Við Hildur fórum að sjá Ben Folds spila í The Vic í gær. Reyndar mættum við aðeins of seint, þar sem við þurftum að bíða nokkuð lengi eftir borði á Mia Francesca.
Tónleikaferðin hans Ben Folds heitir því viðeigandi nafni “ben folds and a piano”, þar sem hann var einn á sviðinu allan tímann með píanóið sitt. Tónleikarnir voru frábærir. Folds er alger snillingur, því honum tekst að koma lögunum sínum frábærlega til skila án þess að notast við trommur né bassa.
Hann tók flest bestu lögin af nýju plötunni sinni, svo sem “Still Fighting It”, “Fred Jones part 2” og “Rocking the Suburbs”, sem að hét upphaflega “Korn Sucks”. Svo tók hann líka gömul lög einsog “Philosophy” og “Best Imitation of Myself”
Ég og Hildur erum að fara í Co-op partí á eftir. Það er partí haldið í co-op húsinu, sem er stórt einbýlishús, þar sem um 30 vinstri-sinnaðir Northwestern nemendur búa. Þar búa m.a. tvær vinkonur mínar, sem kusu báðar Ralph Nader. Það er nokkuð furðulegt að flestir vinir mínir hér eru mjög róttækir. Heima á Íslandi var ég alltaf talinn meðal vinstrimanna í mínum vinahóp. Ég held að allir mínir bestu vinir (-
Ástandið í Kólumbíu þessa dagana er afar athyglisvert. Loksins, eftir þriggja ára samningaviðræður við FARC ákvað Andres Pastrana forseti að ráðast á bækistöðvar skæruliðana.
Sjáið bara hvað Jalen Rose er ánægður með að vera fluttur til alvöru borgar.