Breaking News

*Nú skiptum við “live” til Lundúna!*

“Gott kvöld. Hér í London er allt með kyrrum kjörum. Þó eru helstu tíðindin sú að Halldór Ásgrímsson er á Stamford Bridge. Ég endurtek, Halldór Ásgrímsson er á Stamford Bridge!!! Og hann ætlar að horfa á fótbolta í kvöld! Ég endurtek, *fótbolta*”

*Fyrirgefið, við þurfum að rjúfa útsendingu frá Lundúnum*

“Í dómssal í Reykjavík er ákæruvaldið að rífast við sakborninga útaf innflutningi á fjórum bílum. Ég endurtek, innflutning á *fjórum bílum*.”

*Fleira er ekki í fréttum í kvöld.*

Múrinn og Hugo

Chavez11.jpgÞau á Múrnum virðast hafa afskaplega veikan blett fyrir Hugo Chávez. Af hverju er erfitt að skilja.

Í dag er á Múrnum grein, þar sem agnúast er útí (að mínu mati hálf kjánalegar) yfirlýsingar Condoleeza Rice um Hugo Chávez: [Rice finnur rauðu hættuna í suðri](http://www.murinn.is/eldra_b.asp?nr=1886&gerd=Frettir&arg=7). Í þeirri grein er að finna marga skringilega punkta (feitletranir mínar):

>Rice sagði að ríkisstjórn Chávez væri ógn við lýðræðið í þessum heimshluta og að valdhafar í Caracas hvettu stjórnvöld annarra ríkja til að feta sig út af braut lýðræðislegra stjórnarhátta. **Það virðist því hafa farið framhjá fólki í Hvíta húsinu að Hugo Chávez var kjörinn forseti Venesúela í lýðræðislegum kosningum á sínum tíma, vann með yfirburðum þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem landsmönnum gafst kostur á að lýsa á hann vantrausti og að flokkarnir sem styðja ríkisstjórn Chávez unnu stórsigur í þingkosningum í byrjun desember á síðasta ári.** Framlag Bandaríkjastjórnar til varnar lýðræðinu þá var að hvetja stjórnarandstöðuflokkana til að sniðganga kosningarnar, sem þeir gerðu með þessum ljómandi góða árangri

Chávez **ER** ógn við lýðræðið. Þrátt fyrir að hann sé á móti Bandaríkjunum, þá þýðir það ekki að hann sé góður gæi. Já, hann vann lýðræðislegar kosningar, en það afsakar hins vegar ekki hvað hann hefur gert síðan hann komst til valda.

Bara til að nefna nokkra hluti, þá hefur Chávez t.d. lagt niður eftri deild þingsins í Venezuela, þannig að núna þarf hann bara að fara í gegnum eina deild með ný lög. Vegna þess að hann hafði aðeins lítinn meirihluta á þingi í upphafi, þá breytti hann lögunum þannig að nú þarf ekki lengur 2/3 atkvæða til að breyta lögum, heldur aðeins einfaldan meirihluta. Hann hefur nú algjöra stjórn á hernum, en þingið hafði áður hlutverk í stjórn hersins. Chávez stjórnar einnig stofnuninni, sem sér um kosningar í Venezuela.

Chávez hefur gefið sjálfum sér leyfi til að reka dómara og hefur lengt kjörtímabilið sitt um eitt ár. Hann hefur stækkað hæstarétt úr 20 í 32 dómurum og með því fyllt réttinn af dómurum hliðhollum sjálfum sér. Hugo Chávez ER ógn við lýðræðið í þessum heimshluta. Hversu mikið þarf hann eiginlega að gera að mati Múrsverja til að teljast ógn við lýðræði?

>Rice sagði ennfremur að hin nánu tengsl Venesúela og Kúbu væru „sérstaklega hættuleg“ og að „alþjóðasamfélagið“ yrði að vera betur á verði fyrir hönd almennings í Venesúela. Ekki er ljóst hverjum er hætta búin af þessum tengslum

Hvað með fólkinu sjálfu í landinu? Fólki, sem gat mótmælt í Venezuela. Það þykir hreint ekki svo sjálfsagt í dag að mótmæla í Venezuela í dag og pólitískum föngum hefur fjölgað undir stjórn Hugo Cavez. Hægt er að handtaka fólk ef það sýnir embættismönnum “vanvirðingu”. Auðvitað er ástandið í Venezuela, hvað varðar réttindi borgaranna til að mótmæla, ekki jafn slæmt og á Kúbu, en Chávez hefur ítrekað líst aðdáun sinni á Castro og hans stjórnarháttum. Hann hefur ekki (allavegana ekki svo ég viti) mótmælt meðferð Fidels á pólitískum andstæðingum sínum.

>Vissulega er það fleira sem stjórnin í Caracas hefur gert til að skaprauna George W. Bush og félögum. Til dæmis lagði hún líknarfélögum til ódýra olíu til húshitunar fyrir fátækt fólk í Bandaríkjunum fyrr í vetur og hefur keypt heilbrigðisþjónustu af Kúbverjum í stórum stíl.

