*Færslu eytt út vegna ölvunnar ritstjóra*
Author: einarorn
Augnabrýr
Er Vilhjálmur Þ, Sjálfstæðismaður búinn að láta plokka augnabrýrnar?
Sjá hér: [Fyrir](http://www.betriborg.is/betriborg/upload/images/borgarstjornarflokkur/8-vilhjalmur.jpg) og [eftir](http://www.vilhjalmurth.is/gallery_mynd.php?IdGallery=10&IdMynd=252).
Hann hlýtur að vera án efa mest metrósexúal frambjóðandinn. Húrra fyrir honum. Hver var samt tilgangurinn með kappræðum hans og Gísla Marteins í Kastljósinu síðasta fimmtudag? [Kappræðurnar](http://dagskra.ruv.is/streaming/news/?file=4270002/2) eru án efa súrustu sjónvarpskappræðurnar í sögu lýðveldisins. Stjórnendur þáttarins hefðu náð sama árangri með því að spyrja bara tveggja spurninga: 1. “Vilhjálmur: Ert þú betri en Gísli Marteinn?” og 2: “Gísli: Ert þú betri en Vilhjálmur?”.
Ekki gott. Gísli Marteinn lofaði svo lægri sköttum, en þegar hann var spurður að því hvar hann ætlaði að fá peningana fyrir skattalækkunum, þá sagði hann að hann trúði því að frambjóðendur í prófkjöri ættu ekki að setja fram loforð. Magnað.
Nokkrar myndir frá El-Salvador, Gvatemala og Hondúras
Hérna eru nokkrar fleiri myndir frá Mið-Ameríkuferðinni. Ég er enn að bíða eftir því að geta sett allar myndirnar inn, en þangað til kemur þetta í svona smá skömmtum.
Smellið á myndirnar til að fá stærri útgáfu.
Uppá Cerro Perquin í El Salvador
Ég í Tikal, Gvatemala
Strákar leika sér á ströndinni í Livingston, Gvatemala
Almenningssamgöngur í El Salvador
Ég og aðaltöffarinn í bænum á Roatan, Hondúras
Eyja í Rio Dulce ánni í Gvatemala.
Hugmyndir?
Ok, ég er að fara til Amsterdam um helgina. Á fund í borginni á mánudaginn og ætla að nýta tækifærið og eyða helginni í borginni.
Ég hef ekki farið til borgarinnar síðan ég var 7-8 ára og það eina, sem ég man eftir eru bátar og hús Önnu Frank. Þannig að ég veit lítið um borgina og hef lítið skoðað. Auk þess var ég 7-8 ára og Amsterdam er ekki beinlínis þekkt fyrir barnaskemmtanir.
Allavegana, er einhver með hugmyndir að því hvað við eigum að gera í Amsterdam. Ég verð með stelpu, þannig að hugmyndir einsog að eyða öllum tímanum flakkandi á milli hóruhúsa í Rauða Hverfinu, eru ekki alltof sniðugar. En ég er opinn fyrir öllu.
Oftast eru skemmtilegustu hlutirnir í borgum einhverjir litlir hlutir, sem ferðabækur minnast ekki á. Vitiði um eitthvað slíkt fyrir Amsterdam?
Hjartaáfall
Ef þig langar til að láta útvarspmenn gera símahrekk í kunningja þínum, *ekki* velja hjartaveika kunningjann þinn! Sjá hér: [Hjartastopp](http://www.fm957.is/uploads/FileGallery/Files/Zuuber/Hrekkir/Zuuber%20hrekkur%20-%20Hjartatruflun.wmv) – Símahrekkur í útvarpsþættinum Zúúber.
Hjartaáfall í beinni. Magnað!
Bækur á ferðalagi
Þessar rútuferðir, sem ég þurfti að þola í Mið-Ameríku, urðu til þess að ég hafði talsverðan tíma til að lesa á ferðalaginu. Ég var voðalega ánægður með allar bækurnar, sem ég las. Greinilega heppinn með valið.
Allavegana, þessar bækur komst ég yfir.
[Tuesdays with Morrie](http://www.amazon.co.uk/exec/obidos/ASIN/0751529818/qid=1129925218/sr=8-1/ref=sr_8_xs_ap_i1_xgl/026-0996360-0266020) – Mitch Albom: Sami gaurinn og skrifaði “Five people you meet in heaven”. Jú jú, alveg nokkrir góðir punktar varðandi lífið og allt það. En samt ekkert sérstaklega minnistæð bók.
[Little Children](http://www.amazon.co.uk/exec/obidos/ASIN/0749083042/qid=1129925244/sr=2-2/ref=sr_2_3_2/026-0996360-0266020) – Tom Perrotta: Frábær bók! Fjallar um líf ungra foreldra í úthverfi í Bandaríkjunum. Ég las bókina á met-tíma. Með skemmtilegri bókum, sem ég hef lesið að undanförnu. Mæli hiklaust með henni.
[Being There](http://www.amazon.co.uk/exec/obidos/ASIN/0553279300/qid=1129925269/sr=2-1/ref=sr_2_3_1/026-0996360-0266020) – Jerzy Kosinski: Fín bók, sem ég hélt þó að væri betri.
