Year: 2008
Lög sumarsins
Leikur einhver minnsti vafi á því að þessi tvö lög eru lög sumarsins 2008?
Sumaruppboð seinni hluti – DVD og Xbox
Ok, hérna er seinni parturinn af þessu uppboði mínu. Ég er að selja þessa hluti í einum pakka. Þannig að allt sem er á hverri mynd er selt saman. Ég vil losna við þetta allt, þannig að lágmarksboð í alla hlutina er 500 kall (nema íslenski DVD pakkinn). Uppboðið endar kl 20 á föstudagskvöld!
Sumaruppboð – Canon EOS 20D myndavél og linsa!
Vegna flutninga (skrifa um þá síðar), þá er ég að selja eitthvað af dótinu mínu (það er það sem ég hef ekki selt á uppboðum undanfarin ár.
Uppboðinu hefur fylgt alls kyns basl, þannig að núna vil ég selja hluti í færri en stærri einingum. Þetta er annars vegar myndavél og svo hins vegar DVD / Xbox leikir. Þetta verður ekki merkilegt, en ég ætla samt að gefa allt sem ég fæ til góðgerðarmála. Það verður hægt að bjóða í hlutina fram á föstudagskvöld og fólk verður að sækja hlutina á laugardaginn. Uppboðinu lýkur kl 20 á föstudagskvöld.
Ok, fyrst er það semsagt Canon EOS 20 D myndavél. Hún er með 18-55 mm linsu. Þetta er frábær vél fyrir langflesta, en ég er nýbúinn að kaupa mér aðra vél. Vélin er 3 ára gömul og í nokkuð góðu ástandi, þótt hún hafi vissulega ferðast víða. Á Flickr síðunni minni geturðu séð slatta af myndum, sem ég hef tekið með þessari vél, þar með talið allar myndirnar frá Mið-Austurlöndum (Sýrland og Líbanon) (og hérna geturðu séð myndir sem að aðrir hafa tekið með henni). Hérna eru allar tækniupplýsingarnar um vélina.
Hérna er mynd af vélinni. Með henni fylgir taska og hleðslutæki
Mér finnst sanngjarnt verð vera allavegana 20.000 krónur.
Einnig er ég að selja 50 mm linsu. Hún er mjög nýleg og þetta er verulega góð linsa. Hentar sérstaklega vel í aðstæður þar sem það er lítil birta.
Mér finnst sanngjarnt verð vera allavegana 10.000 krónur.
Einnig ætla ég að gera eina lokatilraun til að selja ATV sjónvarpið mitt. Þetta er sjónvarp sem hefur verið inní geysmlu hjá mér og ég held að ég hafi ekki horft á það í þrjú fjögur ár. Þetta er 21 tommu sjónvarp með fjarstýringu og er í mjög góðu ástandi. Skoða mynd. Lágmarksboð: 100 krónur.
Einsog áður, þá setjiði bara ykkar boð í komment við þessa færslu!
Krydd
Grill
Demókratar og Repúblikanar
Þetta graf sem fylgir með [þessari](http://www.washingtonpost.com/wp-dyn/content/story/2008/06/09/ST2008060900950.html) Washington Post frétt sýnir greinilega hvar áherslur manna liggja í bandarískum stjórnmálum.
Grafið sýnir það hvernig skattatillögur frambjóðendanna munu koma við fólk í mismunandi innkomu-hópum í Bandaríkjunum.
Tillögur McCain koma best við þá sem eru með meira en **233 milljónir króna í árslaun** en Obama þeim best sem eru með minna en 1,5 milljón í árslaun.
(via Daily Kos)
Annars hlytur fyndnasta fréttin úr bandarísku kosningabaráttunni að vera sú að McCain, sem hefur gert allt til að láta Obama líta út sem hann sé úr tengslum við bandarískan raunveruleika, gat ekki svarað því **hversu mörg hús hann sjálfur á!** Samkvæmt heimildum Politico á McCain 8 stykki.
