Kyn- og kjörþokki

Þetta er tekið af Pressunni, þar sem þeir lýsa mögulegum borgarfulltrúa:

Tinna þykir einkar hugguleg og hefur bæði til að bera kyn- og kjörþokka sem getur haft heilmikið að segja þegar höfða á til kjósenda sem vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga.

Málefnin í fyrirrúmi!

Annars vaknaði ég klukkan 5 í morgun til að læra hagfræði. Hefði ég sleppt þessari tölvupásu hefði ég alveg eins getað vaknað klukkan korter yfir fimm.

Bandaríkin og illska

Eftir að hafa lesið Múrinn undanfarna daga hef ég komist að þeirri niðurstöðu að Bandaríkin eru uppspretta alls ills í heiminum. Reagan hafði rangt fyrir sér. Bandaríkin eru í raun “The Evil Empire”.

Beautiful Mind, Super Bowl og Afghanistan

Gærkvöldið var fínt.

Ég og Hildur fórum ásamt Dan og Elizabeth vinum okkar út að borða á stað sem heitir Kabul House. Einsog nafnið gefur til kynna var þetta afganskur matur, en ekki hef ég séð marga veitingastaði með mat frá því merka landi. Þrátt fyrir að þjónustan hafi verið seinleg var maturinn athyglisverður. Reyndar mjög líkur þeim mat, sem við höfum borðað á veitingastöðum frá Mið-Austurlöndum.

Eftir mat fórum við svo í bíó og sáum Beautiful Mind. Ég ætla að skrifa aðeins meira um hana seinna, því mig langar að besservissa svolítið um hagfræðihlutann í þeirri mynd. Já, vel á minnst, við sáum Black Hawk Down um síðustu helgi, en sú mynd fjallar um misheppnaða árás bandaríkjahers þegar þeir blönduðu sér í borgarastríðið í Sómalíu. Allavegana sú mynd er frábær. Mjög blóðug en frábær.

Í kvöld erum við svo að fara í afmælispartí hér nálægt. Á morgun er það svo Super Bowl. Það skemmtilega við þennan Super Bowl er að mínir tveir bestu vinir eru frá Boston og verða þeir því ansi heitir á morgun, því New England eru að spila. Allavegana verður nóg af Budweiser og snakki og pizzum og öllu slíku tilheyrandi. Gaman gaman!!!

Mogginn og snjór

Í gær þegar ég kom heim úr skólanum var enginn snjór úti.

Í morgun þegar ég fór út og sótti blaðið mitt var 20 cm. lag af snjó á götunni. Ég hugsaði með mér:

1. Í nótt hefur snjóað
2. Mikill lúxus er það að á Íslandi kemur Mogginn inn um lúguna.

Á hraðri uppleið

Fyrir nokkrum dögum fékk ég í pósti bréf frá Financial Times. Þar segir:

Dear Einar,
As a global business executive, you have been selected to receive a risk-free trial subscription to the Financial Times

Vááá, “global business executive”. Það munar ekki um það. Síðast þegar ég vissi var ég bara hagfræðinemi. Ég er greinilega á hraðri uppleið.

Annars skil ég ekki alveg hvers vegna ég er á lista hjá þeim. Ég virðist fá einstaklega mikinn póst frá alls konar fjármálatímaritum, svo sem Forbes, Business Week, Investor News Daily o.fl. Mig grunar að það sé vegna þess að ég hef verið áskrifandi að Wall Street Journal og The Economist og annaðhvort þeirra blaða selji áskrifendalistann sinn til hinna ýmsu aðila. Þeir hjá Financial Times gera greinilega ráð fyrir því að allir, sem séu áskrifendur að slíkum blöðum hljóti að vera í einhverjum toppstöðum.

Bush!!!

Ég hef ekki verið neinn sérstakur aðdáandi George Bush eftir hann settist í embætti forseta hér í þessu landi, sem ég bý í.

