Myndbönd í ræktinni

Á morgnana þegar ég hleyp inní World Class er ég vanalega með iPod í eyrunum. Oft á ég erfitt með að einbeita mér og augun leita á sjónvarpstækin þar sem ekki er nú mikið úrval af sætum stelpum á réttum aldri á þeim tíma, sem ég er þarna rétt fyrir hádegið (þó var smá vonarglæta í morgun, en það er annað mál).

Allavegana, maður byrjar ósjálfrátt að horfa á sjónvarpið þar sem PoppTV er vanalega í gangi.

Til þess að gera þessi langhlaup bærilegri fyrir mig, þá legg ég til við stjórn PoppTV eftirfarandi breytingar:

BANNA ALGERLEGA ÞETTA MYNDBAND MEÐ COLDPLAY!!!

Hafa í staðinn myndbönd með Pussycat Dolls á repeat allan tímann. Sérstaklega myndbönd þar sem [aðalsöngkonan](http://g.jubii.dk/big/Pussycat-Dolls/140816.jpg) er nánast sú eina, sem birtist. Meira af henni, minna af hinum – segi ég! Það má t.d. nota [þetta myndband](http://www.ifilm.com/player?ifilmId=2742081&refsite=7181).

Takk.

Change of plans

beach-th.jpgÞegar ég byrjaði að skipuleggja fríið mitt fyrir nokkrum mánuðum var ég í góðu sambandi með stelpu, sem ég trúði að myndi endast. Þrátt fyrir að vera í sambandi var ég samt ákveðinn í að ferðast einn því að kærastan mín gat ekki komist með vegna skóla.

Þegar ég byrjaði að skipuleggja þetta allt, þá fannst mér það hljóma rosalega vel að fara til Indlands og Nepal. Fara í langar gönguferðir uppað grunnbúðum Everest, fara til múslimalanda einsog Bangladesh (enginn bjór) og fleira slíkt.

En núna þegar ég er ekki lengur í sambandi, þá breytast hlutirnir. Ég fann eftir að sambandið endaði að ég var ekkert sérstaklega spenntur fyrir ferðinni. Og þess vegna ákvað ég eitt kvöldið að breyta algerlega um stefnu. Fékk smá ráðleggingar frá stelpu sem hefur ferðast um svæðin og ákvað að breyta. Því er ég núna að fara í tveggja mánaða ferðalag um…

Suð-Austur Asíu

Þetta er auðvitað AÐAL bakpokaferðalags-staðurinn, fullur af Evrópubúum, Könum og Áströlum með Lonely Planet bækur á lofti. Og af einhverjum ástæðum, þá þykir mér það alveg æðislega heillandi þessa stundina.

Ég hugsaði til síðasta ferðalags og hvenær mér leið best þá. Ég held að það hafi verið á Roatan í Hondúras. Þar kynntist ég fulltaf skemmtilegu fólki (og kærustu reyndar líka), slappaði af í strandbæ, lærði að kafa og djammaði svo á ströndinni á kvöldin. Það var æði og ég held að það séu varla til betri staðir en eyjarnar í kringum Tæland til að upplifa eitthvað svipað.

Þannig að planið er eitthvað á þessa leið: Fljúga til Bangkok og skoða mig um þar. Fara svo til Kambódíu (Pnom Penh, strandbæir og Angkor Wat) og fikra mig svo frá Suður-Víetnam alla leið upp til Hanoi, þaðan sem ég myndi taka flug til Bangkok. Þessi partur á að taka um mánuð.

Svo er planið að eyða seinni mánuðinum á Tælandi. Skoða landið, heimsækja fullt af eyjum, kafa, djamma og skoða lífið. Ef ég hef einhvern tíma gæti ég svo kannski kíkt líka yfir til Malasíu. En ég ætla ekki að plana þetta of mikið, heldur hafa bara mjög rúman tíma. Held að tveir mánuðir fyrir 3 lönd séu ágætis tími og að ég ætti að geta séð fulltaf hlutum.

Ég er orðinn alveg hrikalega spenntur!!!

Neðansjávarmyndir

Veit einhver hvar ég get keypt [svona vatnsheldan kassa](http://www.amazon.com/gp/product/B000EVQ0PO/ref=sr_11_1/102-0319617-6090526?ie=UTF8) utan um myndavélina, sem ég ætla að kaupa mér?

B000EVQ0PO.01._AA280_SCLZZZZZZZ_V57070691_.jpg

Ég get ekki keypt þetta í gegnum Amazon UK þar sem þeir telja þetta vera raftæki og senda því ekki til Íslands. Ég þarf helst að kaupa þetta á næstu tveim vikum.

12 kíló af hassi

Það er margt í þessum heimi, sem ég skil ekki.

Til dæmis það af hverju að [Íslendingur reynir að fljúga frá Amsterdam til Sao Paolo í Brasilíu](http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1219462) með 12 kíló af hassi í farangrinum! Af hverju reyna menn að smygla hassi með flugi? Og það til Brasilíu, sem á landamæri að Bólivíu, Kólumbíu, Venezuela, Perú og fleiri löndum þar sem framboð á þessu efni er ansi gott. Þetta er ótrúlega magnað.