Biden
Mikið afskaplega er ég ánægður með [þetta val hjá Obama](http://www.nytimes.com/2008/08/24/us/politics/24biden.html?hp). Biden var að mínu mati klárlega besti kosturinn í stöðunni, bæði væri hann líklegastur til að hjálpa Obama til að vinna og svo væri hann sennilega besti varaforsetinn af þeim sem komu til greina.
Hérna er ágætis pistill frá David Brooks (sem er íhaldsmaður) um það af hverju Biden sé góður valkostur fyrir Obama.
Síðasta vika
Klukkan er hálf ellefu á föstudagskvöldi og ég sit á sófanum heima með vinstri löpp uppí loft, horfandi á Real World Hollywood. Ég var í aðgerð á hné í gær sem tókst ágætlega. Fyrstu helgina í júlí í sögulegri útilegu í Úthlíð lenti ég í smá gamni slagsmálum við vin minn, sem enduðu nokkuð illa. Síðan þá hef ég verið að drepast í hnénu og var því ákveðið að ég færi í aðgerð.
Hún þýðir að ég þarf að taka því rólega næstu daga og fæ ekki að fara í líkamsrækt í heilan mánuð, sem er hreinlega fáránlegt.
* * *
Horfði á íslenska landsliðið komast í úrslit á Ólympíuleikunum og var með tárin í augunum þegar að leikurinn kláraðist, að springa úr þjóðernisstolti. Mikið afskaplega var þetta gaman.
(uppfært: Aggi tók saman nokkrar erlendar blaðagreinar um íslenska liðið á Liverpool blogginu. Ég mæli með þeim.)
* * *
Um síðustu helgi fór ég ásamt kærustunni minni til Boston í helgarferð. Ryan, sem var herbergisfélagi minn í Northwestern, var að giftast Kate – sem ég þekkti líka frá Northwestern árunum. Við fórum út á miðvikudeginum og eyddum fimmtudegi, föstudegi, sunnudegi og mánudegi í Boston. Löbbuðum Freedom Trail, versluðum á Newbury, fórum með Dan vini mínum og Carrie kærustu hans á Fenway þar sem við sáum Red Sox rústa Texas Rangers, borðuðum fáránlega góðan mat, drukkum slatta af Bud Light og góðu víni og skemmtum okkur einfaldlega ótrúlega vel. Klárlega skemmtilegasta borgarferð, sem ég hef farið í.
Á laugardaginn keyrðum við svo upp til Harvard, sem er lítill bær vestur af Boston. Þar fór brúðkaupið fram undir berum himni uppí sveit. Athöfnin var ótrúlega skemmtileg og brúðkaupsveislan var einnig frábær. Ótrúlega persónuleg veisla, sem var laus við allt snobb og var uppfull af skemmtilegum atriðum, frábærum ræðum, góðri tónlist og fleiru. Saman gerði þetta helgina algjörlega ógleymanlega.
* * *
Þegar ég kom heim gat ég svo flutt inná nýja Serrano skrifstofu í Kópavogi. Núna er ég í fyrsta skipti í sögu fyrirtækisins kominn með mitt eigið skrifborð á okkar eigin skrifstofu. Hingað til hafði ég unnið mína vinnu heima hjá mér, í lítilli kompu uppí Kringlu eða á kaffihúsum bæjarins. Við vorum reyndar með aðra skrifstofu síðustu mánuði en þar var ég á einhverju asnalegu móttökuborði þar sem ég gerði lítið en að vísa fólki inná aðrar skrifstofur.
Jæja, ég ætla að snúa mér aftur að sjónvarpsglápi.
Skýjakljúfur
Þetta eru hreint ótrúlega magnaðar myndir af hæstu byggingu í heims, Burj Dubai, sem er verið að klára í Dubai.
Hérna má sjá þverskurðarteikningu af byggingunni, sem nær 70 metra ofaní jörðina og 819 metra uppúr jörðu. Þessi bygging er til dæmis þrjú hundruð metrum hærri en Sears Tower í Chicago.
Hérna eru fleiri myndir: Séð yfir nágrennið. Horft uppá bygginguna.
Það er alveg ljóst að næst þegar ég flýg með Emirates, þá mun ég stoppa einhverja daga í Dubai.
(via)