Apple búðir

Hið ágæta fyrirtæki Apple, sem er skemmtilegasta tölvufyrirtæki í heimi tilkynnti í dag að flað ætlar að opna 25 Apple búðir um öll Bandaríkin. fietta er í fyrsta skipti, sem Apple opnar sínar eigin búðir.

Fyrsta búðin verður opnuð í Kaliforníu á laugardag.Apple keypti fyrir nokkru pláss á Michigan Avenue hér í Chicago, sem er án efa flottasta verslunargata í Bandaríkjunum (5th. avenue hvað?). Enn er ekki búið að tilkynna hvenær sú búð opnar. Það er þó víst að ég verð ennflá tilbúnari að fara í verslunarferðir með Hildi flegar sú búð verður opnuð. fiá hef ég bæði Apple búðina, Sony búðina og Virgin til að eyða tímanum. Nýju Apple búðirnar eru einstaklega flottar og smekklegar, einsog reyndar allt frá Apple. Hér er hægt að sjá myndir af nýju búðunum.

Shenis

Ég var að hlusta á Howard Stern á leiðinni í skólann í morgun. Hann var að taka viðtal við konu, sem fann upp þetta tól. Það eru ekki allir heilbrigðir.

U2

U2Við Hildur erum á morgun að fara að sjá U2, sem verða að spila í United Center, sem er Chicago Bulls höllin. Þetta eru síðustu af fjórum tónleikum, sem þeir halda hérna í Chicago. Það seldist einmitt upp á flessa fjóra tónleika á tæpum klukkutíma.

Líklega verða um 30.000 manns á hverjum tónleikum. Það er búinn að vera draumur hjá mér að sjá U2 alveg síðan ég man eftir mér. Einnig er frábært að þeir séu að fylgja eftir jafn góðri plötu og “All that you can’t leave behind” er. Það verður gaman að heyra “Beautiful Day”, “Walk On”, “Stuck in a moment”, ásamt öllum gömlu lögunum.

Boeing og Chicago

Það er búin að vera mikil spenna undanfarið um það hvert Boeing myndi flytja höfuðstöðvar sínar, en þeir lýstu því yfir fyrir nokkrum vikum að þeir myndu flytja frá Seattle. Í gær kom það svo í ljós að þeir ætla að flytja til Chicago.

Það er margt sem spilar inní, svo sem skattahlunnindi og gæði háskóla í nágrenni (U of Chicago og Northwestern eru báðir meðal virtustu MBA og verkfræði skólanna í landinu).

Ef ég verð einhvern tímann forstjóri stórfyrirtækis, þá ætla ég að gera einsog Boeing. Tilkynna að ég ætli að flytja höfuðstöðvarnar, því það er augljóst að stjórnmálamenn gera ansi mikið til að laða fyrirtæki til sinnar borgar. Eftir flutningana verður Boeing stærsta fyrirtæki í Chicago, með meiri veltu en McDonald’s, Motorola og Sears.

Árekstur

Þegar mamma og pabbi voru hérna um helgina lentum við í árekstri á leiðinni niður í bæ. Við vorum í leigubíl, föst í umferðinni flegar tveir bílar klesstu aftan á okkur. Stelpan, sem var í aftari bílnum var ekki með ökuskírteini.

Auk þess var bíllinn ótryggður og bremsurnar voru bilaðar. Ég fékk í dag bréf frá tryggingafyrirtækinu, þar sem ég var beðinn um að vera vitni. Kannski hefði maður átt að gera sér upp hálsmeiðsli og svo kært stelpuna. Ætli ég sé ekki alltof heiðarlegur.

Liverpool heimasíða

Nýja Liverpool heimasíðan, Liverpoolfc.tv er alger snilld. Ég er búinn að vera að horfa á fullt af viðtölum við leikmenn og fleira slíkt. Gaman að hlusta á leikmennina, t.d. er varla hægt að skilja hvað sumir ensku leikmennirnir eru að segja (t.d. Jamie Carragher). Einnig vissi ég ekki að Stephane Henchoz væri með svona fáránlega franskan hreim. Ho ho ho.

Sigurrós í Chicago

Ég og Hildur fórum á sunnudaginn að sjá Sigurrós spila í Park West, sem er í Lincoln Park hverfinu hérna í Chicago. Þessi staður er með skemmtilegri tónlistarstöðum hérna í borg, en hann tekur 750 manns í sæti. Staðurinn var troðfullur enda var uppselt mánuði fyrir tónleikana.

Sigurrós komu á svið um 9 leytið. þeir byrjuðu á frábærri útgáfu af “Ný Batterí”. Jónsi, söngvarinn var hreint ótrúlegur í því lagi, sem og öllum hinum. Reyndar tók hann sér frí í tveimur lögum og Steindór Andersen, sem ég veit ekki hver er, kom og tók einhver lög, sem ég held að séu gömul þjóðlög og var það alveg magnað.

Eftir þrjú lög bættist svo við strengjasveit, sem spilaði með Sigurrós út alla tónleikana. þeir spiluðu í um 90 mínútur á fullum krafti. Það kom mér reyndar á óvart, hversu mikill kraftur var í tónlistinni. Ágætis Byrjun er mjög róleg plata, en sum lögin þróuðust útí mikið og þungt rokk, þá sérstaklega lokalagið. Eftir að þeir hættu var svo klappað stanslaust í fimm mínútur og komu strákarnir aftur á sviðið og hneigðu sig, en tóku engin aukalög.

Það eina, sem olli mér pínkulitlum vonbrigðum var að þeir tóku ekki Ágætis Byrjun, sem er mitt uppáhaldslag með þeim, en lögin sem þeir tóku á tónleikunum voru öll svo mögnuð að það breytti ekki miklu. þessi hljómsveit er hreint ótrúlega góð.