Uppboðið – Lokahlutinn

stelpur-midam.jpgÝmislegt hefur gert það að verkum að það hefur dregist hjá mér að klára öll mál í tengslum við [uppboðið](https://www.eoe.is/uppbod), sem ég stóð fyrir í desember. Allavegana, núna ætla ég að klára þau mál. Fyrir það fyrsta, þá var mun meiri vinna að koma hlutunum út en ég hafði gert mér grein fyrir. Enn hafa til að mynda nokkrir hlutir ekki verið sóttir, þrátt fyrir að ég hafi sent fjölda tölvupósta á viðkomandi. Einnig hef ég haft mjög mikið að gera undanfarnar vikur og því hefur þetta tafist. En núna ætla ég að klára málin. 🙂

Fyrir það fyrsta ætla ég að opna á frjáls framlög frá fólki. Í öðru lagi er ég búinn að ákveða hvert peningarnir eiga að fara. Og í þriðja lagi, þá ætla ég að bjóða upp nokkra hluti í viðbót.

* * *

Til að byrja með, þá hefur safnast á uppboðinu alls 310.400 krónur. Einhverjir hlutir voru aldrei sóttir, en þetta er peningurinn sem hefur skilað sér inn. Auk þessa, þá hef ég safnað 100.000, sem er bæði mitt eigið framlag, sem og framlög frá fjölskyldu og vinum.

Upphæðin er því alls komin uppí **410.400 krónur** fyrir lokahlutann.

* * *

Ég hef ákveðið eftir talsverða skoðun að peninguinn fari allur til [OXFAM](http://www.oxfamamerica.org). Ég hef skoðað ansi mörg samtök og Oxfam eru samtök, sem nánast allir tala vel um. Samtökin vinna [útum allan heim](http://www.oxfamamerica.org/whatwedo/where_we_work) en framlagið okkar mun þó fara til starfa í [Mið-Ameríku](http://www.oxfamamerica.org/whatwedo/where_we_work/camexca). Þar vinna samtökin að ýmsum málefnum, sem hægt er að lesa um [hér](http://www.oxfamamerica.org/whatwedo/where_we_work/camexca).

* * *

Ef þú vilt leggja inn framlag í þessa söfnun mína, þá getur þú lagt pening inná reikninginn minn: Reikningurinn er 546-26-1708. Kennitalan mín er 170877-3659. Allur peningurinn mun renna til Oxfam í Mið-Ameríku.

* * *

Varðandi það, sem ég á eftir að bjóða upp
Continue reading Uppboðið – Lokahlutinn

Uppboð: Geisladiskar – pakkar 2

Hérna er það seinni hlutinn í geisladiskauppboðinu, það er það, sem seldist ekki fyrir jól. Aðeins er hægt að bjóða í heila pakka. Það er t.d. allan Pink Floyd pakkann, eða allan Brit Pop pakkann.

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan.

Uppboði lýkur á miðnætti á mánudag.

* * *
Continue reading Uppboð: Geisladiskar – pakkar 2

Uppboð: Geisladiskar – pakkar 1

Jæja, best að klára þessi uppboðsmál. Núna ætla ég að bjóða upp restina af geisladiskunum mínum, sem fóru ekki á uppboðinu fyrir jól. Einungis er hægt að bjóða í heilu pakkana. Það er, þú verður að bjóða í alla diskana í Suður-Ameríkupakkanum eða íslenska pakkanum. Ekki er hægt að bjóða í einstaka diska. Fleiri diskapakkar koma inn á morgun.

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan.

Uppboði lýkur á miðnætti á mánudag.

* * *
Continue reading Uppboð: Geisladiskar – pakkar 1

Móðgum múslima!

[Þetta](http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20060130/SKODANIR0201/60130076/1080) hlýtur að vera asnalegasti pistill, sem Egill Helgason hefur skrifað á Vísi.is: [Birtum fleiri skopmyndir](http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20060130/SKODANIR0201/60130076/1080). Egill fjallar þarna um viðbrögð múslima við því að danskt blað hafi birt skopmynd af Múhameð spámanni.

Egill, sem hefur verið iðinn við að verja kristna íhaldsmenn, en bölvast útí múslimska íhaldsmenn að undanförnu, er ósáttur við viðbrögð múslima við skopmyndinni. Viðbrögðin eru að mörgu leyti öfgakennd, en þó að einhverju leyti skiljanleg, þar sem það þykir ekki til siðs í íslam að reyna að búa til myndir af Múhameð spámanni. Því er skiljanlegt að múslimar móðgist þegar að skopmynd birtist af honum. Ólíkt kristnum mönnum, sem birta kristmyndir útum allt, þá er það bannað í íslam að birta myndir af Múhameð.

Skopteikningar af Múhameð eru því asnalegar og sanna ekki neitt. Þær virðast vera birtar einungis til að móðga múslima og særa. Okkur kann að finnast það bjánalegt að þeir móðgist við slíkt, en svona er það samt. Því er tillaga Egils í lok pistilsins afskaplega skrýtin:

>Það má alls ekki beygja sig fyrir þessu, heldur er eina andsvarið að birta fleiri svona myndir – ofbeldismönnunum mun vaxa í augum að þurfa að ofsækja þúsundir blaðamanna, ritstjóra og netverja. Þið gætuð til dæmis kópíerað myndirnar sem birtist með þessari grein og sett þær sem víðast.