Hvað nákvæmlega hefur SH fyrir sér í þessu? Getur hann nefnt einhver dæmi þess að GWB hafi pirrað sig útí að Venezuela hafi selt ódýra olíu til líknarfélaga? Eða er þetta bara byggt á almennum sleggjudómum, sem þeir á Múrnum virðast stundum hafa útí allt og alla, sem koma frá Bandaríkjunum?

>Ekki þarf að efast um að ríkisstjórn Hugo Chávez verðskuldi ýmiss konar gagnrýni eins og allar aðrar ríkisstjórnir.

Hvaða bull er þetta eiginlega? Á sama hátt væri hægt að skrifa að ríkisstjórnin í Norður Kóreu ætti skilið gagnrýni einsog allar aðrar ríkisstjórnir. Málið er auðvitað að ríkisstjórnin í Venezulea á skilið margfalt meiri gagnrýni en flestar aðrar ríkisstjórnir. Það er ekki hægt að gera lítið úr réttmætri gagnrýni á Chávez með því að halda því fram að allar ríkisstjórnir eigi skilið gagnrýni.

Þeir á Múrnum virðast hafa skringilega veikan blett fyrir Hugo Chávez. Já, Hugo hefur haldið úti verkefnum, sem hafa skilað einhverju til fátæks fólks í landinu. En hann hefur getað leyft sér þau verkefni vegna gríðarlega hás olíuverðs. Og já, hann er töffari, sem dissar Bandaríkin. (og já, hann fílar basbeall – að mínu mati mikill kostur)

En ef ekki væri fyrir hátt olíuverð, þá væri þessi bólívarska bylting hans farin á hausinn og það sem eftir stæði væri að lýðræðið í Venezuela stendur umtalsvert veikari fótum en áður.

Hvalkjöt á diskinn minn (hóst)

Ég get hreinlega ekki lengur verið með línurit sem efstu færslu á þessari bloggsíðu. Verð bara að skrifa…um eitthvað.

Allavegana…

Á miðvikudaginn var ég með útlendinga í mat á Humarhúsinu. Það er ekki frásögu færandi nema fyrir eina staðreynd. Á matseðli Humarhússins er nefnilega boðið uppá hvalkjöt í forrétt (ásamt hrossakjöti – “namminamm” ). Ég hvatti útlendingana til að prófa án teljandi árangurs. Þegar þau svo spurðu mig nánar útí hvalkjötið, þá komst ég að því að ég hafði sjálfur aldrei prófað hval.

Ég hef hins vegar verið undir stanslausum áróðri íslenskra yfirvalda og hvalveiðiáhugamanna nær allt mitt líf. Sá áróður gengur útá tvennt: 1) Hvalkjöt bragðast yndislega, hreinlega einsog besta nautasteik (þetta með nautasteikina hef ég heyrt svona 100 sinnum) – og 2) Hvalkjöt er brjálæðsilega vinsælt og selst alltaf upp í verslunum um leið og það er til.

Ég vissi að seinni punkturinn væri tómt þvaður, en var ekki viss um þann fyrri.

Ég ákvað að prófa matinn. Hvalkjötið kom á borðið að japönskum stíl, hrátt, borið fram með soja sósu og wasabi. Það er skemmst frá því að segja að kjötið var *viðbjóður*. Ekki alveg jafnviðbjóðslegt og [skata](https://www.eoe.is/gamalt/2005/12/23/14.39.38) (sem fólk hafði líka logið að mér að væri yndisleg á bragðið), en samt verulega vont.

*(Ég tek það fram að þetta vonda bragð var svo sannarlega ekki matreiðslumönnum á Humarhúsinu að kenna, enda maturinn þar (með þessari einu undantekningu) algjörlega frábær. Einnig var þjónustan frábær, því um leið og þjónninn sá að ég borðaði ekki kjötið, þá bauð hún mér uppá fulla endurgreiðslu.)*

Hvalkjöt er ekki nálægt því að bragðast einsog “besta nautakjöt” einsog spunameistararnir hafa haldið fram. Já, það lítur svipað út, en bragðið er ekki nálægt því. Ég er hreinlega hættur að taka fólk trúanlega þegar það talar um að þjóðlegur íslenskur matur sé góður. Ég hef því ákveðið að prófa ekki restina af þessu þjóðlega gumsi, sem menn halda fram að sé einsog sælgæti á bragðið. Þetta á því við um hákarl, hrútspunga og allt þetta jukk, sem ég hef ekki prófað síðan að ég bragðlaukarnir mínir þróuðust frá því að þykja sandur góður á bragðið.

p.s. Bendi líka á [þessa grein í Grapevine](http://www.grapevine.is/Undirflokkar.aspx?id=1063), sem fjallar að hluta til um jákvæðar hvalaveiðgreinar á vísi.is

Roger Waters til Íslands!