Efsta stig þynnku

Undanfarnar tvær helgar hefur þynnkan hjá mér náð ákveðnu hámarki. Vanalega hefur þynnkan lýst sér í nokkuð slæmum hausverk, sem sæmilega auðvelt er að losna við. Í gær og síðasta sunnudag var þó toppnum náð. Þynnkan var svo slæm að **ég gat ekki horft á leik með Liverpool!**

Fyrir ykkur, sem þekkið mig persónulega þá ættuð þið að vita að það þarf eitthvað ansi magnað til að halda mér frá því að horfa á leik með uppáhaldsliðinu mínu. Ég skipulegg vanalega minn tíma til að þurfa ekki að missa af einum einasta leik. Bæði í gær og síðasta sunnudag stillti ég vekjaraklukkuna mína samviskusamlega rétt fyrir leik og fór fram og kveikti á sjónvarpinu. Yfir Chelsea leiknum entist ég í 60 mínútur, en í gær entist ég bara fyrri hálfleikinn. Í bæði skiptin leið mér einsog ég væri að deyja áður en ég skreið aftur uppí rúm.

Ég komst ekki útúr húsi fyrr en um 6 leytið í gær. Labbaði þá útí Vesturbæjarlaug og sat í heita pottnum í hálftíma (n.b. það vantar fleiri sætar stelpur í Vesturbæjarlaugina! Þetta er lykilatriði!) og labbaði svo niður á Hamborgarabúllu þar sem hamborgari í kvöldmat var fyrsta fasta fæðan mín þann daginn.


Tvær síðustu helgar hef ég byrjað djammið á Barnum. Er ekki alveg að fatta þann stað. Hef líka heimsótt Q-bar, Celtic Cross, Hressó, Hverfisbarinn, Sólon, Sólon aftur, 11 og Vegamót á þessum tveim djömmum. Það sýnir manni væntanlega að ég er ekki að fíla neinn einn stað neitt alltof vel.


Annars hljóta þessar fyrstu vikur eftir að samband endar að vera einhverjar verstu vikur í lífi manns. Þessar síðustu hafa allavegana verið afskaplega slæmar. Maður þarf að venjast því að búa aftur einn, að sofa einn, að hafa ekki alltaf einhvern til að tala við. Ég þarf að venjast þögninni aftur og einhvern er erfitt að finna “silver-lining” á þessu öllu saman.

Æji fokkit, þetta hlýtur að batna með dögunum eða vikunum. Svo er ég líka að fara í frí eftir stuttan tíma. Ég er reyndar búinn að breyta öllu varðandi það frí, svona í ljósi breyttra aðstæðna í mínu einkalífi. Skrifa um það á næstu dögum.


Fyrir einhverjum dögum var ég að kvarta yfir því að mig vantaði nýjan sjónvarpsþátt til að horfa á. Jæja, ég fann hvorki meira né minna en mestu snilld í amerísku sjónvarpi: [Entourage](http://www.hbo.com/entourage/), sem sýndir eru á HBO. Þátturinn fjallar um þrjá stráka, sem eru á sama aldri og ég og bróður eins þeirra. Einn af strákunum er kvikmyndastjarna í Hollywood en hinir þrír “vinna” fyrir hann.

Þetta eru svo lygilega skemmtilegir þættir að ég verð að hemja mig frá því að horfa ekki á marga í röð. Er búinn að horfa á fyrstu 10 af 33.

Þróunarkenningin

[Vísindablað hefur gefið út](http://scienceblogs.com/strangerfruit/2006/08/go_usa_were_2_kind_of.php) niðurstöður í könnun þar sem athugað er hvort fólk trúi á þróunarkenninguna.

Ísland er efst á listanum – en um 80% Íslendinga virðast trúa á þróunarkenninguna.

figure.gif

Samkvæmt þessum sama lista þá trúa *minna en 40% Bandaríkjamanna á þróunarkenninguna*. Magnað!

Fegurðardrottning, penthouse íbúð og sportbílar

Kosturinn við að fara í klippingu á margra mánaða fresti einsog ég geri er sá að ég hef alltaf nóg af lesefni, því ég get farið í gegnum slúðurblöð síðustu vikna. Í Hér & Nú fyrir einhverjum dögum birtist viðtal við íslenska stelpu. Þar segir m.a.

screenshot001.jpg

Ok, meikar sense. Hún heillast fyrst og fremst af einlægum og heiðarlegum strákum og segjist sjá í gegnum glamúr heiminn. Hún neitar svo í framhaldinu að tjá sig um einkalíf og strákamál í viðtalinu. Viðtalið endar svo svona:

screenshot2.jpeg

Allt frekar saklaust. Það er tekið fram að hún hlær í enda setningarinnar, þannig að hún er væntanlega að gantast með það að sportbílar og penthouse íbúðir séu hlutir, sem henni finnst vera mikilvægir í lífinu. Fyrir þetta viðtal fær hún sæta mynd af sér á forsíðunni með þessari fyrirsögn:

**Sportbíll og Penthouse er það sem gleður mig**

Semsagt, blaðamenn H&N láta það líta einsog þetta sé beint kvót í hana, sem er rugl. Þetta er umorðuð setning, sem hún *sagði í gríni*.