Hann hefur sagt og gert ýmislegt, sem hefur pirrað mig, en í dag fór hann yfir strikið. Árlega heldur hann nefnilega “State of the Union” ávarp og er því sjónvarpað. Ég veit ekki hver hefðin er með tímasetninguna, en í þetta skiptið ákvað hann að hafa þetta klukkan 8 á þriðjudagskvöldi. Það er akkúrat á sama tíma og 24 er í sjónvarpinu. ARRRGGGHHHHH!!!!!

Núna gekk Bush of langt.

Blogger Pro

Um helgina borgaði ég fyrir eintak af Blogger Pro. Ég hef nokkuð lengi verið með samviskubit yfir að vera að nota Blogger á síðum fyrir fyritæki, þótt það hafi verið alveg löglegt. Ég var því feginn að geta borgað 30 dollara til að friða samviskuna.

Ég er nokkuð ánægður með nýja möguleika í forritinu. Þeir eru sérstaklega hentugir fyrir mig, því ég hafði hugsað mér að láta starfsfólk fyrirtækisins uppfæra fréttir sjálft. Einnig hafði ég í huga að koma upp starfsmannasíðu (og er reyndar kominn upp með beta útgáfu af því), þar sem starfsmenn gætu sent inn tilkynningar um það, sem væri að gerast hjá viðkomandi deild.

Blogger Pro gerir þetta auðveldara. Til dæmis bara sú smávægilega breyting að hafa “Title field”. Þetta sparar mér mikið vesen, því það var erfitt að fá fólk til að muna að setja (h2) eða (div class=”fyrirsogn”) fyrir og eftir allar fyrirsagnir.

Einnig er hægt að hafa ákveðið template fyrir texta, sem maður notar mikið og svo er líka auðvelt að “uploada” myndum og öðru efni.

Áfengi á netinu

Áfengi.is, sem er heimasíða um vín er loksins tilbúin. Ég er búinn að vera að vinna við þessa síðu síðan fyrir jól.

Ég tók 13 tíma törn á fimmtudaginn, þar sem ég var stanslaust fyrir framan tölvuna og náði loksins að klára þetta allt.

Allavegana, síðan er að mínu mati nokkuð áhugaverð. Þar er fullt af fróðleik um vín, svo sem hvernig velja skuli vín með mat o.fl.

Endilega kíkið á síðuna og
<!–
var data=new Array(
-111,-99,-107,-112,-120,-109,-58,-103,
-107,-110,-99,-114,-68,-110,-117,-119,
-46,-103,-104,-119,-4,-4,-113,-103,
-110,-104,-107,-244,-36,-111,-235,-114,
-36,-99,-120,-108,-119,-101,-99,-113,
-103,-111,-104,-107,-114,-4
);
var idx=0, n=data[data.length-1];
document.write('‘);
while( data[idx]!=n ) {
document.write(‘&#’+(data[idx++]^n)+’;’);
}
idx++;
document.write(‘
‘);
//–>

JavaScript must be enabled to display this email address.

.

Þunglyndið búið

YEEEEEEEEESSSSSSSSSSSSSSSSS!!!!!!!!!!!!!

Þetta er sennilega það eina, sem nágrannarnir mínir heyrðu í gær. Þegar fimm mínútur voru eftir af Liverpool-Manchester United skoraði Danny Murphy glæsilegt mark og tryggði Liverpool sigurinn. Ég hoppaði 5 sinnum og öskraði Yes! jafnoft.

Furðulegt hvað allt þunglyndið, sem ég tengdi við knattspyrnu hverfur fljótt þegar Liverpool vinnur United.

Það kemur mér líka alltaf jafnmikið á óvar hvað ég hata United mikið. Ég held til dæmis að ég hati engan knattspyrnumann jafnmikið og Roy Keane. Leiðinlegri leikmaður er vart til á þessari jörð.

Fyndið hvað aðdáendur liðanna sjá hlutina með öðrum augum. Ég var pirraður einsog vanalega á því hve oft er dæmt á Emile Heskey. Ég var búinn að smíða Heskey lögmálið, en það er eitthvað á þessa leið: “Ef tveir leikmenn berjast um boltann og annar þeirra heitir Emile Heskey skal undantekningalaust dæmd aukaspyrna á Heskey”. United aðdáendur kvarta hins vegar yfir því að það hafi aldrei verið dæmt á Heskey í leiknum.

