Ljósmynd

Ómægod, hvað þetta er sniðug mynd af mér. Ljósmyndarinn hefur greinilega verið að reyna að taka mynd af mér, en hann hefur hrasað á síðustu stundu og tekið mynd af stelpunni fyrir framan mig. Svona kemur fyrir bestu ljósmyndara.

Núna ertu hjá mér…

Hvenær var það gert að skyldu að spila “Nínu” með Eyva og Stefáni Hilmars á íslenskum skemmtistöðum?

Ég fór tvisvar á djammið um helgina og bæði kvöldin var lagið spilað, á Sólon og Hverfisbarnum. Dan vinur minn skildi ekki upp né niður þegar hann var að djamma hérna fyrir nokkrum vikum og Nína var spiluð. Einhvern veginn sé ég ekki fyrir mér að fólk inná Circus í Chicago myndi allt í einu hætta að dansa og byrja þess í stað að taka undir með Careless Whisper eða einhverju álíka lagi. Þannig að það er kannski ekki skrítið að hann hafi orðið hissa.

Þetta er allavegana skrítin hefð 🙂

Talandi um tónlist, þá finnst mér nýja Quarashi lagið, Mess It Up, æðislega skemmtilegt. Þeir eru langbestir þegar þeir halda sér frá rokkinu. Og hananú!

Næsta spurning

Vá, mér er farið að líða einsog ég skrifi fyrir Múrinn.

Sanchez hershöfðingi hélt blaðamannafund um morðin á sonum Saddams. Ég tel reyndar að þetta hafi verið farsælasta lausnin, en samt þá vakna ýmsar spurningar. Robert Fisk, átrúnaðargoð þeirra Múrsmanna var á blaðamannafundinum og var nokkuð beittur.

Robert Fisk: Thank you. General, I’d like to try and see if you could address more of the first question which we had from our colleague up front. The Americans are specialists in surrounding places, keeping people in them, holding up for a week, if necessary, to make them surrender. These guys only had, it appears, AK-47s, and you had immense amount of firepower. Surely, the possibility of the immense amount of information they could have given coalition forces, not to mention the trials that they could have been put on for war crimes, held out a much greater possibility of victory for you if you could have surrounded that house and just sat there until they came out, even if they were prepared to keep shooting.

GEN. SANCHEZ: Sir, that is speculation.

Next slide (sic).

Robert Fisk: No, sir, it’s an operational question. Surely you must have considered this much more seriously than you suggested.

GEN. SANCHEZ: Yes, it was considered, and we chose the course of action that we took.

Robert Fisk: Why, sir?

GEN. SANCHEZ: Next slide — or, next question, please.

Jahá. Svo mörg voru þau orð

Waters

Snillingurinn Roger Waters er víst staddur á Íslandi. Því miður ekki til að halda tónleika, heldur til að fara í laxveiði.

Waters var í viðtali á Stöð 2, þar sem hann gladdi mitt hjarta með þeim fréttum að hann væri tilbúinn með mikið af efni á nýja plötu. Íraksstríðið hefur gefið honum innblástur, sem kemur ekki á óvart, þar sem hans síðustu plötur hafa af miklu leyti snúist um stríð.

Ótrúlegt en satt, þá er Waters ekki aðdáandi George Bush

It is an extraordinary time that we live in when the most powerful nation on earth is being led by a moron

Þá er bara að vona að Waters fari að koma efninu út og haldi svo á tónleikaferð. Ég er svo heppinn að hafa séð Waters einu sinni á tónleikum í Houston. Það var ógleymanleg kvöldstund.