Ætli megi ekki ætla að svona 30 sinnum fleiri sjái forsíðu Hér & Nú en lesi blaðið. Það þýðir að yfirgnæfandi meirihluti fólks fær það sama á tilfinninguna og ég fyrst þegar ég sá forsíðuna – það er að Tinna væri að tala um hrifningu sína á strákum, sem ættu sportbíla og penthouse íbúð. Allavegana skildu einhverjir lesendur hjá [Katrínu þetta þannig](http://www.katrin.is/?t=athugasemdir&nid=6404). Það er ólíklegt að almenningur fái mikið álit á henni við að fá þær upplýsingar.

Það má vel vera að hún hafi samþykkt þessa fyrirsögn og að þessi lýsing smellpassi við hana. En af viðtalinu að dæma, þá virkar þetta ansi ósanngjarnt.

The Office

Fyrir aðdáendur bresku Office þáttanna, þá er þetta himnasending. Gervais og Merchant gerðu fyrr á þessu ári myndbönd fyrir Microsoft, þar sem David Brent er ráðinn sem stjórnunar-ráðgjafi hjá Microsoft. Hægt er að nálgast myndböndin hér: [1](http://www.ifilm.com/player/?ifilmId=2751040&pg=default&skin=default&refsite=default&mediaSize=default&context=product&launchVal=1&data=) og [2](http://www.ifilm.com/player/?ifilmId=2751041&pg=default&skin=default&refsite=default&mediaSize=default&context=product&launchVal=1&data=)


Og hvað á [þetta að þýða](http://news.bbc.co.uk/2/hi/south_asia/4782525.stm) stuttu fyrir Indlandsferð mína? Djöfulsins hryðjuverkabjánar.

Hágæða sjónvarpsefni

Horfir einhver á The Bachelor lengur?

Þá meina ég fyrir utan MIG? Ég er búinn að sætta mig við að ég er með sérstakan veikleika fyrir drasl sjónvarpsefni. Sérstaklega drasl raunveruleikasjónvarpsefni. Allavegana, þá er þessi sería ekkert búin að vera neitt sérstaklega skemmtileg. Stelpurnar eru að eltast við 29 ára gamlan New York búa, sem mér finnst hvorki vera sérstaklega áhugaverður, myndarlegur né skemmtilegur.

Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að stelpurnar eru algjörlega að tapa sér yfir honum. Þetta styður ennfrekar þá kenningu mína að ef sett væri upp keppni þar sem að stelpur ættu að keppa um athygli meðalgreinds simpansa, þá myndu þær gera hvað sem er til að heilla hann, þó ekki væri nema eingöngu til þess að “vinna” hinar stelpurnar. Núna þegar ég er að koma útúr semi-löngu sambandi, þá fyllir það mig bjartsýni á lífið og tilveruna að sjá stelpur tapa sér yfir svona gaur.

Reglurnar í þætttinum eru breyttar þannig að núna þarf piparsveinninn ekki að klæðast jakkafötum við rósaafhendingu heldur má hann vera eins hallærislega klæddur og hann mögulega getur við öll tilefni. Einnig afhendir hann rósir á hópstefnumótum þeirri stelpu, sem mætir í flegnasta bolnum.

Í þættinum í kvöld sendi batselorinn einu einstæðu móðurina í þáttunum heim. Ég var alveg klár á því frá upphafi að hann myndi ekki velja hana útaf barninu. Hann hefur eflaust viljað halda henni í smá tíma til að líta ekki illa út, en á endanum var það ljóst að hún myndi fara. Það var eiginlega of augljóst. Það sýnir kannski muninn á Íslandi og USA hvernig samsetningin á keppendunum er, því í íslenska þættinum voru ansi margar einstæðar mæður en í þeim bandaríska þykir það fréttaefni að ein einstæð móðir sé með í keppninni. Stelpan var líka alltof óörugg með það að hún væri einstæð móðir. Talaði um lítið annað og gaf honum stöðug tækifæri á að losna.


Í annað skipti á innan við ári er í dag viðtal við mig í dagblaði á Íslandi. Líkt og í fyrra viðtalinu er myndin af mér hreinn hryllingur. Ég ætlaði að reyna að læra af reynslu fyrra viðtalsins og brosa, en ég gat það ekki. Ég reyndi og úr varð eitthvað asnalegt hálfbros. Ég held að ég sé um það bil að gefa súpermódel drauminn uppá bátinn. En ekki enn! EKKI ENN!


Vá, fyrsti vinningur í Happdrætti DAS er…. [Hummer jeppi](http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20060811/FRETTIR01/60811010/1091). Akkúrat það sem við þurfum meira af!