Roger_Waters_09.09.1943.gifJess jess JESSSSSS!!!!!

[Roger Waters spilar í Egilshöll 12. júní](http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1185457)!!!

Fyrir þá, sem ekki vita þá var Roger Waters bassaleikari og aðallagahöfundur Pink Floyd á helsta blómaskeiði hljómsveitarinnar. Ég sá [Waters á tónleikum í Houston, Texas](https://www.eoe.is/gamalt/2000/06/11/21.41.13/) fyrir nokkrum árum og það eru sennilega aðrir af tveim bestu tónleikunum, sem ég hef séð á ævinni (ásamt Radiohead í Grant Park í Chicago).

Ég er reyndar forfallinn Pink Floyd aðdáandi, þrátt fyrir að ég hafi hlustað afskaplega lítið á þá síðustu 2-3 ár. Á nokkurra ára tímabili voru þeir mín uppáhaldshljómsveit og ég hef eytt óteljandi klukkustundum hlustandi á gamla diska með þeim. Ég veit ekki hvort að tónleikarnir í Egilshöllinni verða jafn stórkostlegir og þeir í Houston, en ég get allavegana látið mig dreyma.

Þetta verður æði!

Cheney skotinn

Einsog flestir ættu að vita, þá [skaut Dick Cheney](http://news.google.com/news?hl&ned=us&ie=UTF-8&q=%22Harry+Whittington%22+%22dick+cheney%22&btnG=Search+News) 78 ára gamlan veiðifélaga sinn um helgina. Þetta samtal er úr Daily Show, besta þætti í heimi:

>**Jon Stewart**: “I’m joined now by our own vice-presidential firearms mishap analyst, Rob Corddry. Rob, obviously a very unfortunate situation. How is the vice president handling it?

>**Rob Corddry**: “Jon, tonight the vice president is standing by his decision to shoot Harry Wittington. According to the best intelligence available, there were quail hidden in the brush. Everyone believed at the time there were quail in the brush.

>”And while the quail turned out to be a 78-year-old man, even knowing that today, Mr. Cheney insists he still would have shot Mr. Whittington in the face. He believes the world is a better place for his spreading buckshot throughout the entire region of Mr. Whittington’s face.”

>**Jon Stewart**: “But why, Rob? If he had known Mr. Whittington was not a bird, why would he still have shot him?”

>**Rob Corddry**: “Jon, in a post-9-11 world, the American people expect their leaders to be decisive. To not have shot his friend in the face would have sent a message to the quail that America is weak.”

>**Jon Stewart**: “That’s horrible.”

>**Rob Corddry**: “Look, the mere fact that we’re even talking about how the vice president drives up with his rich friends in cars to shoot farm-raised wingless quail-tards is letting the quail know ‘how’ we’re hunting them. I’m sure right now those birds are laughing at us in that little ‘covey’ of theirs.

>**Jon Stewart**: “I’m not sure birds can laugh, Rob.”

>**Rob Corddry**: “Well, whatever it is they do … coo .. they’re cooing at us right now, Jon, because here we are talking openly about our plans to hunt them. Jig is up. Quails one, America zero.

>**Jon Stewart**: “Okay, well, on a purely human level, is the vice president at least sorry?”

>**Rob Corddry**: “Jon, what difference does it make? The bullets are already in this man’s face. Let’s move forward across party lines as a people … to get him some sort of mask.”

Sjá fleiri [Cheney tengda brandara hér](http://online.wsj.com/public/article/SB113988242820273069-uV6g3R3JvkijUuStCosUy3Gv2Bs_20070213.html?mod=blogs). Athyglisvert að bera saman brandarana úr Letterman og Jay Leno. Brandararnir úr þeim þáttum eru alveg pínlega ófyndnir, en efnið úr Daily Show 10 sinnum betra. Ég get ekki skilið af hverju Leno og Letterman eru enn sýndir, á meðan að ekki er hægt að sjá Daily Show. Óskiljanleg ákvörðun hjá íslenskum sjónvarpsstöðvum.

Prófkjör Samfylkingarinnar

Jæja, [prófkjör í Reykjavík](http://www.samfylking.is/?i=4&o=2700) hjá afturhaldskommatittum á morgun. Við hér á eoe.is kjósum svona og hvetjum ykkur auðvitað til að gera það líka:

1. Dagur B
2. Stefán Jón
3. Sigrún Elsa
4. Andrés
5. Oddný
6. Helga Rakel
7. Steinunn Valdís
8. Dofri/Stefán Ben/Stefán Jóhann – get ekki gert uppá milli þessara.

Jammm, góður listi! 15 sinnum betri en Íhaldið, svo mikið er víst.

Tvífarar

Tvífarar [dagsins á Liverpool blogginu](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2006/02/09/9.33.27/). Samkvæmt Kristjáni þá líkist ég semsagt Robert Huth hjá Chelsea en Kristján líkist Brad Pitt.