Helgi á Grundarfirði

Æ mikið var þetta gaman.

Ég var alveg að tapa mér í einhverri fýlu á föstudaginn og var við það að hætta við að fara í útilegu. Guði sé lof fyrir að ég fór. Ég var að koma heim aftur eftir tvo virkilega skemmtilega daga á Grundarfirði með Serrano starfsfólki. Er sólbrunninn (mér líður allavegana einsog ég sé brunninn, þrátt fyrir að ég líti ekki þannig út), með kvef og fáránlega þreyttur. En mikið skemmti ég mér vel.

Á Grundarfirði var bæjarhátíð, sem var nokkuð vel heppnuð. Allur bærinn, og þá meina ég hvert einasta hús, var skreyttur í einum af fjórum litum, en hverfunum var skipt uppí fjóra hópa og var keppt í skemmtiatriðum og skreytingum á milli bæjarhluta. Nokkuð skemmtilegt konsept og það virtust allir bæjarbúar taka þátt í þessu því öll húsin voru skreytt (sjá [lýsingu hjá önnu.is](http://www.anna.is/weblog/arc/004677.html)).

Við komum þarna á föstudagskvöldinu og um leið og við vorum búin að tjalda fórum við í partý í heimahúsi. Eftir það fórum við svo öll á ball með Sálinni. Sem var æðislegt. Veðrið var svo fáránlega gott að fyrir utan félagsheimilið var stappað af fólki. Þannig að bæði fyrir og eftir ballið eyddi ég heillöngum tíma þar fyrir utan og hitti fulltaf skemmtilegu fólki. Inná ballinu var líka frábært.

Laugardeginum eyddi ég í sundi og rölti um bæinn. Í miðbænum voru skemmtiatriði og tívolí ásamt einhverri kraftakeppni. Veðrið var svo frábært að það að vera úti var eiginlega nóg. Hitt skipti ekki jafn miklu máli. Um kvöldið fór ég svo uppí bústað til vinar míns, þar sem ég borðaði kvöldmat og hitti svo allt fólkið. Fórum í bæinn, drukkum og spjölluðum. Kíktum svo í partý og því næst á skemmtistaðina báða. Fíluðum þá ekki alveg nógu vel, þannig að við enduðum kvöldið hjá tjöldunum okkar. Eftir sund og mat keyrðum við svo í bæinn í dag.

Semsagt, virkilega góð helgi. Ég hafði ekki farið í ferð útúr bænum síðan um síðustu verslunarmannahelgi og sú ferð var ferlega róleg, ólík þessari. Ég þurfti á þessu að halda.

Útilega

Ok, ætla að gleyma öllu því sem pirrar mig í dag, því helgin skal vera skemmtileg.

Er á leiðinni í útilegu. Grundartangifjörður er víst áfangastaðurinn. Þar verður gaman. Eða svo vona ég allavegana. Ég er allavegana kominn í stuttbuxur, svo ég er til í fjörið. Góða helgi! 🙂

Varðhald

Halli: [Íslensk heimska](http://www.icomefromreykjavik.com/halli/archives/000282.html)

>Ímyndið ykkur hortugheitin að Íslendingar haldi að þeir geti auðveldlega keypt sér flugmiða, klætt sig í réttu fötin og farið út í heim að berjast fyrir því sem rétt er, og ef þeir lenda í vandræðum þá segja þeir bara “nei, þú skilur ekki, ég er Íslendingur”.

>Þú ert Íslendingur að blanda þér í mál sem kosta líf tuga manna á hverjum degi. Strætóar eru sprengdir í loft upp, túristar skotnir í hnakkann, og konur pyntaðar og þeim nauðgað. Það skiptir engu máli hvort þú flytjir til Spánar að hjálpa Böskum, kaupir þér vélbyssu og felubúning og fljúgir til Írak að berjast á móti íröskum skæruliðum, eða flytjir til Amsterdam og slæst í för með hústökufólki.