Þarna er Egill væntanlega að gefa í skyn að ofbeldismenn séu þeir einu, sem móðgist við slíkar myndbirtingar. Það er náttúrulega tóm tjara. Fullt af góðu fólki móðgast um leið þegar að trú þeirra er vanvirt. Það kann að vera að okkur finnist þessi trú skrýtin, en það gefur okkur samt ekki leyfi til að gera lítið úr henni. Og það að virtur fjölmiðlamaður leggi til að við reynum að gera sem mest í að móðga múslima er afskaplega kjánalegt.

Sviptur titlinum

Robbie Fowler er kominn [aftur til Liverpool](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2006/01/27/16.58.32/). Það er frétt ársins hingað til. Allavegana hvað mig varðar, en aðrir gætu þó haft annað fréttamat. Hver veit.


Er þetta ekki dálítið [magnað](http://www.ungfruisland.is/fullfrettir.php?id=94&p=1&lang=is):

>Fegurðarsamkeppni Íslands hefur tekið þá ákvörðun að Ólafur Geir Jónsson, Herra Ísland 2005 verði sviptur titlinum og er það í fyrsta sinn í sögu Fegurðarsamkeppni Íslands sem slíkt er gert.

>…

>Ólafur Geir hefur ekki staðið undir þeim væntingum sem keppnin gerir til Herra Íslands ár hvert, en við val hans er leitast við að velja fulltrúa sem er keppninni til sóma bæði hérlendis og erlendis.

Skrýtið, eh? Hérna geturðu [svo lesið](http://www.123.is/oligeir/Default.aspx?page=home&sa=GetRecord&id=9835) um það hvernig þetta kom til. Ef að frásögn Óla er rétt, þá er þetta ansi döpur blaðamennska hjá Hér & Nú.


Ég er að fara út í fyrramálið í vinnuferð til Kölnar. Ég nenni svo innilega ekki að fara strax aftur út, þar sem ég hef ekki verið í viku á Íslandi, en ég þarf þó víst að fara. Verð í Köln fram á miðvikudag.

Ædol

Halli [bendir](http://www.icomefromreykjavik.com/halli/archives/2006/01/apocalypse_er_i.html) á þessa snilld. Úr nýjasta American Idol er það [Crystal Parizanski](http://justjared.blogspot.com/2006/01/crystal-parizanski.html), sem er að slá í gegn.

[Myndbandið með áheyrnarprufu hennar er einfaldlega stórkostlegt](http://justjared.blogspot.com/2006/01/crystal-parizanski.html). Yndislegt!

Prófkjör í Kópavogi

[Jens vinur minn](http://www.jenssigurdsson.com/) er að bjóða sig fram í 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi. Ef þú býrð í Kópavogi, þá mæli ég eindregið með því að þú kjósir hann og fáir jafnvel vini og vandamenn til að gera hið sama.

Jens er nefnilega snillingur!

Hann er afburða greindur og er einn af fáum pólitíkusum, sem hefur áhuga á breiðari línum í pólitík í stað þess að standa í almennu dægurþrasi. Við erum svo oftast sammála um pólitík, sem er jákvætt. Höfum fylgt hægri og vinstri sveiflum hjá hvor öðrum í gegnum árin.

En allavegana, ef þið hafið áhuga á bæjarmálum í Kópavogi (sem ég hef reyndar ekki), þá mæli ég með að þið tékkið á [síðunni hans Jensa](http://www.jenssigurdsson.com/), sem er ekki aðeins ein besta bloggsíða landsins, heldur inniheldur hún líka hugmyndir Jensa og hans stefnu í bæjarmálum.

Áfram Jens!

Íslensk dagskrárgerð

Ef að Party 101 og Splash TV eru þættirnir, sem voru valdir úr hópi tillagna að nýjum þáttum á Sirkus, hvernig voru þá þættirnir, sem var hafnað? Væri það ekki ljómandi sjónvarpsefni að sýna þá. Þeir hljóta að ná hringnum.

Ég bind allavegana vonir við að Gillzenegger bjargi íslenskri dagskrárgerð. Hann er allavegana á tíðum fyndinn penni

* * *

Er fastur á flugvellinum í Malmö. Kom hingað og ætlaði að reyna að flýta fluginu til Stokkhólms, en það tókst ekki. Því er ég fastur í 4 tíma á flugvelli, sem býður ekki uppá neitt. Guði sé lof fyrir þráðlaust net. Og Sirkus!

Sverige

Ég held því fram eftir þennan dag að ég viti meira um barnamat en þú!

* * *

Hitti systur mína og fjölskyldu í gær í Köben. Mikið var það næs. Eyddi deginum í spjall, lét litla frænda minn rústa mér í Playstation og slíkt. Mjög gaman. Tók svo lest yfir til Malmö og hélt að ég myndi sjá Stórabeltisbrúna, sem við fórum víst yfir. Einhvern veginn tókst mér að missa af henni. Veit ekki alveg hvernig það gerðist.

* * *

Þrátt fyrir að ég hafi lært dönsku í 8 ár, þá skil ég ekki orð í talaðri dönsku. Ég skil hins vegar fullt í sænsku. Það þykir mér magnað.

* * *

Á þessari síðu geturðu séð hin ýmsu [svipbrigði Paris Hilton](http://parisfacial.ytmnd.com/). Nokkuð magnað, eh?

Út!

Jæja, fyrsta utanlandsferðin mín í ár er plönuð á morgun. Ætla að eyða næstu dögum í sæluríki jafnaðarmannastefnunnar, Svíþjóð.

Á að fljúga til Köben, þar sem ég ætla að hitta systur mína og fjölskyldu. Þaðan er planið að fara til Malmö á tveggja daga fund. Svo ætla ég að njóta lífsins í Stokkhólmi yfir helgina.

Jei!