[The Things they Carried](http://www.amazon.co.uk/exec/obidos/ASIN/0006543944/qid=1129925292/sr=1-1/ref=sr_1_11_1/026-0996360-0266020) – Tim O’Brien: Frábært samansafn af smásögum úr Víetnamstríðinu. Ein besta stríðsbók, sem ég hef lesið. Mæli líka með þessari.
[About a Boy](http://www.amazon.co.uk/exec/obidos/ASIN/0140285679/qid=1129925322/sr=2-1/ref=sr_2_3_1/026-0996360-0266020) – Nick Hornby: Ég las tvær Hornby bækur í ferðinni. Þessi er góð, en þó skemmir það umtalsvert fyrir að hafa séð myndina.
[How to be Good](http://www.amazon.co.uk/exec/obidos/ASIN/0140287019/qid=1129925338/sr=1-3/ref=sr_1_2_3/026-0996360-0266020) – Nick Hornby: Fín bók, en nær samt ekki þeim hæðum, sem hinar Hornby bækurnar ná.
[Popcorn](http://www.amazon.co.uk/exec/obidos/ASIN/0552771848/qid=1129925358/sr=1-1/ref=sr_1_2_1/026-0996360-0266020) – Ben Elton: Virkilega góð bók. Svartur húmor af bestu gerð.
[On the Road](http://www.amazon.co.uk/exec/obidos/ASIN/0142437255/qid=1129925374/sr=2-1/ref=sr_2_3_1/026-0996360-0266020) – Jack Kerouac: Jensi lánaði mér þessa bók á íslensku fyrir mörgum árum, en af einhverjum ástæðum hef ég aldrei komist í gegnum hana. Var alltaf hálf svekktur yfir því og ákvað því að kaupa mér hana á ensku og lesa hana þegar ég væri á ferðalagi. Fannst það mjög við hæfi. Þegar ég loksins komst yfir fyrstu kaflana, þá er bókin frábær.
Mæli einna helst með Little Children, The Things they Carried og On The Road. En allar bækurnar eru þó tímans virði.
Extra Gravity
Ég vil bara koma því á framfæri að ég ELSKA The Cardigans. Nýja platan, [Super Extra Gravity](http://www.cardigans.com/?sid=release&id=313#) er æði og Nina Perrson er mest sexí söngkona í heimi. Það eru kannski til sætari söngkonur í þessum heimi, en betri blanda af rödd, útliti og attitúdi er ekki til.
En það breytir svo sem ekki öllu, því tónlistin er fokking frábær.
Fyrsta smáskífan, “*I Need Some Fine Wine And You, You Need To Be Nicer*” (hægt að sjá myndbandið með því að smella á “Play Video” á [þessari síðu](http://www.cardigans.com/?sid=release&id=313#)) er fáránlega grípandi og restin af plötunni er ekki síðri. Fyrir ykkur, sem haldið að *Lovefool* sé á einhvern hátt einkennandi fyrir þessa hljómsveit, þá hvet ég ykkur til að gefa henni sjens.
Takk?
Veit einhver af hverju nýja platan með Sigur Rós heitir “Takk…” en ekki bara “Takk”?
Af hverju er hún sums staðar skráð sem [“Takk”](http://www.skifan.is/Skifan/Music/product.aspx?SKU=SM119CD) en annars staðar sem [“Takk…”](http://www.amazon.com/exec/obidos/tg/detail/-/B000AJJNPY/qid=1129846609/sr=8-3/ref=sr_8_xs_ap_i1_xgl15/002-3165162-6556813?v=glance&s=music&n=507846)? Á bandaríska Amazon heitir hún “Takk…”, en á breska Amazon heitir hún “Takk”.
Hvað eiga punktarnir að þýða? Er munur á milli útgáfa? Er ég geðveikur fyrir að velta þessu fyrir mér?
Heitustu málin í dag
Aðalumræðuefni í þættinum Ísland í dag í kvöld:
*Á Unnur Birna fegurðardrottning að fara á Miss World í íslenska þjóðbúningnum eða síðkjól?*
Ja hérna. Er það ekki einhvers konar met að geta talað um þetta málefni í 15 mínútur?
Nokkrar myndir
Úffff, þetta eru búnir að vera erfiðir fyrstu tveir dagar á Íslandi. Allt, allt, allt of mikið stress útaf vinnu. Á svona stundum hljómar það alveg einstaklega heimskulegt að vera í tveim vinnum. Einnar vinnu stress væri alveg nóg til að gera mig hálf geðveikan akkúrat núna.
Ég á í baksi með að koma myndunum frá MIð-Ameríku í skikkanlegt lag, þannig að þangað til að það kemst í gott stand, þá ætla ég að setja hérna inn nokkrar myndir úr ferðalaginu. Ég væri alveg til í að vera kominn aftur á ströndina í Cancun í stað þess að hafa áhyggjur af vinnumálum akkúrat þessa stundina. En svona er þetta.
Continue reading Nokkrar myndir