Mér langar að skrifa langan pistil um fréttaflutning af þessari stelpu, sem vondu kallarnir handtóku, en ég nenni því ekki í svona góðu veðri. En pistillinn hans Halla er svosem ágætis innlegg.

Tölvuleikir

Ég hef spilað Grand Theft Auto: San Andreas allmörgum sinnum. Í þeim leik hef ég t.a.m.

* Drepið fólk með sveðju
* Drepið hóp af skólakrökkum með handsprengju
* Lamið gamlar konur til óbóta
* Keyrt yfir hóp af túristum á skriðdreka.

Allt þetta og meira var mögulegt í leiknum. Hins vegar þá hefur hann hingað til ekki verið algjörlega bannaður börnum. Leikurinn var einungis bannaður 17 ára og yngri.

Núna hefur hins vegar verið ákveðið að banna leikinn innan 18 ára. Er það vegna þess að það er hægt að drepa gamlar konur með vélsög? Neibbs. [Ástæðan er að núna er hægt að sjá ber kvenmannsbrjóst í leiknum](http://www.usatoday.com/tech/products/games/2005-07-20-gta-sex_x.htm).

Jamm, fólk er fífl.

Trúarbrögð

Er það ekki botninn á bloggi þegar maður setur inn internet könnun?

Jú, ég held það. En fokk it.

Samkvæmt [þessu prófi](http://quizfarm.com/test.php?q_id=10907) þá ætti ég að vera Búddisti. Maður svara spurningum og svo er hverri trú gefið skor. Svona leit þetta út hjá mér:

Buddism: 67%
Islam: 58%
Judaism: 58%
Paganism: 54%
Afnosticism: 54%
Satanism: 54%
Christianity: 46%
Hinduism: 46%
Atheism: 21%

Semsagt, ég ætti að vera Búddisti, Múslimi eða Gyðingur. Í raun allt annað en Kristinn. Ég ætti frekar að vera *djöfladýrkandi* heldur en Kristinn. Það þykir mér magnað. Sá ekki margar spurningar, sem ættu að benda til þessa. En ég vissi svosem að Kristnin myndi koma neðarlega. Hélt að Íslam yrði í fyrsta sæti, en Búddisminn kemur mér svosem ekkert á óvart.

Þegar ég var skiptinemi í Venezuela fyrir nokkrum árum, heimsóttum ég og vinur minn nokkrum sinnum mosku. Aðalástæðan fyrir því var að við nenntum ekki í skóla og moskan var svo nálægt húsinu okkar. Og jú, við vorum forvitnir. Eiginlega fannst mér flestallt, sem kallarnir töluðu um þar, passa nokkuð vel við mínar skoðanir. Reyndar snérust þær umræður líka um flest nema kvenfyrirlitningu og hryðjuverk, sem flestir tengja við Íslam í dag.

En allavegana, er ekki voðalega trendí að vera Búddisti? Ha?

Bow wow wow yippy yo yippy yay

Ég fór á Snoop Dogg með tveimur vinum mínum á sunnudag. Einn stakk reyndar af eftir smá stund, þannig að við vorum eiginlega bara tveir allan tímann, ég og [PR](http://www.jenssigurdsson.com/). Ég hef fílað Snoop nokkuð lengi. Uppgötvaði hann reyndar ekki þegar hann byrjaði, heldur var það ekki fyrr en 3-4 árum seinna. Þegar það gerðist varð hann strax í miklu uppáhaldi hjá mér.

Við komum inní höllina þegar að Hjálmar voru að klára sitt sett. Þeir voru nokkuð góðir. Frekar fyndin hljómsveit. Þeir líta út einsog Creedence Clearwater Revival, en spila nokkuð skemmtilega tónlist. Held einhvern veginn að tónlistin njóti sín jafnvel betur á tónleikum. Kannski að ég gefi þeim loksins sjens og kaupi plötuna.

