöri og nái að sveigja efnahagsstjórnun í Brasilíu frá þeirri braut sem alþjóðastofnanir hafa þröngvað upp á landsmenn líkt og aðra íbúa þriðja heimsins. Ekki veitir af.

Ég hef nokkrar athugasemdir við þessa færslu:

Í fyrsta lagi var efnahagsstefna Hernando Cardoso vel heppnuð. Honum tókst að koma niður verðbólgunni og minnka að einhverju leyti fátækt í landinu. Hann bætti heilbrigðiskerfið og nú fara í fyrsta skipti nær öll brasilísk börn í skóla. Honum hefur tekist betur upp en nokkrum forseta landsins.

Í öðru lagi þá þröngvar Alþjóðabankinn ekki efnahagsumbótum uppá lönd. Hann kemur löndum, sem hafa komið sér í vandræði, til aðstoðar með lánum. Eðlilega setur Alþjóðabankinn skilyrði fyrir lánunum í stað þess að ausa peningum í óábyrga stjórnmálamenn. Þessi ráð hafa auðvitað reynst misvel enda eru hagfræðingar ekki fullkomnir frekar en sagnfræðingar.

Í þriðja lagi, þá var Lula kosinn fyrst og fremst vegna þess að hann er ekki eins róttækur og hann var. Hann hefur til að mynda lofað að hann muni ekki breyta efnahagsstefnu Cardoso. Það var fyrst og fremst útaf því, sem fólk treysti honum loks til að stjórna landinu.

Það sýnir líka árangur Cardoso að hann er ennþá mjög vinsæll í landinu. Hann gat þó ekki boðið sig fram aftur vegna takmarkana á setu forseta í embætti.

Það er vonandi að Lula verði farsæll í embætti en það mun honum aðeins takast ef hann heldur áfram á sömu braut og Cardoso í efnahagsmálum.

Lula í The Economist

Lulaeconomist.jpgBesta blað í heimi, The Economist, fjallar í nýjasta heftinu um kosningarnar í Brasilíu og væntanlegan sigur Lula da Silva. Greinin fjallar á mjög jákvæðan hátt um þann ágæta árangur, sem Fernando Cardoso náði í embætti en honum tókst meðal annars að láta verðbólguna hverfa, lækka ungbarnadauða umtalsvert og skipta upp landi þannig að 600.000 fátækir bændur fengu sitt eigið land.

Mörg vandamál Brasilíu eru tilkomin vegna þess að ríkisstjórar landsins hafa eytt langt um efni fram. Cardoso vann á þessu vandamáli með því að neyða þá til að hafa stjórn á fjármálum sínum.

Þrátt fyrir þetta þá bendir blaðið auðvitað á að það sé margt óunnið. Það er nauðsynlegt fyrir Lula að halda áfram á sömu braut og Cardoso í efnahagsmálum, enda hefur mikið áunnist. Blaðið fjallar einnig um ótta fjárfesta við Lula og segir þar.

Given Mr da Silva’s switch to more orthodox economic policies, and the chance that some parts of the current governing coalition will stay, it seems that life under President Lula might not be so different. So why are the markets panic-stricken at the prospect? As Mr da Silva’s lead has increased, the real has fallen to record lows and the spreads on Brazil’s bonds (ie, the interest investors expect on them, above that on US Treasuries) have soared. Investors’ main worry is not that, once in office, Mr da Silva will rip off his moderate garb to reveal his old, fiery, socialist self and declare a debt moratorium. It is that he may be incapable of taking the tough decisions needed to stabilise the debt—imposing a further fiscal squeeze if needed in the short term, while passing difficult reforms, such as cutting the fat pensions of public servants, who tend to vote for him.

Svo er spurning hvort að Lula verði kannski einsog Hugo Chavez, sem hefur reynt að styrkja tengsl lands síns við Kúbu á kostnað samskipta við Bandaríkjanna en hefur engum árangri náð í efnahagsmálum (Lula er góður vinur Chavez og Castro). Eða verður Lula kannski einsog Carlos Menem, sem var í framboði fyrir vinstri flokk (Perónista í Argentínu) en stundaði mikinn markaðsbúskap í embætti.

Vonandi nær Lula betri árangri en þeir menn skiluðu.