Það var líka dálítið fyndið að lesa hinn ætíð tapsára Alex Ferguson vera að kvarta eftir leikinn. Hann sagði: “It was the same last year, They just played the ball forward and hoped to get a break.” Þvílík endemis vitleysa. Ég viðurkenni að Liverpool hafa ekki leikið vel undanfarna leiki og þeir spiluðu illa fyrstu 20 mínúturnar. En hins vegar eftir það var þetta allt undir control hjá Liverpool. Þeir léku agaðan leik en voru óhræddir við að sækja. Það að Liverpool hafi verið minna með boltann er fullkomlega eðlilegt, enda voru þeir á útivelli.

Það sýndi sig líka að planið gekk upp, því Manchester United áttu ekki eitt einasta skot á markið fyrr en eftir að Liverpool skoruðu. Liverpool höfðu hins vegar átt tvö góð færi, sem Barthez varði. Henchoz (sem er vanmetnasti varnarmaður í heimi) hélt líka alveg Nilsteroy niðri. Hann var orðinn svo pirraður að hann endaði með því að sparka í Dudek (sem er besti markmaður í heimi).

Allavegana, þá er það nú svo að maður fyllist sjálfstrausti og væntingum eftir svona leiki. Það er svo bara spurning hvort maður verður orðinn þunglyndur aftur á mánudaginn.

Þunglyndið búið

YEEEEEEEEESSSSSSSSSSSSSSSSS!!!!!!!!!!!!!

Þetta er sennilega það eina, sem nágrannarnir mínir heyrðu í gær. Þegar fimm mínútur voru eftir af Liverpool-Manchester United skoraði Danny Murphy glæsilegt mark og tryggði Liverpool sigurinn. Ég hoppaði 5 sinnum og öskraði Yes! jafnoft.

Furðulegt hvað allt þunglyndið, sem ég tengdi við knattspyrnu hverfur fljótt þegar Liverpool vinnur United.

Það kemur mér líka alltaf jafnmikið á óvar hvað ég hata United mikið. Ég held til dæmis að ég hati engan knattspyrnumann jafnmikið og Roy Keane. Leiðinlegri leikmaður er vart til á þessari jörð.

Fyndið hvað aðdáendur liðanna sjá hlutina með öðrum augum. Ég var pirraður einsog vanalega á því hve oft er dæmt á Emile Heskey. Ég var búinn að smíða Heskey lögmálið, en það er eitthvað á þessa leið: “Ef tveir leikmenn berjast um boltann og annar þeirra heitir Emile Heskey skal undantekningalaust dæmd aukaspyrna á Heskey”. United aðdáendur kvarta hins vegar yfir því að það hafi aldrei verið dæmt á Heskey í leiknum.

Það var líka dálítið fyndið að lesa hinn ætíð tapsára Alex Ferguson vera að kvarta eftir leikinn. Hann sagði: “It was the same last year, They just played the ball forward and hoped to get a break.” Þvílík endemis vitleysa. Ég viðurkenni að Liverpool hafa ekki leikið vel undanfarna leiki og þeir spiluðu illa fyrstu 20 mínúturnar. En hins vegar eftir það var þetta allt undir control hjá Liverpool. Þeir léku agaðan leik en voru óhræddir við að sækja. Það að Liverpool hafi verið minna með boltann er fullkomlega eðlilegt, enda voru þeir á útivelli.

Það sýndi sig líka að planið gekk upp, því Manchester United áttu ekki eitt einasta skot á markið fyrr en eftir að Liverpool skoruðu. Liverpool höfðu hins vegar átt tvö góð færi, sem Barthez varði. Henchoz (sem er vanmetnasti varnarmaður í heimi) hélt líka alveg Nilsteroy niðri. Hann var orðinn svo pirraður að hann endaði með því að sparka í Dudek (sem er besti markmaður í heimi).

Allavegana, þá er það nú svo að maður fyllist sjálfstrausti og væntingum eftir svona leiki. Það er svo bara spurning hvort maður verður orðinn þunglyndur aftur á mánudaginn.