Næstir á svið voru Hæsta Höndin. Það atriði var frekar slappt. Til að byrja með heyrðist ekkert í Erp, því míkrafónninn hans var í rugli. Það heyrðist eiginlega bara í þeim, sem gerðu ekkert nema að hrópa með í chorus-num (Sesar A t.d.). Svo komu á svið nokkrir úr Rotweiler hundum. Það var ekki mikið betra, því ekkert heyrðist í Bent í því prógrammi. Það er með ólíkindum að svona klúðrist á svona tónleikum. Sama hversu góðir menn eru á sviði (og þeir voru jú ansi hressir), þá er lítið gaman þegar að það heyrist ekkert í neinum.


Eftir að það atriði klárast var sýnd snotur stuttmynd, þar sem að Snoop svaf hjá tveim gellum og skaut svo aðra þeirra. Í þeirri mynd var víst eitthvað plott, en textinn heyrðist illa sökum slaks hljóðs í höllinni. Snoop kom svo á svið og byrjaði á *Murder was the Case* í nokkuð slappri útgáfu, en eftir það var leiðin hiklaust uppá við. Snoop fór í gegnum mörg af sínum bestu lögum. Flest lögin voru af Doggystyle og svo nokkur af nýju lögunum, sem hann hefur sungið sem dúett með tónlistarmönnum, sem eru vinsælli en hann sjálfur meðal yngstu kynslóðarinnar, svosem *P.I.M.P.*, *Signs* og *Drop it Like It’s Hot*.

Við PR vorum þau auðvitað spenntastir fyrir gömlu Doggystyle og Chronic slögurunum, enda það bestu plöturnar hans Snoop. Hann tók mörg bestu lögin af þeim plötum, svo ég var nokkuð sáttur við prógrammið. Á milli laga gerði Snoop svo mikið úr því að fá salinn til að syngja með sér og hann virtist hafa alla í vasanum. Reyndar gerði hann eiginlega alltof mikið af þessu og þetta var alltof langt. Maður nennir bara að segja “Iceland is da best” og “We love you Snoop” visst mörgum sinnum áður en það verður þreytandi.


Þannig að tónleikarnir voru góðir, ég fékk það sem ég hafði búist við. Ekki síður skemmtilegt var að fylgjast með fólkinu á tónliekunum. Ég hata að hljóma einsog Íhaldsmaður og flestir sem þekkja mig vita að ég er mikill fylgismaður þess að stelpur klæði sig létt og gangi í pilsum, en ég verð hreinlega að vera sammála því sem [Ásgeir Helgi skrifar á Deiglunni í gær](http://www.deiglan.com/index.php?itemid=8860):

>Ég hafði aldrei tekið eftir þessu fyrr, en það er staðreynd að stúlkur, rétt um fermingaraldur klæða sig margar hverjar eins og mellur.

Vandamálið er ekki að fermingarstelpurnar klæði sig einsog þær séu fullorðnari en þær eru, heldur er vandamálið að þær klæðast fötum, sem að stelpur á framhaldsskóla-aldri og uppúr, myndu *aldrei* klæðast nema á grímuballi. Það er alveg ljóst að ef maður hefur sérstakan áhuga á að sjá léttklæddar fermingarstelpur, þá voru tónleikarnir í gær staðurinn til að vera á. Þetta var allavegana nóg til að breyta mér í íhaldsmann í fyrsta skiptið. Kannski er þetta bara aldurinn. Allavegana klæddust stelpurnar ekki svona í minni sveit þegar ég var á þessum aldri. Ég hefði þó sennilega verið alsæll með það ef svo hefði verið.

Aldursbilið var talsvert þrengra en á flestum tónleikum, sem ég hef séð. Þeir allra elstu virtust vera um þrítugt og svo náði þetta niður í um 12-13 ára krakka. Þeir elstu voru auðvitað þarna útaf Doggystyle, en þeir yngri hafa sennilega hrifist af Snoop í gegnum dúettana, sem hann hefur flutt að undanförnu. Allavegana var mest fagnað þegar *Drop it like it’s hot* var spilað, en minna fagnað þegar að *Wit Dre Day* og hans bestu lög komu. Sem er magnað.

Pad Thai

Fokk, hvað Pad Thai á Krua Thai er gott.

Verst að þetta er ekki beinlínis hollasti matur í heimi.

Upptökur

Þetta er búinn að vera skrítinn en skemmtilegur dagur. Fyrir það fyrsta stóðu yfir upptökur á nýjum sjónvarspauglýsingum fyrir vörumerki, sem ég stjórna. Þess vegna var ég óvenju lítið inní vinnu, en var þess í stað niðrí Saga Film, þar sem ég fylgdist upptökum á auglýsingunni.

Hef aldrei fylgst með upptökum á svona auglýsingu fyrr, en þetta var nokkuð skemmtilegt. Þetta er einn af þessum hlutum, sem gera vinnuna mína skemmtilega og brýtur upp daglegt stress. Held að ég hefði hvort eð er ekki höndlað það að vera fyrir framan tölvuna í góða veðrinu, þannig að þetta var kærkomið.


Um hádegi fékk ég svo símtal frá Agli Helgasyni, þar sem hann bað mig um að koma í Ísland í Dag í kvöld til að ræða um [veðurfærsluna mína](https://www.eoe.is/gamalt/2005/07/11/19.18.41). Hann sagði að sér hefði verið bent á þessa færslu og vildi ræða hana við mig. Fyrsta hugsunin var að þetta væri eitthvað djók, en ég þekkti röddina hans, svo að það var ljóst að þetta væri alvara. Ég sagðist auðvitað vera til í þetta.

Þannig að ég fór snemma úr vinnunni, dreif mig heim, rakaði mig og keyrði svo uppá Stöð 2. Mætti voðalega tímanlega þangað uppeftir, en það virðist vera þannig að það gerist ekkert fyrr en að 5 mínútur eru í útsendingu. Þannig að ég sat bara þarna og las Séð & Heyrt. Svo þegar útsendingin var að byrja var ég drifinn í smink og svo inná sett.

Ég er ekki búinn að horfa á þáttinn, ætla að kíkja á hann á Stöð2 + eftir nokkrar mínútur, en mér fannst þetta ganga nokkuð vel. Var settur á móti einum veðurfræðingnum (ekki þó Sigga Storm, einsog Egill talaði um, heldur Guðríður sem flytur líka veðurfréttir á Stöð 2). Ég þuldi þar upp tölfræðina og uppúr því kom smá umræða. Það var þó enginn að mótmæla þessum niðurstöðum mínum. Eiginlega voru allir sammála um þetta. Einu mótmælin voru þau að það væri meiri rigning í Bergen. Svo viðurkenndi veðufræðingurinn að þau reyndu að finna svona tölur, sem myndu líta vel út fyrir Íslendinga. Svo sem alveg skiljanlegt, þar sem hún talaði um að fólk skammaði hana fyrir veðrið útá götu.

En þetta var fínt, fólkið var voða nice og þetta gekk vel fyrir sig. Eina var að þau gleymdu að plögga bloggið mitt. En ég meina hey.


**Uppfært (EÖE)**: Jæja, búinn að horfa á þetta. Þetta var bara nokkuð fínt. Hélt að ég hefði stamað eitthvað á Tíbet-dæminu, en það var voðalega ómerkilegt. Þannig að ég er bara nokkuð sáttur við þetta fyrsta sjónvarpsviðtal mitt.

Í í D

Allir að horfa á Ísland í Dag klukkan 18.18 í kvöld. Umræðuefnið er geysi spennandi: [Leiðinlegasta sumarveður í heimi](https://www.eoe.is/gamalt/2005/07/11/19.18.41/index.php).

Dagurinn í dag

Búinn að þrífa íbúðina mína. Búinn að hlaupa 8 kílómetra í sólinni.

Er á leiðinni í BBQ boð og svo á **SNOOP**!!! Jamm, þetta er góður dagur.


Fór á djammið á föstudaginn. Lá í leti í gær. Hef ekki skrifað á þessa síðu í heila fjóra daga. Magnað að maður skuli ekki hafa meira að segja eftir slíka hvíld.